Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Qupperneq 40
-4^ HelQarblað J3V LAUOARDACUR 5. APRÍL 2003 Spt! giicltf 'i '\ e KKi . Irj4m. f.itt bc' i lu rpn ;lð:{ apr ilgahh gra tinn :itti BBt oft þar s {ir ijali :i(i ' lic^ai; (H>a npp nJ;i Þama plataði ég þig Fyrsti apríl er löqgiltur hrekkjadagur og er ngliðinn. Það er þvíekki úr vegi að rifja upp nokkur frægustu aprílgöbb allra tfma sem hafa náð athggli margra. Það er gamall siöur að láta fólk hlaupa apríl. Sú venja hefur loðað við að til þess að gabbið sé fullgilt þurfi viðkomandi að hlaupa yfir þrjá þröskulda ella sé gabbið ekki gilt. Lengi vel voru það einkum einstak- lingar sem skemmtu sér við að draga hver annan á asnaeyrunum þennan eina dag á árinum sem það var leyfilegt en síðustu áratugi hafa fjölmiðlar tekið forystu á þessu sviði og flest frægustu aprílgöbb ailra tíma tengjast blöðum eða útvarpi. Frægasta aprílgabb á ís- landi er líklega árið 1957 þegar útvarpið sagði frá sigl- ingu loftpúðaskipsins Vanadísar upp eftir Ölfusá og átti sú sigling að marka tímamót i samgöngum á íslandi. Upptaka frá siglingunni heppnaðist svo vel að bændur austur í sveitum töldu sig þekkja gelt einstakra hunda á bæjum sem siglt var framhjá. Maður bítur hund Sá sem þetta ritar átti einu sinn þátt í að skrifa frétt fyrsta apríl í blað vestur á ísafiröi þar sem skýrt frá frá þeim stórtíðindum að maður hefði bitið hund í Tanga- götu. Það byggði á þeim gamla blaðamennskubrandara að það teldist ekki frétt þótt hundur biti mann en stór- frétt ef maður biti hund. Þótt bitvargurinn væri nafn- greindur í fréttinni og öllum aðstæðum lýst fjálglega var ekki að sjá annað en að bæjarbúar tækju þessu heldur fálega og tryöu því almennt að téður samborg- ari þeirra hefði í raun verið handtekinn fyrir að bíta hund. Fyrsti apríl var á þriðudaginn í vikunni sem leið og einhver brögð voru að þvi að fjölmiðlar reyndu að gabba lesendur sína. DV birti viðtal við eiganda eró- tískrar nuddstofu sem ætlaði að hafa opið almenningi í tilefni dagsins og Fréttablaðið boðaði stórfellda útsölu á stríðsgóssi sem hafði villst til íslands. Þótt fáeinir dagar séu síöan þessi alþjóðlega hátíð hrekkjalóma var er ekki úr vegi að rifja upp nokkur best heppnuðu apr- ílgöbb síöustu aldar að mati sérfræðinga sem hafa dreg- ið saman fróðleik um þessi efhi á netinu. Spaghettítrén 1. apríl 1957 fjallaði fréttaþátturinn Panorama á BBC um gott árferði í spaghettíræktun. Sagt var að vegna hagstæðrar veðráttu og útrýmingar hinnar illræmdu spaghettíranabjöllu stefndi allt í metuppskeru hjá spag- hettíbændum. Með þessu voru sýndar myndir af sviss- neskum bændum að draga spaghettílengjur úr trjám sínum. Gríðarlega margir létu gabbast og fjölmargir höfðu samband við BBC og vildu fá leiðbeiningar um hvemig rækta skyldi spaghettítré. BBC svaraði því til að rétt væri að setja dálítinn stubb af spaghettí í dós af tómatsósu og sjá svo til. San Seriffe 1. apríl 1977 birti dagblaðið Guardian afskaplega freistandi greinaflokk á sjö síðum um sumar- leyfisparadísina San Seriffe en sá litli eyjaklasi í Ind- landshafi var sagður eiga 10 ára afmæli. Landslagi og menningu íbúanna var lýst í löngu máli en stærstu eyjarnar hétu Upper Caisse og Lower Caisse. Höfuð- borgin hét Bodoni og helsti leiðtoginn var General Pica. Fjölmargir hringdu inn og vildu vita meira en öll heiti og hugtök um eyjarnar eru teknar úr letur- fræði og prentslangri ýmiss konar. Undramaður í höfn 1. apríl 1985 sagði Sports Illustrated frá hinum frá- bæra nýja kastara sem hafnaboltaliðið New York Mets hafði fengið í sínar raðir. Sá bar nafnið Sidd Finch og gat kastað með ótrúlegri nákvæmni þótt boltinn frá honum flygi með 168 mílna hraða sem er næstum helmingi hraðar en áður hafði þekkst. Finch hafði aldrei æft hafnabolta en lært að kasta hjá meist- aranum Lama Milaraspa í munkaklaustri í Tíbet. Ekki var að sökum að spyrja að margir aðdáenda New York Mets létu gabbast. Taco Liberty Bell 1. apríl 1996 skýrði Taco Bell skyndibitafyrirtækið frá því að það hefði fest kaup á Liberty Bell eða frels- isbjöllunni sem Bandaríkjamenn hafa í miklum met- um og er geymd í sérstökum garði i Philadelphia. Taco Bell sagði að hér eftir yrði klukka þessi kölluð Taco Liberty Bell. Mikil reiði braust út meðal þjóð- hollra Ameríkana en ritari í Hvíta húsinu bætti skemmtilega við grínið þegar hann var spurður út í málið og sagði að Lincoln-minnismerkið hefði einnig verið selt stórum bílaframleiðanda og héti eftir þetta Ford Lincoln Mercury minnismerkið. Nixon kemur aftur 1. apríl 1992 var það kynnt í útvarpsþættinum Talk of the Nation að Richard Nixon, fyrrum forseti Bandaríkjanna, ætlaði að gefa kost á sér á ný í næstu forsetakosningum. Leikið var sérstakt slagorð hans sem var eitthvað á þá leið að hann heföi aldrei gert neitt rangt og ætlaði nú að gera það aftur. Fokreiðir og hneykslaðir hlustendur hringdu inn í hópum uns gabbið var upplýst en þáttagerðarmenn höfðu fengiö slynga eftirhermu í lið með sér. Ný dýrategund 1. apríl 1985 sagði tímaritiö Discover frá nýrri dýra- tegund sem fundist hefði á Suðurskautslandinu. Þetta voru kallaðir heithausar og lýst svo að þeir hefðu þykkar beinplötur á hausnum sem gætu orðið sjóð- andi heitar. Þennan búnað notuðu heithausarnir til þess að bora upp í gegnum isinn á miklum hraða og klófesta þannig mörgæsir sem voru aðalfæða þeirra. Því var jafnvel haldið fram að heithausarnir hefðu þannig tortímt nokkrum heimskautafórum sem þeir Richard Branson er þekktur milljónamæringur. plötuútgefandi og loftbelgsflugmaður. Hann ætlaöi að gera mikið grín frrsta apríl en endaði á því að vera talinn geimvera. hefðu talið vera mörgæsir. Það segir sína sögu um hrekkleysi og traust les- enda Discover að fleiri lesendur skrifuðu blaðinu vegna þessarar greinar en nokkurrar annarrar sem blaðið hefur birt. Geiniverumar lenda 31. mars 1989 horfðu þúsundir Breta, sem á ferð voru á hraðbraut rétt utan við London, á glóandi fljúgandi disk koma hægt inn til lendingar rétt við brautina. Diskurinn lenti loks á akri nokkrum og nærstaddir íbúar hringdu þegar á lögregluna og sögðu að geimverur hefðu lent og kröfðust verndar. Lögreglan kom á staðinn og sjálfboðaliði úr hópi þeirra nálgaðist diskinn dularfulla með reidda kylfu. Diskurinn opnaöist og út steig smávaxin mannvera í silfurlitum búningi og þá lagði lögreglumaðurinn á flótta í gagnstæða átt á harðaspretti. Þetta reyndist vera fljúgandi diskur í eigu auðkýfingsins Richards Bransons sem hafði látið smíða hann úr loftbelg. Hann ætlaði að lenda diskinum í Hyde Park 1. apríl en þetta var æfingaflug sem fór lítillega úrskeiðis. Breytt pí 1. apríl 1998 tilkynnti tímaritið New Mexikans for Science and Reason grein þar sem það var staðhæft að fylkisþing Alabama hefði ákveðið að breyta gildi pí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.