Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Qupperneq 14
14
Klukknr að þínum smekk?
» * 5
| '•3»
Gólfklukkan
Órólnn
Hjá Gyífa
Hólshnuni 7, 220 Hafmrfirði
Sími: 5551212 - www.gyifi.cam
V__________J
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003
Fréttir ” DV
Frá Alþíngi
I'■ /'A *'
l I 1 ISSS • wgm . Wgg/mJÆá í I
ST, mm1
Tíðindi í 1.800 manna skoðanakönnun DV:
Hóröi hver Mngmaður vrði nýr
Sautján nýir þingmenn tækju
sæti á Alþingi ef úrslit kosninga
yrðu eins og í skoðanakönnun DV
sem birt var í gær; tiu karlar og sjö
konur. Þetta þýðir að fjóröi hver
þingmaður yrði nýr á þingi.
Sex frá Samfylkingu
Flestir yrðu nýliðamir í Samfylk-
ingunni eða hvorki fleiri né færri
en sex: Mörður Ámason í Reykja-
vík; Katrín Júlíusdóttir og Ásgeir
Friðgeirsson í Suðvesturkjördæmi;
Lára Stefánsdóttir í Norðaustur-
kjördæmi; og Anna Kristín Gunn-
arsdóttir og Sigríður Ragnarsdóttir
í Norðvesturkjördæmi.
Samfylkingin
færi úr 17 þing-
mönnum í 20
þannig að þrír þing-
menn flokksins
hverfa af vettvangi;
þau Karl V. Matthí-
asson, Sigríður Jó-
hannesdóttir og
Svanfríður Jónas-
dóttir.
Fimm frá
Frjálslyndum
Frjálslyndi flokk-
urinn fengi sex
þingmenn og þar
sem aðeins annar af
tveimur þingmönn-
um flokksins er í
framboði yrðu fimm
þingmenn flokksins
nýir á Alþingi: Mar-
grét Sverrisdóttir og
Sigurður I. Jónsson
í Reykjavik; Gunnar
Örlygsson í Suðvest-
urkjördæmi; Magn-
ús Þór Hafsteinsson
í Suðurkjördæmi;
og Brynjar S. Sig-
urðsson í Norðaust-
urkjördæmi.
Sumt af þessu
fólki er fremur lítt
þekkt á landsvísu
enda ungt að árum,
en nær þrátt fyrir
það ágætum ár-
angri. Þannig yrði
Gunnar örlygsson,
31 árs sölumaður af
Kjalarnesi, 6. þing-
maður Suðvestur-
kjördæmis, næstur
á eftir formanni þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins og á undan for-
manni allsherjarnefndar Alþingis
og umhverfisráðherra! Brynjar S.
Sigurðsson er enn yngri eða aðeins
þrítugur. Brynjar er framkvæmdar-
stjóri á Siglufirði.
Sverrir Hermannsson, fyrrver-
andi formaður flokksins, gefur sem
kunnugt er ekki kost á sér og hverf-
ur því af þingi.
Fjórir frá Sjálfstæðisflokki
Fjórir nýliðar næðu kjöri fyrir
Sjáifstæðisflokkinn samkvæmt nið-
urstöðum könnunarinnar; Guölaug-
ur Þór Þórðarson, Sigurður Kári
Kristjánsson og Birgir Ármannsson
í Reykjavík; og Guöjón Hjörleifsson
í Suðurkjördæmi.
Flokkurinn tapar tveimur þing-
sætum samkvæmt könnuninni og
samkvæmt því myndu alls sex þing-
menn hans hverfa af þingi (þar af
einn fyrrverandi þingmaður flokks-
ins). Það eru Adolf H. Bemdsen,
Ambjörg Sveinsdóttir, Guðjón Guð-
mundsson, Kristján Pálsson, Lára
Margrét Ragnarsdóttir og Sigriður
Ingvarsdóttir.
Og einn á hvorn
Framsóknarflokkurinn og
Vinstrihreyftngin - grænt framboð
kæmu að einum nýliða hvor flokk-
ur samkvæmt könnuninni. Það
yrðu Dagný Jónsdóttir fyrir Fram-
sókn i Norðausturkjördæmi sem
fengi jöfnunarsætið í kjördæminu,
og Álfheiður Ingadóttir fyrir
Vinstri-græna í Reykjavík-suður,
sem fengi annað af tveimur jöfnun-
arsætum þar.
Þar sem Framsókn tapar fjórum
þingmönnum í könnuninni miðað
við síðustu kosningar myndu fimm
þingmenn hverfa af þingi fyrir
flokkinn. í þeim hópi yrði sjálfur
formaðurinn, Halldór Ásgrímsson,
og þingflokksformaðurinn, Kristinn
H. Gunnarsson, en auk þeirra þau
Jónína Bjartmarz,
Ólafur Örn Har-
aldsson og Páll Pét-
ursson.
Vinstri-grænir
tapa einum manni í
könniminni og þar
sem Álfheiður
kæmi ný inn
myndu tveir hverfa
af þingi: þau Ámi
Steinar Jóhanns-
son og Þuríður
Backman.
Einni konu
fleira
í síðustu þing-
kosningum náðu 22
konur kjöri en sam-
kvæmt könnun DV
yrðu þingkonumar
23. Konur yrðu eft-
ir sem áður fremur
fáliðaðar í lands-
byggðarkjördæm-
unum. Þær yrðu 2
af 10 þingmönnum
Suðurkjördæmis og
Norðvesturkjör-
dæmis og 3 af 10
þingmönnum Norð-
austurkjördæmis.
Hins vegar myndu
konur skipa 5 sæti
af 11 í öllum kjör-
dæmunum þremur
á höfuðborgarsvæð-
inu. Þar er hlutfall-
iö þvi 15 af 33 en
hins vegar 7 af 30 á
landsbyggðinni.
-ÓTG
Reykjavíkurkjördæmi suður
9. sæti 10. sæti 11. sæti
Reykjavíkurkjördæmi norður
11. sæti
Suðvesturkjördæmi
Gunnar Kstitn Ásgelr Anna Krlstín Slgríöur
Órlygsson Júliusdóttir Frlögelrsson Gunnarsdóttli Ragnarsdóttlr
g • e •
6. sæti 10. sæti 11. sæti 4. sæti 10. sæti
Suðurkjördæmi
§
10. sæti
Norðausturkjördæmi
Brynjar S.
Slgurösson
Dagný
Jónsdóttir
6. sæti
g;
9. sæti
tJ
10. sæti
Norðvesturkjördæmi