Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR V.JÚNÍ2003 Barði og sparkaði í höfuð á manni Aukin framlög Borgarráð samþykkti í gær til- lögur um aukin framlög til einkaskóla í borginni. Þá fól borgarráð borgarstjóra að ganga til samninga við forráða- menn ísaksskóla ogTjarnar- skóla um þátttöku borgarinnar í að greiða niður uppsafnaðan rekstrarhalla skólanna. Einnig var borgarstjóra falið að ganga samtímis til einkaskóla í frá nýjum samningi um aukin framlög vegna fimm ára barna í einkareknum grunnskólum. f greinargerð með tillögunni segir að uppsafnaður rekstrar- vandi (saksskóla sé verulegur og þrátt fyrir góða viðleitni for- ráðamanna skólans sé Ijóst að borgin verði að taka þátt í að greiða upp skuldir hans eigi þær ekki að valda verulegum borginni rekstrarvandræðum. Borgar- stjóra var falið að gera tillögu um upphæð og fyrirkomulag styrks sem miðar að því að sameiginlegtframlag skólans og borgarinnar nægi til að létta þessum vanda af skólanum. Einnig var talið rétt að málefni Tjarnarskóla yrðu könnuð með svipuðum hætti. Tvítugur piltur hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir lík- amsárás. Hann réðst á mann við skrifstofuhúsnæði sýslu- mannsins á Akureyri í septem- ber sl. og barði og sparkaði nokkrum sinnum í höfuðið á honum.Við það hlaut hann sár og kúlu á ennið, bólgu í andlit- ið,ásamt því sem gleraugu hans brotnuðu.Maðurinn ját- aði á sig líkamsárásina fyrir dómi en kannaðist ekki við að gleraugun hefðu brotnað í at- ganginum. Maðurinn hefur nokkrum sinn- um áður hlotið refsidóma og með þessu broti rauf hann skil- orð. Með dóminum var honum gert að halda almennt skilorð sam- kvæmt hegningarlögum en auk þess var hann látinn sæta umsjón Fangelsismálastofnun- ar ríkisins. Þarf hann að hlíta fyrirmælum stofnunarinnar um dvalarstað, menntun,vinnu, umgengni við aðra og tóm- stundir. Nettótekjur af varnar- liðinu 9 milljarðar á ári Árlegur kostnaður Bandaríkjamanna afrekstrinum um 22 milljarðar Nettótekjur íslenska þjóðar- búsins af viðskiptum og þjón- ustu við varnarliðið árið 2002 eru áætlaðar 9.052 milljónir króna samkvæmt upplýsing- um frá Upplýsingaskrifstofu varnarliðsins, sem hefur þær frá Seðlabanka íslands. Innifaldir eru verksamningar, kaup varnarliðsins og liðsmanna þess á vörum og þjónustu og laun íslenskra starfsmanna. Tölurnar voru gefnar upp í Bandaríkjadölum en eru hér umreiknaðar yflr í ís- lenskar krónur miðað við núver- andi gengi. „Útgjöld til löggæslu- og öryggismála eru alls áætluð 11,3 milljarðar í fjárlagafrumvarpi þessa árs þannig að ár- leg útgjöld Bandaríkja- hers vegna varnar- stöðvarinnar eru tvö- föld heildarútgjöld ís- lendinga til löggæslu- og öryggismála. Þetta eru svipaðar tekjur og und- ir lok 9. áratugar en þær hafa farið heldur lækkandi eftir að þær fóru hæst í 12,3 milljarða árið 1992 (miðað við núverandi gengi Banda- ríkjadals). Þrefalt RÚV Fróðlegt er að setja þessa nettó- tekjur þjóðarbúsins af viðskiptum við varnarliðið - 9 milljarða króna - í samhengi við tölur um innflutn- ing íslendinga árið 2002. Þá voru til dæmis fluttar inn tölvur og tölvu- búnaður fyrir 6,2 milljarða króna og fólksbílar fyrir 8 milljarða. Fatn- aður fyrir 7,7 milljarða var fluttur inn og lyf fyrir 6,9 milljarða. Þá má setja töluna í samhengi við ýmsa fjárlagaliði. Rekstur Háskóla Islands kostar til dæmis 4,9 millj- arða króna að frádregnum tekjum samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir þetta ár og áætlað er að rekstur Rík- isútvarpsins kosti 3 milljarða. Kostar BNA 22 milljarða Árlegur kostnaður Bandaríkja- manna af rekstri varnarstöðvarinn- ar á 'Keflavíkurflugvelli, að með- töldum rekstri Keflavíkurflugvallar, var að meðaltali um 22 milljarðar íslenskra króna á ári árin 1997-1999 miðað við núverandi gengi (27 milljarðar miðað við þá- DUGAR FYRIR BlLAFLOTANUM: Nettótekjur þjóðarbúsins af viðskiptum við varnarliðið voru meiri á síðasta ári en sem nemur öllum innflutningi landsmanna á bifreiðum. Nettótekjur islcnska þjóðarbusins af viðskiptum við varnarliðið | Milljónir króna ■ % af útflutningstekjum %afvergri landsframleiðslu Heimild: Uppiýsingaskrifstofa varnarliðsins, vitnað I Seðlabanka (slands. Innifalið eru verksamningar, kaup varnarliðsins og liðsmanna þess i vörum og þjónustu og laun Islenskra starfsmanna.Tölurnar eru gefnar upp I milljónum Bandarlkjadala en hér umreiknaðar yfir (islenskar krónur miðað við núverandi gengi. verandi gengi). Á sama tíma vom nettótekjurlslendinga af varnarlið- inu að meðaltali 10,8 milljarðar. Samkvæmt því kemúr um helm- ingur af umsvifum Bandaríkjahers inn í íslenska hagkerfið sem nettó- tekjur. Til samanburðar við kostnað Bandaríkjamanna af rekstrinum má nefna að heildarútgjöld dóms- og kirkjumálaráðuneytisins em áætluð um 14 milljarðar króna í ijárlagafrumvarpi fyrir þetta ár. Út- gjöld til löggæslu- og öryggismála em alls áæduð 11,3 milljarðar í fmmvarpinu þannig að árleg út- gjöld Bandaríkjahers vegna varnar- stöðvarinnar em tvöföld heildarút- gjöld íslendinga til löggæslu- og ör- yggismála. Fjöldi v.ti n.ii llösm.inn.t Hermenn Þaraf flugher Fjölskylda meðtalin fslenskir starfsmenn Mars 1990 3.294 1.335 4.987 1.086 Apríl 2003 1.946 653 4.035 897 Fækkun -1.348 -682 -952 -189 Heimild: Upplýsingaskrifstofa varnarliðsins. Að meðtöldum starfsmönnum ýmissa stofnana og verktaka sem þjónusta varnarliðið,en eru ekki starfsmenn þess, voru íslenskir starfsmenn samtals 1.662 (maí 2003. starfsmanna vamarliðsins var um 3,8 milljarðar króna árið 2001, segir í skýrslu utanríkisráðuneytisins um utanríkismál sem gefin var út í mars í fyrra. Samkvæmt Hagstofúnni vom alls 7.963 ársverk í mannafla vinnumark- aðarins á Suðumesjum árið 2001. Sé gert ráð fyrir að öll ofangreind störf séu unnin af íbúum Suðumesja og að í öllum tilvikum sé um fuUt starf að ræða er því fimmta hvert starf á svæðinu unnið fyrir vamarliðið. TU samanburðar má einnig nefna að árið 1997 vom skráð ársverk á öUu íslandi 1.427 í vöruflutningum á landi, 1.481 í flugrekstri; 1.323 í bif- reiðaviðgerðum; 1.189 í menntaskól- um; 1.401 hjá Forsetaembætúnu, Al- þingi, ríkisstjóm, stjómarráði og Hæstarétti; og 1.259 á elliheimilum. Vamarliðið veitir því fleirum atvinnu en allar ofangreindar atvinnugreinar. olafur@dv.is Ái Irgiíi iH'ilil.'itkosln.iÁui víð M'kitin v.ii n*i»siöðviii inn.u Meðaltal 1997-1999 í milljónum króna m.v.núverandi gengi. Vinnulaun (hermanna o.fl.) 6.973 Efniskostnaður ( 1.136 Verksamningar 4.314 Verkefni 2.168 Annað 1 7.295 Samtals i 21.886 Heimild: Upplýsingaskrifstofa varnarliösins. 3,8 milljarðar í laun íslensldr starfsmenn vamarliðsins vom 897 í apríl síðastliðnum. Að við- bættum starfsmönnum ýmissa stofnana (t.d. Ratsjárstofnun og Veð- urstofunnar) og verktakafyrirtækja sem þjónusta vamarliðið störfuðu aUs 1.662 íslendingar innan vamar- svæðanna. Launakostnaður vegna íslenskra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.