Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Side 6
6
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003
DV
Fréttir
f DV-MYND E.ÓL
Ertu i hringnum?
DV heldur áfram að gleðja lesendur sína með margvíslegum vinning-
um. Pilturinn sem hér lendir innan hringsins var staddur í Smáralind
í gærdag. Hann hreppir vænan vinning, 14 tommu sjónvarp frá Sjón-
varpsmiðstöðinni og þriggja mánaða áskrift aö DV. Hægt er að vitja
vinninganna í í DV-húsinu, Skaftahlíð 24,105 Reykjavík.
Þáttastjómendur Popp Tíví:
Foreldrar verði að bera
ábyrgð á börnunum sínum
„Við notum eingöngu matvæli í
ógeðsdrykkina okkar og vörum
fólk alltaf við því að setja hættuleg
efni út í þá,“ sagði Simmi, einn af
þremur þáttastjómendum 70 mín-
útna á Popp Tíví, í samtali við DV
í gær. í Morgunblaðinu var greint
frá því að dæmi væru um að
grunnskólabörn hefðu verið flutt á
sjúkrahús eftir að hafa hermt eftir
atriðum í þáttum á borð við Jac-
kass og 70 mínútur. Börn hefðu
meðal annars búið til drykki sem
innihéldu blómaáburð og skordýr.
„Okkar þáttur er á dagskrá klukk-
an tíu á kvöldin, einmitt til þess
að böm séu ekki að horfa á þá, og
er markhópur okkar fólk á aldrin-
um fimmtán til tuttugu og fimm
ára,“ sagði Simmi. „Ég viðurkenni
að þátturinn er á gráu svæði en
þess vegna leggjum við mikla
áherslu á að hann sé sýndur
svona seint. Við höfum þó
nokkrum sinnum fengið símtöl frá
foreldrum þar sem við erum beðn-
ir um að færa þáttinn framar svo
að bömin geti horft á hann. Við
erum mjög meðvitaðir um vin-
sældir okkar og áttum okkur á því
að við séum fyrirmyndir ein-
Auddi og Siv
Siv og Auddi á góöri stundu í 70
mínútum. Siv átti ekki í neinum
vandræöum meö aö láta ofan í sig
ógeðsdrykkinn þeirra
hverra krakka. Við teljum okkur
hafa tekið ábyrga stefnu í þáttun-
um, meðal annars varðandi áfengi
og flkniefni."
Simmi sagðist hafa heyrt að það
væri orðið vinsælt í afmælum að
vera með ógeðsdrykki á boðstól-
um en að þá væri slíkt alltaf und-
ir eftirliti foreldra. Það væri auð-
vitað mjög alvarlegt ef krakkar
hefðu lent á spítala eftir að hafa
blandað sér einhverja drykki en
hann teldi mikilvægt að foreldrar
sinntu sínu hlutverki og brýndu
fyrir bömunum sínum hvað
mætti og hvað mætti ekki gera.
„Það er ekki hægt að kenna
sjónvarpinu um allt. Ef foreldrar
vilja ekki að börnin sín horfi á
þáttinn þá slökkva þeir einfald-
lega á sjónvarpinu. Það er ekki
hægt að gera þá kröfu til okkar aö
við breytum þættinum út af því að
foreldrar vilja ekki að krakkarnir
horfi á hann,“ sagði Simmi að lok-
um.
Ýmsir frægir gestir hafa komið
í þáttinn til strákanna og látið
hafa sig út í alls konar hluti. Siv
Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
mætti til þeirra um daginn og lét
ofan í sig drykk búinn til úr volgri
mjólk, túnfiski, aspassafa og
sterku dönsku sinnepi án nokk-
urra vandkvæða. Sagði hún á
heimasíðu sinni að lyktin hefði
verið verri en bragðið sem var þó
alls ekki gott. Hún sagðist þó hafa
sýnt hugrekki, borið sig vel og
rennt drykknum niður. Síðan
hefði hún ropað upp úr sér
drykknum við og við það sem eft-
ir lifði dags.
-EKÁ
Atlanta kaupir sex Boeing-747:
Verður stærst slnnar
Air Atlanta gerði í gær samning
við íslandsbanka, Landsbanka og
Sparisjóö vélstjóra um sambankalán
að fjárhæð 16,67 milljónir Banda-
ríkjadollara, eða sem nemur 1,3 millj-
örðum íslenskra króna. Lánin eru
tvö, annað til þriggja ára og hitt til
fimm ára. Þeim er ætlað að fjár-
magna nýleg kaup flugfélagsins á sex
flugvélum af gerðinni Boeing-747..
Air Atlanta leigir vélar sínar til
annarra flugfélaga og ferðaskrifstofa
víðs vegar um heiminn. Auk vélanna
leigir félagið áhöfn og annast viðhald
og tryggingar. Félagið er stærst sinn-
ar tegundar í heiminum, sama hvort
miöað er við stærð fíugflota eða
fjölda útleigðra tíma. í flota Air Atl-
Mílljarðasamningar
Skrifaö undir samkomulag um 1,3
milljaröa króna sambankalán. Sam-
komulagiö undirrita Hailgrímur Jóns-
son, Erlendur Magnússon, og
Brynjólfur Helgason. Vélin var þá
nánast stödd yfir virkjunarsvæöi
Kárahnjúkavirkjunar.
tegundar
anta eru nú 27 Boeing flugvélar og
starfsmenn eru liðlega 1100.
„Þetta er stór dagur í sögu félags-
ins. Viðræður við eigendur vélanna
um kaup á þeim fóru í gang á síðasta
ári en ferlið með bönkunum byrjaði
síðan eftir áramót. Þetta hefur geng-
ið mjög hratt miðað við svona viö-
skipti sem eru tiltölulega flókin en
við erum að kaupa sex vélar í einu.
Það er tvímælalaust hagkvæmara að
kaupa vélamar fremur en að leigja
þær áfram en kaupin nú gefa okkur
góðan afslátt og spara okkur fjár-
magnskostnað og tiyggingar til eig-
enda vélanna sem koma til baka við
kaupin," segir Hafþór Hafsteinsson,
forstjóri Atlanta. -GG
Málverkafölsunarmálið fyrir héraðsdómi________
Deilt um pappír hinna
meintu fölsuðu mynda
Aðalmeðferð í málverkafolsun-
armálinu svokallaða stendur enn
yfir. Ákæruvaldið kallaði fyrir
dóminn í gær eitt helsta vitni sitt,
Peter Bauer, pappírssagnfræðing
og sérfræðing í pappírsgreiningu.
Sagði hann að rannsóknir hans
hefðu leitt í ljós að í pappímum í
flestum hinna meintu fölsuðu
myndverka sem hann rannsakaði
hefði fundist hvítunarefni sem
ekki hefði verið byrjað að nota í
pappír fyrr en á sjötta og sjöunda
áratugnum, eða um það bil tutt-
ugu árum eftir að verkin áttu að
hafa verið gerð. Bæru því flest
myndverkin afgerandi merki fóls-
unar.
Dró í efa sérfræöiþekkingu
vitnisins
Karl Georg Sigurbjörnsson verj-
andi Jónasar Freydals, gagnrýndi
ákæruvaldiö fyrir að hafa kvatt
Bauer til sem sérfræðivitni. Hann
væri með BA-gráðu í enskum og
bandarískum fræðum og að ekk-
ert kæmi fram í gögnum málsins
sem sýndi að hann væri sérfræð-
ingur á þessu sviði. Bauer sagði
að ekki væri hægt að sérmennta
sig í pappírsfræðum í skóla og að
hans þekking byggðist á tuttugu
og fimm ára starfsreynslu á þessu
sviði. Einnig hefði hann starfað
fyrir lögreglu í mörgum löndum
undanfarin tuttugu ár í málum
þar sem vafi lék á uppruna lista-
verka.
Erla Kristín Árnadóttir blaöamaður
Deilt um pappír
Bauer kvaðst hafa skoðað þekkt
og óumdeild verk listamanna eins
og Svavars Guðnasonar og Kjar-
vals og boriö þau saman við hin
meintu folsuðu verk. Sagði hann
aö þeir hefðu átt sín uppáhalds yf-
irborð pappírs sem væri ekki í
samræmi við pappírinn í hinum
umdeildu myndum. Verjandinn
spuröi hvort hægt væri aö full-
yrða slíkt eftir skoðun á nokkrum
verka þeirra í hálfan dag og sagði
Bauer að ólíklegt væri að lista-
menn sem sýndu svo greinilega
hvaö þeir kysu öðru fremur færu
síðan að nota svo ólík efni. Verj-
andinn spurði þá hvort vitnið átt-
aði sig á því að annar listamann-
anna hefði verið þekktur fyrir að
mála á hvað sem væri, svo sem
ælupoka og bréf utan af fiski, og
sagði hann svo vera. Taldi hann
slík efni einmitt bera merki glans-
andi yfirborðs sem listamaðurinn
hefði haldið mikið upp á.
Vék verjandinn þá að hvítunar-
efninu sem fundist hafði í verkun-
um og spurði hvort möguleiki
væri á því að það hefði borist á
þau með einhverjum hætti. Taldi
Bauer það ómögulegt sökum þess
hversu djúpt inni í verkunum efn-
ið hefði verið. Vakti verjandinn þá
athygli á skýrslu dansks forvarðar
sem hafði rannsakað verkin sem
benti til hins gagnstæða.
Rannver Hannesson forvörður
var einnig kallaður fyrir dóm sem
vitni en hann hafði rannsakaö
pappír og tæknilega vinnslu
myndverkanna. Komst hann að
sömu niðurstöðu og Bauer að yfir-
gnæfandi líkur væru á því aö þau
væru fólsuð.
Búist er við að aðalmeðferð
málsins ljúki í næstu viku.
DVWYND SIGURÐUR JOKULL
Fyrir rétti
Pétur Þór Gunnarsson (á mynd) og Jónas Freydal Þorsteinsson eru báöir
ákæröir fyrír aö hafa falsað gífurlegt magn myndverka.