Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNl2003 Heimsljós Umsjón: OddurÓlafsson Netfang: oddur@dv.is Sími: 550 5811 Bráðalungnabólgan, sem tal- in er eiga upptök sín í Suður- Kína og hefur orðið vart í flestum heimshlutum, hefur mun meiri efnahagsáhrif en heilsufarsleg. Það sem einkum er ógnvekjandi við þessa áður óþekktu inflúensu- tegund er að engin lyf hafa fundist gegn henni eða bóluefni. Fjöldi sýktra er ekki hár, að minnsta kosti samkvæmt opinberum skýrslum, og dánartíðni er talin vera um 6% af þeim sem taka veikina en hennar hefur orðið vart í 30 löndum. Samt leggur Alþjóða heilbrigðisstofnun- in mikla áherslu á að stöðva út- breiðsluna og heilu borgirnar eru settar í eins konar sóttkví þegar fjöldi sýkra og látinna fer yfir ákveðið mark. Eitt af því sem vekur ótta við þessa áður óþekktu inflú- ensu er hve hart hún leikur starfs- fólk heilbrigðisstofnana sem smit- ast auðveldlega af sjúklingum sem lagðir eru inn á sjúkrahús. Inflúensufaraldrar hafa löngum átt upptök sfn í Suður-Kína og breiðst þaðan út um veröldina, iðu- lega gegnum Hong Kong, þar sem kjúklingaflensa kemur upp aftur og aftur. Fyrir rúmu hálfu ári greindist ný tegund flensu á svæðinu. Til hægðarauka er hún kölluð bráðalungnabólga á íslensku. Ástæðan fyrir því hve sóttkveikj- ur vakna til lífsins þarna er síaukin kjúklinga- og aliandarækt og hent- ugt loftslag og hreinlætisaðstaða til að örverur þrífist og dafni. Nálægð- in við Hong Kong og alþjóðavæð- inguna örvar útbreiðsluna. Kínverskum yftrvöldum er legið á hálsi fyrir að hafa ekki viður- kennt nýju flensuna fyrr og gert ráðstafanir til að hefta útbreiðsl- una. Þau eru líka grunuð um að Hræðslan við nýju og ólæknanlegu flensuna hefur margföldunar- áhrifá viðskipta- og efnahagslíf sem er í engu skynsamlegu hlut- falli við heilsufarslega hættu sem kann að stafa af sjúkdómnum. leyna raunverulegum fjölda sýktra og látinna. Það var ítalskur læknir, sem starfaði í sjúkrahúsi í Hanoi á vegum Alþjóða heilbrigðistofnun- arinnar, sem fyrstur greindi sjúk- dóminn og gaf út tilkynningu um hve alvarlegur hann er. Doktor Carlo Urbani galt fyrir með lífi sínu því hann sýktist sjálfur og enginn kunni nein ráð til að lækna hann. I Guangzhou, sem er miðstöð verslunar í sunnanverðu ríkinu, eru hótelin auð, líka þau sem áður hýstu Vesturlandahjón sem eyddu þar fyrstu dögunum með nýætt- leiddum börnum sínum sem mikið framboð er af í Kína, það er að segja stúlkubörnum. Þar sem viðskiptin voru hvað fjörugust kynntust litlu kínversku stúlkurnar fyrst vest- rænni menningu. Hótelstjórar gáfu þeim hárprúðar ljóskur í líki Bar- bie-dúkkna. Nú liggja birgðirnar óhreyfðar þvf um stundarsakir er tekið fyrir ættleiðingu barna frá Suður-Kína. En það er fleira sem verður stöðn- un að bráð. Efnahagslegur upp- gangur hægir mjög á sér og mest þar sem hann var örastur áður, eða í Kína og nokkrum nálægum ríkj- um. Alþjóðlegir viðskiptajöfrar klóra sér í höfðinu og velta fyrir sér lögmálum faraldsfræðinnar, hvernig smitsjúkdómar breiðast út og hvaða áhrif þeir hafa á viðskipti og efnahag. Hvert áfallið af öðru Heimsviðskiptin hafa orðið fyrir hverju áfallinu af öðru á síðustu árum. Árásirnar 11. september 2001, olíuverðshækkun og stríð í Irak og óttinn við hermdarverk magnast stig af stigi og svo bætist óviðráðanlegur smitsjúkdómur við sem rakinn er til eins mesta upp- gangssvæðis alþjóðavæðingarinn- ar. Áætlanir og framtíðarspár bregðast, hlutabréfamarkaðir lenda í vaggi og veltu og helstu gjaldmiðl- ar steypast um í ólgusjó óvissunnar. Fólk á Vesturlöndum telurþað til mannrétt- inda að það sé verndað fyrir sjúkdómafaraldri og að það sé skylda yf- irvalda að sjá sýktum fyrir lækningu. Áður líflegar samgöngur milli landa og heimsálfa eru varla svipur hjá sjón. Flugferðum til og frá aust- anverðri Asíu fækkar verulega og hótel standa tóm og verulega dreg- ur úr öllum viðskiptum. Hræðslan við nýju og ólæknanlegu flensuna hefur margföldunaráhrif á við- skipta- og efnahagslíf, sem er í engu skynsamlegu hlutfalli við heilsu- farslega hættu sem kann að stafa af sjúkdómnum. En fólk á Vesturlönd- um telur það til mannréttinda að það sé verndað fyrir sjúkdómafar- aldri og að það sé skylda yfirvalda að sjá sýktum fyrir lækningu. Kröfumar um útrýmingu eyðni em skýrt dæmi um þann hugsunar- hátt og er talið að naum opinber fjárframlög komi í veg fyrir að fund- ið sé bóluefni gegn þeim vágesti. Hvort alþjóðlegt átak dugir til að stöðva ffekari útbreiðslu bráða- lungnabólgunnar er enn óvíst. Hitt er vitað að tekist hefur að einangra sýkt svæði þar sem ebólaveiran hef- ur gert mikinn usla, en hún er bráðsmitandi, lífshættuleg og verst af öllu; ólæknandi. Það fer hrollur um þá sem til þekkja af tilhugsun- inni einni um að sýktur maður af ebóla setjist upp í flugvél á alþjóða- leiðum. Þótt ekki sé gert lítið úr heilsu- farslegum áhrifum bráðalungna- bólgunnar em áhrifin á efnahags- lífð mun alvarlegri, að minnsta kosti á viðskiptasíðum blaða sem taka sig alvarlega. Það kemur fram í viðbrögðum neytenda, starfs- mannahaldi fyrirtækja, fjárfesta og ferðamannabransinn raskast vem- lega. Þetta á við um heimsviðskipt- in í heild en verst kemur ástandið niður á uppgangssvæðum í austan- verðri Asíu. Nýtingarhlutfall hótela í Hong Kong er 10% en er 85% í eðlilegu ár- ferði. I borgum eins og Peking og Toronto, þar sem nokkrir hafa látist úr bráðalungnabólgu, hefur ráð- stefnum og íþróttaviðburðum verið aflýst með tilheyrandi röskun við- skiptalífsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.