Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Blaðsíða 20
20 + 21 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíó 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrl: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugeró og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Bjartsýni byggð á trausti Viðhorf íslendinga til framtíð- ar einkennist af bjartsýni. Þeir treysta því að hagur þeirra verði góður. Svartsýni er á hröðu und- anhaldi. Þetta er meginniður- staða skoðanakönnunar blaðsins sem birt er í dag. Þetta er í fjórða sinn sem DV skoðar hug fólks til framtíðar og eftirtektarvert er að bjartsýni hefur aldrei verið meiri. Rúmlega 53 prósent aðspurðra telja að hagur þeirra verði svipaður á næstu árum, tæp 43 prósent að hann verði betri en aðeins tæp 4 prósent að hann verði verri. Fjölmörg atriði ráða afstöðu fólks við slikt mat en al- mennt má segja að skoðanakönnunin sýni að íslendingar séu sáttir við sitt, búi við velsæld og treysti því að svo verði áfram. Sé litið aftur til siðasta áratugar liðinnar ald- ar og fyrstu ára þessarar má segja að hagur fólks hafi far- ið batnandi, þótt munur sé milli einstakra ára, hagvöxtur hefur í heildina verið góður samfara verulegri kaupmátt- araukningu launafólks. Jafnvægi hefur ríkt i efnahags- málum og tök náðust á gömlum draug, verðbólgunni. Þeir sem muna ár óðaverðbólgunnar megi ekki til þess hugsa að slíkt ástand skapist á ný. Frelsi hefur aukist í viðskipt- um. Það finnur fólk. Þá hefur rikið selt eigur, hætt að vasast í rekstri sem betur er kominn i annarra höndum. Þótt einstaklingar og fyrirtæki hafi vissulega fundið fyrir nokkrum samdrætti undanfarin tvö ár varð efna- hagslægðin ekki eins djúp og sumir óttuðust. Þá snerist samfélagið af hörku gegn visbendingum um aukna verð- bólgu í fyrra undir einarðri forystu verkalýðshreyfingar- innar. í þeirri baráttu lögðust allir á eitt, verkalýðshreyf- ing, stjórnvöld og fyrirtæki, sem héldu niðri vöruverði. Sigur vannst í þeirri orrustu. Svokallað rautt strik hélt. Þvi kom ekki til uppsagnar kjarasamninga og upplausnar á vinnumarkaði. Það var gæfa samfélagins. Almenningur vill festu og öryggi. Fólk vill geta gert áætlanir til framtíð- ar í sæmilegri vissu um að þær haldi, ekki síst vegna stærri fjárskuldbindinga, t.d. i íbúðarhúsnæði. Þegar tölur sýndu, i lok síðasta árs og upphafi þessa, að atvinnuleysi færi vaxandi, var gripið til sérstakra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Fjármunir voru eyrnamerktir ákveðnum og tímabundnum framkvæmdum, einkum sam- göngumannvirkjum. Þær aðgerðir kalla á vinnuafl og draga því úr þvi böli sem fylgir atvinnuleysi. Aðgerðirnar voru ætlaðar til þess að brúa bil þar til áhrifa fer að gæta vegna stórframkvæmdanna á Austurlandi, virkjunar við Kárahnjúka og síðar byggingar álbræðslu á Reyðarfirði. Sennilega er það ekki síst ákvörðun um þessar stór- framkvæmdir sem fylla þjóðina þeirri bjartsýni sem skoð- anakönnun DV mælir. Vissulega voru framkvæmdirnar umdeildar en það breytir þvi þó ekki að þær verka sem efnahagsleg vitamínsprauta. Áhrifanna gætir að sönnu mest á Austurlandi. Þar er viðhorf fólks þegar annað en áður var til búsetu i fjórðungnum. íbúðabyggingar eru hafnar i sveitarfélögum þar sem ekki hefur verið byggt nýtt hús árum saman og fyrirhugaðar eru byggingar hundraða nýrra ibúða. En áhrifanna gætir um allt land. Stórframkvæmdum sem þessum fylgir uppsveifla og efna- hagslegur vöxtur. Fólk veit að þær eru fram undan og fyllist bjartsýni, jafnt á þjóðarhag sem sinn eigin. Þegar við þetta bætist að talið er lag til skattalækkana á næsta kjörtímabili, ekki sist skatta sem snerta einstak- linga beint, tekju-, eigna- og erfðafjárskatta, þarf aukin bjartsýni þjóðarinnar, sem DV könnunin mælir, ekki að koma á óvart. Jónas Haraldsson FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003_FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 Skoðun OECD segir mjög vandasamt verkefni fram undan viö hagstjórn á íslandi: Mælir með skattalækkunum og hömlum á níkisútgjöld Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, segir í nýrri og viðamikilli skýrslu um íslenskt efnahagslíf að hagstjórnin undanfarinn áratug hafi skilað árangri og getið af sér stöðugleika og hagvöxt. Staða efna- hagslífsins er í grófum dráttum góð að mati stofnunarinnar, þótt hátt gengi krónunnar og miklar skuldir heimilanna feli í sér óvissuþætti til skemmri tíma. Til lengri tima er hins vegar fram undan mjög vanda- samt verkefni, að mati OECD, enda sé hætta á að hagkerfið ofhitni vegna fyrirhugaðra orku- og stór- iðjuframkvæmda. Tillögur OECD um viðbrögð við þessu koma sjálf- sagt mörgum á óvart: Þvert á það sem margir hagfræðingar hafa und- anfarið haldið fram að sé skynsam- legt leggur stofnunin til - meðal annars - að skattar verði lækkaðir. Bremsa á ríkisútgjöld í skýrslunni segir að mikilvægt sé að skila afgangi af ríkissjóði til þess að vinna gegn þensluhvetjandi áhrifum stórra framkvæmda. Allir hagfræðingar virðast sammála um þetta en sjálfsagt þykir mörgum þversagnakennt að halda því fram að skattalækkanir séu vel til þess fallnar að efla ríkissjóð. OECD tel- ur hins vegar að þær hafi einmitt jákvæð áhrif því að þær muni virka eins og bremsa á ríkisút- gjöld. „Downward pressure on spending" heitir það í skýrslunni og þýðir á mæltu máli að ríkið neyðist hreinlega til að draga úr út- gjöldum þar sem það hafi hreinlega ekki efni á öðru. í öðru lagi virki skattalækkanir vinnuhvetjandi og dragi þannig úr likum á að launa- skrið verði í kjölfar mikillar eftir- spumar eftir vinnuafli. Ekki niðurskurður... En er þetta ekki til marks um að forystumenn Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir lýstu því yfir í vikunni, að loforð stjórnarflokk- anna um skattalækkanir fælu í sér „hótanir um stórfelldan niður- skurð,“ eins og haft var eftir Ög- mundi Jónassyni hér í blaðinu í fyrradag? „Nei, það er ekki svo,“ segir Dav- íð Oddsson. „Ef maður horfir á til- lögur Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins er í báðum tilvik- um gengið hreint fram til verks i því að segja hvað þetta muni kosta og ekkert verið að draga undan í því efni. Jafnframt er siðan farið yfir hvaða tekjur menn telja að megi vænta vegna ákvarðana sem þegar hafa verið teknar. Og menn miða við að hluti ávinningsins sem ríkissjóður fær - aðeins hluti - verði notaður til skattalækkana, annað verði fyrir hendi til þess að mæta auknum útgjöldum ef þau þurfa að koma til, til að mynda vegna hækkana raunlauna og þess háttar, og svo áframhaldandi niður- greiðslu skulda. í annan stað höfum við með því að greiða niður skuldir ríkissjóðs á undanförnum árum - og með bættum vaxtakjörum - haft meira afgangs. Það er hreinlega fundið fé. Og ef við miðum við að- eins nokkur ár aftur í tímann þá nemur þetta á einu kjörtímabili ná- kvæmlega skattalækkunarupphæð- inni án þess ábata sem við teljum að skattalækkunin muni gefa okkur vegna aukinna umsvifa. Þannig horfir dæmið við okkur og ég tel að þeir ágætu Vinstri-grænu- Agætlseinkunn Hagstjórn undanfarinna 10 ára fær góða einkunn í skýrslu OECD. Forsætisráöherra er þó ekki sammála öllu sem þar er lagt til; hann telur til dæmis skynsamlegt að fara hægt í einkavæðingu orkugeirans á meðan stóriðjuframkvæmdir standa sem hæst. menn séu á röngu róli. Þeir hafa reyndar aldrei trúað á að skatta- lækkanir gætu verið til gagns því að það er í þeirra hugsjón að ríkið geti betur ráðstafað fjármunum en fólkið í landinu sjálft." .. en aðhald OECD bendir í skýrslu sinni á að þótt útgjöld hins opinbera séu ekki mikil hér á landi í samanburði við hin Norðurlöndin hafi önnur ríki OECD náð betri árangri í að draga þau saman. Stofnunin telur mikil- vægt að koma böndum á þessa þró- un. Að vísu hafi nýlegar ákvarðan- ir um að flýta framkvæmdum í stórum stíl hugsanlega verið rétt- lætanlegar vegna viðkvæmrar stöðu efnahagsmála, en hins vegar sé hætt við að þessar framkvæmd- ir skarist við stóriðjuframkvæmd- irnar; þess vegna sé ekki lengur neitt svigrúm til að auka ríkisút- gjöld og slíkt beri að forðast með öllum ráðum. Og OECD bendir á ýmis ráð. Stofnunin gagnrýnir til dæmis að kerfisbundið skuli blessun vera lögð yfir framúrkeyrslu af fjárlög- um með því að setja fjáraukalög eftir á. Þá eigi í auknum mæli að árangurstengja framlög til stofn- ana af fjárlögum. OECD leggur líka til að ríki og sveitarfé- lög geri með sér bindandi sam- komulag um hver samanlögð útgjöld þeirra verði þannig að gerð verði nokkurs konar „þjóðaráætlun' um útgjöld. En mikla áherslu verður líka að leggja á að fá meira fyrir hverja krónu sem eytt er, að mati OECD. Bent er á að útgjöld til heilbrigðismála á íslandi hafi verið undir meðaltali OECD fram á ní unda áratug en þau séu nú með því allra hæsta. Þótt þessa sjái stað í bættri þjón- ustu megi setja spurningar merki við þá aukningu útgjalda sem nýverið hafi orðið í heil- brigðismálum; gæði þjónustunn- ar hafi hreinlega ekki batnað sem þessu nemi. Endurskoðunar sé því þörf. Þá er í skýrslunni hvatt til þess að meira frjálsræði verði innleitt í landbúnaði; tollar lækk- aðir og opinber verð- „Omarkviss byggðastefnau í skýrslunni bendir OECD á önnur verkefni og úrbætur sem stofhunin telur skynsamlegt að ráðast í. Stjórnvöld eru hvött til að sofna ekki á verðinum gagnvart einkavæðingu heldur halda henni áfram, einkum í fjarskipta- og orkugeiranum. Lagt er til að skerpt verði á byggðastefnunni og stjórn- völd sökuð um að beita „smá- plástraaðferð" sem meðal annars valdi því að erfitt sé að henda reið- ur á kostnaði við stefnuna. að Gests augaö Sérfræðingar OECD mæla ekki bara með skattalækk- unum heldur vilja þeir líka að viðskiþtabank- ar verði hvattir til að sameinast, tollar á landbúnaöar- vörur verði lækkaðir og verðgildi náttúrunnar tekið með í reikninginn viö mat á stóriðjuframkvæmdum. stýring á mjólkurafurðum afnum- in. Mælt með bankasamruna Athygli vekur að OECD mælir með því að hvatt verði tO þess að viðskiptabankar sameinist, enda megi þannig ná fram skynsamlegri stýringu útlána. Stofnunin gagnrýnir líka þann mikla stuðning sem ríkið veitir íbúðarkaupendum, meðal annars i formi ríkisábyrgða á lánum íbúðar- lánasjóðs og vaxtabóta til einstak- linga. „Þetta er ofrausn", segir orð- rétt í skýrslunni, og beinir fjár- munum almennings í steinsteypu á kostnað framleiðniaukandi fjárfest- inga. Gengið nærri fiskistofnum OECD telur að breytingar á út- hlutunarreglum kvóta hafi beinlín- is hindrað uppbyggingu fiskistofna á íslandsmiðum og þess vegna mælir hún með hóflegri úthlutun kvóta í nánustu framtíð á meðan stofnamir rétti úr kútnum. Þá bendir stofnunin á að með því að meta verðgildi náttúrunnar til fjár og taka það með í reikninginn viö undirbúning stóriðjuframkvæmda megi betur vega saman hagfræði- leg markmið og annars konar markmið áður en ákvörðun er tekin. Davíð Oddsson segist ekki sammála öllum þessum sjónarmiðum. Hann telji til að mynda framkvæmd byggðastefn- unnar sé gagnsæ; í land- búnaðarmálum hafi náðst árangur; og það vanti að- eins upp á að OECD sjái hvað hér hafi verið gert varðandi uppbyggingu fiskistofna. Þá vekur athygli að Dav- íð segist telja skynsamlegt að fara hægt í einkavæðingu orkugeirans á sama tíma og ráðist sé í stærsta stóriðjuverkefni sögunnar; ekki sé rétt að „rugga bátnum“ á meðan á því stendur. „Kannski má færa rök fyrir því að hagfræöilega væri þetta hið rétta en ég tel mikilvægt að menn fari með löndum meðan á þessu stendur," segir Davíð. Ummæli Rangt getið „Það er fátt öm- urlegra en að sjá hjálpargögnum hent til hóps af fólki sem í ör- væntingu sinni treðst hvert um annað til þess að verða sér úti um lífsnauðsynjar. Slíkar fréttamyndir hafa borist frá írak, m.a. af her- mönnum að kasta matarpökkum af vörubílspalli. Þessar aðfarir stríða ekki aðeins gegn almennri skyn- semi. Þær ganga þvert á viðteknar og viðurkenndar starfsreglur hjálp- arstofnana um allan heim um það hvernig megi best tryggja að þeir sem þurfí á matvæla- eða neyðar- aðstoð að halda fái þá hjálp sem þeim ber.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir á vef sínum. Pakkinn opnaður „Árangurinn" af fundaherferð Samfylkingarforystunnar sýnir, svo ekki verður um villst, að kjós- endur hafa ekki nokkra trú á lausnum vinstri manna - þegar ímyndarhulunni hefur verið svipt af þeim. Það er nefnilega alveg sama hversu hin frjálslynda og nú- tímalega ímynd er blásin upp, fyrr en síðar kemur að því að opna verður pakkann og skoða innihald- ið. Sá tími er einfaldlega runninn upp - og fylgið hrynur." Borgar Þór Einarsson á Deiglunni.is. flskorun Maddömunnar „Skattalækkanaloforð Sjálfstæð- ismanna eru ekkert annað en til- færsla á fjármunum frá barnafólki og námsmönnum til tekjuhárra og eignamehi. Maddaman lítur þessi áform Sjálfstæðismanna alvarleg- um augum og skorar á fólk að kjósa þessa vitleysu ekki yfir sig.“ Björgmundur Örn Guömundsson á Maddömunni.is. Þess má geta aö 65% stuöningsmanna Framsóknar- flokksins vilja stjórnarsamstarf viö Sjálfstæöisflokkinn eftir kosningar samkvæmt könnun DV. Kaldar kveðjur „Þetta þykja mér kaldar kveðj- ur frá þeirri manneskju sem nú reynh að stimpla sig inn í dreifbýl- inu þrátt fyrh yf- hlýsingar um að hún hafi farið fram til að sinna hagsmunum Reykjavíkur á þingi.“ Dagný Jónsdóttir á vef sínum um um- mæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þess efnis aö samgönguráöherraefni Samfylkingarinnar yröi ekki þingmaöur landsbyggöarinnar. Orð og athafnir „Við höfum skuldbundið okkur til að láta konur og karla njóta sannmælis og sannghni, tryggja þeim jöfn tækifæri og jöfn áhrif á mótun samfélagsins. Það er nóg komið af viljayfhlýsingum og innantómu orðagjálfri sk. athafnastjómmálamanna." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í grein I Morgunblaöinu. Vorþingið og Samfylkingin Margrét Frímannsdóttir oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og varaformaöur flokksins „Vor tækifæranna er fram undan ef viö stöndum saman þétt aö baki flokknum okkar, formanni og forystu." Það er bjart yfir stjómmálunum þessa dagana. Undanfarna mánuði höfum við samfylkingarfólk fund- ið fyrh góðum byr í seglunum. Ég er stolt af þehri miklu vinnu sem flokksmenn hafa lagt á sig vegna kosningastefnunnar. Hún verður endanlega ákveðin á vorþingi Samfylkingarinnar sem hefst kl. 17 á morgun, föstudag, á Hótel Sögu. Staða Samfylkingarinnar nú mótast ekki síst af þeirri miklu vinnu sem félagar og forysta hafa lagt í á síðustu árum og misserum. Draumurinn um stóra jafnaðar- mannaflokkinn er loksins að ræt- ast. Ég hvet því alla flokksmenn til að mæta við setningu vorþingsins. Þingið er öllum opið. Það skipth miklu máli á lokasprettinum að við hittumst og stillum saman strengina. Vor tækifæranna er fram undan. Metnaðarfull stefnumótun Það er óhætt að fullyrða að aldrei hafi verið jafnmikil sóknar- færi fyrir íslenska jafnaðarmenn. Vor tækifæranna er fram undan ef við stöndum saman þétt að baki flokknum okkar, formanni og for- ystu. Öll sem eitt. Vorþingið er öll- um félagsmönnum opið. Ég skora á Samfylkingarfólk að mæta þar og taka þátt í stefnumótun flokks- ins fyrh kosningarnar í vor. Mikilvæg stefnumótun hefur átt sér stað í flokknum allt síðasta kjörtímabil í ýmsum myndum. Samfylkingin stóö fyrir metnaðar- fullum fundaröðum um lýðræðis- mál og menntamál. Tugh funda voru haldnir um allt land um Evr- ópumálin í aðdraganda Evrópu- kosningar flokksins og mikil vinna hefur verið unnin í starfs- hópum um velferðar- og efnahags- mál. Um helgina drögum við þessa vinnu saman og mótum stefnu fyr- ir þær mikilvægu kosningar sem fram fara 10. maí. Skjól fyrir lítilmagnann Mörg verkefni bíða Samfylking- arinnar. Samfélagsþjónustan hef- ur rýrnað að gæðum. Svo virðist sem valdamikil öfl séu að hrekja heilhrigðiskerfið út í einkavæð- ingu, biðlistar eru ótrúlega langh og víða ríkh mjög slæmt ástand á meðal aldraðra sem þurfa á hjúkr- Staða Samfylkingarinnar nú mótast ekki síst af þeirri miklu vinnu sem félagar og forysta hafa lagt í á síðustu árum og misserum. Draumurinn um stóra jafnaðarmannaflokkinn er loksins að rætast. unarrými að halda. Réttindi ör- yrkja hafa verið skert og bætur sem eru langt undir því sem sæm- andi getur talist í siðuðu samfé- lagi. Þeh eru í ofanálag skattlagö- h um milljarð á ári! Við bjuggum Samfylkinguna til svo hægt væri að skapa betri kjör fyrh aldraða, fátæka, námsmenn, húsnæðis- lausa, láglaunafólk og alla þá sem þurfa á skjóli að halda. Því verki höldum við nú áfram. Okkar er að gæða Samfylkinguna inntaki og gera að kraftmiklum valkosti til að verða leiðandi afl í samfélaginu - stjórnmálaafli sem almenningur treystir fyrir velferðinni og auð- sköpuninni til að standa undh sanngjörnu og réttlátu samfélagi. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.