Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2003 DVSPORT 39 lt“ » HK í miklum ham 1 -0 Zoran Panic, víti............58. 2-0 Viilý Þór Ólafsson ...........89. Nýliðar HK halda áfram að koma á óvart í 1. deild karla í knattspyrnu og að lokn- um fimm umferðum er liðið í fjórða sæti deildarinnar en í gærkvöldi lagði það Stjörnuna að velli, 2-0, í Kópavogi. Stjarnan situr hins vegar óvænt á botni deildarinnar. Leikurinn í gærkvöldi var ágætur og talsvert um færi á báða bóga. Stjömumenn voru meira með bolt- ann í fyrri hálfleik og voru nálægt því að komast yfir á 20. mínútu en þá átti Vilhjálmur Vilhjálmsson skot í stöng úr aukaspymu. Fjómm mín- útum síðar fékk liðið svo tvö góð færi í sömu sókninni en Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður HK, var vel á verði. Stjömumenn fengu svo vítaspymu á 39. mínútu sem Valdi- mar Kristófersson fiskaði - Brynjar Sverrisson tók spyrnuna en Gunn- leifúr varði vel - Dragoslav Stoja- novich fylgdi eftir en skot hans fór rétt framhjá. Seinni hálfleikur fór rólega af stað en á 58. mínútu fékk HK vítaspymu sem Zoran Panic nýtti tíl fullnustu. Villý Þór Ólafsson, sem kom inn á sem varamaður á 46. mínútu, féll þá inni í teig eftír viðureign við Bene- dikt Egil Árnason. Eftir markið vom heimamenn mun hættulegri og þeir fengu nokkur góð færi til að gera út um leikinn og oftast var það áður- nefndur Villý sem átti þar stærstan þátt. Stjömumenn reyndu að sækja en vom máttlausir og það var líkt og lánleysið héngi yfir þeim. Brynjar Sverrisson vill líklega gleyma þess- um leik sem allra fyrst - fýrst var það vítið og svo komst hann aleinn inn- fyrir á 68. mínútu en Gunnleifur átti ekki f miklum erfiðleikum með að verja slakt skot hans. Það var síðan Villý sem gulltryggði sigur HK með stórglæsilegu skoti í blálokin og undirstrikaði frábæra innkomu. Gunnleifur var öflugur í markinu en annars var liðsheild HK sterk. Sveinn Magnússon var bestur í Stjömulið- inu og Besim Haxhiajdini hressti upp á sóknarleik liðsins á síðustu tíu mínútunum Maður leiksins: Villý Þór Ólafs- son, HK -SMS Varnarleikur í fyrirrúmi Njarðvík og Víkingur gerðu markalaust jafntefli á Njarðvík- urvelli í gærkvöld. Það var ekki mikið um færi í leiknum og voru bæði lið að leika vel varnarlega en heldur vantaði upp á sóknar- leikinn. Víkingur var sterkari aðilinn framan af og eftir háfltíma leik kom besta færi leiksins þegar Víkingar komust upp að endamörkum vinstra megin eftir mis- skilning í vörn Njarðvíkur og eftir fyrir- gjöf var Egill Atlason á auðum sjó rétt utan markteigs en Sigurður Sigurðs- son varði vel í marki Njarðvíkur. Vík- ingar héldu áfram að sækja út hálfleik- inn en án þess að skapa sér færi og var varnarlína Njarðvíkinga sterk. Njarðvíkingar ógnuðu ekki mikið fram á við. Þeirra besta færi kom á 60. mínútu þegar Eyþór Guðnason átti skot af markteig úr þröngu færi en ög- mundur, markvörður Víkinga, sló knöttínn í hliðametið. Síðasti hálf- tíminn var heldur tfðindalítill þó gest- imir væm heldur meira með boltann. Arjen Kats var sterkur í hægri bak- verðinum hjá Njarðvíkingum og 4 manna aftasta lfna þeirra steig vart feilspor að þessu sinni. Þeir Bjami Sæmundsson og Guðni Erlendsson voru einnig duglegir á miðjunni. Víkingarnir vom mjög sterkir til baka og Sölvi Geir Ottesen og Sigurjón Þorri ðlafsson vom mjög sterkir í hjarta varnarinnar. En í sóknarleikinn vantaði ógn og náði liðið í raun ekki að búa sér til mörg færi. Sigurður Jónsson, þjálfari Víkings, var eilítið vonsvikinn með að ná ekki í stiginþrjú. „Éger ánægður með vam- arleikinn enda höfum við aðeins feng- ið 2 mörk á okkur í 5 leikjum en það * vantaði eitthvað upp á í sóknarleikn- um í dag. Miðað við að Njarðvík á í raun aðeins eitt skot á markið hefði maður viljað fara héðan með þrjú stig." Helgi Bogason, þjálfari Njarðvík- inga, var nokkuð sáttur með niður- stöðuna. „Víkingarnir eru sterkir til baka og svona miðað við hvernig þetta þróaðist þá getur maður verið nokkuð sáttur með stigið. Þegar við mættum Þórsumm í síðasta leik voru þeir á toppnum og í dag mætum við Víking- um sem sitja á toppnum og maður getur ekki verið annað en sáttur við niðurstöðuna úr þessum leikjum." Maður leiksins: Atjen Kats, Njarð- vfk. -EÁJ ♦ KNATTSPYRNA 1.DEILD KARLA Staðan: Víkingur 5 3 2 0 7-2 11 Þór, Ak. 5 3 t 1 12-9 10 Keflavík 4 3 0 11-6 9 HK 5 2 2 1 8-3 8 Njarðvík 5 2 ' 1 2 9-8 7 Haukar 4 1 2 1 4-6 5 Aftureld. 5 1 2 2 4-8 S Leift/Oal. 5 H 1 Hi 5-8 4 Breiðabllk 5 i 1 3 4-7 4 Stjarnan 5 0 2 MB 5-10 2 Veiðiskapurinn byrjaði mjög rólega Tveir laxar sluppu á fyrstu þremur tímum veiðitímans í Laxá í Kjós „Laxinn var á stutta stund en fór síðan af, hann hefur líklega ekki tekið maðkinn nema að litlum hluta og sleppt þegar ég togaði í,“ sagði Páll Magnússon sem settí í fyrsta lax sum- arins í Laxá í Kjós en hann slapp eftir stutta baráttu í Kvíslarfossinum. Með Páli á stöng var Bolli Kristins- son og hann reyndi á eftir Páli í Kvísl- arfossinum en veiðiskapurinn gekk rólega. „Það em laxar þama í Kvíslarfossin- um,“ sagði Páll og færði sig ofar í ána með Bolla. Ekki mikill fiskur „Laxinn tók fluguna smástund í Laxfossinum en fór af,“ sagði Gylfi Gautur Pétursson sem veiddi Laxfoss- inn með Ásgeiri Þór Ámasyni, það vom ekki margir laxar í fossinum, einn og einn fiskur. „Ég var að reyna frá Holunni og niður að Kvíslarfossinum en varð ekki var við fisk þarna,“ sagði Árni Baldurs- son sem reyndi maðkinn víða á svæð- inu, hver hola var skoðuð vel. „Það er enginn lax kominn á land ennþá og við verðum með urriðasúpu í hádeginu. Ég fór áðan og veiddi 13 urriða sem Siggi Hall matreiddi fyrir veiðimenn," sagði Ásgeir Heiðar er við heyrðum stöðuna um hádegið í gær. „I morgun sluppu tveir laxar, ann- „Urríðasúpa var í mat- inn hjá veiðimönnum í Laxá í Kjós" ars var þetta frekar rólegt," sagði Ás- geir Heiðar í lokin. Veiðimenn ætlu að færa sig ofar í ána eftir hádegi, laxinn gæti verið kominn þangað, vatnið er lítíð og fisk- urinn er að flýta sér þessa dagana. Laxinn kominn í Elliðaárnar Fyrstu laxar sumarins em komnir í Elliðaárnar en þeir voru í kistunni. Tíðindamaður þóttist sjá laxa í fossin- um en var ekki alveg viss, enda laxar alltaf að verða sjaldséðari með hverju árinu sem líður. Það er borgarstjóri Þórólfur Árnason sem opnar Elliða- árnar á sunnudaginn og þá opna líka Laxá á Ásum og Víðidalsá í Húnvatns- sýslu. Laxveiðin byrjaði í Laxá f Aðaldal í morgun og veiddist 14 punda í Bjarg- strengnum en lítið sást af laxi á svæð- inu. í Laxárdal í Þingeyjarsýslu hafa veiðimenn verið að fá góða veiði. Veiðimaður sem var þarna fyrir fáum dögum sagði að stærstu fiskamir hefðu verið kringum 4 pund. Mikið var af flugu og stór sá á sumum veiði- mönnunum. Það rigndi og þá eykst flugan mikið á svæðinu. „Við fengum fína veiði en það var hrikalega mikið af flugu, ógeðslega mikið, en silungurinn er vel haldinn og tók vel,“ sagði veiðimaður sem var að koma af svæðinu fýrir fáum dög- um. -G.Bender Páll Magnússon rennir fyrir lax en Bolli Kristinsson kannar stöðuna við Kvíslarfossinn (Laxá (Kjós (gærmorgun. Enginn lax veiddist þarna fyrsta hálfa daginn. Skömmu seinna setti Páll þó (lax en missti hann. DV-mynd G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.