Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Qupperneq 20
20 H<21 q o rb lo ö 33V LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 Náttúran er góður kennari Harpa Arnardóttir leikkona hefur vakið athygli fyrir leik sinn á Nýja sviði Borgar- leikhússins og var tilnefnd til Menningar- verðlauna DV fyrir framlag sitt. Hún hefur einnig verið framarlega í flokki þeirra sem barist hafa gegn Kárahnjúkavirkjun. I við- tali við Helgarblað DV ræðir Harpa um leyndardóminn, orkuna og lífsgildin. „Ég kynntist leiklistinni eins og allir þegar ég byrj- aði að leika mér sem barn,“ segir Harpa þegar hún er spurð um fyrstu kynni sín af leiklistinni. Síðar lá leið hennar í Menntaskólann í Reykjavík þar sem hún tók þátt í Herranótt. Fyrsta verkefnið hennar þar var í leikritinu Framtíðin býr í eggjunum. Harpa kom einnig að Svörtu og sykurlausu og Stúdentaleikhús- inu áður en hún fór í myndlistarnám. Þú hefur verið leitandi? „Já, guöi sé lof,“ segir hún. „Ég stofnaði ásamt fleiri listafélagið Augnablik sem hélt tónleika og sýndi barnaleikrit. Ég hef alltaf haft yndi af því að vinna fyrir börn: þau eru frábærir kennarar, sérstak- lega varðandi þaö að sýna. Barnsálin er góður kenn- ari þegar kemur að hlustun." Stjömumar em staðreynd Þú ert mjög meðvituð um orkuna í leikhúsinu. „Þetta er allt flutningur á orku,“ segir Harpa og bendir á aö sú umræða sé það stór að erfitt sé aö ná utan um hana. „Það er ómetanlegt fyrir listamann að hafa aðgengi að víðáttu, að ósnortinni náttúru, og skynja eitthvað sem er jafn óendanlega stór og mikill leyndardómur og náttúrulögmálin. Maður tekur til dæmis sjaldnast eftir himninum en stundum þegar maður er opinn og næmur lítur maður upp og sér að stjörnurnar eru staðreynd; þær eru ekki teiknaðar á himinhvolfið heldur staðreynd, hnettir í órafjarlægð. Allt þetta stóra samhengi út á við speglast inn á við í andann, listsköpunina og tilraun manneskjunnar til að þekkja sjálfa sig og lifið. Það gefur fólki auðmýkt og virðingu. Þess vegna mun ég alltaf berjast fyrir náttúruna eins og fyrir eigin lífi. Við eigum mögnuð auðæfi sem er út frá náttúrulegu sjónarmiði gígantískt glapræöi að eyðfleggja. Kárahnjúkastíflan sjálf er legsteinn frelsis og mun gera okkur öll að neysluþrælum. Hvað er hagvöxtur? Jú, ef það kemur saumspretta á nýju buxumar mínar og ég hendi þeim og kaupi nýjar í stað þess að gera við þær gömlu þá er það hagvöxtur. Forsenda hagvaxtar er taumlaus neysla. Hvað á að koma þegar þessari innspýtingu lýkur? Frjálshyggjan er að éta börnin sín. Ég held að þær brautir sem við eigum að fara inn á sé ekki samkeppni heldur samhygð - samhugur. Það er miklu gjöfulla því samkeppnin stoppar alltaf einhvers staöar. En samhugurinn er lífrænn og springur aldrei." Það hlýtur að gera leikhúsið þegar best lætur að líf- rænu formi? „Leiklist er form þar sem margir skapa saman. Auðvitað getum við rekið leiklistina áfram af sam- keppni en það dugar bara upp að ákveðnu marki. Markmiðið er samhugur en ekki það að sýna hver er bestur. í góðri leiklist hverfa allir inn í sama verkefni sem er ofar og miklu stærra. Það gefur okkur mikla stærö sem manneskjur að þurfa ekki að vera í þessu egói en fá þess í stað að fara inn í annað samhengi þar sem við erum af sama efni og blóm og stjömur og lútum sömu lögmálum.“ Aldagömul hugsun Stjörnuleikhúsið feUur ekki vel inn í myndina af lífrænu leikhúsi? „Auðvitað dáist fólk að hæfileikum. Allir leikarar hafa löngun til þess að finpússa hæfileika sína og ná náðargáfunni út. Sköpunarkraftur er þau gæði sem við náum aö koma inn í verk okkar. Hópurinn á Nýja sviðinu vinnur sem hópur og þannig vinnum við inn í þessa stóru stærð. Og Shakespeare er maðurinn fyr- ir slíkt verkefni. Þaö er ótrúlegt að vinna inn í gaml- an texta sem mörg hundruð, ef ekki mörg þúsund, leikarar hafa leikið. Það hvUir mikil hugsun í kring- um verkin hans sem lifir eins og útvarpsbylgjumar sem deyja ekki heldur berast út í geiminn og stöðvast ekki. Allt heldur áfram: eyðist ekki heldur breytist. Það er lögmál lífsins. Þegar öU þessi hugsun og inn- sæi höfundarins leggjast saman þá verður tU lífræn orka.“ „Það er ómctanlegt fyrir listamann að liafa aðgengi að víðáttu, að ósnortinni náttúru, og skynja eitthvað sem er jafn óendanlega stór og mikill leyndardómur og náttúrulögmálin. Maður tekur til dæmis sjaldnast eftir himnin- um en stundum þegar maður er opinn og næmur lítur maður upp og sér að stjörnurnar eru staðreynd; þær eru ekki teiknaðar á himinhvolfið heldur staðreynd, hnettir í órafjarlægð. Allt þetta stóra samhengi út á við speglast inn á við í andann, listsköpunina og tilraun manncskjunnar til að þekkja sjálfa sig og lífið." DV-mynd E.Ól. Við þekkjum friðinn Á fimmtudaginn frumsýnir leikhópur Nýja sviðs- ins Sumarævintýri sem er uppsetning á Vetrarævin- týri Williams Shakespeare. Af hverju er Vetrarævintýri orðið að Sumarævin- týri? „Það er að koma sumar. Báðar árstíðirnar eru í verkinu og af því að nú er að birta til langaði okkur að benda fólki á ljósið.“ Þiö farið mjög frjáls að þessu verki. „Já, við erum að leita. Það er mikið efni í þessu verki. í því er tekist á við ofbeldið í einstaklingnum sem er mjög þarft á tímum vaxandi ófriöar,“ segir Harpa. „ Við getum breytt heiminum en verðum fyrst að byrja á því að breyta sjálfum okkur. Við þurfum bara að hugsa. Eins og kona sem stendur í eldhúsinu, þreytt eftir erfiðan vinnudag. Barnið hennar hellir niður mjólkinni sinni. Hún gæti orðið reið við barn- ið en hún gæti líka umbreytt reiðinni í kærleika og brosað til barnsins. Þannig tæki hún ábyrgð á eigin tilfinningum og áhrifum sínum á aðra. Það er sorglegra en tárum taki að íslands skuli stíga skref í áttina að stuðningi við stríð. Viö þekkj- um friðinn og höfum aldrei staðið í hernaði eða mætt hörmungum stríðs. Margir spyrja hvort það breyti einhverju að standa mótmælastöðu. Og svarið er já, maður breytir sjálfum sér þegar maður stendur með friði. Ég hjálpa sjálfri mér að skilja hvaöa lífsgildi ég hef. Ég vil ekki láta mata mig á lífsgildum. Ég vil fá að koma meö hugmynd um hver lífsgildi mín séu og nota skapandi huga til að framfylgja þeim. Afstaða mín í virkjanamálunum snýst um lífssýn, um gildismat. Ég er hluti af samfélaginu og það finnst mér mjög mikilvægt: samfélagiö er ég. Máttur samfé- lagsins er mikill og við eigum að vera örlát á aðhald fyrir stjórnvöld. Nú stefhir í stórslys, hamfarir, og þar með verö ég mjög meðvituð um pólitískt vægi at- kvæðis míns. Og ég mun greiða náttúrunni mitt at- kvæði.“ • Rökþrot umræðunnar í umræöunni um Kárahnjúkavirkjun var ráðist að tilfinningum og ítrekað sagt að tilfinningar væru ekki gild rök fyrir afstöðu. „Þegar við vorum að æfa Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur horfðum við á heimildamynd um heilann. Þar sagði læknir frá því að útilokað væri að greina tilfinningar frá hugsun. Hugsun og tilfinn- ing er það sama. Tilfinningar eru orka og menn hræð- ast þær vegna þess að sú orka er öflug. Tilfinningar eru orka til að framkvæma. Tilfinningarök og skyn- semisrök eru sama fyrirbærið. Það flytja allir mál sitt af tilfinningu. Annars er það ekki satt. Það er hættu- legt að fylgja málstað ef hjartað slær ekki með hugs- uninni. Það getur leitt til siðblindu." Þetta hlýtur að vera ánægjulegt fyrir listamenn? „Mjög ánægjulegt. Hugur og hjarta eru eitt. Öll að- greining tilfmninga og hugsunar er rökþrot." -sm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.