Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Side 9
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003
DV
9
Fréttir
11 manna Cessna Conquest
Þetta er vél sem Flugfélagiö Ernir hyggst nota til leiguflugs ef endurnýjaö flug-
rekstrarleyfi fæst í vor.
Flugfélagið Ernir endurvakið:
Stefnt á leiguflug
og líffæraflutninga
irilli landa
Hörður Guðmundsson flugstjóri
hefur sótt um endurnýjun á flug-
rekstrarleyfi fyrir gamla félagið
sitt, Flugfélagið Erni. Það starfaði
á ísafirði um árabil og síðan frá
Reykjavíkurflugvelli, þar sem fé-
lagið á enn húsnæði, og var Hörð-
ur aöaleigandi og framkvæmda-
stjóri. í umsókninni fyrir flug-
rekstrarleyfmu, sem lögð var fram
fyrir u.þ.b. mánuði, er sótt um
leyfi fyrir flugvél sem miðast við
þyngd 19 manna vélar. Er Hörður
þar með í huga 11 manna vél af
gerðinni Cessna Conquest sem
hentar vel í flugi á milli landa,
m.a. til flutninga á líffærum. Flug-
málastjórn gefur sér þrjá mánuði
til að yfirfara gögnin.
Hörður hefur starfað sem
þotuflugmaður, líkt og Guðmund-
ur sonur hans, síðan hann lagði
inn flugrekstrarleyfi Emis. Hörð-
ur starfaði í nokkur ár hjá Atlanta
og síðan hjá svissnesku flugfélagi
sem flýgur til Afríku. Hann var
vel þekktur hér innanlands með
Flugfélagið Erni á árunum 1969 til
1995, þar sem hann sinnti ekki síst
sjúkraflugi á Vestfjörðum og oft
við mjög erfiðar aðstæður.
„Ef allt gengur samkvæmt áætl-
un eigum við að geta verið komin
með leyfið í maí eða júní og hafið
rekstur um svipað leyti,“ sagði
Hörður í samtali við DV. - „Það er
glufa í markaðnum eins og er og
það er enginn að þjóna þessum
leiguflugsmarkaði með færri sæt-
um en á 19 manna vélurn."
Flugvélin sem Hörður hefur í
huga er 11 manna vél af gerðinni
Cessna Conquest sem er með jafn-
þrýstibúnaði og hverfihreyflum.
Slík vél kostar um 100 milljónir
króna. Hún hefur mikið flugþol, er
hraðfleyg og getur flogið í 35.000
feta hæð sem er flughæð farþega-
þotna. Vélin þykir hins vegar
mjög hagkvæm í rekstri í saman-
burði við litlar þotur.
Hörður segir ætlunina að stunda
leiguflug og segist ekki hafa áhuga á
að blanda sér í samkeppnina á áætl-
unarleiðum hér innanlands. Tilgang-
urinn með kaupunum, ef af verður,
er auk leiguflugs að stunda sjúkra-
flug og flug með liffæri á milli landa.
Hingað koma annað slagið erlendar
þotur í líffæraflutningum sem Hörð-
ur telur vel mögulegt að sinna héðan.
Hörður segir að nú sé einmitt
rétti tíminn til flugvélakaupa. Kaup-
endamarkaður á flugvélum sé mjög
góður og ekki spilli fyrir að krónan
er sterk gagnvart dollar. -HKr.
Fjölmenni á stofnfundi Nýs afls:
Ljósnituðu blöðin dugðu ekki
„Á fundinn mættu mun fleiri en
við höfðum nokkru sinni vænst.
Fundargestir voru vel á þriðja
hundrað og ekki var búið að ljósrita
gögn fyrir svo stóran hóp,“ segir
Guðmundur G. Þórarinsson. Á
stofnfundi samtakanna Nýs afls í
fyrrakvöld var hann kjörinn for-
maður og eru samtökin komin á
fleygiferð í kosningaundirbúningi.
Guðmundur býst við að hann
leiði lista samtakanna í Reykjavík-
norður en í suðurkjördæmi fari Jón
Magnússon lögmaður fyrir lista.-sbs
."S"
'... í. *l
UTBOÐ
F.h. Orkuveitu Reykjavíku er óskað eftir tilboðum í
plasthúðaðar stálpípur (Polyethylene Coated Steel Pipes).
Helstu magntölur eru:
Stálpípur DN600: 800 m
Gögnin verða seld á kr. 3.000 á skrifstofu okkar frá og með
8. apríl 2003.
Opnun tilboða: 29. aprfl 2003 kl. 15.00 á sama stað.
Alli ríki tekur lífinu meö ró eftir 40 ára setu í forstjórastól:
Bara orðinn
„Það er ekkert flóknara en svo að
maður er bara orðinn allt of gamall
til að vera að standa í þessu lengur,“
segir Aðalsteinn Jónsson, betur
þekktur sem Alli ríki, fyrrverandi
forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar
hf. Hann sat í forstjórastólnum í
samtals 40 ár og átti mikinn þátt í
uppbyggingu Eskiflarðar en hefur
síðustu misseri tekið lífinu með ró.
„Nú nýti ég tímann aðallega til
þess að stússast eitthvað hérna
heima við,“ segir Alli.
„Ég er líka farinn að sjá svo illa
að það er ekki mikið annað að gera.
Annars reyni ég að fara reglulega í
göngutúra hérna um svæðið í góðri
fylgd og mér finnst alltaf jafn gaman
að tala við fólkið héma á Eskifirði.“
Aðalsteinn tók við stjóm Hrað-
frystihúss Eskiflarðar árið 1960 eftir
að reksturinn hafði gengið illa árin
á undan. Hann gengdi starfinu allt
fram til aldarmóta og var það tími
mikillar uppbyggingar bæði hjá fyr-
irtækinu og bæjarfélaginu en eftir
að að hann tók við stjórninni tókst
honum að breyta nánast gjaldþrota
félagi í eitt stærsta og öflugasta sjáv-
arútvegsfyrirtæki landsins.
Björt framtíö
Aðalsteinn segir framtíð Austfirð-
inga vera bjarta um þessar mundir
en hann er mjög ánægður með at-
vinnuuppbygginguna sem þar á sér
nú stað.
„Það hefur reyndar aldrei verið
neitt atvinnuleysi hérna á Eskifirði
svo hægt sé að tala um siðustu ára-
tugi en ég tel samt að þessar fram-
kvæmdir sem hér eru að fara af stað
séu nauðsynlegar fyrir Austfirði
sem heild. Ég er þegar farinn að
merkja hvað það er léttara yfir fólk-
inu héma eftir að þessi mál komust
í höfn. Fólkinu er farið að flölga og
fasteignir hafa hækkað í verði svo
Athafnamaður
„Nú nýti ég tímann aöallega til þess aö
stússast eitthvaö hérna heima viö, “ seg-
ir Aöalsteinn Jónsson
eitthvað sé nefnt,“ segir Aðalsteinn.
„Framtíð Austflarða er því nokk-
uð björt að mínu viti,“ bætir hann
við að lokum. -áb
Gleðilegt sumar í orlofshúsum
tjaldvögnum VR
Auglýst er eftir umsóknum félagsmanna VR um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum
sumarið 2003. Félagsmönnum standa nú til boða um 50 oriofshús og um 40 tjaldvagnar.
Fleiri geta því notið þess að dvelja í húsunum en áður þó því miður sé ekki unnt að
sinna nema hiuta umsókna.
Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum:
Húsafelli í Borgarfirði • Kirkjubæjarklaustri • Flúðum í Hrunamannahreppi • Gerðhömrum
í Dýrafirði Úlfsstaðaskógi við Einarsstaði • Furulundi á Akureyri • Miðhúsaskógi í Biskupstungum
Stóra-Kambi á Snæfellsnesi • Einarsstöðum á Völlum • Stykkishólmi • Skyggnisskógi í
Biskupstungum • Súðavík Varmahlíð í Skagafirði • Bakka í Vatnsdal • Vestmannaeyjum
Ölfusborgum
Tjaldvagnar
Félagsmenn VR geta einnig leigt tjaldvagna í 6 eða 13 daga. Tjaldvagnarnir eru leigðir frá
miðvikudegi til þriðjudags.
Leigugjald
Vikan í Miðhúsaskógi, Húsafelli, Flúðum, Gerðhömrum,
Skyggnisskógi, Stykkishólmi og Varmahlíð kr. 19.500
Vikan á Kirkjubæjarklaustri, Einarsstöðum, Akureyri,
Stóra-Kambi, Ölfusborgum, Súðavík og Úlfsstaðaskógj...... kr. 17.000
Vikan á Bakka í Vatnsdal og Vestmannaeyjum............... kr. 15.500
Tjaldvagn, 6 dagar....................................... kr. 14.500
Tjaldvagn, 13 dagar...................................... kr. 23.000
Úthlutunarreglur
Réttur til úthlutunar fer eftir félagsaldri í VR að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari
upplýsingar um úthlutunarreglur fást í þjónustuveri VR í síma 510 1700, í VR blaðinu og á
vefnum, www.vr.is.
Umsóknareyðublöð
Hægt er að sækja um á eyðublöðum sem fást á skrifstofu VR í Húsi verslunarinnar, 1. hæð.
Hægt er að senda umsókn úr VR blaðinu bréfleiðis eða á faxi 510 1717. Einnig er hægt að
sækja um á vefnum, www.vr.is. Ekki er tekið á móti umsóknum símleiðis.
Umsóknarfrestur er til 16. apríl nk.
Svör verða send umsækjendum bréfleiðis 2. maí.
Starf okkar
efiir
þitt starf