Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Blaðsíða 18
18
FTMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003
Garðyrkja
DV
Meðferð og umpottun
stofublóma
DV-Garöyrkja
Umpottun stofublóma
Vilmundur
Hansen
blaðamaður
BjHCTBk.
Garöyrkja
Blómstrandi hortensía
Plöntur sem blómstra mikið
þurfa mikla birtu en ekki
beina sól og ættu því að
' standa í gluggum sem snúa í
austur eöa vestur.
Fallegar pottaplöntur lífga upp
á heimilið, gera það hlýlegt og
bæta andrúmsloftið. Til þess
að blómunum líði vel verð-
um við að búa þeim góð
skilyrði og það er auðveld-
ara en flesta grunar. Flestir hafa
heyrt talað um blómakonur sem
allt virðist vaxa og
dafna hjá og þær
virðast ekkert hafa
fyrir því.
Við hin, sem ekki
erum svo heppin að hafa græna
fingur, verðum að reiða okkur á
leiðbeiningar eins og þær sem
hér fara á eftir. Allt sem þarf er
viljinn því flest pottablóm drep-
ast vegna þess að eigandinn er of
latur eða sinnulaus til að hugsa
um þau.
Vökvun
Flestar pottaplöntur drepast
vegna rangrar vökvunar - þær
eru vökvaðar of mikið eða of lít-
ið. Það er ekki til nein ákveðin
regla um það hvenær á að vökva,
þættir eins og stærð potta, birta
og hitastig hafa áhrif. í grófum
dráttum má segja að blómstrandi
plöntur þurfi meira vatn en blað-
plöntur og blaðplöntur meira
vatn en kaktusar. Séu plönturn-
ar látnar standa í vatni er hætt
við að ræturnar rotni og ef
vökvun er spöruð um of
þorna þær upp. Ein besta
leiðin til að meta hvort
þurfi að vökva er að
skoða moldina í pottin-
um. Litur og
áferð moldar-
innar segir
mikið um raka-
stig henn-
ar.
inn er sett-
ur á
stað.
Blóma-
pottar eiga alltaf að
vera með gati á
botninum til
þess að vatn
safnist ekki fyrir
í þeim. Plastpott-
ar eru betri en
leirpottar vegna
þess að ekki þarf
að vökva eins oft
og þeir gefa ekki frá
sér sölt eins og leirpottar.
Ræturnar eiga það til að
inn í leirinn
og get-
vaxa
gróðurperur
verða að gæta þess að
perurnar séu í um
tíu sentímetra
fjarlægð frá
blómunum því
annars teygja
þau sig of mikið
átt að ljósinu og verða veiklu-
leg.
Plöntur með stór
blöð, eins og t.d.
rifblaðka,
eru
meö
mikið
yfirborð
og þola
því meiri
skugga en plöntur með lítil
blöð. Gott er að snúa potta-
plöntum annað slagið þannig
að sama hliðin snúi ekki alltaf
að birtunni.
Hentugt hitastig fyrir flestar
pottaplöntur er á bilinu
18-24°
% C
*
Umpottið þegar plantan er orðin of stór fyrir pottinn
eða moidln næringarefnasnauð.
o
Vökvið, styöjið við rótarhálsinn
og hvoifið pottinum. Losið
plöntuna varlega með því að
hrista pottinn.
Takið rótarköggulinn Losiö um moldina Setjið plöntuna í pott
úr pottinum án þess án Þess að mikið sem er eilítiö stærri
að slíta ræturnar. hrynji af rótunum. en sá sem hún stóð í.
Klippið ef þarf.
Þurr
mold er ljós
ari en
blaut og
hún á
það til
að
losna
frá
pott-
inum. Vatnsskortur
sést greinilega á plöntum þegar
blöðin fara að hanga og þær
verða slappar.
Venjulegt kranavatn hentar
prýðilega og mjög gott er að setja
í það áburð annað slagið, sér-
staklega á vorin og sumrin. Gæt-
ið þess að vatnið sé volgt svo að
ræturnar ofkólni ekki. Það má
hvort sem er vökva ofan á mold-
ina eða í skálina sem potturinn
stendur í. Þeir sem kjósa að
vökva ofan á ættu að nota könnu
með mjóum stút og gæta þess að
bleyta moldina þar til vatn fer að
renna út um gatið á botninum.
Það verður að tæma undirskál-
ina svo ræturnar standi ekki í
vatni. Með því að vökva neðan
frá er tryggt að moldin blotni í
gegn. Þægilegasta aðferðin til að
vökva á þennan hátt er að fylla
fótu af vatni og dýfa plöntunum
ofan í. Þegar moldin er orðin
blaut í gegn þarf potturinn að fá
aö standa í smátíma svo umfram-
vatn renni burt áður en pottur-
ur það valdið rótarskemmdum
við umpottun.
Birta, hita- og rakastig
Allar plöntur þurfa birtu til að
vaxa og dafna. Sumar þurfa
mikla birtu en aðrar þrífast best
i hálfskugga. Blómstrandi plönt-
ur sem ekki fá næga birtu fá gul
blöð, vaxtarsprotarnir verða
langir og mjóir og blómin litlaus.
Blómstrandi plöntur þurfa mikla
birtu en ekki beina sól og ættu
því að standa í gluggum sem
snúa í austur eða vestur. Glugg-
ar sem snúa í suður henta best
fyrir kaktusa og þykkblöðunga.
Þar sem birta er lítil er alltaf
hægt að grípa til lýsingar og
setja upp sérstakar perur sem
gefa frá sér blárri birtu en við
eigum að venjast. Þeir sem nota
Fagurgræn arelía
Besta leiðin til aö meta hvort þurfi
að vökva er að skoða moldina en
sé vatnsskortur oröinn mikill sést
það greinilega þegar blöðin fara
aö hanga og verða slöpp.
daginn en 13-16° C á nóttunni og
það á að vera lægra á veturna en
sumrin vegna lítillar birtu.
Æskilegur loftraki fyrir potta-
plöntur er á bilinu 40-60% en
það er nánast ómögulegt að
halda svo háu rakastigi á venju-
legum heimilum. Því er nauð-
synlegt að úða reglulega yfir
blóm eins og orkideur, burkna
og gardeníur sem þurfa mikinn
raka. Skálar með vatni gera mik-
ið gagn séu þær látnar standa
nálægt blómunum og svo er
einnig hægt að koma sér upp
rakatæki ef mikið liggur við. Svo
má einnig rækta rakakær blóm í
eldhúsinu eða á baðherberginu.
Áburöargjöf
Blóm sem keypt eru í gróðrar-
stöðvum eru ræktuð við kjörað-
stæður og þurfa því ekki áburð
fyrstu vikurnar. Á sumrin er
hæfilegt að vökva heimilisblóm-
in með áburðarlausn á þriggja til
fjögurra vikna fresti en sjaldnar
yfir vetrarmánuðina og það er
vita gagnslaust að gefa plöntum
sem ræktaðar eru við slæm skil-
yrði áburð. Það er hægt að fá
góðan blómaáburð í hvaða
blómabúð sem er. Áburðurinn er
misjafnlega sterkur og því ætti
fólk að lesa leiðbeiningarnar og
fara eftir þeim. Of mikill áburð-
ur brennir rætur plantnanna og
dregur úr vexti.
Þeim sem vilja ekki nota tilbú-
inn áburð er bent á að ósaltað
kartöflusoð er ágætur áburður
og einnig er hægt að nota
vatn sem mulin eggja-
skurn hefur staðið
Um-
,, v- pottun
t ^ \ Best er
um-
potta
snemma á vorin
svo að ræturnar
fái tíma til að
jafna sig áður en
plantan fer að
vaxa. Velja
skal pott sem
er örlítið
stærri en
sá sem
blómið var í. Leirpottar
þurfa að liggja í vatni í
að minnsta kosti sólar-
hring áður en plantað er
í þá. Þetta er gert til að
ná úr þeim óæskilegum
sýrum sem geta hafi
neikvæð áhrif á vöxtinn.
Gamla potta þarf að þrífa
vel til að losna við hugs-
anleg vanþrif sem geta
leynst í þeim. Setja skal
leirbrot eða möl í botn-
inn á pottinum til að
koma í veg fyrir að mold
hripi niður um gatið í
botninum.
Gott ei
vökva
plöntur
klukku-
tíma
áður en
þau eru
tekin úr
gamla pott-
inum til þess
að moldin
hrynji ekki af
og slíti fínu
ræturnar. Yfir-
leitt er nóg að kreista plastpotta
svo að moldarköggullinn losni.
Það getur aftur á móti verið
erfitt að ná kögglinum úr leir-
pottum. Stundum er nóg að
skera með fram innri brún potts-
ins til að losa moldina en í
verstu tilfellum getur þurft að
brjóta pottinn.
Þegar búið er að losa plöntuna
úr pottinum skal hreinsa burt
lausa mold, dauðar rætur og
óhreinindi. Síðan er plöntunni
komið fyrir í nýja pottinum og
fyllt upp með nýrri mold og
henni þrýst mátulega niður. Að
lokum skal vökva og láta pottinn
standa í hálfskugga í nokkra
daga. -Kip
Kaktus
Gluggar sem
snúa í suöur
blöðunga. Þeir
þurfa lítið
vatn og þola að
vera í beinu sól-
skini.