Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Page 43
LAUCARDACUR S. APRlL 2003 H e lcja rb lað DV 47 hve íslensk börn búa viö mikið frelsi. Það er ekkert óvenjulegt við að mæta börnum einum á ferð eða með leikfélögum sínum í miðbæ Reykjavíkur. Þetta hvetur börn til sjálfstæðis, skorts á mannasiðum og slysatíðni barna er hærri á íslandi en í flestum öðr- um löndum sem við berum okkur saman við. Trúin og skatturinn Þegar kristni var lögleidd á Þingvöllum árið 1000 var það gert með þeim skilyrðum að ákveðnum ákvæðum hinnar heiðnu trúar var haldið. Það mátti bera út börn, það mátti ekki borða hrossakjöt og þaö mátti blóta hina fornu guði ef ekki komst upp. Það mátti sem sagt brjóta lögin ef maður komst upp með það. Þetta kann að móta íslenska þjóðarsál og samfélag enn í dag. Það er sagt að all- ir íslendingar sem geta svikið undan skatti geri það. Satt að segja virðast flestir sammála um nauð- syn þess að hafa lög og reglur en þær eiga ekki að gilda fyrir mig. Þess vegna brjóta allir íslendingar íjöldann allan af smáum hversdagslegum lögum á hverjum degi og eru ánægðir með að komast upp með það. Þeir aka of hratt, spenna ekki beltin, fara yfir á rauðu, stunda nótulaus viðskipti og setja of lítinn pening í strætóbaukinn. íslendingar eru næstum allir skráðir í íslensku þjóðkirkjuna, sem er ríkiskirkja, en þótt trúfrelsi sé skilgreint í stjórnarskrá eru engin önnur trúar- brögð kynnt fyrir skólanemendum. Reyndar standa rúmlega 34 þúsund íslendingar utan þjóðkirkjunn- ar og þeim hefur farið Qölgandi síðustu ár umfram það sem ætla mætti. Fjölmargir trúarsöfnuðir aðrir en þjóðkirkjan eru skráðir á íslandi en söfnuðirnir eru misjafnlega stórir. Sumir eru reyndar svo fámennir að allir hljóta að hafa eitthvert embætti, eigi að stunda messuhald af einhverju viti. Þannig eru aðeins sex meðlimir skráðir í baptistakirkjuna á íslandi. Stærsti söfnuður utan þjóðkirkju á íslandi er frí- kirkjan með rétt ríflega 11 þúsund félaga. Rúmlega 4.300 eru kaþólikkar en merkilegasta trúin á íslandi er án efa hin forna ásatrú sem var stunduð á ís- landi og annars staðar á Norðurlöndum fyrir árið 1000 eftir Krist. Þessi átrúnaður, sem almennt er skilgreindur sem heiðinn, gekk í endurnýjun lífdag- anna á sjöunda og áttunda áratugnum og nú eru 512 skráðir félagar í söfnuðinum. Ef menn vilja er hægt að setja sig í samband við þá og taka þátt í vorblót- um og öðrum undarlegum serimóníum. Þeir eru í simaskránni. Þrátt fyrir þetta fara íslendingar ekki oft í kirkju og þegar kirkjusókn nær hámarki á jólum ár hvert fer aðeins 21% þjóðarinnar í guðshús. íslendingar eru trúaðri á yfirnáttúrulega hluti en almennt ger- ist um siðmenntaðar Vesturlandaþjóðir. Ótrúlega hátt hlutfall þjóðarinnar hefur séð draug eða heyrt í honum, kannast við huldufólk, trúir á tilvist fram- liðinna og finnst sennilegt að álfar, huldufólk og slíkar verur hafist við í stokkum og steinum. Sér- stakar feröir eru famar með ferðamenn um Hafnar- fjörð til að skoða álfabústaði í klettúm og hraun- dröngum undir leiðsögn konu nokkurrar sem sér þessar handanheimaþjóðir og híbýli þeirra. Hvemig er veðrið? Það er vinsæll brandari í ferðaþjónustu á íslandi sem snýr að veðrinu: Líkar þér ekki veðrið? Bíddu þá í fimm mínútur. Hin útgáfan er að á íslandi sé ekkert raunveru- legt veöur; aöeins sýnishorn af veðri sem síðan sé sent áfram til annarra staða í heiminum. Raunveruleikinn er sá að meðalhitinn í Reykja- vík í júlí, sem er heitasti og sólríkasti mánuður árs- ins, er í kringum 11 stig og 10 á Akureyri, sem er vinsælasti áningarstaður ferðamanna á Norður- landi. Ellefu stig eru skilgreind sem kuldi víðast hvar annars staðar í heiminum en á íslandi er allt yfir 10 stigum hlýtt. Þegar sólin skín í Reykjavík og lofthitinn fer yfir 15 stig fara verkamenn í gatnavið- gerðum úr að ofan og fólk flatmagar í görðum á al- mannafæri og sleikir ís. Fólk þyrpist út og slórar á götunum og situr úti á veitingahúsum og drekkur bjór. Við þessar aðstæöur verður Reykjavík - stutta stund í einu - næstum eins og aðrar evrópskar borgir á sumardegi. Svo fer að rigna eða svalur norðanvindurinn skríður yfir flóann og minnir okkur á að við erum stödd á 64. gráöu norðlægrar breiddar. Elskum sauðkindina íslendingar trúa því flestir að íslenskar landbún- Það eru fleiri karlar en konur á fslandi en hlutfallið er öfugt í Revkjavík þar sem konur eru talsvert fleiri en karlar. Þar er best að vera piparsveinu í konuleit. aðarafurðir séu betri en flest annað sem er fram- leitt í þeim geira í afgangnum af heiminum. Þetta er auðvitað smekksatriði en líklega ekki alveg rétt. Hvort sem það stafar af þessari skoðun eða vel- heppnaðri auglýsingastefnu hins opinbera mjólkur- söluveldis drekka íslendingar meiri mjólk og neyta meiri mjólkurafurða en aðrar þjóðir heims. Landbúnaður á íslandi er í svipaöri kreppu og landbúnaður annars staðar í heiminum. Það er erfitt að framleiða og selja kjöt, mjólk og grænmeti norður við heim- skautsbaug án afskipta hins op- inbera. Lengi vel átu íslending- ar ekkert nema lambakjöt og töldu svin og kjúklinga ekki til matar en þetta hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum og nú er um það bil hálf milljón sauðkinda í landinu sem er aðeins helmingurinn af því sem þær voru fyrir 20 árum. Það eru samt nærri tvær kind- ur á mann í landinu. Þaö sem er sérstakt við sam- býli sauðkindar og manns á ís- landi er að þetta er dýrið sem hélt lífinu í þjóðinni í þessu skóglausa og kalda landi. Ullin klæddi okkur og hélt á okkur hita en mörinn sá okkur fyrir hitaeiningum og íslendingar eiga það sameiginlegt með mörgum hirðingjaþjóðum heimsins að þeir kunna að borða bókstaflega allt af sauð- kindinni. Það að borða sviðna og soðna kindahausa að íslensk- um sið með höndunum og ein- um vasahníf og sjá menn hakka í sig augun í heilu lagi er sér- stök lífsreynsla og ekki öllum útlendingum að skapi. Annað sem er sérstakt við líf sauðkindarinnar á íslandi er nánast frjáls hagaganga hennar miðað við áþekkan búpening í öðrum löndum. Sauðkindin ráfar frjáls um úthaga og fjöll á sumrin og flestir sem hingað koma verða hennar áþreifan- lega varir á þjóðvegunum, sér- staklega í sveitum þar sem hún húkir í köntunum og miðað við ferðir hennar þvert yfir veginn hvenær sem henni dettur í hug mætti halda að hún væri í sjálfsmorðshugleiðingum og kannski er hún það. Á heitum sumardögum má stundum sjá sauðkindur standa í hópum og sleikja malarvegi. Þær eru ekki á sérstökum og undarlegum megrun- arkúr fyrir kindur heldur sækja þær í saltið sem er notað til að rykbinda vegina. Gegn þessum ósið vegagerðarmanna hefur verið talað árum saman á íslandi án árangurs og árlega láta margar kindur lífið fyrir þessa saltfíkn sína eins og hverjir aðrir heróínfiklar. -PÁÁ fsleiulingur hafa verið kristnir í þúsund ár. Samt fara þeir sjaldau í kirkju. FJÖRÐUR miöbœ HqfnarJjaröar ÍX laugardaginn kl. 11:00-16:00 IvttUsVið! ■f 'larW Wm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.