Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Blaðsíða 10
10
DV
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíö 24, ÍOS Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Velferð fyrir alla
Á ráðstefnu ASÍ um velferð-
armál á miðvikudagskvöld sátu
fulltrúar stjórnmálaflokkanna
og svöruðu spurningum fólks
utan úr sal. í hita umræðunnar
stóð verkamaður upp af aftari
bekkjunum og sagði farir sínar
ekki sléttar. Hann væri með 90 þúsund krónur i tekjur á
mánuði og dreymdi um að kaupa sér litla íbúð. Banki hans
vildi ekki hjálpa honum af þvi hann hefði of lágar tekjur,
félagslega kerfið hefði heldur ekki getað veitt honum aðstoð
af þvi hann væri með of háar tekjur!
íslenskt velferðarkerfi dæmir menn til misjafnlega langr-
ar vistar í fátækt og basli. Stjórnmálamennirnir sem hlust-
uðu á verkamanninn þetta kvöld gátu í sjálfu sér ekki sagt
þessum manni margt annað en að þeir væru hissa og sárir
fyrir hans hönd. Og þeir myndu vissulega skoða málið. Það
verður hins vegar hlutskipti þessa verkamanns næstu
misserin að greiða ríflega helming ráðstöfunartekna sinna
í húsaleigu og eftir skatta er eyðslueyririnn svona fimm
þúsund kall á viku.
íslenska velferðarkerfið hefur um langt árabil verið ut-
anveltu í þjóðmálaumræðunni. Fáir hafa treyst sér til að
rannsaka innviði þess og greina veikleika þess og gildrur.
Það er mikið umhugsunarefni hvað ráðamenn hafa lengi
látið þetta viðamikla kerfi breytast og böðlast eftir leiðum
sem engir þekkja til fulls og flækir marga. Því var löngu
orðið tímabært að íslenska velferðarkerfið fengi þá grein-
ingu sem nú liggur fyrir. Hún hjálpar ekki aðeins áttavilltu
fólki heldur og heilu samfélagi.
Stefán Ólafsson, prófessor í félagsvisindum við Háskóla
íslands, hefur unnið afrek i sínum fræðum er varða velferð
á íslandi. Líklega þekkir enginn betur til veikleika kerfis-
ins. Greining Stefáns á velferðarkerfinu er opinberun á
heldur nöturlegu samfélagi sem þorir vart að horfast í augu
eigin vanda. Velferðarkerfið hefur ekki einasta veikst held-
ur hefur ímynd þess á margan hátt beðið hnekki. Margvis-
leg inngrip stjórnmálamanna hafa breytt því i úr sér geng-
ið ölmusukerfi.
Segja má að íslenska velferðarkerfið hafi ekki fylgt tíðar-
andanum. Það hefur ekki fylgt kröfum tímans. „Munurinn
á að vera fátækur í dag og fyrir tveimur þremur áratugum
er fyrst og fremst sá að kröfurnar eru svo miklu meiri,“
segir Lára Bjömsdóttir, félagsmálastjóri Reykjavikur.
Fyrsti vísir að raunverulegri stéttaskiptingu í samfélaginu
er orðinn að veruleika. Börn sem að nafninu til hafa jafn-
an aðgang að skóla- og heilsukerfi landsins eru dregin i
dilka af samfélagsgerðinni.
Það er á þessum tímamótum sem Alþýðusamband ís-
lands leggur til atlögu við eitt alvarlegasta og hættulegasta
vandamál í íslensku samfélagi. Úttekt þess á íslensku vel-
ferðarsamfélagi, sem birst hefur landsmönnum á síðustu
dögum í veigamiklu rannsóknarriti, er metnaðarfyllsta til-
raun sem gerð hefur verið til að laga velferðarkerfið að
þörfum tímans. Tillögurnar og ritið má ekki aðeins verða
lesefni stjórnmálamanna og fræðimanna. Það kemur þjóð-
inni allri við.
í úttekt ASÍ er spurt um aðalatriði: Hefur ríkið fremur
greitt götu lyfsala en lyíjakaupenda? Lenda menn sjálfkrafa
i fátæktargildru við það að missa heilsuna? Er skólakerfið
allra? Skiptir kostnaður við tómstundir börnum í hópa? Er
eigið húsnæði fyrir úrvalsfólk? Þetta eru alvarlegar spurn-
ingar en ASÍ spyr þeirra ekki aðeins heldur svarar og
reiknar út í úttekt sinni. Sambandið vill treysta velferðar-
kerfið út frá manngildis- og jafnréttispólitik. Vilja stjóm-
málamenn eitthvaö minna?
Sigmundur Ernir
Prófið mikla
„Þessi könnun staðfestir þá til-
finningu að við séum að bæta við
okkur,“ sagði einn stjórnmálafor-
ingjanna við DV á þriðjudag þegar
blaðið leitaði viðbragða við skoð-
anakönnun sem gerð hafði verið á
mánudagskvöld. Og annar sagði:
„Svo er það nú þannig að skoðana-
kannanir eru ekki það sem skiptir
máli heldur prófið mikla 10. maí.“
Þessi ólíku viðbrögð eru við ólíkri
niðurstöðu úr skoðanakönnun DV.
Sá fyrri er að bregðast við fylgis-
aukningu en hinn síðari við fylgis-
hrapi eftir flug síðustu vikur. Hefði
niðurstaðan orðið þveröfug hefðu
viðbrögðin sjálfsagt orðið önnur.
Þar kemur engin sérstök spádóms-
gáfa til sögunnar heldur áralöng
reynsla af því að sækja viðbrögð við
skoðanakönnunum. Það er nánast
regla að gangi vel i könnunum sýna
talsmenn flokkanna hófstillta hrifn-
ingu eða segja niðurstöðuna stað-
festa þá öldu fylgisaukningar sem
þeir telja sig fljóta á þá stundina.
Hinir vísa í þá staðreynd að kann-
anir séu ekki kosningar, ekki sé
mark takandi á þeim og spyrja eigi
að leikslokum. Eða þeir hengja sig á
þá staðreynd að þriðjungur eða
fleiri í viðkomandi könnun sé óá-
kveðinn eða neiti að svara. Þeir séu
þess fullvissir að fylgið sé meira en
könnunin mæli - margir hinna óá-
kveðnu muni sannarlega krossa við
þeirra listabókstaf í „próflnu
mikla". Og kosningastjórarnir kyrja
undir. Þannig er nú pólitíkin.
Áratuga hefð
En raunveruleikinn er annað.
Og hann reyna þeir sem fram-
kvæma skoðanakannanir að
höndla.
DV byggir á yfir 30 ára kannana-
hefð sem nær allt aftur til ársins
1967. Þá var hafist handa við gerð
skoðanakannananna á Vísi en fyrir
þann tíma voru skoðanakannanir
mjög stopular. Haukur heitinn
Helgason stýrði þessum könnunum
og tók síðan upp þráðinn þegar
hann fluttist yfir á Dagblaðið. Og
Haukur hélt áfram við sameiningu
Vísis og Dagblaðsins undir nafni
DV. Við sem störfuðum með Hauki
og tókum við þegar hann hvarf frá
höfum byggt á þeim aðferðum sem
hann lagði til grundvallar þó bú-
setubreytingar hafi reyndar kallað
á hlutfallslegar breytingar á sam-
setningu úrtaksins. Frá upphafi
hefur verið tekið slembiúrtak úr
símaskránni. Þjálfað starfsfólk hef-
ur hringt kerfisbundið eftir
skránni þar til náðst hefur í tiltek-
inn fjölda svarenda á kosninga-
aldri. Þannig hefur alltaf náðst 100
prósenta úrtak. Símaeign er það al-
menn og notkun farsíma einnig að
með kerfisbundnum hringingum
úr símaskránni næst jöfn dreifmg
um landið. Hringt er seinnipart
dags og á kvöldin, einnig um helg-
ar. Ef ekki næst í einhvern hóp
manna, vaktavinnufólk, sjómenn
eða aðra, geta menn ekki annað en
getið sér til um afstöðu þeirra.
Hluti svarenda er síðan óákveðinn
í afstöðu til spurningarinnar eða
neitar að svara. Reynslan sýnir
hins vegar að hlutfaflslegt fylgi
flokkanna meðal þeirra sem eru óá-
kveðnir, neita að svara eða ekki
næst í er mjög áþekkt fylginu með-
al þeirra sem svara. Fullyrðingar
um annað byggjast ekki á neinum
vísindalegum aðferðum heldur
margumtalaðri tilfinningu sem
frambjóðendur og kosningastjórar
þeirra telja sig hafa fyrir stöðunni.
En kannanir hér á landi hafa fyrir
löngu gert þá tilfinningu aö
hjáróma kerlingaspeki.
Kosningar síðastliðna tvo
áratugi hafa allar verið
mikil próf. Þau próf hafa
skoðanakannanir DV
staðist með miklum
ágœtum.
Lengi vel urðu kannanir um
fylgi flokkanna fyrir óvæginni
gagnrýni af hálfu keppinauta og
ekki síður stjómmálamanna sem
kenndu könnunum gjaman um
þegar slæmt gengi í kosningum var
staðreynd og rökin þraut. En DV
getur litið stolt yfir farinn veg.
Þegar rætt er um áreiðanleika
kannana hefur oftsinnis verið vitn-
að til orða George Gallups, en hann
er væntanlega þekktastur þeirra
sem unnið hafa við það að mæla
skoðanir fólks. Gallup sagði ein-
faldlega að úrslit kosninga væru
besti mælikvarðinn á áreiðanleika
skoðanakannana. Skoðanakannan-
ir DV hafa hvað eftir annað komist
næst úrslitum kosninga og hefur ít-
arlega verið greint frá þeim ár-
angri í blaðinu. Þar tala tölurnar
sínu máli.
Stjórnmálamaðurinn sem vitnað
var til hér að framan talaði um
prófið mikla, 10. maí, og vísaði þar
til komandi alþingiskosninga.
Kosningar síðastliðna tvo áratugi
hafa allar verið mikil próf. Þau
próf hafa skoðanakannanir DV
staðist með miklum ágætum - ver-
ið langt undir viðmiðunarmörkum
Gaflups. Hins vegar hafa ekki allir
stjórnmálamenn staðist þessi próf
jafn glæsilega. Og þeir sem hafa
fallið á prófinu hafa átt það til að
glefsa i þá aðila sem stunda skoð-
anakannanir, kenna þeim um ófar-
imar og jafnvel ýjað að því að
banna ætti skoðanakannanir í til-
tekinn tíma fyrir kosningar. Það
hefur lengi verið deilt um það
hvaða áhrif skoðanakannanir geti
haft á fylgi. Sjálfsagt hafa þær ein-
hver áhrif á einhvern veg en
ómögulegt að færa sönnur fyrir
hver þau eru. Fullyrðingar þar um
byggjast yfirleitt á getspám.
Áreiðanlegri fréttir
Niðurstöður skoðanakannana
hellast yfir landslýð þessa dagana.
í stórum dráttum ber þær flestar að
sama brunni, með undantekning-
um þó. Einhverjir kvarta yfir þessu
kannanaflóði en ekki verður horft
fram hjá þeirri staðreynd að til-
koma kannananna hefur þýtt að
fréttir af fylgi stjómmálaflokka eru
mun áreiðanlegri en áður. Þær
byggjast ekki lengur á misjafnlega
ýktri tilfinningu frambjóðenda og
kosningastjóra hér og þar um land-
ið. Niðurstöður skoðanakannana
eru einfaldlega fréttir. Og ef setja á
birtingu niðurstaðna úr þeim
skorðum, eins og tapsárum stjórn-
málamönnum hefur stundum dott-
ið í hug, má alveg eins setja öðrum
fréttaflutningi úr stjómmálabarátt-
unni skorður. Hvemig skyldi það
mælast fyrir?
Fylgi flokkanna á örugglega eftir
að sveiflast eitthvað í skoðana-
könnunum fram að kosningum.
Hér verður ekki spáð um þær
hreyfingar. Þegar nær dregur lát-
um við kjósendur sem svara í
könnunum okkar segja fyrir um
kosningaúrslitin. Sagan segir aö
svarið við spurningu okkar
fimmtudaginn fyrir kjördag verði
yfirleitt í samræmi við krossinn á
kjörseðlinum.
Skoðanakannanir DV oftast næst úrslitum síðustu tvo áratugi:
Könnun DV næst
úrslitum í borginni
lokakönnun Galiups komst næst könnun DV
Samanburður á siðustu skoðana-
kðnnunum fyrir boprsijðrnarkosning-
amar (Reykjavft sýnlr að meðalflávik
frá niðurstððum kosninganna er minnst
i kðnnun DV. Með ððrum orðum: DV
komst næst úrslitunum i sveilarstjöm-
arkosnlngunum 2002. Meðalfrávlkið i
kðnnun DV var <182 prösentustig.
Gailup komst næst DV en meðalfrávík
lokakðnnunar GaUups var 0,88 prö-
sentusttg
1 frétt DV 1 gær um fr&vik skoðana-
kannana sagði að meöalfrávik 1 könnun
GaUups heíbi verið 1,48. Þá stóð Frétta-
blaðið slg aðeins betur en sagði i frött
DV en meðajftávik þeirra er 121.
KeiknlvUiu er tun að kenna i báöum Ul-
vikum og eru hlutaðeigandl beðnlr vei-
virðlngar á mistðkunum.
Nákvæmni kamana DV er siður en
svo einsdætnL 1 siðustu borgarstíómar-
kosntagum var mcðalfrávik siöustu
kðnnunar DV ftá nlðurstöðum kosnlng-
anna ekki nema 02 prósentustig en þá
var hait á orðl að DV hefði belnllnis birt
órsUt kosninganna daginn fyrir kjðr-
dag. Féiagsvisindastofnun var þá I ðöru
sæti með meðalfrávik upp á 0,8 pró-
sentustig.
Skoðanakannanir haia alln tiö skipað
stóran sess 1 DV en upphaf þeirra má
rekia aftur Ul fyrstu kannana sem Visir
gerði 1967. Meöalfrávik kannana frá ilr-
slítum kosninga heftir undantekningar-
laust verið bman þeitra skekkjumarka
scm blaðið setur sér._________________
Me&alfróvik í könnunum DV fró 1983
- siSustu kannanir fyrir Itosningar
hqn^lNi NqbxliC kpngim N^kIIII bgráini HrgbsJfli bpnýlKI Hqfeaim hpn*m»
Meidtdsfróvlk f siðustu könnuitum fyrir kosningar
DV
GoBup fréttobloðið Félogsvfsjt Heimtx
siðasta skoðanakðnnun DV lýrir klör-
dag nær úrsUtunum en dæmi voru um
þá. Meðalfrávikið var 03 prósentustlg.
Frávik frá kjðrfylgi Sjálfetæðisflokksins
mæidlst þá 0,6 prðsentustig en engtn frá-
vik voru á niðurstöðum kðmumartanar
og Wðtfýlgis Framsðknarflokks og PJóó
vaka Jóhðnnu Sigurðardóttur.
DV geröi sióan enn betur i borgar-
stjórnarkosntagunum 1998 þegar meðal-
frávlklö reyndist 02 pnósentustlg.
Frávikið i aiþmgAosningunura 1999
varð reyndar meira en venja var til I
kðnnunum DV eða 1,78 prósentustig aó
meóaltaU.
Meó könnuninní sem birtist í biaóinu
sl. Bstudag er DV aftur næst
úrsUtunum en meðaifrávikió var upo á