Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 24
24 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2003 Ræktun lýðs og lands Umsjón: Páll Guðmundsson Netfang: palli@umfi.is Sími: 568 2929 LANOSMÓT LEIE SKOUNN Fjallgöngur og fjölbreytt sumarstarf Sumarstarfið er nú komið í fullan gang um land allt hjá héraðssamböndum og ung- mennafélögum. Starfið er fjölbreytt og kennir þar ým- issa grasa, svo sem þátttöku í íþróttum, þar á meðal ís- lands-, héraðs- og innanfé- lagsmótum. Mörg héraðssambönd eru einnig mjög virk í útivist og standa íyrir gönguferðum, skógræktarverkefn- um og fleira slíku. Þá má einnig nefna tónlist, dans og leiklist - sem víða blómstrar í hreyfingunni. Göngum um ísland í ungmennafélagshreyfingunni eru 22 héraðssambönd og 9 aðild- arfélög og um 300 íþrótta- og ung- mennafélög með ails um 66.000 fé- lagsmenn. Á meðal landsverkefna UMFÍ í sumar má nefna Unglinga- landsmót á ísaflrði, Göngum um ísland, Fjölskyldan á fjallið, ung- mennaviku í Þýskalandi og Leið- togaskóla á Laugarvatni. Landsverkefnið Göngum um ís- land hefst seinni partinn í júní en þar hefur verið safnað saman 200 gönguleiðum um land allt og koma þær út í Leiðabók UMFÍ sem dreift verður ókeypis í 50.000 eintökum. Fjölskyldan á fjallið HSK og Alviðra, sem er umhverf- isfræðslusetur Landverndar, standa fyrir fjölskyldugöngu á fng- ólfsfjall laugardaginn 14. júní nk. kl. 14. Þessi ganga er hluti af verkefni sem UMFÍ stendur fyrir í ár og nefnist Fjölskyldan á fjallið. Þátt- takendur ganga frá Alviðru undir Ingólfsfjalli við Sog, gegnt Þrastar- lundi í Grímsnesi. Þaðan er merkt gönguleið á fjallið. Eftir gönguna verður þátttakendum boðið í kaffi og kleinur í Alviðru. Göngustjóri verður Hjördís B. Ásgeirsdóttir, staðarhaldari í Al- viðru. Hún hafði frá mörgu að segja er varðar fjallið og nágrenni en af fjallinu er mjög víðsýnt. HSK mun koma fyrir gestabók á þau fjöll sem tilnefnd verða í þessu verkefni UMFÍ. f september verða dregnir út nokkrir heppnir einstaklingar sem Á vegum ungmennafé- laga verður fjölbreytt starf í sumar. Unglinga- landsmót ber hæst, en gönguferðir og útivist hvers konar setja sterk- an svip á dagskrána. Forskráð á landsmót Forskráning á Unglingalands- mótið á Isafirði stendur nú yfir. Mörg héraðssambönd hafa skipað landsmótsnefndir sem vinna að undirbúningi fyrir mótið á sínum svæðum. Þá hafa mörg héraðssam- bönd einnig samþykkt að styrkja þátttakendur til fararinnar með ýmsum hætti. Undirbúningur fyrir mótið geng- ur vel og er útlit fyrir fjölsótt mót og fjölbreytta og viðamikla dagskrá. Vinnu við framkvæmdir á ísafirði miðar vel og telja mótshaldarar að svæðið verði tilbúið seinni part júlímánaðar. fá vegleg verðlaun. HSK tilnefndi í fyrra Heklu og Búrfell í Grímsnesi í þetta verkefni og góð þátttaka var í göngu á Búrfell og vonandi fjöl- menna göngugarpar á Ingólfsfjall í ár. HSK hefur einnig tilnefnt Þrí- hyrning í verkefnið á þessu ári. Húnavaka og heimasíða Formlegt útgáfukaffi vegna út- gáfu upplýsingaritsins Húnavöku var haldið í Kántrýbæ á Skaga- strönd 3. júni og heppnaðist mjög vel. Meðal efnis er viðtal við Hall- björn Hjartarson, kántrýkóng á Skagaströnd, ferðasaga frá Tíbet eftir Magnús Björnsson frá Hóla- baki, vísnaþættir, ljóð og margs FÓLK f GÖNGUFERÐ: „Göngum upp með ánni,/ inn með mosaflánni." Svo kvað borgfirska skáldið Guðmundur Böðvarsson. Þetta er fossinn Glanni (Norðurá (Borgarfirði en gönguferðir með ám í héraðinu eru á dagskrá UMSB í sumar. konar fróðleikur auk hefðbundinna fréttapistla. I ritinu er að venju fjöldi ljósmynda. Ritstjóri er Stefán Á. Jónsson og aðrir í ritnefnd eru Páll Ingþór Kristinsson, Magnús B. Jónsson, Unnar Agnarson, Ingibergur Guð- mundsson og Jóhann Guðmunds- son. Verð á Húnavökunni er óbreytt frá því í fyrra, eða 2.500 kr., og fæst ritið í KH og Versluninni Borg á Skagaströnd. Af öðru í Húnaþingi er það að FÓLK Á FUNDI: Frá samráðsfundi UMFf sem haldinn var á Reyðarfirði á dögunum. Frá Rögnvaldur Ingólfsson, formaður U(Ó, Ásdís Helga Bjarnadóttir, UMSB og í stjórn UMF(, stjóri UMSE og (stjórn UMFÍ. vinstr: Anna R. Mikaelsdóttir,formaður HSV, og Hildur Aðalsteinsdóttir, framkvæmda- frétta að Umf. Hvöt á Blönduósi er nú komið með heimasíðu. Heima- síðan er unnin í samstarfi við Húnahornið og ber nafnið Hvatar- hornið. Múlaferð og Vaðlaheiði Yfir 50 manns tóku þátt í sól- myrkvaferð UFA í lok maí. Farið var með rútu til Ólafsfjarðar og gengið eða hlaupið upp í Ólafsfjarðarmúla og fylgst með sólmyrkvanum það- an. Skýjafar skyggði aðeins á sólina um tíma en rétt um það leyti sem hringmyrkvinn varð myndaðist glufa í skýin svo myrkvinn sást vel en flótlega eftir það gleyptu skýin sólina á ný. Hersingin gekk síðan eða hljóp niður múlann og þeir sprækustu alla leið inn á Dalvík þar sem farið var í sund og boðið upp á hressingu áður en lagt var í hann heim á leið á ný. Á vegum UMA var það svo hress tíu manna hópur sem gekk þing- mannaleiðina yfir Vaðlaheiði, um 10 km leið. Komið var fyrir kassa með gestabók við grjóthleðsluna en hún er brú yfir á sem hlaðin var 871. Lagt var upp frá Eyrarlandi og komið niður við Hróarsstaði í Fnjóskadal. Leiðin er vörðuð. UFA hvetur alla sem eiga gott með göngu að fara þessa leið í sumar og skrá nafn sitt í gestabókina en í haust verður farið og náð í bókina. Gengið á vatninu Nefnd um alhliða hreyfmgu og útivist innan Ungmennasambands Borgarfjarðar hefur sl. fimm ár staðið fyrir kvöldgöngum um hér- aðið í samstarfi við ýmsa aðila. Nú á ári ferskvatnsins sem Sámeinuðu þjóðirnar hafa tilnefnt var ákveðið að leita eftir samstarfi við Veiði- málastofnun - Vesturlandsdeild um fræðslugöngurnar í sumar. Var vel tekið í þá málaleitan. Óskað er einnig eftir því að veiðifélög við- komandi svæða taki þátt í þessu verkefni. Borgarfjarðarhérað er þekkt fyrir sínar gjöfulu ár og fjöl- breytta nýtingu vatns. í sumar verður lögð áhersla á að kynnast betur eftirfarandi svæðum. 19. júnfkl. 20:00 Pérlur Norðurár 3. júlí kl. 20.00 Hítará 17. júlíkl. 20.00 Flóka 31.júlfkl. 20.00 Hreðavatn 14. ágústkl. 20.00 Grímsá 28. ágústkl. 19.30 Langá 11. september kl. 19.30 Reykja- dalsá Öllum er frjálst að taka þátt í göngunum. Þetta er frábært tæki- færi til að kynnast betur svæðum sem við vitum af en þekkjum lítið og höfum fæst hver lítið skoðað. Með í för verða að jafnaði stað- kunnugir leiðsögumenn. Sú ný- breytni er að gefinn verður út lítill bæklingur með upplýsingum um svæðin sem gengið er um í sumar. í bókinni verður einnig hægt að kvitta fyrir þátttöku í hverri göngu. Þeir sem koma frá Borgarnesi eru hvattir til að mæta í góðan tíma fyr- ir brottför við íþróttamiðstöðina til að leggja á ráð um niðurröðun í bíla. Einnig er æskilegt að aðrir reyni að sameinast eða bjóða fólki með sér til að fylla bílana! Unglingalandsmót UAAFÍ iXi ISafírðí verslunarmannahelgina ® Velkomin 2 003 UNGLINGA LANDSMÓT i.-3-agust hsP^ ffS * Frábær fjölskyldhátíð þar sem gleði, j / UMFÍ ánægja og heilbrigði ráða ríkjum. ' ÆblJmM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.