Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 36
36 DVSPORT MIÐVIKURDAGUR 11.JÚNÍ2003 D V sport Keppni í hverju oröi Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Beckenbauer ekki hrifinn Knattspyrna: Franz Becken- bauer,fyrrum fyrirliði og þjálfari þýska landsliðsins í knatt- spyrnu, er ekki ánægður með spilamennsku sinna manna í dag. Hann segir í viðtali við þýska blaðið Bild í gær að þýska liðið verði að halda vöku sinni í leiknum gegn Færeying- um í kvöld en þessar þjóðir leika í sama riðli og íslendingar. Liðið er ekki að leika knatt- spyrnu og það vantar mikið upp á að það sé að leika há- gæðaleik og leikurinn við Skota um síðustu helgi olli miklum vonbrigðum. Það er lykilatriði að vinna í kvöld eins og Beckenbauer komst að orði en Þjóðverjar mörðu sigur á Fær- eyingum í fyrri leiknum í Þýska- landi. Gangur jslenska landsliðsins á styrkleikalista FIFA undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar KNATTSPYRNA 1.DEILD KVENNA : . 1 KNATTSPYRNA 2.DEILD KARLA •. i A-riðill Breiðablik 2-Fjölnir 8-1 Hildur Einarsdóttir 2, Kristrún Daðadóttir 2, Dagmar Arnarsdóttir. Vilfríður SæÞórsdóttir, Anna Þorsteinsdóttir. Eyrún Oddsdóttir - Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir. Þróttur/Haukar-HKA/íkingur 1-6 Linda Hlín Þórðardóttir - Hansína Gunnarsdóttir 2, Anna Garðarsdóttir 2, Lára Hafliðadóttir, Salome Ingólfsdóttir IR-KFS 3-1 Lúðvík Gunnarsson 2, Hörður Guðbjörnsson -Tómas Ingi Tómasson. Vöisungur-KA 4-1 Boban Jovic 2, Baldur Sigurðsson, Hermann Aðalsteinsson - Ragnar Hauksson. Selfoss-Léttir 5-2 Arillus Marteinsson 3, IngÞór Guðmundsson, Geir Brynjólfsson - Teitur Guðmundsson, Pétur Guðmundsson. Staða efstu liða: HK/Vik. 4 3 10 13-2 10 RVK 4 3 10 14-8 10 Bblik 2 4 3 0 0 21-3 9 Staða efstu liða: Völsungur 4 4 0 0 19-5 12 Selfoss 5 3 1 1 13-6 10 (R 5 3 0 2 11-7 9 DV-SPORTTÖLFRÆÐI ÓskarÓfeigurJónsson ooj.sport@dv.is Guðíjón ÍÞRÓTTAUÓS VignirGuðjónsson vignir@dv.is Guðjón Þórðarson var áber- andi í íslensku íþróttalífi síð- ustu viku, eftir að hann lýsti yf- ir áhuga á að taka við íslenska landsliðinu í knattspyrnu á nýjan leik. í kjölfarið hefur sprottið upp mikil umræða um hvort KSÍ eigi að ráða þennan fyrrum landsliðsþjálfara að nýju eða halda sig við sína upphaflegu stefnu - það er að ráða erlendan þjálfara. Kristal- tært er að sitt sýnist hverjum í þeim efnum en ekki verður lit- ið fram hjá því að árangur Guðjóns sem þjálfari í gegnum tíðina talar sínu máli. Því er ekki úr vegi að renna stuttlega yfir feril kappans en hann er einkar glæsilegur. Guðjón hóf sinn feril sem aðal- þjálfari í efstu deild á íslandi í heimabæ sínum, Akranesi. Þetta var árið 1987 og stýrði hann liði ÍA til 3. sætis í efstu deild það árið. Guðjón staldraði stutt við, hann söðlaði um og tók við þjálfun KA á Akureyri þar sem hann átti eftir að vera við stjómvölinn næstu þrjú árin. Á sínu öðru ári með norðanliðið varð hann íslandsmeistari í fyrsta skipti sem aðalþjálfari á íslandi. Þrír Islands- meistaratitlar og fjórir bikarmeist- aratitíar áttu eftir að bætast í sarpinn á næstu sjö árum - og þar að auki á Guðjón, að öðmm ólöstuðum, sennilega mestan heiður af mesta stórveldi íslenskrar knattspymu hin síðari ár; lið ÍA sem varð Islands- meistari fimm ár í röð, fyrst árið 1992 eftír að hafa verið sumarið áður í 2. deild. Þann 4. júlí árið 1997 var Guðjón ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Undir stjórn hans náði liðið sínum besta árangri fyrr og síðar en Guðjón er alls með 56% vinningshlutfall sem landsliðsþjálf- ari. Guðjón stjórnaði landsliðinu í alls þrjú ár og hefur sennilega eng- inn þjálfari náð í jafnmörg skipti að laða fram það besta úr sínum hópi. Knattspyrnan var vissulega ekki sú skemmtilegasta á að horfa - en ár- angursrfk var hún. ísland fór sífellt ofar á styrkleikalista FIFA; liðið var í 83. sæti þegar Guðjón tók við en í október 1999, þegar Guðjón lét af störfúm, var liðið komið alla leið í 47. sæti. Við tók Atli Eðvaldsson og er landsliðið nú í 70. sæti listans. Guðjón tók við enska liðinu Stoke þegar skammt var liðið á ensku leiktíðina hausið 1999 í kjölfar þess

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.