Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003
DV
33
Tilvera
lífiö
E :.F T I P. VI fl fl IJ
Óperutvenna í Óperunni
„Tvær óperur á einu kvöldi“
verða fluttar i Islensku óperunni -
en það eru útdrættir úr óperunum
Madama Butterfly eftir Puccini og
ítölsku stúlkunni í Alsír eftir Ross-
ini. Flytjendur eru fimm fastráðnir
söngvarar íslensku óperunnar.
Fimmtudagsforleikur í Hinu
húsinu
Hljómsveitimar Coral og Noise
leiða saman hesta sína á Fimmtu-
dagsforleik á Lofti Hins hússins
ásamt sérstökum gestum. Tónleik-
arnir standa frá 20-22.30,16 ára ald-
urstakmark.
Lokbrá og Noise á Grandrokk
Lokbrá og Noise spila á tónleik-
um á Grandrokk kl. 22, 500 kall inn.
Minningartónleikar um Joe
Strummer
í kvöld verða haldnir á Gauknum
minningartónleikar um söngvara
The Clash, Joe Strummer. Fram
koma hljómsveitimar Fræbbblarn-
ir, Suð, Miönes, Palindrome, SSSól
og Stríð og Friður.
Svandís hjá Sævari
Sýningu Svandísar Egilsdóttur
lýkur í Galleríi Sævars Karls. Við
hvetjum listunnendur til að sjá sýn-
inguna. Sjá www.saevarkarl.is
Motif á Stúdentakjallaranum
Djasskvintettinn Motif er staddur
hér á landi og leikur í Stúdentakjall-
aranum í kvöld klukkan 21. Fritt
inn.
Breakbeat á Vídalín
Breakbeat.is á húsið á Vídalín í
kvöld, opnað kl. 20 og dansað fram
eftir.
Atli á Glaumbar
Atli skemmtanalögga spilar á
Glaumbar i kvöld.
Innrásin frá Dalvík á
Kringlukránni
Fyndnasti maður íslands 2002,
„Fíllinn" frá Dalvík, og leikarinn,
háðfuglinn og Dalvikingurinn
Hjálmar Hjálmarsson verða með
uppistand í fyrsta og ef til vill síð-
asta sinn á Kringlukránni i kvöld
klukkan 22. Sérstakur gestur
kvöldsins verður Ekki-fréttamaður-
inn Haukur Hauksson. Aðganseyrir
er 1.000 kr.
2/3 Buff á Amsterdam
Þeir Pétur Öm og Bergur Geirs,
meðlimir hljómsveitarinnar Buff,
verða með uppistand og tónlistar-
gaman á Amsterdam í kvöld kl 22.
Megum ekki gleyma úp
hvaða gpasi við erum sprottin
Skipperinn
Alltaf meö húfuna viö stýriö.
an. Maður gengur 170 metra inn í
bergið og lofthæðin er á við 8 til 10
hæða blokk. Þar heitir Blundskjár-
hellir vegna þess að hinn fomi sjó-
maður fór þarna inn í vog, fann hell-
inn og fékk sér blund. Þegar maður
er kominn þar inn getur maður
svalað þorsta sínum í tæmstu tjöm
sem hugsast getur. Það er ekki til
seltubragð að vatninu. Skrúöurinn
er friðlýstur af Náttúmvernd ríkis-
ins og til að fara í hann þarf leyfi
umsjónarmanns, sem er góðvinur
minn og ég kaÚa aldrei annað en
Skrúösbóndann," segir Elli og vísar
þar til gamallar þjóðsögu.
Safnar í vímuvarnarsjóð
Elli er búinn að vera vímuvarnar-
fulltrúi í 22 ár og Lionsmaður í 24
ár. Nú tvinnar hann þetta tvennt
saman. „Þegar Lionsmenn hvaðan
sem er úr heiminum sigla með mér
þá borga þeir sitt gjald eins og aörir
en ég greiði 20% af þeim tekjum í
vímuvamarsjóð. Þeir skrifa nöfn
sín í sérstaka bók sem svæðisstjóri
Lions getur alltaf litið í til að athuga
hvað Elli Pé skuldi hreyfingunni."
Elli kveðst alltaf vera í fullum
skrúða í siglingum og vill meina að
slíkt eigi allir að gera sem sigli með
fólk. Einnig telur hann sjálfsagt ör-
yggisatriði að Tiikynningaskyldan
sé látin vita hversu margir séu um
borð þegar látið er úr höfn. „Til-
kynningaskyldan tók þessu fálega í
fyrstu hjá mér og sagði: „Okkur
kemur það ekkert viö,“ en ég bað þá
staldra við og hugsa. Ef óhapp hend-
ir bátinn og slysavamadeúdir eru
sendar af stað, að hversu mörgum
eiga þeir að leita? Menn koma yfir-
leitt um borð í þessa farþegabáta á
bryggjunni og eru hvergi skráðir í
landi. Því tel ég þessa tilkynninga-
skyldu nauðsynlega,“ segir hann.
Fróöskaparferðir í maí
Elli er með sérstaka bryggju á
Breiðdalsvík, Ellabryggju. En
hvenær lætur hann úr höfn með
fyrstu ferðalanga vorsins? „Við sem
búum svona langt úti á landi sjáum
ekki ferðamenn fyrr en um miðjan
júní. En ef Austurlandsfjórðungur
hefur skilning á þessari menningar-
starfsemi minni og er tilbúinn til að
hleypa skólabörnum um borð í fróð-
skaparferðir þá mun ég byrja í maí.
Ég vona bara að við íslendingar
séum ekki að hlaupa svo langt fram
úr sjálfum okkur með tölvuæðinu
að við gleymum þvi úr hvaða grasi
við erum sprottin. Sagan okkar er of
merk til þess að hunsa hana og slíkt
væri vanvirðing," segir athafnamað-
urinn Elli Pé. -Gun
- segir Breiödælingurinn Elli Pé
„Ég vil að við íslendingar viðhöld-
um okkar atvinnusögu og rjúfum
ekki tengslin við fortíðina. Því lang-
ar mig að gefa austfirskum skóla-
börnum kost á siglingu og fræðslu
og vonast til að fá samþykki sveitar-
félaga til þess.“
Það er Elli Pé á Breiðdalsvík sem
hefur orðið. Elís Pétur Sigurðsson
heitir hann fullu nafni en er í dag-
legu tali nefndur Elli Pé. Hann
kveðst ætla að nþta bátinn sinn Áka
í siglingamar. „Ég hef frá mörgu að
segja og vil leyfa börnunum að prófa
að veiða fisk með einum steini og
öngli og svo allar mögulegar tegund-
ir krókaveiðarfæra sem síðan hafa
komið fram. DNG-rúllur era heims-
frægar og nú hefur fyrirtækið á Ak-
ureyri ákveðið að láta mig fá þær
gerðir sem það á frá fyrri tíma, allt
til okkar daga,“ segir Elli. Ekki nóg
með það heldur ætlar hann líka að
kenna bömunum að elda fiskinn.
„Þegar við komum í land með soðn-
inguna þá eldum við hana með þeim
hitagjöfum sem tíðkast hafa í gegn-
um aldimar, svo sem mó, taði, af-
raki, þara, kolum, gasi og rafinagni.
Ég vil kalla þetta fróðskaparferð,"
segir þessi hugsjónamaður.
Klappar selunum á kollinn
Þegar atvinnusaga Breiðdælinga
er skoðuð kemur Elli Pé víða við
sögu. Hann hefur verið bílstjóri,
verktaki á fjölmörgum sviðum, átt í
söltunarstöðvum, rekið steypustöð
og verið umboðsmaður Olís á Aust-
fjörðum. Nú er hann kominn á kaf í
ferðaþjónustu og hefur í fjögur ár
verið skipstjóri á farþegaskipinu
Áka sem siglir frá Breiðdalsvík um-
hverfis Breiðdalseyjar og út í Skrúð.
„Við tókum á móti síldinni og við
tökum á móti ferðamanninum. Viö
létum ekki síldina fara fram hjá,
ekki ferðamanninn heldur," segir
EUi fastmæltur. Hann segir Breiö-
dalseyjarnar tilheyra Heydala-
prestakaUi. Þar sé lundinn í tugþús-
undatali og selur liggi á klöppunum.
Hann geti næstum klappað þeim á
koUinn. „Þetta era selimir mínir og
ég er búinn að skíra þá vissum nöfn-
um,“ segir hann. Síðan fer hann að
lýsa Skrúðnum sem hann nefnir
perlu okkar íslendinga. „í Skrúön-
um verpa flestar fuglategundir í
einni eyju á íslandi. Hún er líka sér-
stök að því leyti að hún er hol inn-
A bryggjunni
Elli Pé meö hóp af skólabörnum á leiö í fróöskaparferö.