Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Page 52
56 Hefgarblacf DV LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 Maðurinn Sönqsveitin Fílharmónía ætlar að flqtja Messías eftir Handel íLangholtskirkju á sunnudaqinn. Það er Bernhard Wilkinson sem heldur um tónsprotann eins oq hann hefur qert undanfarin ár. & Sjálfsagt hafa allir velt því einhvern tímann fyrir sér hvort hann sé algerlega nauðsynlegur maðurinn sem stendur alltaf fyrir framan hljóm- sveitina eða kórinn og veifar annaðhvort sprota eða höndunum framan í tónlistarmennina. Allar hugmyndir um að slíkir menn séu aðeins til þess að skyggja á eru óþarfar því ef ekki væri fyrir manninn með sprotann er hætt við aö megnið af tónlistarflutningi færi út um þúfur ef ekki algerlega í vaskinn. Þetta sést hvergi betur en á tónleikum eins og þeim sem söngsveitin Fílharmónía ætlar að halda í Langholtskirkju sunnudaginn 5. apríl og þriðjudaginn 8. apríl. Þar ætlar söngsveitin að flytja Messías eftir Hándel sem hét reyndar fullu nafni Georg Friedrich Handel og var þýskt tón- með sprotann skáld sem dvaldist reyndar langdvölum í Bret- landi og hefur áreiðanlega orðið fyrir áhrifum þar. Messías var frumfluttur í Dublin á írlandi og hefur síðan verið fastur þáttur á efnisskrá metnaðarfullra kóra víða rnn heim. Þarna stíga tugir söngvara á svið, fjórir ein- söngvarar og kammersveit sem Rut Ingólfsdóttir leiðir ásamt völdum hópi hljóðfæraleikara. Það er síðan Bernhard Wilkinsson sem heldur um sprotann og stjórnar öllu saman. Hann er Breti og telur þess vegna líklegt að Hándel hafi orðið gott af dvölinni í Bretlandi. Hándel og kóngurinn „Hándel ferðaðist víða og hann vildi hafa það gott og njóta lífsins og það þýddi meðal annars að koma sér vel við konunga og hirðir. Hann samdi t.d. Vatnasvítuna frægu um ensku vötnin aðallega í þeim tilgangi að koma sér vel við breska konunginn," segir Bernharður eða Benni eins og hann er yfirleitt kallaður. Messías er fyrst og fremst trúarleg tónlist, dýrðaróður til Jesú Krists og rekur ævi hans í meginatriðum. Verkið verður aö þessu sinni flutt í nokkuð styttri útgáfu en í fullri lengd tek- ur flutningurinn um tvo og hálfan tíma. „Fyrri hlutinn fjallar um meyfæðinguna og fæöingu Frelsarans og minnir um margt á jóla- söguna. Síðan gerum við hlé og eftir hlé verða fluttir þeir þættir sem minna miklu meira á at- burði sem tengjast páskunum. Þar er krossfest- ingin, hýðingin og hlátur og háð og spott.“ Fjórir einsöngvarar verða með söngsveitinni Fílharmóníunni í flutningi þessa mikla verks. Það eru þær Hulda Björk Garðarsdóttir og Sess- elja Kristjánsdóttir sem eru án efa óperugestum að góðu kunnar en þær syngja báðar við ís- lensku óperuna. Síðan kemur Eyjólfur Eyjólfs- son tenór og syngur í fyrsta sinn í svo stóru verki á íslandi. En hver er þessi Eyjólfur? „Hann er flautuleikari eins og ég,“ segir Benni og hlær. „Hann var í Hljómeyki sem ég stjórnaði og þegar hann sótti um tónlistarskóla í London vildu allir fá hann. Hann er i námi við Guildhall School of Music. Hann er ekki búinn að læra en mér finnst hann geysilega efnilegur og var einmitt að syngja Messías fyrir skömmu." Síðan er Ágúst Ólafsson einsöngvari sem er eins og Eyjólfur að stíga sín fyrstu skref á söngsviðinu. Hann hefur lokið námi í söng en er staddur í Finnlandi um þessar mundir og kemur þaðan til þess að taka þátt í flutningnum á Mess- íasi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.