Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Qupperneq 39
LAUGARDAGUR 5. APRfL 2003
/7 g / c) a rb la ö DV
43
Kristín á að sumu leyti svipaða fortíð og reynslu að baki og Þorleifur sonur hennar. Hún lenti sjálf í slysi
þegar hún var sex ára oj> missti sjón á öðru auganu. Lýtin af því ollu einelti í skóla og margvíslegu mótlæti.
Bergljót Sigvaldadóttir, móðir Kristínar, með Björnýju. Bergljót hefur
fengið sinn skamint af áföllum, ekki síst í kringum dauðsfall ungs drcngs á
heimili hennar.
og sprungu síðan og Bergljót segir að það hafi verið
eins og barnið væri að leysast upp fyrir augunum á
þeim.
„Þetta var ólýsanlegt, eins og í hryllingsmynd."
Sex ára morfínfíkill ineð
fráhvarfseinkenni
Fljótlega var sérfræðingur sóttur á annað sjúkra-
hús og hann tók sýni sem fimm dögum eftir að Þor-
leifur veiktist leiddu í ljós að um ofnæmi fyrir panód-
íl eða paracetamóli væri að ræða. í kjölfarið fylgdi
svo langvinn og erfið eftirmeðferð, sjúkraþjálfun og
lýtaaðgerðir.
„Læknarnir sögöu okkur fyrstu dagana að það
væri kraftaverk að hann skyldi lifa og í fjórar vikur
var okkur sagt að reikna ekki með því að hann lifði
þetta af.“
- Þetta voru ekki einu eftirköstin því Þorleifur
hafði verið með morfín í æð mjög lengi og líkaminn
er fljótur að verða háður því.
„Það var ekkert dregið smám saman úr skammtin-
um og ég held að óhugnanlegasta sjón sem ég hef á
ævinni séð sé sex ára morfmfíkill með fráhvarfsein-
kenni og það var Þorleifur. Þau urðu svo slæm að
hann fárveiktist aftur.“
Mæðgurnar eru sammála um aö eineltið sem Þor-
leifur hefur orðið fyrir eftir að heim var komið sé
hreinlega eins og salt í sárin.
„Ég veit ekki hvenær ég hryn saman andlega því
ég hef byrgt þetta allt svo inni,“ segir Bergljót amma
hans.
„En þegar ég horfi á drenginn í dag get ég ekki ann-
að en kallað hann lifandi kraftaverk og meðan hann
herst svona hart fyrir sjálfan sig getum við ekki ann-
að en barist líka.“
Íslands-Tyrkir
Þær segja að eineltið í skólanum í Hanstholm sé
ekkert einsdæmi þegar íslendingar eiga í hlut.
„Sumir hérna kalla okkur Íslands-Tyrki og fleira í
þeim- dúr. Þetta er það sem bömin fá að heyra í skól-
Þorleifur eins og liaun leit út áður en hann veiktist.
anum og það eru Danimir sem eru verstir í þessu.
Þeir líta niður á íslendingana. Eineltið er ekki aðeins
í skólanum því Þorleifur hefur mætt strákum héma
á leikvellinum, utan skólatíma, sem ætluðu að beija
hann og sögðu að það væri vegna þess hvað hann
væri ljótur.“
Þær mæðgur segja að þótt íslendingasamfélagið í
Hanstholm og nágrenni sé fjölmennt sé ekki mikill
samgangur milli íslendinga. Þeir búa t.d. allt í kring-
um Kristínu. Það er ekkert íslendingafélag starfandi
á svæðinu en næsta félag er í Álaborg í 150 kílómetra
fjarlægð.
Dó í höndunum á mér
Kristín er mjög náin móður sinni sem býr í Mors
og fóstrar Þorleif virka daga en hann er um helgar
hjá móður sinni. Það kemur svo í ljós að það er
ákveðin saga á bak við það að Bergljót fluttist frá
Hanstholm. Það gerðust voveiflegir atburðir á heim-
ili hennar í Hanstholm vorið 1995 þegar þau hjónin
höfðu búið eitt ár í Hanstholm.
„Bergþór sonur okkar var þá sex ára og það voru
nýflutt hjón heiman frá íslandi í nágrennið. Þau áttu
son sem hét Filippus og var jafnaldri Bergþórs og þeir
léku sér mjög mikið saman,“ segir Bergljót sem á aug-
sýnilega erfltt með að rifja þennan tíma upp.
„Það var óskaplega hlýtt og gott þetta vor. Það var
komið ffam á páska og hitinn var í kringum 25 eða 30
stig. Ég fór út í búð fyrir hádegi og þegar ég kom heim
aftur var maðurinn minn að vinna í garðinum og ná-
granninn að hjálpa honum. Strákamir Bergþór og Fil-
ippus voru að leika sér á lóðunum. Ég man að ná-
granninn bauð upp á bjór og mér fannst það heldur
snemmt því klukkan var bara ellefu en lét til leiðast.
Svo eftir hádegið eru þeir að tala um að losna við
gras af ákveðnum hluta af lóðinni og þá sagði ná-
granninn manninum mínum ffá graseitri sem væri
alveg kjörið að nota og hann fór og náði í hæfilegan
skammt sem hann blandaði með vatni og setti í gos-
flösku.
Það næsta sem gerist er að þeir strákamir standa
inni á gólfi hjá mér þar sem ég er að brjóta saman
þvott og segja mér að Filippus hafi drukkið úr flösk-
unni með graseitrinu. Hann kastaði upp á gólfið fyr-
ir framan mig og síðan hneig hann niður og bamið
dó þama fyrir augunum á mér.“
Hringt var á sjúkrabíl í snatri og lífgunartilraunir
reyndar en allt kom fyrir ekki. Filippus var dáinn og
Bergljót og Kristín segja að fjölskyldan nái sér aldrei
alveg eftir þennan voðaatburð.
„Það versta var að íslendingamir héma, og þar
með taldir foreldrar bamsins, töldu að við hjónin
bænnn að einhveiju leyti ábyrgö á dauða Filippusar.
Mér fannst þetta óbærilegt og það varð til þess að við
Þorleifur við dauðans dyr á sjúkrahúsinu.
fluttum til Mors því okkur fannst okkur ekki vera
vært þarna.
Það hefur alltaf verið eitthvað undarlegt við þetta
að mínu mati. Læknamir segja að skammturinn sem
bamið drakk hefði ekki átt að deyða það og þremur
mánuðum eftir andlát hans gerði lögreglan húsleit
hjá okkur og var að leita að öðmm hættulegum efn-
um sem þeir fundu auðvitað ekki.“
Barist við kerfíð
Mæðgumar em sammála um að áfollin þjappi fjöl-
skyldunni betur saman en baráttan vegna veikinda
Þorleifs hefur reynst Kristinu afar erfið. Hún segir
lítinn stuðning að fá frá samfélaginu og það hafi orð-
ið til þess að með aðstoð dansks lögfræðings sé verið
að reyna að fá viðurkennda örorku hans og ef til vill
fá ranga lyfjagjöf viðurkennda sem læknamistök.
Málið hefur þegar farið fyrir fyrsta dómstig sem felst
í sérstakri rannsóknarnefnd. Hún hafnaði málaleitan
Kristínar og taldi hana ekki eiga rétt á bótum en hún
ætlar að halda áfram að berjast. En hvaða stuðning
fær hún frá samfélaginu?
„Ég bý í þessari íbúö og fæ bætur með bömunum.
Faðir Þorleifs hefur ekki stutt mig neitt vegna veik-
inda hans þótt aðstæður hans heima á íslandi myndu
alveg leyfa það. Ég verð að eiga bíl til að aka honum
milli Hanstholm og Mors þótt ég hafi engin efni á því.
Ég vildi gjarnan fá bætur svo hann gæti fengið stuðn-
ing í skólanum og meiri sjúkraþjálfun en það er ekk-
ert hlustað á mig.“
ísland er ekkert fyrir okkur
Annar bamsfaðir Kristínar er danskur og býr í
Thisted og hann tekur ísabellu dóttur þeirra til sín
þótt aðstæður hans séu erfiðar þar sem hann býr í
einu herbergi hjá foreldrum sínum. Faðir tveggja
yngstu bamanna, sem bæði fæddust eftir að Þorleif-
ur veiktist, er hins vegar búsettur á íslandi og Krist-
ín er ómyrk í máli þegar hún er spurð hvort hann
geti lagt þeim eitthvert lið.
„Við vildum gjarnan búa saman en ég hef bara
ekki efni á því. Ef hann flytti hingað myndi ég missa
íbúðina og húsaleigubætumar og þetta væri allt svo
erfítt. Hann vill að viö flytjumst til íslands en ég próf-
aði að vera heima í sex mánuði fyrir tveimur árum
og það var svo erfitt að fá íbúð að ég gafst upp á að
bíða. Mér var sagt að ég væri númer 200 á listanum
eftir félagslegri íbúð. Ég held að ísland sé ekkert fyr-
ir okkur.“
Berst fvrir son niinn
Kristín hefur ekki unniö úti alllengi en hún hætti
að vinna í fiskinum í Hansthblm þegar hún fékk
tennisolnboga og varð óvinnufær í þess háttar vinnu.
Hún hefur sótt námskeið í listmunagerð og sýnir okk-
ur stolt styttur sem hún hefur mótað og málað. En líf
hennar er barátta sem hún sér ekki fyrir endann á.
„Þetta hefur verið óskapléga erflður tími og mér
hefur stundum legið við að gefast upp. En ég verð að
beijast áfram fyrir bömin mín og fyrir son minn sem
læknarnir sködduðu fyrir lífstíð. Ég mun aldrei
hætta að beijast fyrir hann.“
Sólin er aö setjast þegar við ökum frá Hanstholm
og það era fáir á ferli á götunum. Það er kominn
danskur kvöldmatartími þótt eflaust sé töluð íslenska
bak við margar dyr í þessu friðsæla úthverfi. Það
seinasta sem við sjáum er níu ára öróttur drengur
með dökk sólgleraugu sem er aleinn að leika sér með
fótbolta úti í garði bak við múrsteinshús í kvöldsól-
inni. -PÁÁ