Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Síða 46
50 Helqarblaö 33’V LAUGARDAGUR s. APRÍL 2003 Saga af Shanti Davi Undur Indlands I'egar Shanti Davi var níu ara var barið að dyruiu heima hjá henni og hún fór til dyra. Ókunnugur inaðtir stóð við dyrnar og Shanti starði stórum augum á liann og hrópaði: „Mamma, þetta er frændi mannsins míns. Hann átti heima í nágrenni við okkur í Muttra.“ Arið nítján hundruð tuttugu og sex fædd- ist íDelhi á Indlandi stúlka sem fékk nafn- ið Shanti Davi. Móðir hennar fór snemma að hafa áhyggjur af dóttur sinni þvífram- koma hennar þótti einkennileg. Shanti fór mikið einförum og talaði við sjálfa sig eins og hún væri umkringd fólki sem hún ein sá. Þegar Shanti var sjö ára töldu foreldrar hennar víst aö hún væri ekki andlega heilbrigð. Um svipað leyti byrjaði hún að segja foreldrum sínum að hún hefði lifað áður og átt heima í þorpi sem hét Muttra og lýsti nákvæmlega fyrir þeim húsinu sem hún bjó í. Er stelpan geggjuð? Foreldrar Shanti voru ákaflega áhyggjufullir og fóru með telpuna til geðlæknis og hún sagði honum sömu sögu. Læknirinn spurði hana margvíslegra spurninga og komst að þeirri niðurstöðu að Shanti væri ekki geðveik. Hún hélt staðfastlega við söguna og breytti henni aldrei. Foreldramir voru þess aftur á móti fullvissir að dóttir þeirra væri rugluð þegar hún sagðist hafa heitið Ludgi, verið gift og átt þrjú böm. Þegar Shanti var níu ára var barið aö dymm heima hjá henni og hún fór til dyra. Ókunnugur mað- ur stóð við dymar. Shanti starði stómm augum á hann og hrópaði: „Mamma, þetta er frændi mannsins míns. Hann átti heima í nágrenni við okkur í Muttra.“ Shanti hafði rétt fyrir sér því maðurinn átti heima í Muttra en var staddur í Delhi til að ræða viðskipti við föður Shanti. Hann sagðist eiga frænda í Muttra sem hefði misst konu sína, Ludgi, er hún lést af bamsfórum að þriðja barni þeirra hjóna. Hann bauðst til að koma með frænda sinn í heimsókn svo aö þau gætu gengið úr skugga um hvort Shanti þekkti hann. Foreldramir tóku boði hans og var þessu öllu haldið vandlega leyndu fyrir Shanti. Um leið og hún sá manninn kastaði hún sér í fang hans og grét, kallaði hann manninn sinn og talaði um að loksins væri hann kominn aftur til hennar. Hún var í ákafri geðshræringu. Maðurinn, sem Shanti kallaði eiginmann sinn, fór með foreldrum hennar til stjórnavaldanna, og sögðu sög- una og stjórnin skipaði nefnd vísindamanna til að komast til hotns í málinu. Talar tungum Farið var með Shanti til Muttra og þar benti hún strax á móður og bróður „mannsins síns“, þar sem þau stóðu innan um fjölda fólks, og hún ræddi við þau á mállýsku sem foreldrar hennar höfðu aldrei heyrt. Vis- indamennirnir voru furðu lostn- ir. Þeir bundu fyrir augu hennar og settu hana upp í vagn. Shanti sagði ökumanninum hiklaust og ákveðið hvert hann ætti að aka og meðan á ferðinni stóð lýsti hún kennileitum. Þegar þau komu að þröngum stíg skipaði hún ökumanninum að stansa og sagði: „Hér átti ég heima.“ Þegar tekið frá augum hennar sá hún gamlan mann og sagði: „Þessi maður var tengdafaðir minn.“ Gamli maður- inn hafði verið tengdafaðir Ludgi. Hún þekkti strax tvö eldri börnin en ekki það sem kostaði Ludgi lífið. í blaðaviðtali áriðl958 sagði Shanti að sér hefði tekist að aðlaga sig kringumstæðum sínum og sætta Indverskt musteri Farið var með Shanti til Muttra og þar benti hún strax á inóður og bróður „mannsins síns“, þar sem þau stóðu innan um fjölda fólks, og hún ræddi við þau á mállýsku sem foreldrar hennar höfðu aldrei heyrt. sig við tilveru sína og vinna bug á söknuði sínum og þrá eftir sínu fyrra lífi. Heimild: Hulinn heimur eftir Frank Edwards. Blásið til sumars Nýstofnaður blásaraoktett, Hnúkaþeyr, heldur tón- leika í Dómkirkjunni sunnudaginn 6. apríl kl. 17.00. Tónleikamir bera yfirskriftina „Blásið til sumars". Þar gefst áheyrendum tækifæri til að hlýða á þýða tóna blásaranna sem bera með sér ljúfan andblæ sum- arsins. Tónleikamir eru styrktir af Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytinu. Aðgangur er ókeypis. Á efnisskránni eru oktettar fyrir tvö óbó, tvö klarí- nett, tvö horn og tvö fagott eftir klassísku tónskáldin Johan Nepomuk Hummel og Ludvig van Beethoven, einnig oktett frá síöustu öld eftir breska tónskáldið Gordon Jacob. Klassísku verkin lýsa af fegurð, gleði og lifskrafti - ætluð til skemmtunar og upplyftingar. Blásarar voru eins konar popptónlistarmenn fyrr á öldum með sín ómsterku hljóðfæri: léku á markaðs- torgum, í hallargarðinum, blésu til veiða eða hátíðar. Átta saman eru þau óviðjafnanlega heillandi. Gordon Jacob fetar í fótspor forvera sinna í fjörugu Diverti- mento, þrungnu af glettni og glæsileik í meðförum blásaranna. Blásaraoktettinn Hnúkaþey skipa Ármann Helga- son og Rúnar Óskarsson á klarínett, Eydís Franzdótt- ir og Peter Tompkins á óbó, Anna Sigurbjömsdóttir og Ella Vala Ármannsdóttir á hom, Darri Mikaelsson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir á fagott. Flest hafa þau starfað um nokkurra ára skeið sem lausráönir hljóð- færaleikarar og kennarar í Reykjavík og nágrenni eftir áralangt framhaldsnám erlendis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.