Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 55
LAUCARDAGUR 24. MAÍ 2003 Helcjorblaö 33 "V 59 Myndagátur__________________ Myndirnar tvær virð- ast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur íIjós að á annarri myndinni hef- ur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi og senda okkur ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimurvikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. Verðlaun: Minolta-myndavél frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti 4490 kr. Svarseðill Vinningamir verða sendir heim til þelrra sem búa úti á landi. Þeir sem búa á höfuð- borgarsvæðinu þurfa að sækja vinningana tll DV, Skaftahlíð 24, eigi síðar en mánuði eftir birtingu. Nafn:_______________________________ Heimili:---------------------------- Póstnúmer:----------Sveitarfélag: - Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? nr. 718 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Verðlaunahafi fvrir getraun 717: Sigríöur Ólafsdóttir, Hringbraut 104, 230 Keflavík. Lifiö eftir vinnu Opnar dyr - heitt á könnunni. j Listakonan Sjöfn Har. hefur opnað nýja vinnustofu í gömlu rafstöðinni á Eyrarbakka. í tilefni af menningarhátíðinni Vor í Ár- borg verður opið hús hjá listakon- unni milli kl. 14 og 19 bæði í dag og á morgun, sunnudag. Reykjavílíurlög Stórsveit Reykjavíkur heldur útgáfutónleika i Ráðhúsi Reykja- víkur kl. 15 í dag. Evrovisionpartý Eurovisjónsýning verður á Broadway í kvöld kl. 22.30. Þar er farið yfir þekktustu vinningslögin í Evróvisjónkeppninni og nokkrum íslenskum skotið inn í. Á eftir er ball með Hunangi og á litla sviðinu er Le’ Sing hópurinn. Fílasýning Stóra norræna fílasýningin verður opnuð í Norræna húsinu í dag, 24. maí, kl. 14. Allir eru vel- komnir á opnunina og öll börn sem mæta í fílabúning fá ís frá Emmess og fleira gott í gogginn! Gróður og grillblót Ræktunarblót verður við Aronsbústað í landi Skógrækt- arinnar á Mógilsá í dag. Mæst verður á bílastæðinu við rætur Esju kl. 14. Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði helgar blótið. Bakað verður skógarbrauð og leitað að földum hlut. Munið að taka grillmatinn með. Gerðubergskórinn Gerðubergskórinn syngur í Fella- og Hólakirkju á morgjin, 25. maí, kl. 16. Stjórnandi er Kári Friðriksson. Kvöldvökukórinn Afmælistónleikar Kvöldvöku- kórsins verða í Háteigskirkju á morgun, 25. maí kl. 17. Karlakórinn Kátir karlar syngja einnig nokkur lög. Stjórnandi er Ulrik Ólason og undirleikari Douglas A. Brotchie. Óperu- og söngleikjalög Leikhúskórinn á Akureyri held- ur iónleika í Samkomuhúsinu á Húsavík á morgun, sunnudag, kl. 20. Stjórnandi er Roar Kvam, und- irleikari Aladár Rácz og einsöngv- arar eru Hildur Tryggvadóttir, Michael J. Clarke og kórfélagar. Djass og sýning Árni ísleifs leikur á píanóið á Kránni, Laugavegi 73, annað kvöld, sunnudag. Á sama stað eru olíumálverk Stefáns Bergs Rafns- sonar á sölusýningu. Fuglaskoðun Skógræktarfélag Hafnarfjarðar efnir til tveggja tima fuglaskoðun- arferðar á morgun,25.5. Lagt er af stað kl. 10 frá Selinu í Höfðaskógi (Kaldárselsvegur). Aðaláherslan verður lögð á nýbúana í skóginum en líka litið eftir hreiðrum. Píkusögur Hinar geysivinsælu Pikusögur Eve Ensler verða sýndar í 120. sinn í Borgarleikhúsinu annað kvöld. sunnudag 25/5. Djúpsvíning Antons tryggði toppinn íslandsmótið i tvímennings- keppni á dögunum var hið 48. í röðinni, en frá upphafi þess, árið 1953, hafa 59 einstakling- ar unnið til þessa eftirsóttu verðlauna. Þeir einstaklingar sem oft- ast hafa unnið eru : Ásmundur Pálsson 9 sinn- um Hjalti Elíasson 7 sinnum Símon Símonarson 5 sinn- um Jón Baldursson 4 sinnum Bræðurnir Anton og Sigur- björn Haraldssynir bættust í hópinn fyrir stuttu, meðan Ásmundur rétt missti af sín- um tíunda. Skoðum eitt skemmtilegt spil frá mótinu þar sem bræð- urnir tryggðu sér einn af mörgum toppum sínum. S/N-S * D9875 «» 96 -f ÁD94 * 97 --ij---G632 w A * K10742 c ♦" S I* D1082 « ÁK V G5 * 1087632 * Á53 4»ÁD83 f KG5 * KG64 Þar sem Sigurbjörn og Anton sátu n-s gegn Böðvan Magn- ússyni og Hjálmari S. Pals- syni í a-v, gengu sagnir á þessa leið: Suður ur Vestur Norður Aust- 1 ♦ pass 1 »* dobl 2 f 4 * 5 tíglar pass pass dobl pass pass pass * Spaðalitur Á 21. öldinni er nokkuð gamaldags að segja spaða með spaðalit og bræðurnir nota því hjartasögn til að segja frá spaðalit! Það dúgði þó ekki til að fæla a-v frá hjartageiminu en það verður að segjast eins og er að Sigurbjörn sýndi mikla karlmennsku þegar hann skellti sér í fimm tígla. Það gekk yfir til Hjálmars sem doblaði vongóður. Hann spilaði síðan út hjartaás og meira hjarta. Böðvar drap á kónginn og spilaði laufi. Anton drap á ás- inn, spilaði tígulsexi og þegar Hjálmar lét lítið þá svínaði Anton og fékk slaginn. Eftir- leikurinn var síðan auðveld- ur. Anton tók tvo hæstu í spaða, svínaði síðan tíguldrottningu, tók ásinn og trompaði spaða. Tígulnían var síðan innkoma á fríu spaðana og n-s skrifuðu 750 í sinn dálk. Kjördæmamót BSÍ Kjördæmamót BSÍ verður haldið um helgina og er að þessu sinni spilað í Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Sel- fossi. Gömlu kjördæmin átta senda hvert fjórar sveitir og eru spilaðar 7 umferðir með 16 spila leikjum. Þorvaldur Guðmundsson, forseti bæjar- stjórnar Árborgar, setur mót- ið kl. ll í dag. Norðurlandamót Norðurlandamót hófst á mánudag og hefir gengið á ýmsu hjá íslensku sveitunum. Þegar þetta er skrifað hefir kvennalandsliðið hreiðrað um sig á botninum en hins vegar ber að líta á það að aðeins er búið að spila helming leikja. Karlaliðið er hins vegar i fjórða sæti eftir fimm umferð- ir, með 73 stig, sem er nokkuð undir væntingum. Reyndar virðist fyrirliðinn, Guðmund- ur Páll Arnarson, hafa séð ástæðu til þess að grípa i taumana og spila sjálfur á móti Þresti og Bjarna. Nánar um mótið í næsta þætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.