Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Page 12
12 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV llla gengur að ráða niður lögum SARS-flensunnar Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, sendi um miðja vikuna út al- heimstilkynningu þar sem mælst var til þess að allir ferðamenn frest- uðu tímabundið ferðum sínum til Hong Hong og Guangdong-héraðs i Kína nema brýna ástæðu bæri til ferða þangað. Ástæðan er illskeyttur flensufar- aldur sem þykir svipa til venju- legrar kvefílensu eða lungnabólgu og hlotið hefur nafnið SARS eða heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu, HABL, á íslensku. Þess er getið í tilkynningunni að þessi tilmæli gætu síðar beinst að öðrum svæðum í heiminum en alvarleg tilfelli hefðu einnig komið upp í Taívan, Peking og Shanxi í Kína, Hanoi í Víetnam, Singapúr, Tailandi og Toronto í Kanada. Þetta eru þeir staðir þar sem flest- ir hafa sýkst en í gær hafði verið tilkynnt um 1190 tilfelli í Kína og þar af 46 dauðsfóll, 734 (17) í Hong Kong, 734 (17) í Singapúr, 98 (4) í Víetnam, 59 (4) í Kanada og 7 (2) í Taílandi (dauðsföll í sviga). Annars staðar hafa dauðsfóll ekki verið rakin til flensunnar en þó tilkynnt um fjölda tilfella í öðrum löndum, sem eru: Bandaríkin (85), Taivan (14), Þýskaland (5), Ástralía (1), Frakkland (3), Ítalía (3), Bret- land (3), Sviss (2) Rúmenía (1), Belg- ía (1), írland (1) og Brasilía (1). (Tölurnar eru samkvœmt skýrslu WHO frá þvi klukkan 17.00 á fimmtudag.) Þetta er í fyrsta skipti sem Al- þjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, gefur út svo alvarlega ferðavið- vörum vegna faraldurs frá stofnun hennar árið 1948. Áður hafði stofn- unin um miðjan síðasta mánuð var- að flugfélög og ferðamenn við, án þess þó að leggja til að ferðalög yrðu takmörkuð. Þar var einkennum flensunnar lýst sem háum hita, yfir 38 gráðum, auk þurrs hósta, tíðs andardráttar eða andnauðar. Veiktist á miðri leiö Alþjóða heilbrigðisstofnuninni var fyrst tilkynnt um faraldur í Guangdong í Kína um miðjan febr- úar sem lýst var sem óvenjulegri lungnabólgu en það var ekki fyrr en í lok mánaðarins sem verulegur ótti vaknaði um alvarleika hans eftir að bandarískur kaupsýslumaður, sem ferðaðist frá Hong Kong til Hanoi, hafði veikst alvarlega. Maðurinn veiktist í flugi á miðri leið til Hanoi og var strax við kom- una þangað lagður inn á sjúkrahús í borginni. Þaðan var hann fljótlega sendur aftur til Hong Kong þar sem hann lést á sjúkrahúsi en í kjölfarið veiktust nokkrir starfsmenn við- komandi sjúkrahúsa, bæði í Hong Kong og Hanoi. Eins og áður segir eru einkenni SARS-flensunnar sögð lík venju- legum flensueinkennum eða lungna- bólgu með tilheyrandi háum hita og þurrum hósta auk tíðs andardráttar eða andnauðar. Þá hefur einnig borið á höfuðverk, vöðva- og bein- verkjum, lítilli matarlyst, þreytu, útbrotum og niðurgangi. Rakin til dýra Talið er að uppruna flensunnar og veirunnar, sem veldur henni, sé aö leita í áður nefndu Guangdong- héraði í Kína. Fréttir frá Hong Kong herma að heilbrigðisyfirvöld í hér- aðinu hafi þegar rakið uppruna smitsins til dýra en kokkar og kjúk- lingasölumenn voru þeir fyrstu sem veiktust í nóvember sl. Annars er lítið vitað um vírusinn. Vísindamenn segja að um nýtt afbrigði af Korona-stofni sé að ræða og er það nú rannsakað af fær- ustu vísindamönnum í þremur heimsálfum. Árangurinn hefur látið á sér standa og hefur enn ekkert lyf fundist sem vinnur á flensunni. Það sem hefur virkað best er veirulyfið Ribavirin en þó með takmörkuðum árangri og aðeins ef það er tekið inn snemma á smitferlinu. Ónafngreindur smitsjúkdómasér- fræðingur, sem starfar við sjúkra- hús í Hong Kong, sagði í viðtali við Reuters-fréttastofuna fyrr í vikunni að þegar hefði verið gerð tilraun með að sprauta mótefni úr sjúk- lingi, sem þegar hafði náð sér, í ann- an sem var langt leiddur og hefði það skilað góðum árangri. Smitast með andrúmsloftinu Um smitleiðina er heldur ekki vitað með vissu en líklegast að vírusinn berist milli manna við nána snertingu eða í loftinu þar sem flestir, sem hafa smitast, eru annað hvort starfsfólk sjúkrahúsa, sem annast hefur þá sjúku, eða fjöl- skyldumeðlimir sem hafa umgeng- ist þá í sjúkralegunni. Flestir sérfræðingar hallast þó að því að smitið berist út í andrúms- loftið þegar þeir sjúku hnerri eða hósti eða þá með öðrum líkamsvess- um og blóði. Þá liggur fyrir að þeir sem hafa veikst utan Asíu hafa annað hvort verið að koma frá helstu smitsvæð- unum eða umgengist einhverja sem hafa nýlega ferðast þangað. Vírus af flensustofni Bandariskir sérfræðingar sem rannsakað hafa sjúklinga á undan- fömum vikum hafa komist að þeirri niðurstöðu að vírusinn, sem valdi flensunni, sé af áðurnefndum Korona-stofni en hann er þekktur sem helsta orsök kvefpesta. Um sé að ræða nýtt stökkbreytt afbrigði sem ofnæmiskerfi mannsins ráöi ekki við að brjóta niður. Hugsanlegt sé þó að það sé aðeins hluti af skýringunni þó að umræddur vírus hafi fundist í mörgum sýnum sem tekin hafa verið úr sjúklingum og þess vegna mögulegt að önnur óþekkt veira valdi sjúkdómnum. Veirusérfræðingar í Hong Kong hafa útilokað að veiran sé af venju- legum A- og B-inflúensustofnum eða hinum skæða H5Nl-stofni, sem olli hænsnainflúensu á svæðinu árið 1997 og dró sex manns til dauða. Sú pest gaus aftur upp í upphafi ársins og kostaði eitt mannslíf í febrúar sl. Þá telja sérfræðingar WHO að ekk- ert bendi til þess að um vísvitandi hryðjuverk sé að ræða eins og marg- ir hafa óttast, minnugur miltis- brandssmitanna eftir hryðju- verkaárásirnar í Bandaríkjunum í hittifyrra. Dánartíðni er 3-5% í flestum tilfellum koma einkenni SARS-flensunnar fram innan viku- tíma, ofast þremur til fimm dögum eftir smit, og gengur hún yfirleitt yfir á fimm dögum. Áhersla er þó lögö á að halda sjúklingum í einangrum í allt að tíu daga til þess að spoma við frekari útbreiðslu flensunnar. Misjafnt er hversu flensan leggst þungt á fólk en undantekningarlítið fylgir henni slæm lungnabólga sem getur reynst banvæn, dánartíðni vegna flensunnar er á bilinu tvö til fimm prósent. Heilbrigðisyfirvöld um víða ver- öld vinna nú hörðum höndum að því að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu flensunnar i sam- vinnu við WHO og hafa yfirvöld í Bandaríkjunum til dæmis ráðlagt sendiráðsfólki sínu í Kína, sem ekki er ómissandi, að snúa heim. Meðal vísindamanna eru deildar meiningar um möguleikana á því að koma i veg fyrir frekari útbreiðslu flensunnar og sagði Julie Gerberding, yfirmaður Sóttvarna- stofnunar Bandaríkjanna, í sjón- varpsviðtali í fyrradag að hún óttaðist að úr þessu yrði ekki hægt að koma í veg fyrir meiri háttar faraldur í heiminum þar sem vísindamönnum hefði ekki enn tekist að skilgreina vírusinn eða finna réttu lækninguna við honum. Allur er varlnn góður Starfsmenn heilbrigöisyfirvalda í Hong Konggæta hér aðkeyrslunnar aö einu sjúkrahúsa borgarinnar en þar kom upp fjöldasmit fyrr í vikunni. Fórnarlamb í öndunarvél Fjöldi fórnarlamba SARS-flensunnar þar aö fá hjálp viö öndun en undartekningarlítiö fylgir henni siæm lungnabólga. msmm flfpam sótt að Bagdad Bandarískar hersveitir héldu áfram sókn sinni að írösku höfuð- borginni Bagdad í vikunni og á fostudagsmorgun náðu þær alþjóða- flugvelli borgar- innar á sitt vald. Herfræðingar voru ekki seinir á sér að lýsa því yfir að mikilvægum áfanga í stríð- inu og viðleitni bandamanna við að koma Saddam Hussein frá völd- um hefði þar með verið náð. Ekk- ert lát var á loftárásunum á Bagdad og harðir bardagar geisuðu sunnar í landinu, við borgimar Nassiriya og Najaf. Lungnapest breiðist út Banvæna lungnabólguafbrigðið, sem kom upp í Asíu fyrir nokkru, heldur áfram að breiðast út og dauðsfollum af völdum sjúkdóms- ins hefur farið fjölgandi. Á níunda tug manna er nú látinn af völdum sjúkdómsins en nærri því hálft þriðja þúsund hefur smitast. Al- þjóðleg heilbrigðisyfirvöld hafa varað fólk við að ferðast til Hong Kong og annarra svæða í Asíu þar sem sjúkdómstilfellin eru hvað flest. Yfirmaður sjúkdómavama- stofnunar Bandaríkjanna sagðist óttast að ekki yrði komið í veg fyr- ir faraldur í öllum heimsálfum. Powell stóð í ströngu Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, var á ferð og flugi í vikunni, fór með- al annars til Brussel þar sem hann sat fundi með kollegum sín- um hjá ESB og NATO um striðið í írak og eftirleik þess. Evrópsku ráðherrarnir lögðu nær allir áherslu á að Sameinuðu þjóðirnar gegndu lykilhlutverki að stríðinu loknu en sá bandaríski gat litlu lofað um að komið yrði til móts við þær óskir. Þá sagði hátt- settur starfsmaður SÞ að banda- rískir ráðamenn myndu fyrr eða síðar koma hlaupandi í fang SÞ og bjóða samtökunum samstarf þegar í ljós kæmi hversu fjárfrek og flók- in endurreisn íraks yrði. flgreiningur vestan hats Ráðamenn í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli um stjóm íraks og uppbygg- inguna að stríðinu loknu. Embættis- menn í landvarna- ráðuneytinu, með Donald Rumsfeld ráðherra í broddi fylkingar, vilja helst vera einráðir um stjóm Iraks fyrsta kastið eftir strið. Embættis- menn Colins Powells í utanríkis- ráðuneytinu vilja aftur á móti að þáttur bandaríska hersins verði ekki jafnsýnilegur og Rumsfeld og hans menn vilja. Rumsfeld þrætti þá fyrir það í vikunni að ágrein- ingur hefði verið milli hans og helstu skipuleggjenda stríðsins í írak. Rumsfeld er sakaður um að hafa viljað skera hermannafjöldann við nögl. Ofbeldl á Gaza og víðar ísraelskar her- sveitir drápu flölda Palestinu- manna í aðgerð- um sinum á Gaza og Vestur- bakkanum í vik- unni, þar á með- al fjórtán ára gamlan ungling. Palestínskur til skarar skríða í ísraelsku borginni Netanya um siðustu helgi og særði nokkra tugi manna þegar hann sprengdi sjálfan sig í tætlur á kaffihúsi. Hann sprengdi sig nærri ísraelskum her- mönnum sem biðu eftir að fá borð. sjáifsmorðsliði lét

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.