Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2003, Side 55
LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003
Helqcirblað H>”V“
59
Jr
Girailegur grillstaður
Opnaður hefur verið veitingastaðurinn Old
West. Staðurinn er í eigu Jóns Hlíðars Guð-
jónssonar og Sigríðar J. Sigurðardóttur. Old
West er á Laugavegi 178, í gamla Sjónvarps-
húsinu. Staðurinn er innréttaður í stíl villta
vestursins og þar er boðið upp á grillaðan
mat, kjöt og fisk, samlokur og fleira. í hádeg-
inu eru meðal annars pottréttir. Grillað er á
Hickory-grilli með sér innfluttum grillum frá
Texas í Bandaríkjunum. Maturinn tekur
bragð af grillkolunum.
Old West auglýsti í Helgarblaði DV um síð-
ustu helgi. Síðan hefur aðsókn að staðnum
verið með miklum ágætum, að sögn Jóns
Hlíðars. Old West er með léttvínsleyfl og get-
ur m.a. tekið á móti hópum.
Þúsund konum finnst Justin kynþokkafyllstur:
Segist hafa verið
ánetjaður Britney
„Ég trúi enn á ástina, að hún sé þarna ein-
hvers staðar. Hún er ljósið í enga ganganna
löngu. Ástin getur orðið til þess að mann langar
til að breytast, verða betri manneskja," segir
Justin í viðtali við ungkvennablaðið Marie
Claire.
Justin ætti þó ekki að verða skotaskuld úr því
að finna sér nýja dömu. Sama tímarit spurði
nefnilega þúsund konur hvaða karlmaður þeim
þætti kynþokkafyllstur og meirihluti þeirra
nefndi söngvarann unga.
„Ég er mjög ánægður með það, alveg rosalega
kátur,“ segir Justin sem gerir garðinn frægan
með unglingasveitinni N Sync.
Justin heldur þvi fram í viðtalinu við Marie
Claire að þau Britney séu enn góðir vinir, þrátt
fyrir allt.
„Ég var ánetjaður Britney. En svona er ástin.
Enginn veit hvað fram fór á milli okkar nema
við tvö. Ég get sagt það hér að ég var Britney
aldrei ótrúr,“ segir stráksi en slær ekki þar með
á þrálátan orðróm um að allt hafi farið fjandans
til vegna framhjáhalds söngkonunnar frægu.
Á nýju plötunni hans eru mörg lög sem sam-
in voru á meðan hann var enn í ástarsorg og í
myndbandinu við eitt þeirra er stelpa sem lítur
út eins og Britney.
„Ég hringdi í Britney og varaði hana við,“
segir Justin blessaður.
Ungsöngvarinn Justin Timberlake er enn ein-
hleypur, ári eftir að slitnaði upp úr sambandi
hans og poppjómfrúrinnar Britney Spears. Og
hann er að leita sér að kærustu.
Justin Timberlake
Kynþokkafullur og enn einhleypur, ef einhver
hefur áhuga.
Járniðnaðarmenn,
skipasmiðir,
netagerðarmenn
Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 8. apríl,
kl. 20.00, að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. Staða lífeyrisréttinda og
séreignarsparnaðar
Kaffiveitingar á fundinum
Orlofsaðstaða
Munið að fresturtil að sækja um orlofsdvöl á
vegum félagsins rennur út 14. apríl.
Stjórnin
■•ft.
Ég vel
glœsi-
leikann!
Bergþór Pálsson
Söngvari
Eslabifshed in Switzerland 1895
„Margir heillast
af útliti og fegurð
ROTARY úranna.“
Útsölustoðir.*
Hdgi Sigurðuon, SkóLtvöréusttg 3.
GuUsmiðja Óla, SmAraJituL
Jens, Krittgiurmi.
Georg Honnoh, úrsmiður, Keflavik.
Guðmundur Hannoh, úrsmiiur, AkronesL