Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 14
74 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2003 Útlönd Heimurinn í hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson og Kristinn Jón Arnarson Netfang: gube@dv.is / kja@dv.is Sími: 550 5829 Blix sendir tóninn KJARNORKUEFTIRLIT: Hans Blix,yfirmaður vopnaeftirlits SÞ í (rak, ræðst harkalega að óvild- armönnum sínum í bæði Was- hington og Bagdad í viðtali við breska blaðið Guardian í dag. „Ég á mér mína óvildarmenn í Washington. Þar eru varmenni sem breiða út sögur,að sjálf- sögðu,sem komu sögum í fjöl- miðla. Ekki svo að skilja að mér sé ekki sama. Þetta var eins og moskítóbit að kvöldi sem klæj- ar í að morgni," segir Blix meðal annars í viðtalinu. Og bætir við að í landvarnaráðuneytinu Pentagon séu menn sem hafi breitt út gróusögur um hann. Þá segir Blix að óvinir hans í Irak hafi breitt út sögur um að hann væri samkynhneigður og tæki við fyrirmælum að vestan. Arásir áfram [RAK: Donald Rumsfeld, land- varnaráðherra Bandaríkjanna, segir að búast megi við áfram- haldandi árásum stuðnings- manna Saddams Husseins á bandaríska hermenn í frak næstu mánuðina.Árásarmenn- irnir yrðu þó upprættir áður en yfir lyki. Einn hermaður lét lífið í slíkri árás í Bagdad í gær og annar særðist illa. Evrópubúar, Japanir og Bandaríkjamenn senda geimför til plánetunnar rauðu: TroðninguráMars AF STAÐ TIL MARS: Delta II eldflaug sem bar geimfarið„Spirit" út fyrir gufuhvolf jarðar losnar hér frá geimfarinu um það bil 36 mínútum eftir geimskotið og sendir geimfarið af stað í næsta áfanga ferðarinnar til Mars. Ef allt fer samkvæmt áætlun ætti það að ná á leiðarenda eftir tæpa sjö mánuði. Bandarísku geimfari var skot- ið á loft í gær og var förinni heitið til Mars. Síðar í mánuð- inum munu Bandaríkjamenn senda annað mjög svipað geimfar til plánetunnar rauðu. Þar með verður orðið ansi þröngt á þingi þar, því fyrir viku var evrópskt geim- far einnig sent af stað til Mars, japanskt geimfar er einnig á leiðinni og tvö eldri á sporbaug um piánetuna. Helsta ástæðan fyrir því að svo vinsælt sé að senda geimför til Mars um þessar mundir er sú að næstu mánuði verður fjarlægðin milli Mars og jarðar styttri en hún hefur nokkurn tímann verið frá því geimferðir hófust. Það þýðir að ferðalagið milli plánetanna tekur einungis tæpa sjö mánuði í stað þeirra níu til tíu mánaða sem ferð- in tekur venjulega. Fjarstýrðir bílar Geimfarið sem flaug af stað í gær hefur hlotið nafnið „Spirit" en tví- buri þess, sem fer af stað seinni hluta mánaðarins ef allt gengur að LEIÐANGRAR TIL MARS Tveir þriðju leiðangra til Mars hafa mistekist. Hér er yfirlit yf- ir þá helstu sem heppnuðust. 1964 Mariner4. Flogið hjá Mars í fyrsta sinn. Fyrstu myndir af yfirborði plánetunnar sendar til jarðar. 1975 Viking 1. Fyrsta geimfarið sem lendir á Mars og tekst að senda myndir af yfirborðinu og taka sýni. 1996 Mars Global Surveyor. Fór á sporbaug og kortlagði plánetuna ítarlega. 1997 Mars Pathfinder. Lenti á plánetunni og sendi þús- undir mynda til jarðar. óskum, kallast „Opportunity". Báð- um er ætlað að lenda á Mars og rannsaka hvort vatn sem nú er löngu horfið af yfirborði plánet- unnar var nógu lengi til staðar til að líf hafl getað myndast. Meðal tækja sem bandarísku geimförin flytja til plánetunnar verða fjarstýrðir bílar sem munu geta ferðast mun auð- veldar um yfírborð Mars en áður hefur verið mögulegt Erfitt ferðalag Það hefur ekki gengið áfallalaust í gegnum tíðina að senda geimför til Mars. Um það bil tveir af hverj- um þremur leiðöngrum hafa mis- tekist frá því að fyrsta geimfarið var sent af stað árið 1964 og er skemmst að minnast Mars Climate Orbiter geimfarsins sem fórst í september 1999 vegna þess að vís- indamenn höfðu notað tvö mæli- einingakerfi - sumir reiknuðu í kílómetrum en aðrir í mílum. Einungis þremur geimförum, sem ætlað hefur verið að lenda á Mars, hefur tekist það. Þetta voru Viking-geimförin sem lentu árið 1976 og svo Pathfmder-geimfarið Meðal tækja sem bandarísku geimförín flytja til plánetunnar verða fjarstýrðir bílar sem munu geta ferðast mun auðveldar um yfirborð Mars en áður hefur verið mögulegt sem lenti árið 1997. Bandarísku geimförin og það evrópska nota í þetta sinn lendingartækni sem byggist á að verja geimfarið með loftpúðum og láta það skoppa til jarðar. Enn sem komið er hafa þó þeir leiðangrar sem sendir hafa verið af stað í sumar gengið vel. Geimskotið í gær tókst með ágætum og evr- ópska geimfarið, sem kallast „Mars Express", er þegar komið í um það bil milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu. Ekkert bólar enn áAung San Suu Kyi í Burma: Tólf dagar í haldi herforingja Burmneska baráttukonan og leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar, Aung San Suu Kyi, hefur nú verið í haldi herforingja- stjórnarinnar í Rangoon í tólf daga. Kröfurnar um að henni verði sleppt gerast sífellt há- værari og nokkur ríki íhuga að herða á refsiaðgerðum gegn Burma fyrir vikið. Herforingjastjórnin í Burma sagði í gær að Suu Kyi væri í tíma- ENN IHALDI HERFORINGJA: Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðissinna í Burma, er búin að dúsa tólf daga í haldi herfor- ingjaklikunnar sem stjórnar landinu. bundnu varðhaldi og sendimaður Sameinuðu þjóðanna, sem fékk að hitta hana, hafði eftir æðstu herfor- ingjum landsins að Suu Kyik yrði sleppt við fýrsta tækifæri. Suu Kyi og á þriðja tug forystu- manna í lýðræðisbandalagi hennar hafa verið í haldi frá því í maílok eftir að upp úr sauð milli stuðn- ingsmanna hennar og óbótalýðs á snærum stjórnvalda. Ekki er vitað hvar lýðræðissinnarnir eru hafðir. í Bandaríkjaþingi eru uppi radd- ir um að banna allan innflutning frá Burma í refsingarskyni. Thorbjorn Jagland í Noregi: Kosið um ESB-aðild Þingkosningarnar í Noregi eftir tvö ár eiga og verða að snúast um aðild lands- ins að Evrópusambandinu. Þetta er álit Thorbjorns Jag- lands, fyrrum leiðtoga norska Verkamannaflokksins og núver- andi formanns utanríkismála- nefndar norska Stórþingsins. „Það er klárt að þegar Pólland, sem er með stærstu löndum í Evrópu, segir já við ESB-aðild, hefur það afleiðingar á umræð- urnar um ESB í Noregi," segir Jagland í viðtali við norska blað- ið Aftenposten. Pólskir kjósendur samþykktu aðild að ESB í þjóðaratkvæða- greiðslu um helgina. Ekki er meirihluti fyrir aðild meðal þingmanna þótt kjósend- ur séu nú á öðru máli, sam- kvæmt skoðanakönnunum. Jens Stoltenberg, leiðtogi Verkamannaflokksins, er sam- mála flokksbróður sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.