Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Síða 28
Helgarblað DV LAUGARDAGUR 5. APRfL 2003 Kirkjan á ekki þann kost að þegja Það vakti nokkra athyqli þeqar Jakob Áqúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur qerði stríðið íírak að umfjöllunarefni í sunnudaqsprédikun sinni. Hann qaqnrýndi stuðninq íslensku ríkisstjórnarinnar við stríðsreksturinn oq saqði: „Það er oq dap- urleqt íþessu Ijósi að ríkisstjórn íslands skuli hafa tekið þann kost að stilla sér upp við hlið Bandaríkjanna íþessu ranq- láta stríði oq íandstöðu við þjóðarviljann. Óhuqquleqt er að ætla að henni hafi verið nauðuqur einn kostur.“ Þegar Jakob Ágúst er spurður hvort andstaða við stríðsrekstur sé endilega samtvinnuð krist- inni trú segir hann: „Um miðjan áttunda áratug- inn var flutt langt framhaldsleikrit I útvarpinu eftir Dorothy Sayers sem hét Maðurinn sem bor- inn var til konungs. í því verki ei ;s og Barrabas samtal. Barrabas vill fá . ■ leiða uppreisn gegn Rómverjum. Jesús geiur honum ekkert svar og Barrabas kveður hann með þeim orðum að í þorpinu Betfage muni hann sjá til þess að verði bæði bundinn ösnufoli og stríðsfákur. Komi Jesús á stríðsfáknum muni andstæðingar Rómverja grípa til vopna en komi hann á asnanum muni þeir líta svo á að hann sé ekki þeirra maður og gefa hann á vald örlögum sínum. Við vitum að Jesús reið á asna inn í Jer- úsalem. Allan tímann sem Jesús er að starfi er greini- leg spenna á milli þessara tveggja póla: Messías réttlætisins, stríðskonungurinn sem réttir við hag Gyðinganna, ellegar hinn líðandi þjónn, hinn auðmjúki maður. Það er líka áhugaverð sena í grasgarðinum þegar musterisvörðurinn kemur til að handtaka Jesúm. ' . . sverði og Jesús stöðvar hann og græðir eyrað á manninn sem fyrir varð. Síöan þekkjum við kenningu Jesú í Fjallræðunni um hugsjón mjúk- lætisins, fyrirgefningarinnar og miskunnsem- innar. Stefna Jesú er fullkomlega skýr að þessu leýti. Þess vegna hefur alltaf verið auðvelt fyrir kirkjuna að tala fyrir friði, en það hefur hún að vísu ekki alltaf gert.“ Nauðsynlegt að stöðva Hitler Má ekki einmitt halda því fram aö saga kirkj- unnar sé blóöi drifin? „Fyrstu þrjú hundruð árin var kirkjan ofsótt- ur minnihlutahópur og virtist aldrei gera til- raun til að verja málstað sinn með vopnum. Menn kusu fremur að fara fyrir ljónin en að grípa til vopna. Það var fyrst þegar kristni var lögleidd í Rómaveldi og síðan gerð að ríkistrú að hún fór að verða áhrifavaldur í pólitíkinni. Við sjáum að vísu ekki mikið af því fyrsta árþúsund- ið að kirkjan hvetji beinlínis til stríða. Hins veg- ar var visst form af guðveldi í Austrómverska rikinu, í Býsans, sem blandaðist stjórnmálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.