Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 32
32 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2003 Tilvera Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5824-550 5810 í hers höndum „Reykjavík (hers höndum" er heiti nýrrar sýningar sem opn- uð hefur verið (Stríðsárasafn- inu á Reyðarfirði. Þar eru yfir 50 Ijósmyndir, teknar af Ijósmynd- urum Bandaríkjahers á (slandi 1941-1944, og sýna þær vel þær breytingar sem urðu á bæjarbragnum f Reykjavík þeg- ar hermenn voru fjölmennari en íbúar bæjarins. Stríðsára- safnið hefur endurgert bragga hermanna sem sýnir þær að- stæður sem hermenn þurftu að búa við hér á landi, þar sem hiti fór oft niður fýrir frostmark og eina upphitunin var einn kola- eða olíuofn.Sömuleiðis eru sýndar byssur, skotfæri.táragas- sprengjur og önnur tól her- manna ásamt einkennisbún- ingum bæði bandarfska og breska hersins og bandarískum Willys herjeppa.Sýningin „Reykjavfk í hers höndum" er samstarfsverkefni íslenska stríðsárasafnsins, Borgarskjala- safns Reykjavíkur og Þórs Whiteheads sagnfræðings. Richord Chamberlain opinberaði fyrir skemmstu það sem marga hafði lengi grunað - að hann væri hommi: Lifa lygi ímyndarinnarvegna Það kom fólki misjafnlega mikið á óvart þegar leikarinn Richard Chamberlain opinber- aði það fyrir skemmstu að hann væri hommi. Richard gerði garðinn frægan fyrir meira en fjórum áratugum í sjónvarpsþáttunum Dr. Kildare þar sem hann vann hug og hjarta kvenna víðs vegar um heiminn. Lengi vel var uppi sterkur orðrómur um að hann væri samkynhneigður en Ric- hard hafði aldrei viðurkennt það opinberlega þangað til í síðustu viku. Richard er nú 69 ára og segist ekki vera hræddur við fordóma lengur og því geti hann loksins opinberað sam- kynhneigð sína. Ævisaga hans, sem ber heitið Shattered Love, mun koma út innan skamms og þar lýsir hann meðal annars ástarsambandi sem hann hefur átt í við annan mann í 27 ár, auk þess sem hann fjallar um erfiðleikana sem því fylgja að vera samkynhneigður f Hollywood. Hættur að skammast sín „Hlutverk mitt innan kvikmynda- geirans hefur breyst mikið á sfðustu árum þannig að ég þarf ekki að hugsa eins mikið út f ímynd mína og áður,“ segir Richard í nýlegu viðtali við tímaritið People. „Þegar fréttir birtust um það í blöðum fyrir tæpum þremur áratug- um að ég væri hugsanlega hommi þá var það alveg gífurlega mikið áfall fyrir mig. Eg fékk til að mynda ekki eitt einasta hlut- verk í meira en ár á eftir, svo erfitt var þetta. Hugsunar- háttur fólks hefur aftur á móti breyst mikið frá þeim tíma og í dag gerir ekki nokkur maður sér grein fyrir hversu miklu erfiðara þetta var á árum áður. Þegar ég var ungur þá var það versta sem hægt var að hugsa sér að vera álitinn hommi eða pervert - á þessum tíma setti fólk morðingja á hærri stall en homma," segir Richard og bætir því við að ekki séu svo mörg ár síðan hann hætti að skammast sín fýrir kynhneigð sína. Hann segist hins vegar ekki vera hræddur við al- menningsálitið lengur og því geti hann loks talað opinskátt um hlutina eins og þeir eru. „Ég var mjög ungur þegar ég áttaði mig á því að ég væri hrifnari af mínu eigin kyni en konum. Hins vegar lét ég engan vita af þessu og í menntaskóla átti ég kærust- ur eins og allir vinir mínir. Það varð hins veg- ar bara til þess að ég áttaði mig enn betur á því að ástríður mínar lágu annars staðar. f dag er ég hins vegar sáttur við lífið eins og það er og mjög stoltur af sambandi mínu og lífsstfl," segir Ric- hard. Að halda ímyndinni í væntanlegri ævisögu lýsir Ric- hard reynslu sinni af þvf að þurfa að lifa með leyndarmálinu í hinum harða heimi kvikmyndanna. Hann fjallar um árásir slúðurblaða og hvaða áhrif þær höfðu á hann, auk þess sem hann fjallar um þrýstinginn sem á honum var að halda kyn- hneigð sinni leyndri þar sem hann var á sínum tíma mikið kyntákn. Fjöldi leikara hefur í gegnum árin þurft að halda hlutum sem þessum leyndum framans vegna og margir hafa þurft að lifa við slúður- sögur blaðanna þar sem því er haldið ffam að fólk sé í raun samkynhneigt þótt enginn grundvöllur sé fyr- ir fréttunum. Leikarinn Rock Hudson, sem sló fyrst í gegn í kvik- myndinni Magni- ficent Obsession árið 1954, þurfti t.d. lengi að halda samkynhneigð sinni leyndri fýrir al- menningi. Það gekk meira að segja svo langt að honum var ráðlagt að gift- ast ritaranum sínum, sem hann og gerði, þótt þau HOMMI EFTIR ALLT SAMAN: Richard Chamberlain opinberaði fyrir skömmu það sem marga hafði lengi grunað,að hann væri samkynhneigður. Hann hefur alla ævi verið ímynd karlmennsku og þvf þurft að leyna kynhneigð sinni fyriralmenningi KVENNAGULL: Rock Hudson, eitt mesta kvennagull 20. aldar, kom fólki á óvart þegar hann opinberaði samkynhneigð sína árið 1984. Hann var auk þess fyrsti frægi maðurinn til að opinbera að hann væri smitaður af eyðni. skildu svo stuttu seinna. Hudson greindist svo með eyðni árið 1984 og þegar einkenni sjúk- dómsins fóm að koma í ljós var al- menningi sagt að hann væri með krabbamein í lifur. Það var reyndar gert opinbert ári seinna að hann væri í raun smitaður af eyðni og í kjölfarið kom í ljós að þessi maður, sem hafði verið álitinn kyntákn og ímynd karl- mennsku alla sína ævi, fyrir utan það að vera repúblikani, var í raun hommi. Þetta kom fólki í Bandaríkj- unum og víðar algerlega í opna skjöldu, enda var hann fyrsti ffægi einstaklingurinn sem viðurkenndi það opinberlega að hann væri með þennan sjúkdóm. Breytti þetta áliti margra, bæði á samkynhneigð og sjúkdómnum. Lifa í lygi Enn þann dag í dag þurfa leikarar og annað frægt fólk oft og tíðum að halda hlutum sem þessum leyndum fyrir al- menningi ímyndarinnar vegna. Þó að fordómar og annað hafi farið minnk- andi á allra síðustu ámm em þeir vissu- lega enn til staðar og hafa mikil áhrif á líf fólks. Menn eins og Richard Chamberla- in og Rock Hudson vom á blómatíma sínum álitnir mikil kyntákn meðal kvenna og þurftu að lifa í lygi til þess að eiga ekki á hættu að missa vinsældir sín- ar í heimi leiklistarinnar. Þannig þarf fjöldi einstaklinga sem em í sviðsljósinu að blekkja almenning til þess eins að halda ímynd sinni sem hlýtur að vera gríðarlega erfitt hlutskipti. agust@dv.is Lifað við leyndarmál Fjöldi leikara hefur í gegnum tíðina þurft að glíma við sögu- sagnir um að þeir séu samkyn- hneigðir eða hitt, að reyna að halda því leyndu fyrir fjölmiðlum og almenningi að þeir séu í raun samkynhneigðir. Richard Cham- berlain og Rock Hudson eru lík- lega bestu dæmin þar sem þeir gátu ekki opinberað raunverulega kynhneigð sfna vegna karl- mennskuímyndarinnar sem þeir þurftu að uppfylla. Auk þeirra hafa leikkonurnar Marlene Dietrich og Barbara Stanwyck þurft að glíma við svipað vanda- mái þar sem þær vom iðulega orðaðar bæði við karla og konur. Jodie Foster hefur ítrekað þurft að svara ásökunum um að hún væri lesbía og þá hefur Tom Cruise höfðað fleiri en eitt mál á hendur slúðurblöðum sem hafa haldið því fram að hann sé hommi. Ósk- arsverðlauncthafinn Kevin Spacey hefur auk þess lengi verið álitinn samkynhneigður en hann hefur þó aldrei viðurkennt það á opin- bemm vettvangi. Kynhneigð Gretu Garbo var einnig lengi um- deild og var hún á sínum yngri ámm sögð hafa átt f ástarsam- böndum við nokkrar aðrar leikkonur, meðal annarra áður- nefnda Marlene Dietrich. H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.