Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2003 KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN 19
Meðferðarheimilið Krýsuvík
Krýsuvíkursamtökin voru
stofnuð 24. apríl 1986 og eru
samtök einstaklinga, fyrir-
tækja og stofnana, sem hafa
það að markmiði að starf-
rækja meðferðarheimili í
Krýsuvík til hjálpar þeim ein-
staklingum sem ánetjast hafa
vímuefnum og af þeim
ástæðum misst stjórn á lífi
sínu.
Megináherslan er hjálp til sjálfs-
hjálpar fyrir langt leidda vímuefna-
neytendur, sem ekki hafa náð ár-
angri á hefðbundnum meðferðar-
stofnunum. Krýsuvíkursamtökin
eru meðlimur í European Feder-
ation of Therapeutic Communities.
Meðferðarheimilið í Krýsuvík er að
mörgu leyti einkar hentugur staður
til að bjóða upp á meðferð af þessu
tagi. í fyrsta lagi er fegurð staðarins
mikil og hrjúf, orkan í iðrum jarðar
gífurleg og óendanlegur friður og
ró. Einnig er fjarlægðin frá þéttbýl-
inu mikill kostur, menn eru lausir
við það áreiti, sem einkennt hefur
líf þeirra sem vímuefnasjúklinga og
þann félagsskap er þeir áður hafa
stundað. I Krýsuvik fá þeir lang-
þráð tóm til að gera upp líf sitt og
taka ákvörðun um framhaldið.
Nám er mikilvægur
þáttur í meðferðinni,
þar sem flestir skjól-
stæðingar okkar hafa
litla sem enga skóla-
göngu að baki.
Ólíkur bakgrunnur
Starfslið Meðferðarheimilisins í
Krýsuvík hefur ólíkan bakgrunn.
Sammerkt með nær öllum er að
þau hafa sjálf átt við vímuefna-
vanda að stríða eða hafa átt nána
ættingja er barist hafa við þann vá-
gest. Menn þekkja því af eigin raun
hversu erfitt það er að vinna sigur í
slíku stríði. Læknir heimilisins1
kemur í reglulegar vitjanir einu
sinni í viku, auk þess sem alltaf er
hægt að leita til hans ef þörf er á.
Fjórir ráðgjafar starfa á vegum
heimilisins í fullu starfi. Þeir sjá um
einstaklingsviðtöl, hópfundi og
daglegt skipulag á öðru því sem
fram fer. Að auki eru starfandi helg-
arráðgjafar í hlutastarfi. Staðar-
haldarinn í Krýsuvík sér um vinnu-
þáttinn og matráðskonan um kost-
inn. Á skrifstofunni í Hafnarfirði
situr framkvæmdastjórinn sem
ásamt rekstri tekur einnig á móti
þeim er leita sér hjálpar.
Frístundaiðja
Frístundaiðja vistmanna í Krýsu-
vík mótast mjög af áhuga þeirra
sjálfra. Vart er hægt að hugsa sér
unaðslegra landslag til gönguferða
en í Krýsuvík. Á staðnum er gott
bókasafn fyrir þá er fyrst og fremst
kjósa sér bókmenntalega næringu,
einnig kapella fyrir alla sem vilja
komast í náið samband við skapara
sinn og útvarp og sjónvarp eru í
húsinu. Hestar eru á staðnum til að
bregða sér á bak, hænsni, endur og
gæsir til að fóðra og vísi að líkams-
ræktarstöð er einnig að finna.
Fjallahjólaferðir eru vinsælar og
ófáum stundum er varið í spjall yfir
kaffíbolla eða spilum. í Krýsuvík
mynda menn einnig sterk vina-
bönd sem endast þeim eftir að það-
an er haldið.
Engir tveir eru eins,
allir sérstakir
Til þess að geta hjálpað okkar
skjólstæðingum að öðlast bata,
nýtt líf og snúa baki við fyrri
venjum verðum við sérstaklega að
hyggja að því að mæta þeim þar
sem þeir eru staddir og byrja þar.
Eitt af meginmarkmiðum meðferð-
arinnar í Krýsuvík er að gefa
skjólstæðingum kost á nægjanlega
löngum tíma til að geta áttað sig á
stöðu sinni og gert sér grein fyrir
hvaða þættir í þeirra fyrra líferni
hafi. brugðist. Til þess að þetta sé
hægt höfum við sniðið meðferðina
að þeirra þörfum og sex mánaða
tími er grundvallaratriði til að svo
megi verða. Þar sem við höfum
nægan tíma getum við leyft okkur
að vera með einstaklingsmeðferð
er byggist á „maður á mann“ að-
ferð. Við höfum þá trú að ekkert
varðandi skjólstæðinga okkar sé
okkur óviðkomandi og við störfum
eftir því, til þess að einstaklingur-
inn endurheimti þá lífsleikni sem
þarf til að geta lifað af, óvímaður í
samfélaginu. Lögð er áhersla á að
lifa reglubundnu og heilbrigðu lífi,
með regiulegum svefni, hollum
mat og nægri hreyfingu. Vegna
lengdar meðferðarinnar eru allir í
einstaklingsherbergjum. Meðferð-
in í Krýsuvík byggist upp á lífs-
leikniprógrammi sem hefur verið f
þróun síðastliðin fjögur ár og það
er miðað við 12 spora kerfi AA-
samtakanna.
Meðferð nám og vinna
Vistin í Krýsuvík einkennist af
þremur þáttum: Meðferð, námi og
vinnu. Þegar sótt er um vistun í
Krýsuvík er mönnum kynnt gróf-
lega það skipulag sem í gildi er á
meðferðarheimilinu. Við komuna
til Krýsuvíkur þurfa- þeir síðan
nokkra daga til að jafna sig, bæði
andlega og líkamlega. Þegar þeir
eru komnir yfir erfiðasta hjallann
hefst smátt og smátt þátttaka í því
sem fram fer í húsinu.
Á hverjum virkum degi hefst
starfið með morgunfundi sem allir
heimilismenn taka þátt í. Að lokn-
um húsverkum og hópfundum
taka við ýmsir þættir, svo sem ein-
staklingsviðtöl, útivist, kennsla og
alls kyns vinna utan húss og innan.
Nám er mikilvægur þáttur í með-
ferðinni, þar sem flestir skjólstæð-
ingar okkar hafa litla sem enga
skólagöngu að baki. Sérkennarar úr
Menntaskólanum í Kópavogi
greina menntunarstig vistmanna,
setja menntunarmarkmið og leiða
þá síðan í átt að þeim. Þar er kennt
tvisvar í viku og boðið upp á ís-
lensku, ensku, stærðfræði og sam-
félagsfræði eða sögu. Tölvur eru á
staðnum og vistmenn fá grunn-
LOVÍSA CHRISTIANSEN: Hún er framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna og sést hér með skólann í baksýn. Hún segir að allir
góðir hlutir gerist hægt. Vistin i Krýsuvík einkennist annars af þremur þáttum: Meðferð, námi og vinnu.
kennslu í notkun þeirra.
Vinnan miðast fyrst og fremst við
húsverk innanhúss svo og viðhald á
húsinu og nánasta umhverfi þess.
Umsjón húsdýranna (hænsna,
anda, gæsa og hesta) er einnig í
höndum vistmanna. Þess er gætt
að allir hafi eitthvað fyrir stafni en
jafnframt að mönnum séu ekki fal-
in verk sem þeir ráða ekki við.
Einstaklingsmeðferð er mikil-
vægasti þátturinn í starfi meðferð-
arheimilisins. Ráðgjafar og þver-
faglegt starfslið er að starfi og getur
metið og þróað meðferð til að
mæta þörfum einstaklinganna sem
sækja endurhæfingu sína þangað.
Hitaveita Krýsuvíkur seld
Á sínum tíma var gert stórá-
taktil þess að tryggja hita fyr-
ir starfsemina í Krýsuvík með
því að bora eftir jarðhita. Því
miður tókst ekki að Ijúka
verkinu vegna fjárskorts.
Holan var boruð og hitinn var til
staðar en skrefið til að nýta hitann
tókst ekki að stíga til fulls. Þann 20.
desember sl. tókust samningar við
Jarðlind ehf. um sölu og yfirtöku á
Hitaveitu Krýsuvíkur ehf. Með söl-
unni var eftirfarandi tryggt auk
nokkurrar greiðslu í peningum:
Seljandi skal fá afhent við hús-
vegg heitt vatn til húshitunar, garð-
yrkju eða annarrar sambærilegrar
notkunar sér að kostnaðarlausu.
Það magn skal vera það mikið að
það nægi til hitunar á þeim húsum
sem seljandi hefur í notkun á svæð-
inu miðað við núverandi bygging-
ar. Auk þess skal vatnið duga til
notkunar fyrir gróðrarstöð sem
seljandi hyggst byggja og sem bein-
línis tengist starfsemi hans. Kaup-
andi skal sjá til þess að seljandi hafi
trygga raforku til notkunar á svæð-
inu og að í því skyni verði fyrst um
sinn notast við dísilrafstöð, en í
framtíðinni er stefnt að því að setja
upp túrbínu með rafal sem fram-
leiðir rafmagn úr jarðhitanum.
Næstu fimm ár verður það Krýsu-
víkursamtökunum að kostnaðar-
lausu. Seljandi skal eiga rétt til að
kaupa rafmagn á þeim taxta sem
hagstæðastur er hverju sinni, þ.á
m. er gert ráð fyrir sérstökum gjald-
flokki fyrir gróðurhús. Kaupandi yf-
irtekur eftirstöðvar skuldar selj-
anda vegna borunar jarðvarma-
holu sinnar í Krýsuvík eins og þær
eru á söludegi og annast greiðslu
þeirra.
Að þessu máli komu ýmsir vel-
unnarar Krýsuvíkursamtakanna og
gerðu það kleift að samningar náð-
ust. Kunnum við þeim hjartans
þakkir fyrir.
[ Krýsuvík er mikil jarðhitaorka.