Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 11 Skoðun Prjú sverð Laugardagspistill Jónas Haraldsson aöstoöarritstjóri „Hvar er pilsið mitt?“ hrópaði eldri dóttir okkar hjóna að morgni fermingardags yngri systurinnar. Hún fékk eðlilega ekkert svar enda hafði enginn hugmynd um pils ungu konunnar. Hún reiknaði heldur ekki með svari og hélt áfram að leita. Fermingarstúlkan sjálf var í hár- greiðslu. Þangað var hún mætt fyrir klukkan átta þennan sunnudags- morgun. Fermingin átti að hefjast klukkan hálfellefu en fermingar- bömunum var gert að mæta ekki seinna en klukkan tíu. Morgunferm- ingar eru erfiðar, það sá ég glöggt þótt ekki væru gerðar til mín sér- stakar kröfur þennan morgun, utan þær að finna til á mig sparifötin og bursta skóna mína - og, það sem mikilvægast var, að vera ekki fyrir. Konan var á þönum og var að sjá sem þrjú sverð væru á lofti í senn. Milli þess sem hún straujaði dúk- ana kíkti hún í ofninn og stillti hraðann á hrærivélinni. Þá greip hún fot fermingarbarnsins og fór enn einu sinni yfir þau, hafði til sálmabókina og stakk inn í hana hvítum hönskum. „Mamma,“ kall- aði sú eldri enn, „veistu um mask- arann minn?“ Móðirin sagði henni það um leið og gekk frá fermingar- kertinu á borðið. „En glossið, hvar í ósköpunum er glossið mitt?“ heyrð- ist endurtekið. Það vottaði fyrir ör- væntingu i rödd ungu konunnar. Plokkað og málað Ég náði þvi ekki hvort téður vara- litur var á sínum stað því ferming- arbamið strunsaði inn í sama mund meö fínar smáfléttur og blóm í hár- inu. „Þú verður að mála mig og plokka," sagði hún á innsoginu við stóru systur, „ég á að vera mætt í kirkjuna eftir tuttugu mínútur." Ég leit á þær báðar þar sem ég sat með svörtu Kiwi-dósina og burstann í höndunum. „Plokka hvað?“ sagði ég og beindi orðum mínum til þeirrar eldri og veitti þvi athygli um leið að hún hafði fundið pilsið. „Varla ætlarðu að fara að plokka augna- brúnimar á 13 ára baminu?" „Pabbi,“ sagði hún með glossvör- um um leið og hún greip í handlegg- inn á fermingarstúlkunni, „bursta þú bara þína skó, láttu okkur um þetta." Ég leit til móðurinnar í von um aðstoð. Hún var að raða bollum, undirskálum og diskum á borð. „Stelpumar sjá um þetta," sagði konan, „og þær verða að drifa sig ef við eigum að ná í kirkjuna. Það ætt- ir þú raunar að gera líka,“ hélt hún áfram; „em fótin þín klár?“ Ég kaus að svara þessu ekki og hélt áfram að bursta. „Plokka hvað?“ sagði ég og beindi orðum mínum til þeirrar eldri og veitti því athygli um leið að hún hafði fundið pilsið. „Varla cetlarðu að fara að plokka augnabrúnim- ar á 13 ára baminu?“ Tilsýndar sá ég hvar eldri systir- in gekk fumlaust til verka og málaði yngri systur sína. Ég leit undan þeg- ar plokkið hófst. „Hvar eru sokka- buxumar rninar?" heyrðist kallað. Nú var það fermingarbamið sem fann ekki fötin. Ég taldi spuming- unni ekki beint til mín enda mun það hafa verið tilfellið. Móðirin færði dóttur sinni umbeðið fat með þeim leiðbeiningum að hún færi varlega í sokkabuxumar svo ekki kæmi lykkjufall. Skyndilega einn Skömmu síðar birtust systumar fagurlega búnar og skreyttar. Ég horfði ekki á augnabrúnimar á fermingarstúlkunni en sá að hún var líka komin með gloss og gott ef maskarinn hafði ekki rammað inn augun. Það blasti hins vegar við að hún var sæt og þær systur báðar. En þær voru stressaðar og orðnar of seinar. Móðirin hafði snurfusað allt, á lofti gengið frá bakkelsinu úr ofninum og slökkt á hrærivélinni. Henni hafði meira að segja tekist að klæða sig í fermingardragtina og var að setja upp andlitið. Ég stóð skyndi- lega einn og óskreyttur, þó með ný- burstaða skóna í höndunum. „Ef þú ætlar með okkur í kirkj- una verðurðu ekki svona,“ sagði konan og beindi orðum sínum til min þar sem ég stóð á brókinni, að vísu í nýjum sokkum. „Hvar eru jakkafotin min, skyrtan og bindið?" spurði ég varfæmislega. Konan horfði á mig með augnaráði sem ekki varð misskilið. Staða mín var vissulega ekki góð en ég varð þó að grennslast fyrir um fleira, ég var þó faðir fermingarbamsins. „Veistu um ermahappana mína?“ Fatalaus álfur Þær hrópuðu allar i kór, samein- aðar í þeirri sannfæringu að karl- kynið í heild væri vonlaust, einkum þó og sér í lagi það exemplar sem þær bjuggu með. Ég hafði einhvem veginn orðið út undan í önnum þessara þriggja kvenna. „Dæmalaus álfur getur þú verið," sagði konan og hafði orð fyrir þeim mæðgum. Fötin þín hljóta að hanga inni í skáp, skyrtan líka og ég veit ekki betur en ég hafi lagt ermahnappana á náttborðið þin megin. Þær voru orðnar of seinar í fermingarmess- una; það mátti sjá á öllum þeirra viðbrögðum. Allar voru þessar kon- ur mínar samt svo vel málaðar að þær breyttu ekki litum þótt mikið gengi á. Ég ákvað að létta örlítið á spenn- unni og gáði sjálfur að jakkafötun- um. Ég fletti fötum fram og til baka í skápnum, dró herðatré til en allt kom fyrir ekki. Ég sá hvorki fötin né skyrtuna. Mér datt í hug að fara í ljós föt í stað þeirra dökku en við nánari umhugsun mat ég það svo að slíkt væri óskynsamlegt. Örþrifa- ráðið var að kalla á konuna. Hún snaraðist inn, háhæluð og í káp- unni, opnaði skápinn og kippti út fotunum með einu handtaki. Skyrt- an fylgdi í kjölfarið. „Héma,“ sagði hún, „vertu snöggur." „En bindið?“ áræddi ég að spyrja. „Þú sérð um það sjálfur," sagði konan enda köll- uðu systumar ákaft á hana, einkum fermingarstúlkan sem hélt að hún yrði af fermingarkyrtlinum færu þær ekki þegar af stað. Æpandi þögn „Komdu á hinum bílnum á eftir okkur," sagði konan, „við getum ekki beðið lengur. Ég tek frá fyrir þig sæti.“ Dómur hæstráðanda var fallinn. „Vertu okkur ekki til skammar með einhverju skræpóttu bindi,“ hrópaði eldri dóttirin á út- leiðinni. Fermingarbarnið mátti ekki lengur mæla. Spennan var því um megn. Útidymar luktust á eftir þeim mæðgum. Ég var einn eftir, enn á brókinni, bindislaus, en fötin þó klár. Þögnin í húsinu var æpandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.