Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 6
6 FTMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 DV Fréttir Forystumenn stjórnmálaflokka taka vel í tillögur ASÍ í velferðarmálum: Gætu orðið hluti af næstu kjarasamningum Forystumenn stjómmálaflokk- anna sögðu á opnum fundi Alþýðu- sambands íslands í gær um tiflögur þess um umbætur í velferðarkerf- inu, að margt horfði til bóta í tillög- unum. Geir H. Haarde, varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja skynsamlegt aö næsta ríkisstjóm færi vel yfir tiflögumar og mögulegt væri að tengja framkvæmd þeirra næstu kjarasamningum. Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, segir það vel koma tU greina. „Það kann vel að vera að það gerist. Það er þekkt að verkalýöshreyfingin er gjaman með kröfur á hendur stjómvöldum í tengslum við kjarasamninga. Auð- vitað notum við öU tækifæri og ekki síst kjarasamninga," segir Grétar. Tekið undir allt Guðjón Amar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sagði á fundinum að flokkurinn myndi hér eftir sem hingað tU styðja þau mál sem væra tU þess faUin að efla vel- ferðarkerfiö. í stuttu máli tæki flokkurinn „að langmestu leyti eða nánast öUu leyti undir stefnumótun ASÍ“. Guðjón nefndi m.a. sérstak- lega að hækka þyrfti skattleysis- mörk þannig að lágmarksbætur og lágmarkslaun væru skattfrjáls. Hann útUokaði ekki að einkarekst- ur gæti átt við í heUbrigðiskerfmu ef aUir hefðu jafnan aðgang að þjón- ustunni. Skuldsett heimili Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tals- maöur SamfyUdngarinnar, sagði aö ASÍ hefði með átaki sínu í fyrra náð niður verðbólgunni og nú væri sam- bærUegt átak hafið tU eflingar vel- ferðarkerfinu. Hún minnti á að heimUin væru mjög skuldsett og því væri brýnt að koma í veg fyrir að vextir hækkuðu; vaxtahækkun gæti þurrkað út ávinninginn af hugsan- legum skattalækkunum. Þá sagðist Ingibjörg sammála því að hægt væri að nýta fjármagn í heUbrigðisþjón- ustunni betur og sagðist ekki telja aðalatriöi hvert rekstrarform þeirr- ar þjónustu væri heldur hitt, að aU- ir hefðu jafnan aðgang að henni. Hún lagði einnig áherslu á mikil- vægi þess að gera átak í byggingu leiguíbúða, fjölga hjúkrunarrýmum og efla menntun. A fjölmennum fundi Forystumenn stjórnmálaflokkanna fögnuöu allir sem einn metnaöarfullu framtaki ASÍ í velferðarmálum. Allir sögöu þær aö meira eöa minna leyti til bóta - sumir meira, aörir minna. Fjölmenni var á fundinum. Hætta á stéttaskiptingu Stemgrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði að undanfarin tólf ár hefðu einkennst af niðurskurði, aukinni gjaldtöku, skólagjöldum og sjúklingagjöldum, auk þess sem fé- lagslega húsnæðiskerfið hefði verið lagt niður og bamabætur að fuUu tekjutengdar, þótt stjómvöld hefðu síðan fengið „móral“ og dregið úr. Lenging fæðingarorlofs væri eina framfórin á þessum tíma og hættan væri sú að „aftan að okkur læðist stéttskipt þjóðfélag". Steingrímur sagði að áherslur ASÍ væm að lang- mestu leyti í takti við stefhu Vinstri-grænna, en sagðist þó ekki hafa trú á að bæta mætti heilbrigð- iskerflð án þess að auka fjárframlög tU þess. Hækka umönnunargreiðslur HaUdór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði áherslu á að velferð hefði aukist á íslandi undanfarin ár; stoðir samfélagsins hefðu styrkst og kaupmáttur aukist. HaUdór sagðist taka undir stefnu- mörkun ASÍ í heUbrigðismálum. Hann minnti á samkomulag ríkis- stjómarinnar við samtök eldri borg- ara og öryrkja um aukin réttindi. HaUdór sagðist telja sjáifsagt að hækka umönnunarbætur, þ.e. rétt foreldra tU launa meðan þeir sinna veikum bömum. Þá sagði hann að ganga þyrfti lengra í að hækka dreifbýlisstyrk tU námsfólks. MikU- vægast af öUu sagði hann þó að efla stoðir atvinnulífsins og koma þannig í veg fyrir atvinnuleysi. Margt til bóta Geir H. Haarde sagðist telja mjög brýnt að taka á réttindmn fólks vegna umönnunar veikra barna, sem ASÍ legði áherslu á. Hann fagn- aði áherslu ASÍ á að í heflbrigðis- kerflnu mætti nýta fjármagnið bet- ur. Þá sagði hann koma tU greina að enginn þyrfti aö greiða fyrir lyf yfir tflteknu hámarki á ári og lýsti sér- stakri ánægju með að ASÍ opnaði á margvísleg rekstrarform í heUbrigð- isþjónustu. Sagði hann að margir mættu læra af því. Geir sagði rangt að gefa það í skyn að velferðarkerfið ætti sér óvini á hinum pólitíska vettvangi enda væri ekki ágreiningur um mikflvægi þess. TU að efla velferð teldi hann mikilvægast að auka kaupmátt og í þeim efhum hefði náðst meiri árangur undanfarin ár en nokkru sinni fyrr. Sáttur „Ég var tUtölulega ánægður með viðbrögðin. í öllum aðalatriðum tóku fuUtrúar stjórnmálaflokkanna aUir undir okkar tillögur meö mis- munandi áherslum. Ég er sannar- lega ánægður með það,“ sagði Grét- ar Þorsteinsson að loknum framsög- mn á fundinum. Hann sagði að und- irtektimar hefðu jafnvel verið betri en hann hefði átt von á. „Án þess að ég vUji gefa einstökum fúUtrúum flokkanna einkunnir hér þá var það í sumum tilvikum svo, já.“ -ÓTG Íraksstríöiö hefur sín áhrif á ferðaþjónustuna: Hægin á bókunum Seölabankastjóri: Hagstjórnarvandi meiri en taiið var Seðlabankastjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson, sagði á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustrmnar að hagstjórnarvandi væri meiri en áður hafi verið talið, bæði við stjórn peningamála og ríkisfjár- mála, og meiri þensla á árinu en fyrri spár hefðu gert ráð fyrir. Ríks aðhalds væri því þörf. Seðlabankastjóri benti á að bæði riki og sveitarfélög hefðu ákveðið að flýta framkvæmdum um 10 milljarða króna, Norðurál yrði stækkað í tveimur áföngum, og í nýrri útgjaldaaukningu Landsvirkjunar sé gert ráð fyrir 5 milljörðum króna árið 2003 og hálfum milljarði 2004. Meiri þungi yrði við framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun á þessu ári en áður hefði verið gert ráð fyrir. Samanlagt sé um að ræða 13 milljarða króna framkvæmdir á þessu ári og 19 milljarða króna framkvæmdir árið 2004. -GG Á aðalfundi Samtaka ferðaþjón- ustunnar, sem hófst í gær, kom fram í ræðu fráfarandi formanns, Steins Loga Björnssonar, að styrk- ing íslensku krónunnar og stríðið í írak hefði sett strik í reikning ferðaþjónustunnar. Verulega hefði hægt á bókunum af þeim sökum. „Fyrir aðeins 3-4 vikum myndi ég hafa sagt að útlitið væri al- mennt mjög gott hvað varðar eftir- spurn. Bókunarstaða almennt góð fyrir vorið og sumarið og staða ís- lands á mörkuðum almennt góð. Þó verður að segja að styrking ís- lensku krónunnar á síðustu mán- uðum hefur þegar sett strik í reikninginn, a.m.k. hvað varðar afkomu m.v. þau verð sem menn voru búnir að fastsetja í erlendum myntum. Nú hefur annað óveðurs- ský hrannast upp og það er ófrið- urinn í írak. Nú þegar er ljóst að mjög hefur hægt á bókunum frá því stríðið hófst og einkum eftir að fréttir fóru að berast af því aö það gengi ef til vill ekki eins hratt yfir og menn höfðu vonast til.“ Steinn Logi sagöi að ljóst virtist að ferðamannastraumur í vor, það er apríl og maí, mundi líða fyrir þetta. Ef stríðið dregst fram í maí megi búast við að áhrifanna fari einnig að gæta verulega í sumar líka. Þegar litið er til síðasta árs fjölgaði gistinóttum um 6,4% sem menn telja góðan varnarsigur. Á sama tíma var aukningin í Evr- ópu aðeins 2,4%. Gengismálin hafa mikil áhrif á ferðaþjónstuna hérlendis og telur Steinn Logi gengissveiflur vera óþolandi. Sem dæmi hækkaði gengisvísitala um 36% frá janúar 2000 til nóvember 2001. Síðan lækkað hún um 20%. Þá nefnir hann að íslensk fyrir- tæki greiði um 15-20 milljörðum meira í vexti en fyrirtæki OECD. Þetta bitni hart á litlum fyrirtækj- um eins og í ferðaþjónustu. ís- lenskt bankakerfi sé dýrt, en hann spyr; hvernig komast bankar í þá aðstöðu að vera svo óhagkvæmir en samt svo arðbærir? Á árunum 1990-2000 var hag- vöxtur hérlendis að meðaltali 2,6%, en ferðaþjónusta óx um 5,2%. Útflutningstekjur jukust að meðaltali um 3,3% en tekjur í ferðaþjónustu um 7,3%. Þá velti ferðaþjónustan um 100 milljörðum króna í atvinnugrein með 15 þús- und starfsmönnum. -HKr. Hátíö í Hjaltadal: Hólar opðnip háskóli „Þetta er risastórt skref, en þó að mörgu leyti fyrst og fremst staðfesting á þeirri þróun sem hér hefur orðið í skólastarfinu. Hluti þess hefur verið metinn á háskólastigi og rannsóknarstarf okkar hefur einnig verið í sam- vinnu við háskóla," segir Skúli Skúlason, rektor Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal, í samtali við DV. Háskólahátíð var haldin nyrðra í gær þegar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra undirritaði reglugerð sem gerir Hólaskóla meðal annars kleift að starfa sem háskólastofnun. Fram til þessa hefur á Hólum verið starfræktur almennur bændaskóli, í seinni tíð með hestamennsku, fiskeldi og ferðaþjónustu sem áherslugreinar í skólastarfinu. Skúli Skúlason segir að eftir svo sem tvö ár verði farið aö út- skrifa nemendur með BS- og BA- gráður. Undirbúningur að því sé raunar þegar hafinn, en Hóla- menn hafi hins vegar einsett sér að flana ekki að neinu og vanda vel til verksins. -sbs Samruni BÍ og Kaupþings: Áhugi á að klára málið fyrip páska Formlegar viðræður um sam- einingu Búnaðarbanka og Kaup- þings hófust í gær. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, sagði í samtali við DV að vart væri að vænta frétta af gangi við- ræðna fyrr en eftir helgi. Sagði hann að menn ætluðu sér skamman tíma í þessar viðræður. „Það er áhugi fyrir því að klára þetta og fá svör fyrir páska.“ Margvíslegar vangaveltur hafa verið upp í fjármálaheiminum í ljósi þess hversu skamman tíma það tók forsvarsmenn Búnaðar- banka og Kaupþings að koma af stað samrunaviðræðum. Kenning- ar hafa m.a. verið uppi um að fyrirfram hafi verið búið að semja um sameiningu Kaupþings og Búnaðarbankans áður en til kaupa S-hópsins kom á bankan- um. S-hópurinn sem keypti tæplega helmingshlut ríkisins í Búnaöar- bankanum er þegar talinn hafa hagnast um tæplega 2 milljarða króna miðað við markaðsgengi Búnaðarbankans. -HKr. Ert þú í hringnum? DV heldur áfram aö gleðja lesendur sína meö margvíslegum vinningum. Stúlkan sem hér lendir innan hringsins var á kappleik Keflavíkur og KR \ gærkvöld og hreppir vænan vinning, 14 tomma sjónvarp frá Sjónvarpsmiöstööinni og þriggja mánaöa áskrift aö DV. Hægt er aö leita vinninganna í DV-húsinu, Skaftahlíö 24,105 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.