Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Side 24
24
Helcjctrblctö JOV LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003
Matur ogvín
Karrí
Karríer einkermandi fyrir indverska og aðra austurlenska matarqerð af ýmsu
tagi. Það er búið til úr margs konar krgddblöndum sem íIndlandi ganga undir
nafninu garam masala. Blöndurnar geta verið ólíkar og bragðið er misjafnlega
sterkt þvíhvert hérað hefursinn háttinn á. Þar eru blöndurnar búnar til heima eða
á markaðinum og er krgddið þá nýmalað. Túrmerik er það krydd sem gefur blönd-
unni gula litinn sem oftast er yfirqnæfandi. Einnig eru yfirleitt íhenni kar-
dimommur, kanill, saffran, sinnep, pipar, chilipipar, kummin, kóríander, engifer,
fennika og basilíka. Fleiri tegundir má nefna en oftast er það magn chilipiparsins
sem ræður þvíhversu bragðsterk blandan er. Vesturlandabúar lærðu að meta
karrírétti á sfðustu öld og kynntust kryddblöndunum, bæði íduftformi og mauki.
Þegar karríer notað f heita rétti er gott að setja það f feiti á undan öðru hráefni og
hita það f henni en gæta verður þess að láta það ekki brenna.
Kryddið leikur stórt
hlutverk í kræsingunum
100 q kræklinaur
- hjá Veróníku S.K. Palaniandy
100 q smokkfiskur
100 a sushi-krabbi
(Þrjár síðastnefndu tegundirnar kveðst Veróníka
hafa keypt saman í poka.)
3 msk. hreint smiör (qhee) til að steikia upp úr
1 kaffírlauf
5 sítrónulauf
Hún Veróníka S.K. Palaniandy er einn
þeirra erlendu matárgerðarmanna
sem ætla að sjá um veiting-
ar á hátíð hafsins um
næstu helgi á hafnarbakk-
anum í Reykjavík. Þar
verður islenskt sjávarfang
í öndvegi, framreitt með
ýmsum hætti. Veróníka er
frá Singapore og gerð aust-
urlenskra rétta leikur í
höndum hennar. Að því
komust blaðamaður og ljós-
myndari DV þegar falast var
eftir uppskrift og myndefni frá
henni. Hún breiddi batikdúk á borð
og töfraði fram bragðgóðan mat úr sjáv-
arfangi, karrii og kókosmauki. Veronika seg-
ir kryddið að sjálfsögðu leika stórt hlutverk í henn-
ar matargerð og það blandar hún sjálf, aðallega úr
ferskum jurtum, þó eru turmerik og saffran í duft-
formi. Hún kveðst hafa vanist því í sínu heimalandi
að blanda karríið sjálf og nú orðið sé það hægt á ís-
landi líka, enda hafi ýmsar verslanir, svo sem Nings,
Kryddkofinn og Austurlenska búðin allar tegundir til
sölu sem hugurinn gimist. Það hafi verið með nokk-
uð öðrum hætti þegar hún flutti hingað til lands fyr-
ir 16 árum.
Veróníka segist nota lax þegar hún vilji hafa mik-
ið við og lýsir því er hún veiddi sjálf stærðar lax í
1 kanilstöna
nokkur stvkki sítrónuaras
1 aeneaal (líkist enaiferrót)
5 neaulnaalar
---------------
nokkur fersk pandanlauf
1 chili. rauður
2 chili arænir
5 aeirar hvítlaukur
4 skalotlaukar
1 lime
dl kókoskrem úr pk.
1 tsk. turmerik
1 tsk. saffran
1 peli riómi
fyrrasumar, fyllti hann með blöndu svipaðri og hér
er lýst og heilgrillaði. „íslenskur lax er besti fiskur í
heimi,“ segir hún brosandi. Hér kemur svo uppskrift-
in sem hún lætur okkur í té, ætluð fyrir tvo:
Siávarréttur með saffran oo kókos
1 sneið bverskorinn lax
100 a skötuselur
100 a stórar rækiur
100 a hörpudiskur
Hluti smjörsins er settur á pönnu og hálf teskeið af
hvoru, turmerik og saffran, sett fyrst í. Síðan er lax-
inn steiktur báðum megin og öðru sjávarfangi bætt á
pönnuna þegar laxinn hefur fengið dálitið forskot.
Laukurinn, chiliið, laufin, sítrónugrasið, rótin og
negulnaglarnir steytt í mortéli. Sjávarfangið tekið af
pönnunni og kryddblandan steikt á henni um stund.
Síðan er fiskurinn settur á hana aftur og kókoskrem-
inu bætt út í, ásamt kanilstöng sem er soðin með.
Rjómanum bætt út í og allt látið malla um stund.
Limeávöxturinn skorinn í sneiðar. Smá safa bætt út
í réttinn allra síðast og sneiðarnar notaðar til
skrauts. Borðað með soðnum hrísgrjónum.