Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 37
MIÐVIKURDAGUR 11.JÚNÍ2003 DVSPORT 37 220 blaðamenn Knattspyma: Þýskir fjölmiðlar liggja ekki á liði sínu þegar Þjóðverjar mæta Færeyingum í Þórshöfn í kvöld. Yfir 220 blaða- og fréttamenn eru mættir til að flytja fréttir af leiknum. Þýska landsliðið hefur mátt sæta mikilli gagnrýni í fjölmiðlum heima og þótt leika langt undir getu í undankeppni Evrópumótsins fram að þessu. Birgir þjálfar í Þorlálkshöfn Körfubolti: Þór Þorlákshöfn, sem vann sér sæti í Intersport- deildinni fyrir næsta vetur, hefur ráðið þjálfara fyrir átökin í efstu deild og er sá er ekki ókunnugur í því starfi. Birgir Mikaelsson,sem kom lið- inu upp.varekki endurráðinn og í hans stað hafa Þórsarar fengið William Dreher sem stýrði liðinu 1998-2000. Dreher náði ekki að koma Þórs- urum upp á þeim tveimur ár- um sem hann var með liðið en var nálægt því bæði tímabil- in. Ekki er komið á hreint hvaða mannskap Þórsarar muni tefla fram en það ætti væntanlega að skýrast á næstunni. -Ben Tap í Litháen Knattspyrna: 21-árs landslið íslands í knattspyrnu tapaði, 3—0,fyrir Litháum í und- ankeppni Evrópumóts þessa aldursflokks (Litháen í gær. ís- lenska liðið hefur leikið fjóra leiki í riðlinum og tapað þeim öllum. Litháer eru hins vegar í efsta sæti með níu stig en þeir hafa leikið fimm leiki í riðlinum. Sem þjáifari á Englandi 153 leikir 62,4% vinningshlutfall □ Sigrar ■ Jafntefli ■ Töp 255 leikir 64,1% vinningshlutfall □ Sigrar ■ Jafntefli ■ Tóp 25 leikir 56,0% vinningshlutfall ■ Sigrar ■ Jafntefli H Töp Ríkharður Daðason hleypur hér að þjálf- ara sfnum eftir að hafa komið (slendingum yfir gegn Frökkum '98. Sem landsliðsþjálfari fslands Sem þjálfari á Islandi Besti árangur landsliðsþjálfara ' með íslenska landsliðið frá upphafi: Samtals allir leikir ILágmark lOlelkir) Guðjón Þórðarson (25 leikir) .. 56,0% Guðni Kjartansson (16 leikir) .50,0% Ásgeir Elíasson (35 leikir) ...45,7% Atli Eðvaldsson (31 leikur).43,5% Bo Johannsson (15 leikir) .....43,3% Leikir í undankeppni stórmóta (Lágmark 8 leikir) ^ Guðjón Þórðarson.............53,6% Guðni Kjartansson ...........44,4% Atli Eðvaldsson..............42,3% Leikir i undankeppni HM (Lágmark 4 leikir) Ásgeir Elíasson................50,0% Guðjón Þórðarson...............50,0% Atli Eðvaldsson................45,0% Leikir í undankeppni EM (Lágmark4 leikir) Guðjón Þórðarson............55,0% Siegfred Held...............37,5% Tony Knapp..................33,3% Atli Eðvaldsson.............33,3% Vináttulandsleikir (Lágmark 5 leikir) Tony Knapp..................63,9% Bo Johannsson...............61,1% Guðjón Þórðarson............59,1% Guðni Kjartansson ...........57,1% Ásgeir Elíasson.............52,9% að hópur íslenskra fjárfesta hafði keypt meirililutann í félaginu. Þá var féiagið í 2. deild og var það ætl- unarverk Guðjóns að koma liðinu deild ofar á þremur árum. Sú áætl- un gekk upp en af einhverju ástæð- um ákvað stjórn Stoke að endur- nýja ekki samninginn við kappann þegar hann rann út um sumarið 2002. Allt frá þeim tíma hefur Guðjón verið án vinnu, ef undan er skilinn tímabundið starf hjá norska liðinu Start síðasta sumar. Nú hefur hann sótt um stöðu þjálfara landsliðsins að nýju og ef tölfræðin hér á síðunni er skoðuð kemur margt athyglisvert fram. Með um og yfir 60% vinningshlutfall hvert sem litið er, verður Guðjón að teljast hæfur til að gegna stöðunni. Ljóst er að þarna er á ferð snjall þjálfari sem veit hvað þarf til að ná árangri. Guðjón Þórðarson... ... er einiþjálfarínn sem hefur stýrt liði til sigurs í efstu tveimur deildun- um hvorri á eftir annarri en hann vann B-deildina með ÍA 1991 og íslands- meistaratitilinn árið eftir. ... er einiþjálfarínn sem hefur unnið fjóra bikarmeistaratitla í röð en und- ir hans stjóm vann ÍA bikarinn 1993 og 1996 og hann stjómaði einnig KR til bikarmeistaratitils sumrin 1994 og 1995. Guðjón hefur unnið 19 bikarleiki í röð sem þjálfari á fslandi. ... varö fyrsti þjálfarinn tii að vinna stóran bikar í vesturbænum í 26 ár þegar KR vann bikarmeistaratitilinn undir hans stjórn 1994. ... er einiþjáifarinn sem hefur stýrt íslenska landsliðinu í ellefu leikjum í röð án þess að tapa en undir hans stjórn tapaði landsliðið ekki leik frá því í febrúar 1998 þar til að liðið tapaði 0-1 fyrir Rússum f Moskvu 17 mánuðum seinna. Á þessum tíma vann liðið 6 leiki og gerði 5 jafntefli. ... stjómaöi iiöi ÍA sumarið 1993 er liðið setti markamet. Þá gerði Iiðið 62 mörk í aðeins 18 leikjum sem gerir 3,44 mörk að meðaltali í leik. ... hefur unniö fjóra fslandsmeistaratitla sem þjálfari í tíu Iiða efstu deild. Undir hans stjóm vann KA sinn eina titil sumarið 1989 og Skagamenn urðu síðan íslandsmeistarar 1992, 1993 og 1996 undir stjóm Guðjóns. Enginn þjálfari hefúr unnið oftar tíu liða efstu deild síðan hún var sett á laggirnar sumarið 1977 en Hörður Helgason og Ásgeir Eh'asson hafa gert liðs sín þrisvarað meistumm. Könnun DV.is: Skiptar skoðanir Fyrir landsleikinn gegn Færeyjum á Laugardag stóð netmiðill DV, dv.is, fyrir könn- un á Netinu þar sem spurt var hvort ráða ætti Guðjón Þórð- arson að nýju sem þjálfara ís- lenska landsliðsins í knatt- spymu. Könnunin stóð yfir í nokkra daga og fór þátttakan fram úr björtustu væntingum. Greinilegt er að almenningur hefur skoðun á málinu en alls voru það 1573 manns sem tóku sig til og svöruðu spurn- ingunni. Það er skemmst ffá því að segja að skoðanir almennings skiptast nánast jafnt - 48% þeirra sem tóku þátt sögðust ekki vilja Guðjón Þórðarson sem landsliðsþjálfara á ný en 43% voru á því að Guðjón ætti að taka aftur við liðinu. Ekki nema 9% þeirra sem svömðu höfðu ekki skoðun á málinu og sögðust vera alveg sama um hver væri við stjórnvölinn hjá íslenska landsliðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.