Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Qupperneq 29
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003
29
DV
Tilvera
Spurning dagsins _____________
Hefuröu farið á skíði í vetur?
Hörður Gunnarsson, 12 ára:
Já, oft á snjóbretti.
Linda Mánadóttir, 12 ára:
Nei, ég kann ekki á skíði.
Sindri Már Hjartarson, 12 ára:
Nei, ég kann ekki á skíöi.
Auöur Birna Snorradóttir, 12 ára:
Já, oft, það er gaman á skíöum.
Freyja Barkardóttir, 12 ára:
Já, ég æfi á skíöum.
Viktoría Halldórsdóttir, 12 ára:
Já, ég fór um helgina.
Stjömuspá
Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.):
I Þú hefur verið afar
viðkvæmur gagnvart
ákveðinni persónu
undanfarið. Varastu
að láta afbrýðisemina hlaupa
með þig í gönur.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars):
Ekki taka það nærri
•þér þó að einhver sé
með leiðindi við þig.
Framkoma hans ætti
ekki að skipta þig neinu máli. Þú
ættir að heimsækja góða vini þína.
Hrúturinn (21. mars-19. aprfll:
l Dagurinn verður
^rólegur í vinnunni og
þú gætir mætt
einhverri andstöðu
við hugmyndir þínar sem þú
ættir ef til vill að endurskoða.
Nautið (20. april-20. maí):
Hópvinna á vel við þig
í dag og þér gengur
vel að semja við þitt
fólk. Viðskipti ganga
vel þó ekkert sérstakt gerist á
þeim vettvangi.
Tvíburarnir m. maí-2i. iúnít
V Vertu hreinskilinn við
/j^xini þína og fjölskyldu
^// og athugaði að einhver
er viðkvæmur fyrir
gagnrýni frá þér.
Happatölur þínar eru 5, 7 og 23.
Krabbinn m. iúní-22. iúin:
Dagurinn verður við-
| burðaríkur og þú
ættir að fara varlega
í öllum fjármálum.
Það gætu komið upp aðstæður
sem virðast réttlæta fjárútlát.
Lárétt: 1 gripahús,
4 tónlist, 7 grín,
8 fjölga, 10 löglegt,
12 erfiði, 13 ófriður,
14 innyfli, 15 beita,
16 ókyrrð, 18 passa,
21 kúgun, 22 gagnlega,
23 grind.
Lóðrétt: 1 feyskju,
2 löngun, 3 ergja,
4 glundroði, 5 gati,
6 legil, 9 orðrómur,
11 sló, 16 ótti,
17 eftirtekt,
19 látbragð, 20 þrif.
Lausn neðst á síðunni.
Gildir fyrlr föstudaginn 4. mars
Liónið (23. iúli- 22. áaúst):
I Þú ert viðkvæmur
fyrir gagnrýni og þér
hættir til að vera
óþarflega tortrygginn.
Þú átt engu að síður góð
samskipti við vini þína.
Mevian (23. áeðst-22. sect.):
Fjölskyldan hefur í
mörsu að snúast og
|P* *þú skalt athuga að
' vinur gæti þarfnast
þín. Eitthvert happ bíður þín
í fjármálum.
Vogln 123. sfint.-23. okt.f:
Rólegt tímabil er fram
undan og þú færð næg-
an tíma til að
hugleiða afstöðu þína
til ákveðins atviks.
Happatölur þínar eru 6,14 og 35.
Sporðdrekinn (24, okt.-2l. nðv.i:
Ástarmálin eru að
^jTV\ komast á skrið en
\ \ VJivertu samt þolinmóður.
* ■ . Farðu varlega ef
ferðalag er á dagskrá en ekki
hafa allt of miklar áhyggjur.
Bogmaðurinn (22. nóv-21. des.):
SVertu bjartsýnn
varðandi vandamál
sem hefur angrað þig.
Þú færð lausn þinna
mála innan tíðar.
Happatölur þínar eru 8, 23 og 47.
Steingeitln (22. des.-19. ian.f:
Þú átt góða tíma fram
undan. Fjármálin hafa
sjaldan staðið jafnvel
og þú ættir
að nota kvöldið til að gera
þér dagamun.
Buin afi finna astina
Draumadísin og hasarkroppur-
inn Bo Derek hefur nú tekið gleði
sína á nú, hún er búin að flnna
draumamanninn. Og það sem
meira er, hann er fimm árum
yngri en hún.
Fyrir einu ári lýsti hin 46 ára
gamla Bo yfir því að rún væri
stöðugt að leita að draumaprins-
inum. Síöar kom í ljós að leikar-
inn John Corbett uppfyllir öll
skilyrði þar um og er Bo nú flutt
inn í flna húsið hans í
Hollywood.
„John og Bo eru gagntekin
hvort af öðru. Þau eru síkyssandi
og káfandi. Þau eru að láta reyna
á sambandið með þvi að búa sam-
an,“ segir ónafngreindur vinur
þeirra.
Bo Derek, sem þekktust er fyr-
ir hlutverk sitt í myndinni „10“
með Dudley Moore, var gift sér
eldri manni, leikaranum John
Derek, í 24 ár, eða þar til hann
lést árið 1998, sjötugur að aldri.
Hún var ekki nema sautján þegar
þau byrjuðu saman.
Myndnsögur
Blessuð páskaeggin
Ég er einn af þeim sem stenst ekki
páskaegg og bíð því spenntur eftir því
að þau birtist í hillum markaðanna
vel fyrir páskafóstu.
Reyndar var löngu komið í mig
eggjahljóð þegar þau loksins birtust i
stórmörkuðunum, enda súkkulaðihá-
tíðin óvenju seint á ferðinni í ár og
allt of löng bið milli hennar og jóla.
Maður hefur því látið alls komar
gúmmulaði duga til að seðja sárasta
súkkulaðihungrið þar til úr rættist í
upphafi góu. En í sannleika sagt þá er
það ekki bara súkkulaðið sem freist-
ar. Ég er nefnilega líka sjúklegur
málsháttasafnari. Ég viðurkenni þó að
hafa í upphafi notað það sem tilliá-
stæðu til þess að réttlæta páskaeggja-
átið en nú eru málshættimir orðnir
hluti af ánægjunni.
Hugsið ykkur bara spennuna við að
opna eggið og slétta síðan í rólegheit-
um úr litla málsháttarmiðanum. Það
er því ekkert eins fúlt og að fá sama
málsháttinn tvisvar og þau egg eru
sannkölluð fúlegg.
Sumir eru í stjörnumerkjunum en
ég er í málsháttunum. En talandi um
stjömumerki, þá las ég einu sinni í
stjörnuspá aö fólki eins og mér í holda-
nautsmerkinu þætti súkkulaði sjúklega
gott og ekki ljúga stjömufræðingarnir
frekar en aðrir fræðingar.
Um síðustu helgi keypti ég mér
heilan bakka af eggjum númer eitt og
kom mér makindalega fyrir framan
við imbann í upphafi kvöldfrétta rétt í
þann mund sem verið var að fjalla um
kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins.
Þegar ég heyrði skattagylliboðin
hljóp á mig eitthvert rosalegt æði. Ég
gleypti hvert eggið á fætur öðru og
hafði ekki einu sinni fyrir að opna
þau. Fyrr en varði haíði ég étið öll
sex eggin rétt á meðan farið var yflr
skattapakkann. Ég náði rétt að bjarga
tveimur málsháttum í restina og
hvort sem það var fyrir tilviljun eða
fyrir verk æðri máttarvalda þá sögðu
þeir: „Sá grætur ekki gullið sem ekki
átti það“ og „Mikið vill meira“.
Amma gamla sat við hliðin á mér
og ég þakka henni að ég kafnaði ekki
í hamaganginum. Hún er farin að sjá
illa blessunin og spurði þegar hún sá
Davíð og félaga fagna hinum óvænta
98% sigri í formannskosningunni: „Er
þetta Benny Hinn, eða hvað“?
Erlingur
Kristensson
blaöamaöur
Svartur á leik!.
Mótiö í Dos Hermanas á Spáni mall-
ar áfram. Spánverjinn Vallejo Pons er
einn efstur eftir 5. umferðir með 4 v.
Hann hefur teflt skemmtilega eins og í
þessari skák þar sem hann er við það
að ljúka dagsverki sínu með því að
reka svarta kónginn á vergang. Shirov
Umsjón: Sævar Bjarnason
er í 2. sæti með 3,5 og Epishin, Dreev
og Khalifman fylgja fast á eftir með 3
v. Skemmtilegt mót.
Hvítt: Sergei Tiviakov (2635)
Svart: Fransisco Vallejo Pons (2629)
Sikileyjarvörn.
Dos Hermanas Spáni (4), 31.03.2003
1. e4 c5 2. c3 RfB 3. e5 Rd5 4. RÍ3
Rc6 5. Bc4 Rb6 6. Bb3 c4 7. Bc2 Dc7
8. De2 g5 9. h3 Bg7 10. 0-0 Rxe5 11.
Rxg5 h6 12. Rf3 Rg6 13. Hel BfB 14.
d4 d6 15. a4 Hg8 16. a5 Rd5 17. De4
Be6 18. Bxh6 0-0-0 19. a6 Hh8 20.
Rg5 Bxg5 21. Bxg5 Hdg8 22. Rd2 b5
23. RÍ3 Hh5 24. Kfl Rf8 25. Bcl Dd7
26. Rgl Rh7 27. Df3 RhfB 28. b3
cxb3 29. Bxb3 Hf5 30. Dd3 Re3+ 31.
Dxe3 Bxb3 32. f3 Bc4+ 33. Kf2 e6 34.
Dh6 Dd8 35. Dd2 Rh5 36. He4 d5 37.
Hg4 Hxg4 38. hxg4 Dh4+ 39. Ke3
Rg3 40. Df2 (Stööumyndin) 40. -Rfl+
41. Dxfl Bxfl 42. gxf5 Del+ 43. Kf4
Dxc3 0-1
Lausn á krossgátu
•pre 0Z ‘10® 61 ‘1?8 il ‘uSo 91 ‘jsnei n
‘lejuin 6 ‘inn 9 ‘ido 9 ‘jnainjSiu \ ‘euneJdei(s g ‘nso z ‘enj 1 :)iajgoq
•j'su gz ‘e;Xu zz ‘gneue \z ‘ejæS 8i ‘nfljg 91 ‘uSé 91
‘jngi \\ ‘jA;s gi Jnd zi ‘IflS 01 ‘eifne 8 ‘dneijs L ‘MMOJ f> ‘sgij 1 íjjajeq