Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2003 Björgunarsveit varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli: Hefur bjargað 310 manns- lífum á rúmum 30 árum Ef flugsveit Bandaríkjahers flytur af landi brott, að ósk bandarískra stjórnvalda, er Ijóst að björgunarsveit varn- arliðsins mun fara sömu leið. Mikill missir mun verða af sveit- inni en hún hefur á síðustu áratug- um m.a. aðstoðað við sjúkraflutn- inga, leiðbeint flugvélum í erfíð- leikum, bjargað fólki úr lífsháska auk þess að veita ýmsa aðra aðstoð. Þá hefur sveitin bjargað að meðal- tali 10 mannslífum á ári og eru flestir sem í þeim hópi eru íslend- ingar. Björgunarstörf sveitarinnar verða seint metin til fulls. Þjónusta í rúmlega 60 ár Bandaríkjaher hefur allt frá komu sinni til landsins haft tals- verðan viðbúnað á Keflavíkurflug- velli til leitar- og björgunarstarfa. Flotar og flugherir bandamanna héldu í síðari heimsstyrjöld uppi miklu flugi til loftvarna og að vernda skipalestir og því varð fljót- lega þörf fyrir sérstaklega útbúnar fiugvélar til björgunaraðgerða á út- höfum. Eftir að stríðinu lauk og herliðið hélt af landi brott var stofnað sér- stakt útibú frá sjöttu flugbjörgunar- sveit bandaríska flughersins hér á landi. Björgunarsveitin notaðist við B-17 sprengjuflugvélar sem hafði verið breytt þannig að bátur var undir búknum og honum mátti varpa niður úr fallhlíf til þeirra sem í neyð voru. Starfsemin miðaðist þó aðallega við að fljúga til móts við flugvélar sem áttu í vandræðum og fylgja þeim til lendingar. Efvélarnar hins vegar þurftu að nauðlenda á sjónum var hægt að sleppa bátnum lausum. Þessar flugvélar komu nokkrum sinnum við sögu þegar leitað var að fyndum bátum hér við land og voru þær einnig notaðar við leit á flugvélinni Geysi sem brotlenti á Vatnajökli um miðja síðustu öld. Miklar framfarir Varnarliðið settist svo formlega að hér á landi árið 1951 og fljótiega eftir það komu hingað til lands flugbátar af Albatross-gerð og sér- útbúnar björgunarflugvélar. Þær leystu hinar frumstæðu vélar af hólmi en auk hinna nýju véla komu hingað þyrlur af gerðinni Silkorsky SH-19D. Þær voru aftur á móti afar skammdrægar og gátu að mestu þjónað verkefnum í kring um Keflavfkurflugvöll. Árið 1955 tók flugherinn í notkun nýja gerð björgunarflugvéla, svo- kallaðar C-54 Rescuemaster sem höfðu aukið flugþol og voru búnar ÞYRLURNAR SVEIMA YFIR REYKJAVÍK: Árið 1991 fékk þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins nýjar vélar, svokallaðar Sikorsky HH-56G, sem í daglegu tali eru kallaðar„Pave Hawk". Þaer hafa reynst afar vel og bjargað fjölda manns, hérlendis sem og annars staðar. gúmmíbjörgunarbátum og neyðar- búnaði fyrir 160 manns sem hægt var að varpa niður til nauðstaddra. Björgunarsveit varnar- liðsins á Keflavíkurflug- velli hefur á síðustu þremur áratugum bjargað meira en 300 mannslífum. Auk þess hefur sveitin aðstoðað fjölda annarra sem átt hafa í erfiðleikum, hvort sem er á sjó, landi eða í lofti. Með aukinni tækniþekkingu og framförum í heriðnaði bötnuðu björgunartækin svo eftir því sem árin liðu og árið 1971 má segja að gjörbylting hafi orðið í björgunar- málum á sjó hérlendis. Hafa bjargað rúmlega 300 mannslífum Björgunarsveit flughersins, Detachment 14, hóf formlega starf- semi sína á Keflavíkurflugvelli árið 1971. Sú sveit var útibú frá björgun- arsveit í Bretlandi og hafði hún þrjár stórar þyrlur í sinni þjónustu. Þyrlurnar voru af gerðinni Sikorsky HH-3, svokallaðar „Jolly Green Gi- ant“, en þær voru mun langdrægari Björgunarstörf sveitar- innar verða seint metin til fulls og mikill missir verður afhenni fari hún aflandi brott. en forverar þeirra auk þess sem þær gátu tekið eldsneyti á lofti. Með tilkomu vélanna batnaði allt björgunarstarf á sjó til muna þar sem þjónustusvæði þyrlanna mið- aðist ekki lengur eingöngu við svæðið í kring um Keflavíkurflug- völl. Detachment 14 var síðan gerð að sjálfstæðri flugsveit árið 1988 og fékk hún nafnið 56. björgunarsveit- in. I byrjun árs 1991 fékk hún svo nýjar þyrlur af gerðinni Sikorsky Otrúlegt afrek þegar skipverja Svanborgar SH var bjargað: Frækileg björgun við erfíðar aðstæður BJARVÆTTIR: Með tilkomu stórra þyrla sem geta tekið eldsneyti á lofti breytist allt björgunarstarf til hins betra. Svanborg SH strandaði við Snæfellsnes föstudaginn 7. des- ember árið 2001. Báturinn valt mikið við klettavegg þar sem hann strandaði og gengu öldurnar yfir framhluta skipsins. Þegar leitað var eftir aðstoð björgunarsveitar varnarliðsins var hvínandi rok á Keflavíkurflugvelli og voru því all- ar þyrlur inni f flugskýli. Mjög erfitt reyndist að koma þyrlunni út úr skýlinu en það hafðist að lokum og þegar lægt hafði lítillega var unnt að koma þyrlunni á loft. Hélt hún þegar ýfir Faxaflóa, í átt til strandstaðarins vestan við Snæ- fellsnes. Þegar þangað var komið sáu þeir einn skipverjann veifa til þeirra þar sem hann hélt sér föst- um á brúarþakinu. Eftir að hafa virt hentugustu björgunarleiðina fyrir sér var sigmaður þyrlunnar látinn síga niður við gríðarlega erfiðar aðstæður þar sem hann stofnaði sínu eigin lífi í stórhættu. Hann lenti hins vegar nákvæm- lega þar sem skipverjinn, Eyþór Gunnarsson, hélt sér föstum og náði sigmaðurinn eftir mikið erf- iði að festa hann á sig og var hffð- ur með hann upp í þyrluna. I öll- um atganginum festist sigvírinn svo í flaki bátsins en björgunar- manninum tókst að leysa úr því. Alls var sigmaðurinn í rúmar 5 mínútur utan þyrlunnar og allan þann tíma þurftu flugmennirnir að halda vélinni stöðugri. Það reyndist mjög erfitt þar sem vind- ur var mikill, þyrlan rétt fyrir ofan við bjargbrúnina og sjór gekk yfir nef hennar. Mönnunum tókst hins vegar að bjarga skipverjanum en áður en komið var á vettvang höfðu þrír aðrir fallið útbyrðis. Þeir létust allir. Umrædd björgun þykir einhver sú frækilegasta sem unnin hefur verið hér á landi og þótt víðar væri leitað. Áhöfn þyrlunnar vann þar mikið þrekvirki og var sigmanni þyrlunnar, Jay D. Lane jr., veitt af- reksmerki úr gulli að launum af forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.