Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 38
38 DVSPORT MIÐVIKURDAGUR 11.JÚNÍ2003
Newcastle vill Ronaldinho
Knattspyrna: f síðustu viku var
talið að Manchester United
hefði svo gott sem tryggt sér
^ hinn brasilíska Ronaldinho. Það
er öðru nær því Newcastle er
komið í spilið og vill Robby
Robson knattspyrnustjóri nú
ólmurfá Ronaldhino. Efþetta
gengið eftir myndi Lauren Ro-
bert fara í skiptum til Paris St.
Germain.
Rustu til Barcelona?
Knattspyrna: Spænska íþrótta-
blöðin Marca og AS sögðu frá
því í gær að flest benti til að
Rustu Receber, landsliðsmark-
vörðurTyrkja í knattspyrnu,
væri á leiðtil Barcelona.Samn-
ingaviðræður eru í höfn og
sjálfur segir Receber að hann
muni skrifa undir samning við
Barcelona. Arsenal og
Manchester United voru bæði á
höttunum eftir Receber sem af
mörgum ertalinn besti mark-
vörður heims í dag. Hann hefur
til þessa verið fráhverfur því að
fara frá Fenerbache en laun
hans munu margfaldast ef
hann gengur í raðir Barcelona
sem virðist ætla að sópa til sín
leikmönnum fyrir næstu leiktíð
eftir slakt gengi á þessari tíð.
Van Gundy tekur við Houston
Körfuknattleikur: Jeff Van
Gundy verður næsti yfirþjálfari
hjá Houston Rockets í NBA-
deildinni. Hann mun taka við
starfinu af RudyTomjanovich
sem hætti hjá liðinu (maí eftir
samfellt 12 ára störf.Gundy
hefur getið sér gott orð sem
þjálfari í gegnum árin en hann
var áður hjá New York Knicks.
Stjórn ensku meistaranna í
Manchester United sendu frá
sér yfirlýsingu í gær þess efn-
is að félagið hefði samþykkt
30 milljóna punda tilboð í
* David Beckham frá spænska
liðinu Barcelona. Stíf fundar-
höld á síðustu dögum urðu til
þess að Manchester-liðið
gekk að tilboði Börsunga í
gær en þó með vissum for-
merkjum.
Sá sem fór fyrir Barcelona í þess-
um kaupum var Johan Laporta en
hann er í framboði til forseta félags-
ins. Á sunnudaginn kemur verður
forsetakosning hjá Barcelona en
talið er að Laporta njóti stuðnings
meirihluta fulltrúa sem hafa kosn-
ingarétt í kjörinu, þótt tæpt standi.
Síðan frá áramótum hefur setið
stjórn sem aðeins er til bráðabirgða
og hefur í raun ekkert vald. Nýrrar
stjórnar bíður mikið verkefni í því
að koma félaginu á hæsta stall á
nýjan leik.
Áður en kauptilboð Barcelona
„ Beckham segist bera
hlýjar tilfinningar tilAI-
ex Fergusons, sem hafi
reynst honum eins og
* faðir frá því að hann
hóf fyrst að æfa með
Manchester United fyrir
tíu árum."
var gert opinbert í gær sagðist Dav-
id Beckham alls ekki útiloka að fara
frá Manchester United í sumar.
Hann bæri þó hlýjar tilfinningar til
félagsins og Alex Ferguson knatt-
spyrnustjóri hefði reynst sér afar vel
en auðvitað hefðu stundum komið
upp misættir eins og gengur og ger-
ist.
1 Yfirlýsing Manchester kom
Beckham í opna skjöldu
„Ferguson hefur reynst mér sem
faðir og án hans væri ég ekki þessi
leikmaður sem ég er orðinn í dag,“
sagði Beckham í samtali við blaðið
Los Angeles Times en Beckham
hefur dvalið í Bandaríkjunum í fríi
með fjölskyldu sína í um vikutíma
en er á heimleið. Fréttum fer ekki
alveg saman í þessu máli því haft er
eftir Beckham á BBC í gær að hon-
um hafi komið þessi yfirlýsing frá
Manchester United mjög í opna
skjöldu og það væri alls ekki víst að
hann samþykkti að fara til
Barcelona.
í einu blaðanna segir Beckham
að hann verði leikmaður Manchest-
er United eins lengi og þess verði
óskað af hálfu félagsins. Hann er
sagður ekki ánægður með að hafa
fyrst heyrt af samþykki kauptil-
/h boðsins í fjölmiðlum. Hins vegar
hefur Manchester United marglýst
því yfir að ef einhvern tímann bær-
jífSÍIÍwltÍ'i *•«! i! Hrtlh,.,..:
verk í samningsgerðinni ef David
Beckham gengi í raðir Barcelona en
hann lýtur að auglýsingasamningi
hans við Adidas. Hann færir Beck-
ham gríðarlegar tekjur en ef leik-
maðurinn gengi í raðir Barcelona
yrði honum stefnt í uppnám. Adi-
das myndi aldrei lfða það að Beck-
ham léki í skóm fyrirtækisins hjá
Barcelona. Einn stærsti stuðnings-
aðili Barcelona er Nike og leikmenn
nota skó þaðan og leika í búningi
frá sama íþróttavöruframleiðanda.
Aðalfundur Barcelona gæti
dregið dilk á eftir sér
Aðalfundur Barcelona um helg-
ina gæti dregið dilk á eftir sér en
unnið hefur verið að því hörðum
höndum á bak við tjöldin að Johan
Laporta fái brautargengi og verði
næsti forseti félagsins. Spænskir
fjölmiðlar sögðu í gær að Laporta
nyti nú þegar mikils stuðnings og
yrði næsti forseti . félagsins.
Barcelona er ekki eina félagið sem
hefur verið á höttunum eftir David
Beckham á síðustu vikum. Nafn
Real Mádrid kom fyrst fram í sviðs-
ljósið en spænska liðið hafði raunar
engan áhuga á leikmanninum.
Barcelona, AC Milan og fnter komu
síðan inn í umræðuna og virðist
sem spænska liðið hafi unnið kapp-
hlaupið um þennan eftirsótta leik-
mann.
„Franz Beckenbauer,
fyrrum leikmaður og
þjálfari þýska lands-
liðsins, sem tjáir sig
ekki oft um leikmenn
utan lands síns, sagði
eitt sinn um Beckham
að þar færi einn besti
knattspyrnumaður í
heiminum ídag"
David Beckham lék sinn fyrsta
leik með aðalliði Manchester
United 1995, þá 19 ára gamall, en
fyrsta alvörutímabilið með félaginu
var 1995-96 en þá Iék hann með lið-
inu 33 leiki. Hann lék sinn fyrsta A-
landsleik með enska landsliðinu
gegn Moldavíu í undankeppni
heimsmeistaramótsins 1997. f mars
1999 eignaðist Beckham sitt fyrsta
barn með Victoriu Adams og í júlí
hið sama ár gengu þau í hjónaband.
í maí 2002 skrifaði Beckham undir
nýjan samning við Manchester
United sem gildir til júní 2005.
Franz Beckenbauer, fyrrum fyrir-
liði þýska landsliðsins í knattspyrnu
og þjálfari þess, sem ekki er vanur
að hrósa leikmönnum utan Þýska-
lands, sagði eitt sinn um David
Beckham að þar færi einn besti
knattspyrnumaður í heiminum í
dag. Beckenbauer er mikils metinn
í knattspyrnuheiminum og þóttu
þetta stór orð sögð um Beckham
fyrir þremur árum.
jks.sport&dv.is
Ein skærasta stjarna enskra knattspyrnu, David Beckham, er að öllum líkindum á leið til spænska stórliðsins Barcelona
ist 30 milljóna tilboð í kappann yrði
það skoðað alvarlegum augum. í
dag er það reyndin en engu að síður
ljóst að þetta mál á eftir að fá mikla
umfjöilun næstu daga.
Beckham segist vera í mikilli
þakkarskuld við Alex Ferugson.
„Hann gaf mér tækifæri þegar ég
var aðeins 18 ára gamall. Maður
hefur lesið í fréttum að við höfum
átt í deilum en fréttaflutningur af
því hefur verið orðurp aukinn í
langfiestum tilfellum," segir
Beckham.
f kauptilboðinu sem Manchester
United samþykkti í gær kemur fram
að upphæðin gæti hækkað á samn-
ingstímanum. Ekkert hefur verið
opinberað hvað samningurinn við
Barcelona verður langur ef hann á
annað borð gengur í gegn.
Beckham á sjálfur eftir að semja um
kaup og kjör en eitt er víst að hann
verður þar á engum sultarkjörum.
Fjölmiðlar gerðu því skóna að hann
myndi ekki hafa minna en 8 millj-
ónir í vikulaun hjá Börsungum. Ekki
þætti ólíklegt að sú upphæð gæti
jafnvel orðið enn hærri.
Eitt stórt atriði gætið leikið hlut-
ÍÍÍ lí íf i ii
Á leið til Spánar
Manchester United samþykkti kauptilboð Barcelona í gær