Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Side 16
16
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003
TT>V
Helgarblað
engan sérstakan metnað í þær. Hann leit fyrst
og fremst á sig sem ljóðskáld. Megnið af ljóð-
um hans birtist á prenti áður en hann var
tuttugu og þriggja ára. Frægasta ljóð hans er
Hrafninn sem birtist fyrst í tímariti og vakti
gífurlega athygli.
Áhyggjur og missir
Poe var ekki dagdrykkjumaður. Það gat lið-
ið langur tími milli drykkjutúranna en þegar
þeir skullu á stóðu þeir í nokkra daga. Pen-
ingaáhyggjur voru nær stööugar. Þótt ýmis
verk Poe hefðu vakið athygli hafði hann lít-
inn fjárhagslegan gróða af þeim. Öllum var
kunnugt um lakan fjárhag hans og því var
honum hvað eftir annað boðið upp á kjör sem
aðrir hefðu engan veginn sætt sig við.
Allt frá tvítugsaldri haföi kona hans verið
alvarlega veik. „í hvert sinn sem henni hrak-
aði unni ég henni heitar og í örvæntingar-
fullri þrjósku hélt ég í vonina um að hún
myndi lifa. En ég er að eðlisfari viðkvæmur,
taugaspenntur á mjög sérkennilegan hátt.
Stundum missi ég vitið en á milli eru einnig
löng hræðileg tímabil þar sem ég er heill á
geði,“ skrifaði hann einum aðdáanda sínum.
„Þegar ég er ekki með sjálfum mér drekk ég.
Guð veit hversu oft og hve mikið. Óvinir mín-
ir kenndu geðveiki um drykkjuna fremur en
drykkjunni um geðveikina."
Þegar Virginia lést, tuttugu og fjögurra ára
gömul, virtist Poe missa tökin á tilverunni.
Hann lifði konu sína í tvö angistarfull ár. í ör-
væntingu hóf hann leit að konu sem gæti fært
honum hamingju og fann nokkrar á stuttum
tíma. Hann virtist ekki gera nokkurn greinar-
mun á þeim. Til einnar skrifaði hann: „Ég
elska þig heitar en nokkur karlmaður getur
elskað konu“ en um sama leyti skrifaði hann
til annarrar: „Skrifaöu mér og segðu mér að
þú elskir mig og viljir umfram allt verða
mín.“
Dularfullir síðustu dagar
Hann gerði misheppnaða tilraun til sjálfs-
morðs og það virtist full ástæða til að ætla að
hann væri að missa vitið. Hann hélt til fund-
ar við vin sinn í Philadelphiu og bað um
vernd. Hann sagðist hafa heyrt á tal tveggja
mann í lest þar sem hann var farþegi. Þeir
hefðu ráðgert að myrða hann. Hann sagði
einnig að sér hefði verið kastað í fangelsi og
starfsmenn þar hefðu sóst eftir lífi hans.
Ekki löngu síðar fannst hann meðvitundar-
laus í Baltimore. Hann lá á sjúkrabeði í þrjá
daga og þegar hann fékk rænu henti hann á
vegginn og sagði verur leynast þar. Þegar
hann róaðist sagðist hann ekki muna hvernig
hann hefði komist til Baltimore, sagðist eiga
konu í Richmond og margkallaði síöan nafn-
ið Reynolds sem enginn viðstaddra þekkti.
Síðustu orð hans voru: „Drottinn hjálpi vesal-
ings sálu minni.“
„Edgar Poe, sem er ekki mikils metinn í
Bandaríkjunum, verður að veröa mikill mað-
ur í Frakklandi," sagði franska skáldið
Baudelaire. Baudelaire vann ötuDega að því
að kynna Poe í Frakklandi og tókst það svo
vel að örfáum árum eftir dauða Poes töldu
Frakkar hann vera rithöfund í hæsta gæða-
flokki. En það leið nokkur tími þar til landar
hans mátu hann til fulls. Á aldarafmæli hans
birti Baltimore Sun stóra skopmynd þar sem
Sam frændi hélt á brjóstmynd af Poe. Fyrir-
sögnin var: Poe er loksins orðinn frægur.
heimildir til að
hann hafi verið
afar drykkfelldur.
Hið sama á við um
bróður Poes sem
varð áfengissjúk-
lingur.
Eftir ársdvöl
Poes í háskóla
sýndist John Allan
sem háskólanámið
hefði einungis alið
af sér spilaskuldir
og áfengisneyslu.
Hann neitaði nú að
greiða skólagjöldin
fyrir Poe. Poe gekk
þá í herinn þar
sem hann var í
fjögur ár áður en
hann var rekinn
fyrir að neita að
hlýða fyrirmælum.
Edgar Allan Poe. „Eg er að eðlisfari viðkvæmur, taugaspenntur á mjög sér-
kennilegan hátt. Stundum missi ég vitið en á milli eru einnig löng hræðileg
tímabil þar sem ég er heill á geöi,“ skrifaði hann einum aðdáanda sínum.“
Lánlaus snillingur
Edgar Allan Poe er viöurkenndur sem faðir leynilögreglu-
sögunnar og meistari hryllingssagna. Hann var einnig af-
buröa Ijóöskáld. Hann haföi þó Iftinn fjárhagslegan gróöa
af verkum sínum.
Edgar Allan Poe fæddist í Boston árið 1809,
sonur farandleikara. Faðirinn yfirgaf eigin-
konu sína skömmu eftir fæðinguna og fara
engar sögur af honum eftir það. Móðirin lést
tveimur árum síöar og lét eftir sig tvo syni og
eina dóttur sem vinveitt fólk tók í fóstur. Vel
stæður og barnlaus tóbakskaupmaður að
nafni John Allan tók yngri soninn að sér, gaf
honum nafnið Edgar AUan Poe en sá af ein-
hverjum ástæðum enga ástæðu til að ættleiða
hann.
Poe stundaði háskólanám við háskólann í
Virginiu. Hann sinnti náminu illa og stund-
aði fjárhættuspil, safnaði skuldum og drakk.
Hann var ekki þolinn og umhverfðist eftir
einungis nokkur glös. Líklegt er að þarna hafi
verið um fjölskyldusjúkdóm að ræða. Systir
hans hafði lítið mótstöðuafl þegar áfengi átti
í hlut. Og þótt fátt sé vitað um foðurinn benda
Faðir leynilög-
reglusögunnar
Fósturmóðir
Poes var látin og
þeir Allan skildu
að skiptum, fullir
gagnkvæmrar
andúðar hvor í
annars garð. Poe
átti engan að.
Hann fann Maríu
Clemm, frænku
sína, og sjö ára
dóttur hennar
Virginiu. Hann
settist að hjá þeim.
Hann kvæntist
Virginiu þegar
hann var tuttugu
og sjö ára og hún
þrettán ára. Hún
var fól yfirlitum,
þybbin og svart-
hærð, indæl
stúlka, feimin og
geðgóð og þóknað-
ist móður sinni og
eiginmanni í öllu.
Poe sá fyrir fjölskyldunni meö vinnu sem
blaðamaður, ritstjóri og gagnrýnandi. Eftir að
hann vann fyrstu verðlaun í smásagnasam-
keppni komst hann í kynni við áhrifamenn í
bandarískum bókmenntaheimi. Hann birti
sögur í tímaritum. Þær voru samdar í mikl-
um flýti í þeim tilgangi að fá aura fyrir salti
í grautinn. Tæpur helmingur smásagna hans
eru gamansögur og fæstar þeirra eru minnis-
stæðar. Hryllingssögur hans teljast hins veg-
ar meðal þeirra mögnuðustu sem skrifaðar
hafa verið í bókmenntasögunni. Engin þeirra
vakti þó jafn mikla athygli og birting á ferða-
sögu sem Poe samdi og segir frá ferðalagi
nokkurra manna í loftbelg yfir Atlantshafið.
Almenningur áttaði sig ekki á því að sagan
væri uppspuni og mikið öngþveiti varð við
ritstjórnarbygginguna þegar menn þyrptust
að tÚ að lesa um hina sögulegu ferð. Poe gerð-
ist faðir leynilögreglusögunnar þegar hann
skrifaði sakamálasöguna Morðin í Rue
Marque.
Poe leit á sögur sínar sem söluvöru og lagöi
Uppreisnarseggur
í ham
Stupid White Men eftir Michael
Moore
Þetta er alls
ekki bók við
allra hæfi.
Michael
Moore, sem
gerði allt vit-
laust á síðustu
óskarsverð-
launaathöfn,
kann sér ekki
alltaf hóf í
þessu verki og
skýtur stundum yfir markið en
þegar best lætur er þetta djörf,
hvöss og stundum grátlega fyndin
úttekt á bandarísku þjóðfélagi.
Moore er sérlega uppsigað við
George W. Bush sem fasr háðulega
útreið í þessari bók. í Bretlandi
var bókin valin bók ársins og hún
varð metsölubók í Bandaríkjun-
um.
Upphaf viskunnar er að
kunna að þegja.
■Goethe
Bókalisti Eymund
Allar bækur
1. Töfrar 1-2-3.
Thomas W. Phelan
2. Feng Shui.
Zaihonq Shen
3. fsland í aldanna rás - pakki.
Illuqi Jókulsson
4. Leiðin til lífshamingju.
Dalai Lama
5. Bókin um bjórinn. Roqer Protz
6. Ensk-íslensk/íslensk-ensk
orðabók
7. Þú getur grennst og breytt
um lífsstíl. Asmundur Stefánsson
oq Guðmundur Björnsson
8. Spænsk-íslensk/íslensk-
spænsk orðabók
9. Ensk-íslensk skólaorðabók
10. fslensk orðabók
Skáldverk
Bokalísti Máls & Menningar
Allar bækur
1. Sálmabók
2. Lost in lceland. Siqurqeir Siqurjónsson
3. Þú getur grennst og breytt um stíl.
Asmundur Stefánsson________________________
4. Feng shui. Zaihonq Shen
5. Ensk-íslensk skólaorðabók fyrir tölvu
6. Töfrar 1-2-3. Thomas W. Phelan_________
7. Perlur í náttúru fslands.
Guðmundur Páll Olafsson___________________
8. Ferðakort - fsland_____________________
9. Frida. Bárbara Mujica
10. Ensk/íslensk-íslensk/ensk orðabók.
Sævar Hilbertsson
Skáldverk:
1. Mýrin. Arnaldur Indriðason
2. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason
3. Hin feiga skepna. Philip Roth__________
4. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason________
5. Við hinir einkennisklæddu. Braqi Ólafsson
6. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason________
7. Rokkað í Vittula. Mikael Niemi_________
8. Yfir Ebrofljótið. Álfrún Gunnlauqsdóttir
9. Bridget Jones á barmi taugaáfalls.
Helen Fieldinq____________________________
10. Krýningarhátíðin. Boris Akúnín
Bækur með tilfinningagildi
Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur segir frá eftirlætisbókum
„Hægt er að eiga eftirlætis-
bækur af ýmsum toga, texta
sem maður heyrir, les eða legg-
ur á minnið. Auðvitað er
ómögulegt að nefna það allt og
þess vegna ætla ég að einskorða
mig við bækur sem hafa tilfinn-
ingalegt gildi í sjálfu sér, sem
áþreifanlegir gripir. í því ljósi
nefni ég til dæmis Vísnabókina
sem mér fannst ekki bara
skemmtileg þegar ég var
krakki, heldur voru myndirnar
áhrifaríkur draumur og kjölur-
inn fallega trosnaður. Önnur
uppáhaldsbamabók var Litalúð-
urinn, sem enn er til á heimil-
inu og ég les nú fyrir systurson
minn. Þá er Landabréfabókin,
þessi gamla góða, í miklu uppáhaldi þar sem
hún tengist beint öllum utanlandsferðum sem
hafa átt upptök sín við eldhúsborðið. Ég gleymi
heldur ekki Passíusálmunum sem amma mín
gaf mér þegar ég var flmm ára og ég hef dregið
fram á síðari árum - ég á einmitt lesa 43. sálm
í Grafarvogskirkju á mánudaginn.
En þá að skáldskap sem er nær í tíma. Ljóða-
bókin Með hyssuleyfi á eilífð-
ina, eftir Jón Kalman Stefáns-
son, var fyrsta bókin sem ég
fékk áritaða frá höfundi sem ég
þekkti persónulega. Ég varð
ákaflega hrærð. Þá hefur mér
alltaf þótt vænt um Svefnhjól
Gyrðis Elíassonar - skrifaði um
hana lærðar ritgerðir í fram-
haldsskóla og tók hana með í út-
skriftarferö til Kanaríeyja þar
sem hún varð innblástur að eft-
irminnilegum kvöldvökum.
Upprunalega sagan um Dra-
kúla, eftir Bram Stoker, er líka
ofarlega í huga þvi hún læknaði
mig af myrkfælni - ég las hana
einsömul á síðkvöldum á Ítalíu
um hávetur. Ég dái líka mjög
japanska höfundinn Haruki Murakami, sér í
lagi bókina Hardboiled Wonderland and the
End of the World, en eintak mitt af henni er
týnt og því enn hjartfólgnara fyrir vikið.
Að lokum hlýt ég svo að nefna Sjálfstætt fólk
því hún var fyrsta bókin mín sem varð beinlín-
is fyrir vatnsskaða sökum táraflóðs. Ég er enn
að safna kjarki til þess að lesa hana aftur.“
1. Hin feiga skepna.
Philip Roth
2. Hringadróttinssaga.
J.R.R. Tolkien
3. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason
4. Napóleonsskjölin.
Arnaldur Indriðason
5. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
6. Ljóðasafn Tómasar
Guðmundssonar
7. Mýrin. Arnaldur Indriðason
8. Bridget Jones á barmi tauga-
áfalls. Helen Fieldinq
9. Leiðin tii Rómar.
Pétur Gunnarsson
10. Stafrænar fjaðrir.
Bjarni Hinriksson
Barnabækur
1. Herra Fyndinn. Roqer Harqreaves
2. Herra Kjaftaskur.
Roqer Harqreaves
3. Herra Latur. Roqer Harqreaves
4. Ævintýri Bangsímons.
Walt Disney
5. Stafrófskver.
Siqrún Eldiárn/Þórarinn Eldjárn
Metsölulisti Eymundssonar 26. mars - 1. apríl
Metsölulisti Bökabúöa Máls og menningar í marsmánuöi