Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Síða 11
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 ÐV 11 Fréttir Lára Magnúsdóttir, 44 ára öryrki, óttast aö heimahjúkrunin veröi lögö í rúst: Þetta slær mig alveg hryllilega „Þetta slær mig alveg hryllilega. Þetta litla sjálfstæði sem heima- hjúkrunin hefur skapað mér í þessu athvarfi mínu hrynur til grunna ef af þessu verður. Eg er algerlega háð heimahjúkruninni." Þetta segir Lára Magnúsdóttir, 44 ára kona sem býr á Sléttuvegi 3 í Reykjavík. DV heimsótti Láru í gær á hlýlegu heimili hennar og ræddi við hana um afleiðingar þess ef starfsfólk heimahjúkrunar á höfuð- borgarsvæðinu hættir störfum um næstu mánaðamót vegna breytinga Heilsugæslunnar á aksturskjörum þeirra. DV hefur áður fjallað um málið en síðan hefur ekkert þokað í átt til samkomulags. Starfsfólk heimahjúkrunar telur að því hafi verið sagt upp störfum með breyt- ingunni, þar sem um uppsögn samn- ingsákvæðis sé að ræða. Það hefur tiikynnt stjóm Heilsugæslunnar að það hætti störfum um næstu mán- aðamót. Ákvörðun Heilsugæslunnar snýst um að starfsfólkið noti rekstr- arleigubíla en til þessa hefur það verið á eigin bílum og fengið greitt fast kílómetragjald. Fjórum sinnum á sólarhring Lára Magnúsdóttir er einn af 1100 skjólstæðingum heimahjúkrunar- innar. Hún lenti í bilslysi fyrir 17 árum og hálsbrotnaði. Síðan hefur hún verið bundin i hjólastjól og kemst hvorki í hann né úr nema með aðstoð. Sama máli gegnir um aðra þætti daglegs lífs. Hún er alger- lega bundin utanaðkomandi aðstoð. „Ég þarf og fæ viðvarandi heima- hjúkrun flórum sinnum á sólar- hring,“ segir hún. „Hún byrjar með morgunaðhlynningu kl. 10.30-11.30. Klukkan 18.30 er ég svo sett í rúmið, því þá get ég ekk verið lengur í stólnum. Kl. 24.30 koma þær og snúa mér, svo ég fái ekki legusár, og hafa allt til fyrir nóttina. Ég get ekki snú- ið mér sjálf í rúminu, svo þær að- stoða mig við það. Kukkan 7-8 á morgnana taka þær svo þvagpok- ann, gefa mér lyfin og snúa mér ef með þarf. Raunar fæ ég miklu meiri aðstoð hjá þeim heldur en þetta, því þær setja mig tvisvar í viku í bað, eftir að ég hef haft hægðir, og þvo mér frá toppi til táar. Síðan setja þær mig upp í rúm til að þurrka mér. Þá klæða þær mig og setja fram í stól. Auk þess eru margir snúningar og mörg handtök sem þær gera fyrir mig, svo ég geti yfir höfuö lifað sómasamlegu lífi. Stund- um kemur til þess að ég þurfi að kalla þær út að degi eða nóttu ef ég hef misst hægðir eða þvag. Það stendur 'ekki á því, þær eru komnar alveg um leið.“ Félagslegi þátturinn Félagslegi þátturinn í heimahjúkrun- inni er stór. Aöstoöarfólk Láru lætur ekki sitt eftir iiggja. Þaö tekur hana út aö boröa eöa í bíó ef tími gefst. rústa eigi það heimahjúkrunarkerfi sem hefur verið byggt upp. Fólkð í heimahjúkruninni eigi margfalt skilið að fá einhvem bónus. Jafn- framt megi spyrja hvað sparist í raun og vem við að deila út rekstr- arleigubílum eins og fyrirhugað sé. Heimahjúkrunarfólkið hafi oft mátt búa við óvissu. Þrisvar sinn- um hafi verið skipt um aðsetur heimahjúkrunar og alltaf eigi hlut- imir að verða betri. Sparnaður ríkisins „Ég held að þessir ráðamenn hafi ekki minnstu hugmynd um hvaða starf þessar konur ixma af hendi inni á heimilum skjólstæðinga sinna,“ segir Lára. „Ég var á stofn- un í 3 ár áður en ég komst í sjálf- stæða búsetu. Það var hryllilegt og ríkið var að greiða tugi þúsunda fýr- ir dvöl mína, auk þess sem örorku- bætumar mínar fóra í þetta. Nú sé ég algerlega um mig sjálf fjárhags- lega og heimahjúkrunin gerir mér lífið bærilegt. Þetta sparar ríkinu fleiri milljónir á ári. Ég vil spyija ráðamenn: Hvað geri ég ef þetta fólk gengur út 1. maí? Hver ætlar þá að veita mér þá hjálp sem ég þarfnast og ég hef lýst hér að framan? Hver ætlar að gera allt sem gera þarf til þess að ég njóti þeirra sjálfsögðu réttinda að lifa sómasamlegu sjálfstæðu lífi? Maður heldur alltaf í vonina, en þegar þetta kom upp á þá var það al- veg punkturinn yfir i-ið. Ég reyni að ýta þessari hugun frá mér, því það era eðlileg viðbrögð þegar óvissan ber að dyrum. En það era brot á mannréttindum að ætla að skilja DV-MYNDIR SIGURÐUR JÖKULL Algerlega háð heimahjúkrun Lára er algerlega háö heimahjúkrun. Hún hálsbrotnaöi í bílslysi fyrir 17 árum. Hér er hún færö til á heimili sínu af tveimur hjúkrunarkonum og þarf talsveröa æfingu til. okkur, skjólstæðingana, eftir. Ég get ekki legið hér alein í 2-3 daga án hjálpar. Ég gæti ekki gert þarfir mínar, ég fengi legusár, þetta er óbærileg tilhugsun. Ég sé bara svart, því ekki get ég ímyndað mér að ég kæmist að á stofhunum, sem þegar era meira en yfirfullar." Mál samfélagsins „Ég hef á tiifmningunni að heil- brigðiskerfið sé komið á vonarvöl. Við sem þurfum á aðstoð þess að halda lifum í stöðugum kvíða fyrir því hvar þeim detti í hug að skera niður næst til að spara. Þetta er ekki bara mál okkar skjólstæðinga heimahjúkrunarinnar heldur sam- félagsins alls. Það getur hent hvem sem er að þurfa á heimahjúkrun að halda, strax í dag eða á morgun. Ég var ekki spurð hvort ég vildi lifa eða deyja þegar ég lenti í slysinu. Ég var einfaldlega skikkuð inn í þetta batt- erí. Og nú bíð ég milli vonar og ótta. Framtíð min er í höndum ráða- manna Heilsugæslunnar." -JSS Englarnir mínir Lára talar hreint út þegar hún ræðir um þá aðstoð sem hún þarf. Hún segir að þetta séu einungis staðreyndir lífs síns og aðeins með því að ræða hispurslaust um þær skilji fóllkið úti í samfélaginu hversu dýrmæt heimahjúkrunin sé þeim einstaklingum sem þurfi á henni að halda. „Daglegt líf mitt er undir allri þessari aðhlynningu komið,“ segir hún. „Nú er ég búin að vera í sjálf- stæðri búsetu í 12 ár. Á því tímabili hef ég haft heimahjúkrun. Sjálf- stæði mitt er undir því komið. Það hefur aldrei, ekki í eitt einasta skipti, komið fyrir að þær hafi ekki mætt. Þær hafa vaðið í snjó og byl, í öllum veðrum, en alltaf skulu þær mæta. Þetta eru englamir mínir á fótum í þessu lifanda lífi. Þær era orðnar eins og hluti af íjölskyldunni minni. Við röbbum saman, spyrjum frétta af fjölskyldu hver annarrar. Félagslegi þátturinn vegur því einnig þungt í lífi skjólstæðings sem kemst ekki ferða sinna.“ Lára segir „ófyrirgefanlegt" ef Hágæða hjálmar frá Trek Vapor f.börn og fullorðna Stærðir: Small-medium-large Verð kr. 3.963.- ' USAmeð viðurkenndum öryggistöðlum Trek hjálmar TrekScout f.börn og unglinga Stærðir: Small/medium, medium/large Verð kr. 3.963.- fyrir litlu börnin 1-3 ára Verð kr. 3.974.- STOFNAÐ 1925 Skeifunni 11, Sími S88 9890 Bætt og betri verslun á sama stað! Opið laugard. 10-16 Visa- og Euroraðgr. Gerðu góð kaup! Sama verð og í fyrra! Verndaðu mestu verðmætin njOÍiTSor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.