Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Page 19
LAUGARDAGUR s. APRÍL 2003
// e IQ cí rb / cj ö H>V
lögum þar sem meira var farið út fyrir tónlistina og
ólíkir listamenn leiddir saman."
Þú hefur unnið við leikhús og kvikmyndir. Verður
til sérstök orka við slíkt samstarf? Verður eins konar
kjarnasamruni?
„Það er kannski ekki vitlaus líking. í vinnunni við
leikhús og kvikmyndir er maður alltaf hluti af stærra
verki. Það sem gerir leikhúsið og kvikmyndina áhuga-
verða fyrir mig er vinna með frásögn og dramatík. Ég
held að mín tónlist sé náttúrulega dramatísk og falli
einhverra hluta vegna mjög vel að þessum miðlum.
Umhverfl þessara miðla er líka mjög gefandi fyrir tón-
listarmanninn. í leikhúsinu er samruni ólíkra list-
forma. Það er spennandi að vera einn hluti af stærra
verki og að útkoman sé algjörlega háð því að samstarf-
ið virki.“
Erfiðar tilfinningar nýttar
Tónlist Englabarna er óskaplega falleg. Hvernig líð-
ur þér þegar þú hlustar á hana? Hefur hún einhver
áhrif á þig?
„Já, hún hefur það. Ég þekki líka fólk sem getur ekki
hlustað á hana og það er sérstaklega fólk sem er ná-
komið mér. Það eru erfiðar tilfinningar í þessari tón-
list, mjög erfiðar. En auðvitað er það eitthvað sem
maður verður að túlka. Leikarar eru sérstaklega
þjálfaðir til að nýta erfiðar tilfinningar sem efnivið í
sköpun sína og skilja þær eftir í vinnunni. Tónlistar-
menn eru ekki jafn þjálfaðir í því og geta þess vegna
verið viðkvæmari. En maður verður að tileinka sér
ákveðin vinnubrögð ef maður ætlar að vinna við tón-
list; nýta sér tilfinningar sem efnivið og skilja við þær
án þess að verða geðveikur.
Tónlistin hlýtur að koma einhvers staðar frá. Og
maður verður að „díla“ við það sem er á bak við hana.
Ég veit ekki af hverju tónlist Englabarna hefur þessi
áhrif á fólk. En það hlýtur að vera jákvætt að geta haft
áhrif á fólk, sérstaklega ef hægt er að ná í gegn á hæg-
látan hátt. Mér finnst mjög fallegt og jákvætt hvernig
Englabörn hafa smogið inn án nokkurra láta og auglýs-
ingamennsku. Þau hafa öðlast eigið líf upp á eigin spýt-
ur og sér ekki fyrir endann á útbreiðslu þeirra.“
Krókaleiðir bamanna
Hvernig kom til að Touch-útgáfan gaf út Englabörn?
„Hafnarfjarðarleikhúsið gaf tónlistina út fyrst á CD-
R diskum. Tólftónamenn hvöttu mig til að gera meira
og eru i raun aðalhvatamennirnir á bak við þá ákvörð-
un mína að senda Englabörn til Touch. Ég hef haft
miklar mætur á Touch-útgáfunni og vissi að Englabörn
féllu vel að útgáfustefnu þeirra. Þeir slógu til án þess
að hugsa sig mikið um.“
Hvernig hefur gengið að selja úti?
„Þokkalega, menn eru sáttir. Touch er samt ekki
kompaní sem selur í bílförmum. Þeir hafa ekki mikið
fjármagn í auglýsingar og trúa frekar á að góðir hlutir
vaxi af sjálfum sér. Platan hefur smogið furðulega víða
og ótrúlegasta fólk hefur sent mér póst. Kvikmynda-
framleiðendur í Bandaríkjunum hafa til dæmis falast
eftir því að nota tónlistina í kvikmyndir. Englabörn er
víst uppáhaldsplata Chris Blackwells sem stofnaði Is-
land-útgáfuna og uppgötvaði Tom Waits og Bob
Marley. Hún rataði til hans eftir krókaleiðum.
Dómarnir um plötuna hafa verið á þá leiö að fólki
finnst það vera að uppgötva eitthvað sem er ættað úr
fjarskanum."
Öfgar klassíkur og popps
í leikhústónlist er spilað mikið á tilfinningar og tón-
listin úr Englabörnum er sorgleg og átakanleg.
„Tónlistin úr Englabörnum er ekki bara sorgleg;
hún er ekki melódramatísk. Það er mjög auðvelt að
fara út í „pathos", semja í moll og gera tónlist angur-
væra. Það er mikiö til af þannig tónlist. Kannski er
ákveðin tvíhyggja gegnumgangandi í Englabörnum.
Gamli latneski textinn í Odi et Amo er um mörkin
milli ástar og haturs og sársaukann sem felst í því að
sveiflast á milli þessara öfga. Þessar andstæður endur-
speglast svo í því hvemig hörð og mekanísk tölvurödd-
in mætir ómþýðum strengjunum í laginu. Annars var
ég ekki að hugsa um þetta meðvitað þegar ég var að
semja, þótt þessi hugsun hafi eflaust alltaf legið ein-
hvers staðar djúpt á bak við og sprettur síðan fram
löngu seinna þegar maöur fer að analýsera.
Það sem gerir poppplötur stundum leiðinlegar er
þetta stífa form: lagið má ekki vera meira en fimm
mínútur og þegar það er búið þá er það búið. Það sem
er spennandi við formið sem ég nýti í Englabörnum er
að þar get ég komið með hugmyndir og kynnt þær aft-
ur og aftur og þannig þróað þær með því að varpa upp
nýrri mynd þeirra.“
En hvað er það í poppinu sem kemur í veg fyrir að
tónlistarmaður sem hefur dottið niður á frábæra meló-
díu geti notað hana aftur og geri tilraunir með hana?
„Það er ótrúlegt hvað fólk er fast í þessu formi. Og
klassíkin föst í hinum öfgunum. Englabörn eru ein-
hvers staðar þarna á milli: hvorki klassík né popp. Mér
flnnst mjög spennandi að vinna á þessum mörkum.
Það liggur til dæmis ekki í augum uppi í hvaða rekka
í plötubúðinni þessi plata eigi að vera. Reyndar getur
það líka verið hættulegt því þá vita gagnrýnendur ekk-
ert hvaö þeir eiga að gera við þetta.“
Með hugann á mörgum stöðum
Þú sagðir áðan að fókusinn hefði þrengst. Svo lítum
við á það sem þú vinnur að núna: Apparat, leikhústón-
listin, kvikmyndatóhlistin og Tilraunaeldhúsið. Þetta
virkar ekki mjög fókuserað!
„Mér finnst þetta allt samtvinnast fullkomlega.
Englabörnin verða flutt á Tilraunaeldhúskvöldum í út-
löndum, meðal annars í Belgíu í haust og Apparatið
varð til í Tilraunaeldhúsinu. Þetta er því alveg nógu
fókuserað fyrir mig. Ég vil vera með hugann á mörg-
um stöðum. Ég skil ekki alveg hvernig fólk getur ein-
beitt sér að einni hljómsveit í mjög langan tíma.“
Kannski tölum við saman eftir fimm ár og þá verður
allt breytt?
„Já, kannski." -sm