Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003
Helqarblað TXXT
53
Mikilvægi listgreinanna
verður aldrei ofmetið
Vigdís Jakobsdóttir er forstöðumaður
fræðsludeildar Þjóðleikhússins sem um þess-
ar mundir stendur að örleikritasamkeppni
fgrir framhaldsskólanema ísamstarfi við
leiklistardeild Listaháskóla Islands. I viðtali
við Helgarblað DV ræðir Vigdís um leiklistar-
líf skólanna, ng tíðindi íleiklistarkennslu í
skólakerfinu og mikilvægi listarinnar.
Vigdís-segir að samstarfið við Listaháskólann
hafi komið til vegna persónulegra tengsla henn-
ar og Ragnheiðar Skúladóttur, deildarforseta
leiklistardeildar skólans. Þær höfðu sameigin-
legt áhugamál sem var að rækta leiklistaráhuga
framhalds- og grunnskólanema og að koma leik-
listinni að minnsta kosti í sambærilega stöðu
við aðrar listgreinar L skólakerfinu Við leiklist-
ardeild LHÍ er boðið upp á háskólanám í leiklist
en listgreinin hefur hvergi sama vægi í kennslu
framhaldsskóla og til dæmis myndlist og tón-
list. Enginn framhaldsskóli býður upp á list-
námsbraut eða kjörsvið í leiklist. Þessu vildu
þær breyta.
Hugmyndir Vigdísar og Ragnheiðar smullu
saman og úr varð samstarf um að halda nám-
skeið í leikritun fyrir kennara í janúar og var
fullt út úr dyrum. Einnig stendur yfir samstarf
Þjóöleikhússins og leiklistardeildar LHÍ um ör-
leikritasamkeppni fyrir framhaldsskólanema og
rennur skilafrestur út 14. apríl. Samkeppnin
ber yfirskriftina „Tveir stólar“. Veitt verða 30
þúsund króna verðlaun fyrir fyrsta sæti og 10
þúsund fyrir annað og þriðja sæti auk þess sem
þeir sem lenda í þremur efstu sætunum fá verk
sín leiklesin af leiklistarnemum.
„Við vonumst til þess að þessi samkeppni
verði hvatning því unga fólki sem langar til,
eöa hefur verið að prófa sig áfram meö leikrita-
formið," segir Vigdís. „Það er sameiginlegt
káppsmál Þjóðleikhússins og Listaháskólans að
íslensk leikritun eflist og dafni. LHÍ stefnir á að
bjóða upp á háskólanám í leikritun innan fárra
ára, og hver veit nema einhverjir þeirra sem
taka þátt nú eigi eftir að gera leikritun að ævi-
starfi.“
Þorsti skólanna
Vigdís er fyrsti starfsmaður fræðsludeildar
Þjóðleikhússins. Hún var aðstoðarleikstjóri árið
1998 í Bróðir minn Ljónshjarta og Sjálfstæðu
fólki. Á milli verkefnanna tók Vigdís að sér að
fylgja eftir kynningu á Bróðir minn Ljónshjarta
í skólum. Hún útbjó námsefni og hélt kynning-
ar og ráðstefnur um verkið og höfund þess
Astrid Lindgren. „Þá fann ég fyrir þorsta skól-
anna eftir meiri eftirfylgni við sýningar," segir
Vigdís. „Ég gekk með hugmynd að fræðsludeild
í þrjú ár og gerði ítarlega greinargerð um
hvernig slík deild ætti að vinna út frá forsend-
um leiklistarinnar. Ég fór meðal annars í heim-
sókn í fræösludeild breska Þjóðleikhússins og
helsta ráðið sem ég fékk þar var aö ég skyldi
leggja áherslu á kennarana. Þannig yrðu til
margfeldisáhrif og grunnþekking á leiklistinni
skapaðist inni í skólunum og yrði alltaf til stað-
ar þar.
Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri brást
þegar vel við hugmyndinni en skortur á fjár-
magni frestaði því að leikhúsið gæti stofnað
deildina. Þegar Björg Björnsdóttir tók við starfi
kynningarstjóra leikhússins komst skriður á
málið og menningarsjóður íslandsbanka kom
inn sem styrktaraðili fræðsludeildar og skapaði
þannig fjárhagslegan grundvöll fyrir deildina."
Þarf ekki að troða upplýsingum
Leiklist í skólum er yfirleitt tengd félagslífi
frekar en hefðbundnu skólastarfi. Vigdís segir
að nemendur framhaldsskólanna sýni mikinn
metnað og fagmennsku í leiklistarstarfi sínu og
hafi oft ráðið til sín frábæra leikstjóra. „Vand-
inn er hins vegar sá að leiklistarstarfsemi fram-
haldsskólanna er einungis fyrir fámennan hóp,“
segir Vigdís. „Skólastjórnendur nýta sér starf
nemendafélaganna og leggja gjarnan mikla
áherslu á leiklistarlíf í skólum sínum þegar þeir
eru með kynningar fyrir grunnskólanema. Skól-
inn sjálfur á því miður ekkert undir í því starfi
og þess vegna verður ekki þróun á leiklistar-
starfi innan skólanna."
Vigdís segir að nemendur græði mjög á þátt-
töku í leiklistarstarfi því þeir verði öruggari í
framkomu, skapandi skrifum og samskiptum
við aðra. „Samfélagiö þarfnast fólks sem kann
aö miðla upplýsingum og nýta sér þær á skap-
andi hátt. Við þurfum ekki lengur að troða upp-
lýsingum inn í hausinn á nemendum. Upplýs-
ingarnar eru allar á Netinu, einum músarsmelli
í burtu.“
Gagnrýnin og skapandi hugsun
Fræðsludeild Þjóðleikhússins stóð fyrir rúm-
um hálfum mánuði fyrir opnum fundi um leik-
listarkennslu. Helstu tíðindi fundarins komu
fram í erindi Tómasar Inga Olrich sem lýsti því
yfir að hann hygðist stofna ráðgjafarhóp um
þróun listnáms í grunn- og framhaldsskólum og
hvert ætti að stefna. Ráðgjafarhópurinn á að
vera skipaður listamönnum og kallaði ráðherra
eftir tilnefningum frá Bandalagi íslenskra lista-
manna.
„Þetta er nákvæmlega það sem fræðsludeild-
in hefur að markmiði sínu; að koma á samtali
listgreinarinnar og skólanna," segir Vigdís.
„Skólastofurnar eru orðnar vel tækjum búnar
og skólarnir geta stært sig af mikilli áherslu á
„Samfélagið þarfnast fólks sem kann að miðla
upplýsingum og nýta sér þær á skapandi hátt.
Við þurfum ekki lengur að troða upplýsingum
inn í hausinn á nemenduin. Upplýsingariiar eru
allar á Netinu, einum músarsmelli í burtu," segir
Vigdís Jakobsdóttir, forstöðumaður fræðslu-
dcildar Þjóðleikluissins.
DV-mynd Sigurður JökuII
upplýsingatækni. Til að geta unnið úr þeim
frumskógi upplýsinga sem nemendurnir ganga '
inn í þarf gagnrýna og skapandi hugsun. Og ég
veit ekkert betra kennslutæki í gagnrýnni og
skapandi hugsun en leiklistina. Leikhúsið hefur
það sem engin önnur listgrein býður upp á: Það
að þurfa að setja sig í spor annarra. Maður ger-
ir það að takmörkuðu leyti meö því að lesa bók-
menntir en með því að fara í hlutverk sem eru
ólík eigin persónu víkkar sjóndeildarhringur-
inn og skilningur eykst. Ef einstaklingur hefur
gagnrýna og skapandi hugsun er einnig líklegt
að hann hafi sterka sjálfsmynd.
Ég tel raunar að ef einungis væru kenndar
listgreinar í grunnskólunum þá myndi hitt
koma að sjálfu sér. Til þess að leika persónu
sem er af öðrum kynþætti, úr öðrum menning- '**■
arheimi eða frá öðrum tíma til dæmis, þarf
nemandi að afla sér töluverðra upplýsinga til að
vinna út frá. Takmarkið er augljóst og nemand-
inn leggur af stað í þetta námsferli sjálfviljugur
og með gleöi. Fús til náms. Það er í því ástandi
sem við lærum mest. Mikilvægi listgreinanna í
skólastarfi verður því aldrei ofmetið." -sm