Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Side 16
16 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 JOV Helgarblað Georgiana og Díana, frænkur sem brutu gegn ýmsum boöum þjóöféiagsins og liföu hneykslanlegu lífi, aö áliti margra samtíðarmanna þeirra. Ævisögur þessara sjálfstæðu kvenna hafa vaklð nokkra athygli. Sjálfstæðar frænkur Síðustu árin hefur mikil gróska veriö i breskri ævisagna- ritun þar sem rýnt er í líf kvenna á liönum öldum. Am- anda Foreman hefur hlotið mikiö lof fyrir ævisögu sína um Georgiönu hertogaynju og Carola Hicks hefur einnig fengiö góða dóma fyrir bók sína um frænku Georgiönu, laföi Díönu Beauclerk. Bók Amöndu Foreman kom út árið 1998 og fékk Whitbread-verðlaunin það sama ár sem besta breska ævisagan. Amanda var þá einung- is þrítug, doktor í breskri 18. aldar sögu og er bókin hennar fyrsta. Viðfangsefnið er ekki af verri endanum, Georgiana Spencer, formóðir Díönu prinsessu af Wales. Georgiana var á sinni tíð tískudrottning aðalsins, mikið sam- kvæmisljón, vinkona hinnar ógæfusömu frönsku drottningar Marie Antoinette og hafði þó nokkur ítök í Whig-flokknum, sem var for- veri Frjálslynda flokksins þar í landi. Einkalíf hennar var með miklum ósköpum, eins og lýst er í bókinni. Um Georgiönu var sagt aö þegar hún birtist væru allra augu á henni og þegar hún væri ekki viðstödd væru allir að tala um hana. Hún fæddist á ættaróðali Spencer-anna, Althorp, árið 1757, dóttir auðugra foreldra. Sautján ára giftist hún hinum tuttugu og fimm ára hertoga af Devonshire, sem hún þekkti sáralítið. Strax eftir giftingu komst Georgiana að því að mað- ur hennar hafði engan áhuga á henni, enda hafði hann nýlega eignast bam með ástkonu sinni. Einhver sagði að það væri sérkennilegt að eini maðurinn á Englandi sem ekki væri ástfanginn af Georginu væri eiginmaður henn- ar. Eitt sinn kom Georgiana að manni sínum þar sem hann var að drekka te í borðstofunni ásamt fjölskylduvinum. Hún gekk til hans og settist í kjöltu hans. Orðalaust hratt hann henni burt og gekk út úr herberginu. Mótaði tískuna Georgiana einbeitti sér að samkvæmislífmu og mótaði tísku aðalskvenna. Á þessum tíma var það siður kvenna að greiða hárið hátt upp en Georgiana gekk lengra, fékk sér háar hár- kollur, tæplega eins metra, og skreytti með blómum, gerviávötxum og fleira. Það tók tvær hárgreiðslukonur nokkrar klukkustundir að koma kollunum og skreytingunum fyrir en það kom ekki í veg fyrir að aðalskonur þessa tíma færu að dæmi Georgiönu. Konur sem báru þessar kollur gátu einungis gengið mjög hægt og þegar þær ferðuðust í vögnum gátu þær, vegna höfuðhæðarinnar, ekki setið í sætum heldur urðu að sitja á gólflnu. Áhugavert þríeyki Georgiana var forfallinn spilafíkill og kom sér hvað eftir annað í slæmar spilaskuldir. Hún var taugabiluð og svelti sig en gafst síðan upp og át þar til hún kastaði upp. Þessar slæmu matarvenjur settu mark sitt á heilsu hennar. Hún eignaðist þrjú börn með manni sínum eftir að hafa hvað eftir annað misst fóst- ur. Sérkennileg staða kom upp í hjónabandi hennar því eiginmaðurinn hafði gert bestu vin- konu hennar, Bess, að ástkonu sinni. Þríeykið bjó árum saman undir sama þaki og samband- iö hefur heillað nútíma sagnfræðinga því á síð- ustu tuttugu árum hafa að minnsta kosti þrjár bækur verið skrifaðar um það. Georgiana átti elskhuga utan hjónabands og þegar hún varð bamshafandi eftir elskhuga sinn setti eigin- maðurinn henni þá kosti að annaðhvort afneit- aði hún elskhuga sínum og setti barn þeirra í fóstur eða hann myndi skilja viö hana og hún sæi börnin sín þrjú aldrei aftur. Georgiana valdi þann kost að slíta sambandinu við elsk- huga sinn og koma dóttur þeirra í fóstur. Georgiana varð fyrst kvenna á Bretlandi til að taka þátt í kosningabaráttu. Hún var eld- heitur stuðningsmaður Whig-anna, fór út á göt- ur og talaði við kjósendur og sýndi lifandi áhuga á lífi þeirra og skoðunum. En aðferðir hennar við atkvæðaveiðar voru of nútímlegar fyrir 18. aldar þjóðfélagið og vöktu harða gagn- rýni og mótmæli og eftir það var Georgiönu meinað að beita sér í frekari kosningabaráttu. Georgiana lést árið 1806. Listræn aðalskona Lafði Diana Spencer, alnafna Díönu prinsessu, var frænka Georgiönu og nokkuð eldri en hún. Carola Hicks hefur skrifað ævi- sögu hennar sem kom út árið 2001. Díana fædd- ist árið 1735, elsta dóttir hertogans af Marl- borough. Hún giftist rúmlega tvítug Boling- broke greifa. Hún fæddi honum tvo syni og dóttur sem lést fimm mánaða. Hjónaband Díönu var ekki hamingjusamt og hún varð ást- fangin af Topham Beauclerk, aðalsmanni sem var fjórum árum yngri en hún. Hún varð barnshafandi eftir hann og fæddi dóttur þeirra. Eftir það var hjónaskilnaður óumflýjanlegur en þeir voru ekki algengir á þessum tíma. Hún giftist Topham og fæddi aðra dóttur tólf mán- uðum eftir brúðkaupið og síðan son. Vinahópur þeirra hjóna samanstóð af lista- mönnum og Díana var sjálf afar listræn, teikn- aði og málaði og hannaði skreytingar á bolla og skálar og alls kyns listmuni. Hún fékkst einnig við myndskreytingar á bókum. Meðal verka hennar var mynd af hinni ungu frænku henn- ar, Georgiönu, hertogaynju af Devonshire. Gerðar voru eftirprentanir af myndinni sem aðallinn keypti grimmt. Einn besti vinur Díönu var gagnrýnandinn Horace Walpole og það var ekki síst hann sem sá um að koma verkum hennar á framfæri og bar lof á þau á prenti. Díana hafði fómað miklu þegar hún yfirgaf eiginmann sinn til að giftast Topham. Sam- band þeirra varð þó með tímanum jafn slæmt og fyrra hjónaband hennar. Topham lést rúm- lega fertugur að aldri eftir erfið veikindi sem höfðu lamað andlega heilsu hans. Ástir hálfsystkina Líf Díönu hafði verið markað af hneykslis- málum en versta áfallið var þegar elsti sonur hennar, George, sem var kvæntur og þriggja barna faðir, varð ástfanginn af Mary hálfsyst- ur sinni sem fæddi honum tvo syni með mik- illi leynd. Þegar Mary varð bamshafandi í þriðja sinn ákváðu elskendurnir að strjúka. Mary skrifaði móður sinni og sagði henni alla söguna og jafnframt að ekkert þýddi að hefja leit að þeim George því þau hefðu breytt nöfn- um sínum og ætluðu að eyða ævinni erlendis. Hálfsystkinin eignuðust saman tvo syni til við- bótar en samband þeirra átti ekki framtíð fyr- ir sér og George yfirgaf Mary til að strjúka með enn annarri konu. Mary sneri loks aftur til móður sinnar, án sona sinna. Tveir kimna að hafa látist og haldið er að George hafi tekið aðra tvo að sér þegar hann flutti með nýrri ást- konu til Bandaríkjanna. Mary giftist Þjóðverja, flutti með honum til Þýskalands og skildi dótt- ur þeirra eftir hjá Díönu. Díana lést árið 1808 eftir kvalafull veikindi. Bókalisti IVIáls & Menningar Allar bækur 1. Lost in lceland. Siqurqeir Siqurjónsson___ 2. Ferðakort MM._____________________________ 3. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason_______ 4. Ég lifi. Martin Gray______________________ 5. Kortabók MM.______________________________ 6. Island í aldanna rás - pakki. Illuqi Jökulsson 7. Snúður og Snaelda. Pierre Probst__________ 8. Learning lcelandic. Auður Einarsdóttir____ 9. Ferðakort 2003. Landmælinqar 10. Reisubók Guðríðar Simonardóttur. Steinunn Jóhannesdóttir Skáldverlc: 1. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 2. Reisubók Guðriðar Símonardóttur. Steinunn Jóhannesdóttir___________________ 3. Rokkað í Vittula. Mikael Niemi_________ 4. Mýrin. Arnaldur Indriðason 5. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 6. Fyrstur til að deyja. James Patterson 7. Grafarþðgn. Arnaldur Indriðason________ 8. Óvinafagnaður. Einar Kárason 9. Hvar sem ég verð. Inqibjórq Haraldsdóttir 10. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason Hrifnæmur lesandi Hreinn Hreinsson segir frá uppáhaldsbókum sínum. „Ég á mér margar uppáhalds- bækur enda er ég frekar hrif- næmur og nýt þess sem ég er að lesa á hverjum tíma. í því ljósi hlýt ég að byrja á þeirri bók sem ég var að klára en hún heitir Life of Pi og er eftir Yann Martel sem mér skilst að sé að koma í heim- sókn hingað til lands í haust. Bókin fjallar um strák sem elst upp í dýragarði á Indlandi og lendir í því að veröa skipreika í björgunarbáti með tígrisdýri, hý- enu og fótbrotnum sebrahesti. Þar á undan las ég Gæludýrin eftir Braga Ólafsson sem mér fannst ansi skemmtileg. Ég var líka að klára bókina About a Boy eft- ir Nick Hornby sem er ágæt lýsing á póst- módemísku tilgangsleysi piparsveins í London um það leyti sem Kurt Kobain var að syngja sitt síðasta. Get heldur ekki stillt mig um að nefna Rokkað í Vittula eftir Mikael Niemi, sem er víst líka að koma í haust, en sú bók er frá- bær lýsing á karlmönnum við norðurheim- skaut - ég veit líka hvað Vittu þýðir og finnst undarlegt að ekki skuli hafa ver- ið gerð tilraun til að íslenska nafnið betur. Mér finnst voða erfitt að til- nefna einhverja „all time“ uppá- haldsbók og veit ekki hvaða mælikvarða ég ætti að nota. Ef ég rifja upp hvaða bók ég hef les- ið oftast þá eru það smásagna- bækur Þórarins Eldjárns enda get ég rakið söguþráð margra þeirra aftur á bak og áfram. Beloved eftir Toni Morrison hafði mikil áhrif á mig, ég var raunar mörg ár að klára hana því mér fannst svo erfitt að lesa hana. Get heldur ekki stillt mig um að nefna Eyju Múmínpabba eftir Tove Jansson, sem er einhver besta lýsing á hinum týnda nútíma- manni sem ég hef lesið, en sögur Tove Jansson voru einmitt teknar fyrir í bókmenntaklúbbn- um Æskunni sem ég er svo lánsamur aö vera í. Er í hálfgerðum vandræðum núna af því ég er ekki enn þá búinn að finna næstu bók til að byrja á en það fer örugglega vel og eru allar hugmyndir vel þegnar." Dúndrandi klassík Kantaraborgarsögur eftir Geoffrey Chaucer Þetta fræga 14. aldar rit Chaucers er gríðarlega skemmtilegt af- lestrar, fullt af æv- intýralegri • spennu og gáska- fullum húmor. Dúndrandi klassík í þýðingu Erlings E. Hall- dórssonar. Hópur fólks er í píla- grímsferð og styttir sér stimdir með því að keppa um hver geti sagt bestu söguna. Fjölbreyttar sögur við allra hæfi - meira að segja klámhundarnir geta ekki kvartað undan því að bókmennta- þörf þeirra sé ekki sinnt. Aukin tortryggni í veröldinni stafar aðallega afþví að fólk hefiir fengið œ fleiri tœkifœri til að kynnast. Noel Coward Bókalisti Eymundssonai ALLAR BÆKUR 1. Synir duftsins. Arnaldur Ind- riðason 2. Reisubók Guðríðar Símonar- dóttur. Steinunn Jóhannesdóttir 3. Ljósbrot. Símon Jón Jóhannsson tók saman 4. Ég lifi. Martin Gray - Max Gallo skráði 5. Mýrin. Arnaldur Indriðason 6. fsland (aldanna rás - pakki. Illuqijökulsson 7. Leggðu rækt við sjálfan þig. Anna Valdimarsdóttir 8. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 9. Ég er hann Diego. Dieqo Maradona 10. Töfrar 1-2-3. Thomas W. Phelan SKÁLDVERK 1. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 2. Reisubók Guðríðar Símonar- dóttur. Steinunn Jóhannesdóttir 3. Mýrin. Arnaldur Indriðason 4. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 5. Hvar sem ég verð. Inqibjörq Haraldsdóttir 6. Fyrstur til að deyja. James Patterson 7. Steinn Steinarr - Lióðasafn. 8. Rokkað í Vittula. Michael Niemi 9. Ljóðasafn Tómasar Guð- mundssonar 10. Grafarþögn. Arnaldur Indriða- son BARNABÆKUR 1. Herra Fyndinn. Roqer Harqreaves 2. Herra Sterkur. Roqer Harqreaves 3. Herra Kjaftaskur. Roqer Harqreaves 4. Úti að leika - qaldramyndabók. 5. Geitungurinn 1. Árni Árnason og Halldór Baldursson Bókalisti Eymundssonar 14. - 20. maí. Metsölulisti Bókabúöa Máls og menningar 15. maí - 21. maí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.