Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 _ ±4 Ég er að nordart... Ég skrrfaði Hálendishandbókina ... Fréttir I>V Fjöldi bankarána enn óupplýstur hér á landi: Bankaránum hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Það fyrsta var framið- árið 1984 en fram að því höfðu glœpamenn þó komist yfir talsverða fjármuni með því t.d. að ræna pósthús. Starfs- menn Pósts og síma í Sandgerði urðu líklega verst úti í því sambandi en þaðan var stolið um milljón krónum í tveim- ur ránum á árunum 1979-80. Fyrsta eigin- lega bankaránið á íslandi var svo framið í febrúar árið 1984 en það síðasta þriðjudaginn sem leið. í millitíðinni hefur rúmur tugur ránstilrauna á bönkum verið gerður en aðeins hluti þeirra varð þó að umfangsmiklum sakamálum. Sum þeirra eru enn óupplýst. Fagmenn á ferð Tvö umfangsmikil bankarán voru framin áriö 1995. Bæöi ránin voru greinilega vel skipulögö og komust þjófarnir undan meö umtalsveröa fjármuni. Bæöi máiin eru enn óupplýst. Ungur grímuklæddur maður bankaði á dyr Iðnaðarbankans í Breiðholti rétt eftir lokun í febr- úarmánuði árið 1984 þar sem starfsmenn voru að vinna að uppgjöri dagsins. Starfsmenn bankans ályktuðu að pilturinn væri vélhjólasendill sem ætti eitthvert erindi í bankann og hleyptu honum þess vegna inn. Hann gekk hins vegar rakleiðis að hirslum gjalkera og tók að stinga á sig peningabúntum áður en fólk áttaði sig á hvað væri á seyði. Að því loknu gekk hann í átt að dyrunum en mað- ur sem þá reyndi að stöðva hann var sleginn í andlitið og ræninginn komst undan með rúmlega 350 þúsund krónur. Starfsmenn bankans gátu gefið nokkuð góða lýsingu á mannin- um en hann var talinn vera á milli 18 og 20 ára gamall, sagður vera allur mjósleginn, leggja- langur, hokinn í baki og með út- stæð herðablöð. Þessi annars greinargóöa lýsing kom samt að litlum notum þar sem þjófurinn gengur enn laus. Fyrsta vopnaöa ránið Síðar í sama mánuði var svo fyrsta vopnaða bankaránið framiö hér á landi. Að kvöldi föstudagsins 17. febrúar réðst grímuklæddur maður vopnaður haglabyssu að tveimur starfs- mönnum ÁTVR fyrir utan Landsbankann á Laugavegi þar sem þeir ætluðu að koma upp- gjöri dagsins í næturhólf. Ræn- inginn hleypti skoti af byssu sinni og heimtaði að mennirnir réttu sér pokann. Þegar annar þeirra gerði sig líklegan til að flýja af vettvangi skaut hann aft- ur af vopni sínu þannig að mennir slepptu pokanum og hlupu á brott. Ræninginn hvarf því næst út í náttmyrkrið með hátt á aðra milljón króna. Ránið þótti nokkuð vel skipu- lagt en sá sem að því stóð, 22 ára karlmaður, hafði lengi fylgst með ferðum starfsmanna ÁTVR. Með honum í ráðum var 19 ára karlmaður sem hafði það hlut- verk að aka ræningjanum á brott með fenginn. Fljótlega komst upp um pilt- ana þar sem fyrrverandi starfs- maður ÁTVR hafði samband við lögreglu en sá hafði nokkru áður kynnst umræddum ræningja. Þá hafði hann spurt hann í þaula um hvernig að peningafluttning- um væri staðið hjá versluninni og hvernig hugsanlegt væri að komast yfir féð. Þessum fyrrver- andi starfsmanni fannst því lík- legt að umræddur maður hefði framið verkið og varð sú raunin. Fram að því hafði lögregla ekki haft minnstu hugmynd um hver hefði verið þarna að verki. ítar- leg bók var svo skrifuð um mál- ið af öðrum afbrotamannanna sem nefnist Hinn fullkomni glœp- ur. Ránum tekur að fjölga Bankaránum tók að fjölga jafnt og þétt með árunum. Gjaman höfðu ræningjarnir þann háttinn á að þeir komu óvopnaðir inn í bankana og létu lítið á sér bera. Stukku þeir svo gjarnan yfir gjaldkeraborðin, hrifsuðu til sín það sem þeir gátu og reyndu að komast brott á hlaupum. Aðallega var það einn maður sem lagði stund á þessa iðju en hann var jafnan handtekinn skömmu síðar. Dag- inn fyrir gamlársdag 1988 stökk þessi sami maður yfir gjaldkera- borð Búnaðarbankans í Austur- stræti og komst á brott með 400 þúsund krónur. Hann var seinna þann dag handtekinn á Keflavíkurflugvelli enda höfðu náðst af honum myndir inni í bankanum auk þess sem lög- regla þekkti vel til hans. Atvinnumenn láta til skar- ar skríða Árið 1995 voru tvö vel skipu- lögð rán framin í Reykjavík. Grunur hefur leikið á að sömu menn hafl verið þarna að verki en ekki hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra enn þann dag í dag. í lok febrúar var ráð- ist að tveimur konum á Lækjar- götu þar sem þær voru á leið inn í Islandsbanka með peninga- sendingu frá Skeljungi. Menn- irnir voru þrír að verki, allir grímuklæddir, og börðu þeir aðra konuna í höfuðið og tóku síðan af henni tösku sem pen- ingarnir voru geymdir í. Þeir komust á brott á stolnum bíl með um 5,2 milijónir króna en af því voru um 3 milljónir í reiðufé. Nokkrir voru handtekn- ir í kjölfarið, fjöldi yfirheyrður og umfangsmikil leit hófst að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.