Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Side 4
Fréttir LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 DV Kaupin á fjóröungshlut Jóns Ólafssonar í Órca S.A. þann 11. mars 2002 eru til rannsóknar hjá lögreglu. Aöalmeöferö í máli eignarhaldsfélagsins Dalsmynnis og Eyjólfs Sveinssonar gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Þor- steini Má Baldvinssyni var frestað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun vegna rannsóknarinn- ar. Dómsmálið snýst um kaup þeirra síðarnefndu á hlut Dals- mynnis og Eyjólfs í Orca 31. des- ember 2001. Eyjólfur og Dals- mynni krefjast þess aö kaupverð- iö verði leiðrétt um 227 milljónir á grundvelli þess að Jón Ólafsson hafi fengið hærra verð fyrir bréf sín í Orca, enda hafi verið samið um slíka leiöréttingu við Jón Ás- geir og Þorstein Má. Hjörtur Aðalsteinsson héraðs- dómari segir að hann hafi ákveð- iö að fresta aðalmeðferð í málinu til loka mai þegar áætlað er að niðurstaða úr opinberri rann- sókn liggi fyrir. Grunur um feluleik í lögum um meðferð einkamála er ákvæði sem heimilar dómara að fresta máli fái hann vitneskju um að yfir standi opinber rann- sókn vegna refsiverðs athæfis. „Dómarinn í máli Dalsmynnis nýtti þessa heimild þar sem hon- um var orðið kunnugt um að yfir stendur lögreglurannsókn sem lýtur að því hvort refsiverð augð- unarbrot hafi verið framin i tengslum við þau atvik sem fjall- að er um í málinu," segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Dalsmynnis. „Grunsemdirnar sem hafa orð- ið tilefni til rannsóknarinnar lúta að því hvort stefndu í máli þessu, Félagar deila Eyjólfur Sveinsson krefst 227 milljóna afJóni Ásgeiri og Þorsteini Má á grundvelli þess aö Jón Ólafsson hafi fengið hærra verö fyrir bréf sín í Orca. Þeir neita og vísa til þess aö þeir hafi ekki komiö nálægt þeim kaupum. Lögreglan er nú aö rannsaka hvort það sé rétt. annar eða báðir, hafi í reynd átt aðild að kaupum á hlutabréfum Jóns Ólafssonar í Orca en leynt því í því skyni að þurfa ekki að leiðrétta kaupverðið til Dals- mynnis," segir Jón Steinar. Kaupsamningurinn Jón Ásgeir og Þorsteinn Már hafa byggt málsvörn sína á því að leiðréttingarákvæði í samningi þeirra við Dalsmynni eigi ekki við þar sem þeir hafi ekki sjálfir átt aðild að kaupum á bréfum Jóns Ólafssonar í Orca. Eins og DV hefur greint frá hef- ur komið upp úr dúrnum leyni- samningur um þessi kaup sem Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ás- geirs, skrifar undir fyrir hönd kaupandans, eignarhaldsfélagsins Saxhóls. í tilkynningu til Kaup- hallar sama dag sagði hins vegar að forsvarsmaður Saxhóls væri Einar Örn Jónsson. DV hefur líka greint frá því að þetta varð til þess að Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Jóns Ás- geirs qg Þorsteins Más, tilkynnti Jóni Ásgeiri að hann gæti ekki flutt fyrir hann málsvörn í mál- inu. Hvorki Jóhannes Jónsson, Þorsteinn Már né lögmaður Jóns Ásgeirs hafa viljað tjá sig um þennan samning eða málaferlin. -ÓTG Aöalmeöferö í máli Dalsmynnis gegn Jóni Ásgeiri og Þorsteini Má frestaö: Sala á hlut Jóns Ólafssonar í Orca í lögreglupannsókn DV kannar hverjum kjósendur treysta best sem forsætisráðherra eftir kosningar: Nær helmingur treystir Davíð best Nær helmingur kjósenda, 49 prósent, treystir Davíð Oddssyni best til að gegna stöðu forsætis- ráðherra eftir alþingiskosningarn- ar 10. maí. Um 35 prósent nefna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, forsætisráðherraefni Samfylking- arinnar. Þetta eru helstu niður- stöður skoöanakönnunar DV sem gerð var sl. mánudag. Spurt var: Hverjum treystir þú best sem for- sætisráðherra eftir kosningamar 10. maí? Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt milli kynja og hlutfalls- lega milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Óákveðnir og þeir sem neituðu að svara voru 19,3 prósent þannig að rúm 80 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar með því að nefna eitthvert forsæt- isráðherraefni flokkanna eða ann- an stjómmálamann. Af þeim sem afstöðu tóku nefndu 9,9 prósent Halldór Ás- grímsson, formann Framsóknar- flokksins, 49 prósent nefndu Davíð Oddsson, forsætisráðherra og for- mann Sjálfstæðisflokksins, 1,7 prósent nefndu Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins, 34,9 prósent nefndu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, forsætisráðherraefni Samfylking- arinnar, og 4,5 prósent nefndu Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þess má geta að Mar- grét Frímannsdóttir, Össur Skarp- héðinsson og Jóharma Sigurðar- dóttir fengu eitt atkvæði hvert og eru vart mælanleg. Ingibjörg sækir meira til landsbyggöar stjóra sem þann sem þau treysta best í stóli forsætisráðherra eftir kosningai- en 30,2 prósent á höfuð- borgarsvæðinu. Ekki er búsetu- munur á stuðningi við Steingrím J. Sigfússon. -hlh Þegar litið er á afstööu kynjanna nýtur Halldór Ásgrímsson meira trausts meðal karla og einnig Dav- íð Oddsson, en 51 prósent karla nefnir hann. Guðjón A. Kristjánsson nær varla á blað meðal kvenna en þangað sækir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mikinn styrk því 39,7 prósent kvenna nefna hana. Ekki er marktækur munur á af- stöðu kynjanna til Stein- gríms J. Sigfússonar. Þegar litið er á afstöðu eftir búsetu, en úrtakinu er hlutfallslega skipt milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar, nýtur Hall- dór meira trausts á lands- byggðinni sem forsætisráð- herra eftir kosningar. Dav- íö nýtur meira trausts í höfuðborginni, þar sem 52,8 prósent nefna hann, en 42,6 prósent á landsbyggð- inni. Ekki er búsetumunur á afstöðunni til Guðjóns Arnar en hins vegar sækir Ingibjörg Sólrún sitt traust aðallega til landsbyggðar- innar. Þar nefna 42,6 pró- sent fyrrverandi borgar- Hverjum treysta kjósendur sem forsætisráöherra ? Salerni á Lækjartorgi: Alltaf læst Fyrir nokkrum árum var ráð- ist í miklar breytingar á biðað- stöðu strætófarþega við Lækjar- torg. Húsnæðið var allt endur- nýjað að innan og fyrst í stað þótti öll aðstaða til fyrirmynd- ar. Síðustu mánuði hefur fólk hins vegar orðið vart við að klósettin á þessari annars ágætu biðstöð eru ávallt læst. Þegar DV forvitnaðist um málið kom í ljós aö fljótlega eftir breytingarnar var starf hús- varðar á Lækjartorgi lagt niður og því enginn til þess að sjá um að umgengni væri í lagi. Þess í stað var starfsmönnum sjopp- unnar á Torginu falið að sjá um að allt væri sæmilega snyrtilegt á salernisaðstöðunni. Þeir munu hins vegar fljótlega hafa geflst upp vegna lélegrar um- hirðu og eiturlyfjaneyslu sem viðgekkst þar innandyra. Þeir farþegar sem verður mál á með- an þeir bíða eftir vagninum verða því einfaldlega að halda í sér um sinn. -áb Heybaggaslys: Lfggur enn þungt Italdinn í öndunaruél Maðurinn sem slasaðist alvar- lega um síðustu helgi þegar tvö hundruð kílóa rúllubaggi féll á hann liggur enn þungt haldinn í öndunarvél. Hann hafði verið að afferma bíl við Nesbú á Vatnsleysuströnd þegar slysið átti sér stað. Hann hefur geng- ist undir tvær aðgerðir á spítal- anum en hefur ekki enn komist til meðvitundar. -EKÁ Nýtt mánaöarrit um hestamennsku Aö sögn aöstandenda blaösins verö- ur fjallaö um hrossarækt, reið- mennsku og raunar allt sem snýr aö hestamennsku. Ókeypis mánaðarrit um hestamennsku Nýtt mánaðarrit um hesta- mennsku og hrossarækt hefur göngu sína fyrsta maí næstkom- andi. Tímaritinu verður dreift ókeypis í fimm þúsund eintökum. Það eru þeir Jens Einarsson, fyrrverandi ritstjóri, og Axel Jón Birgisson, fyrrum auglýsinga- stjóri Eiðfaxa, sem standa aö út- gáfunni. I dag verður opnuð vef- síða í tengslum við tímaritið, www.hestar.net. Þar verður að finna allar nýjustu fréttir úr heimi hestamennskunnar, auk spjallsíðu og ókeypis smáauglýs- inga. Jens segir að þeir sem vilja geti sett inn á vefmn myndir af því sem þeir vilja selja og að spjallrásin sé þannig gerð að eng- inn hafi aðgang nema gefa upp netfang. „Þetta er gert til að fyrir- byggja misnotkun.“ Jens segir að blaðið eigi að höfða til yngra fólks. „Það verður mikið fjallað um hrossarækt, reiðmennsku og raunar allt sem snýr að hestamennsku. Við erum ekki að fmna upp hjólið en blaðið á að vera frjálst og óháð hesta- tímarit." -Kip/JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.