Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNI2003 SKOÐUN 23 Hugmyndir um að íslendingar taki við vörnum landsins: Allir á móti Fyrir nokkrum árum mun ágætur forystumaður í dönskum stjórnmálum hafa sagt í umræðum um dönsk öryggis- og varnarmál: „Danski herinn á að vera sím- svari með þessum skilaboð- um: Við gefumst upp." Ljóst er að ekki er pólitískur meirihluti fyrir því á íslandi að óþarft sé að verja landið. Hins veg- ar eru fáir tilbúnir að taka undir með Magnúsi Árna Magnússyni, aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, sem sagði í grein á vefn- um Kreml.is í fyrradag, að ef Bandaríkjamenn fari með flugher- inn burt af íslandi hljóti íslending- ar að taka sjálfir við vörnum lands- ins. „Ef við getum ekki séð okkur fyr- ir þeim lágmarksvörnum sem við teljum að hér þurfi að vera til stað- ar á ffiðartímum, þá er sjálfstæði okkar orðin tóm,“ segir Magnús Árni í grein sinni og leggur til að ís- lendingar stefni að því í viðræðun- um sem fara í hönd við Bandaríkja- menn, að þeir aðstoði okkur við að taka við vörnum landsins í áföng- um, til dæmis á tuttugu árum, með fjárhagslegum stuðningi. Enginn viðmælanda DV var reiðubúinn að taka undir þessa skoðun, jafnvel ekki að því gefnu að Bandaríkjamenn tækju þátt í kostnaðinum, en eins og fram kem- ur annars staðar í DV í dag er kostn- aður Bandaríkjamanna af rekstri varnarstöðvarinnar um 22 milljarð- ar króna á ári. Herlaus áfram „Vangaveltur ■ manna um að ís- land taki sjálft að sér hervarnir að einhverju eða öllu ieyti eru ekki nýj- ar af nálinni. Hins vegar hafa slfk sjónarmið ekki Guðmundur Árni náð að festa rætur Stefánsson. eða valdið straumhvörfum í umræðu um varnir íslands," segir Guðmundur Árni Stefánsson einn fulltrúa Sam- fylkingarinnar í utanríkismála- nefnd Alþingis. „Ástæðan er afskaplega einföld: Það er enginn vilji til þess af hálfu íslendinga að setja á stofn íslensk- an her. Kostnaður við slíkt hjá þjóð sem telur 280 þúsund manns er henni einfaldlega ofviða. Þess utan er alls engin hefð hérlendis eða grunnur til þess að sett yrði á stofn íslenskt herlið með ýmsum þeim „aukaverkunum" sem slíku fýlgja. Ég styð það ekki áð hundruð eða þúsundir íslendinga verði settar undir vopn. Ég er algjörlega and- vígur slíkum áformum og er ekki einn um þá skoðun. Við höfum þekkingu til að sinna hjálparstarfi, stjórn flugvalla og ýmsum verkefnum sem falla undir borgaralega þjónustu. Þar eigum við sóknarfæri. En það er stórt stökk út í rekstur herliðs - þar er ekki um stigbreytingu að ræða heldur eðlisbreytingu. - Myndi einhverju breyta ef Bandaríkjamenn tækju þátt í kostnaðinum? „Það myndi ekki breyta minni af- stöðu: íslendingar eiga ekki að stofna eigin her; þeir hafa enga hefð að baki í þeim efnum og þar með enga reynslu. Það skilar ís- lensku þjóðarbúi engu að vopn- væða íslensk ungmenni í þúsunda- vís. Við erum herlaus þjóð og eig- um að vera það áfram." - En hvernig ætti að bregðast við ef Bandarfkjamenn vilja ekki sjá landinu fyrir því sem stjómvöld telja lágmarksvarnir? „Á þessu stigi hef ég enga ástæðu til að ætla að Bandaríkjamenn taki einhliða ákvörðun um gerbreyt- ingu á varnarviðbúnaði á Islandi og í Norður-Atlantshafi. Ég hygg að viðræður þjóðanna muni leiða til viðunandi niðurstöðu fyrir báðar þjóðir.“ Fráleit hugmynd „Það fyrsta sem fslendingar þurfa að gera er að skil- greina þær ógnir sem að okkur stafa í breyttum heimi og fara yfir stöðu landsins með tilliti til ör- yggis og varna,' segir Þómnn Sveinbjarnar- dóttir, annar fulltrúi Samfylk ingarinnar í utanríkismála- nefnd. „Hugmyndir Magnús- ar Áma em ekki nýstár- legar og koma kannski ekki á óvart. En við emm herlaust land og höfum alltaf verið og ég trúi því að ís- lendingar vilji hafa þann háttinn á. Að auki fmnst mér afar ólíklegt að þjóðin sé tilbúin til þess að leggja í kostnaðinn sem slíku fylgdi, ekki síst í ljósi þess að eins og er treysta íslendingar sér ekki til þess að borga fyrir hreinsun flugbraut- anna í Keflavík." - Myndi það ein- hverju breyta ef Bandaríkjamenn tækju þátt í kostn- aðinum? „Mér finnst sú hugmynd fráleit." Varnir nauðsynlegar „Eg hef ekki hugleitt þetta svona en í ljósi stöðunnar tel ég hins vegar að við þurfum að fara yfir málið í heild jk sinni," segir 1 Magnús Stefáns- son, fulltrúi Framsóknar- flokksins í utan- Magnús Stefánsson. ríkismálanefnd. „Ég átta mig ekki á hvert þessar viðræður við Bandaríkjamenn leiða núna en þessar hugmyndir Magn- úsar Árna finnst mér mjög langsótt- ar og ekki í anda þess sem við ís- lendingar höfum viljað. Við höfum ekki viljað byggja upp her og þetta er alveg á skjön við almennt viðhorf fslendinga fram til þessa. Ég er ekki tilbúinn að gleypa við þessari hugmynd." - Hvernig ætti að bregðast við ef Bandaríkjamenn vilja ekki sjá landinu fyrir því sem stjórnvöld telja lágmarks- varnir? „Ég skal ekki segja um það ná- kvæmlega. Við þurfum auðvitað að fara yfir okkar öryggismál og erum auðvitað að þvf núna í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er með varnarsamninginn við Bandaríkin. Ég tel að menn þurfi að skoða þær leiðir sem menn hugs- anlega sjá í þessu sambandi til að tryggja öryggi landsins. Eg hef orðið var við að menn telji sig ekki sjá hvað það er sem við þurfum að verjast en auðvitað get- um við ekki séð slíkt fyrir. Menn verða að horfa á þetta í langtíma- samhengi. Hver sá til dæmis fyrir 10. september 2001 að ráðist yrði á New York með þeim hætti sem gert var daginn eftir? Án þess ég ætli að setja okkur í þau spor sýnir það okkur að allt er í heiminum hverf- ult.“ Diplómatísk samskipti ,„,Hott hott allir mínar hestar,“ sagði litli Kláus og þóttist harla goður með þessa einu truntu sína,“ segir Stefán Páls- son, formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga. „Menn hafa nú ekki enn þá verið tilbúnir til að benda á hvaða óvinur það Stefán Pálsson. Þórunn Svein- bjarnardóttir. eigi að vera sem sé svo hræðilegur að það kalli á veru hersins hér en ekki getur hann verið mjög burðug- ur ef íslenskur her, sem myndi telja kannski 300 manns, ætti að geta staðið gegn honum. íslendingar tryggja öryggi sitt ekki með því að setja upp dúkkuher heldur með því að rækta diplómatísk samskipti við aðrar þjóðir heims eins og flest önnur smáríki gera.“ Umræðan þörf „Mér hefur alltaf fundist eðli- legt að við skoð- um hvort við tök- um ekki að okkur landvarnir í aukn- um mæli," segir Magnús Þór Gylfason, formað- ur Varðbergs. „En Magnús Þór ég sé ekki fýrir Gylfason. mér að íslending- ar komi sér upp flugher á næst- unni. Mér finnst því eðlileg hugsun af hálfu íslenskra stjórnvalda að vilja tryggja loftvarnir með samn- ingum við Bandaríkin." - En ef Bandaríkjamenn fara? „Þá erum við ekki í góðum mál- um. - Ættu íslendingar þá að taka landvarnirnar að sér? „Að því marki sem mögulegt væri. Landið má ekki vera varnar- laust, ekki frekar á þessum friðar- tímum en á tfmum kalda strfðsins þótt áherslurnar breytist. Mér flnnst vera tilvalið tækifæri fyrir okkur íslendinga að ræða þessi mál. Það hefur skort á umræðu um þau, þótt menn á borð Björn Bjarnason hafi vissulega sýnt mikið frumkvæði í þeim efnum.“ Tökum ekki yfir „Ég hef sett fram hug- myndir um að íslendingar velti fyrir sér auk- inni þátttöku f vörnum landsins, en ég hef aldrei talið að við færum alfarið í spor ®í°rn Bjarnason. Bandaríkjamanna með tækjum þeirra og tólum," segir Björn Bjarna- son, dóms- og kirkjumálaráðherra. „Hugmyndir mínar byggjast ekki á yfirtöku á hlutverki Bandaríkja- manna, enda tel ég að varnarsamn- ingurinn eigi að gilda áfram. Það er hægt að sitja við skrifborð og segja: Þarna er allur nauðsynlegur búnað- ur og við skulum bara taka þetta að okkur. Þetta er hins vegar mikil ein- földun og jafnast ekki á við samning um varnir við Bandaríkjamenn. Mér finnst aðalatriðið að ljúka viðræðun- um við Bandaríkjamenn og sjá hvað kemur út úr þeim. Við eigum alls ekki að gefa okkur niðurstöðuna fyr- ir frarn." Enn um String Band! « E E D „Hér hætti ég alveg að skilja þennan unga mann sem kom í heiminn það óheillaár sem strengjasveitin ótrúlega hætti störfum.... Það er því vægast sagt und- arlegt að opna blaðið sitt á mánudegi og lesa svo hroka- fullt níð um sveit sem kom og sigraði salinn þrátt fyrir að hún hefði bætt við sjg árum, nokkuð sem efalaust mun koma fyrir ArnarThoroddsen um síðir - ef hann drepst ekki úr hroka áður!" Ingólfur Steinsson I aðsendri grein I Morgunblaöinu, um dóm blaösins eftir tónleika The Incredible String Band, sem hefur vakió haróari vió- brögó en önnur tónlistargagnrýni I háa herrans tló. Á hvítasunnu „Hvers vegna skyldi vera heimilt að leigja myndbands- spólu en óheimilt að kaupa ýsuflak? Og hvers vegna er heimilt að kaupa bensfn en óheimilt að kaupa nýmjólk? Það sem meira er; hvernig má það vera að heimilt er að kaupa nýmjólk á bensínstöð en ekki í matvöruverslun?" Vefþjóóviljinn á Andríki.is um mis- jafna afstööu laganna tilþess hvaóa verslunarstarfsemi sé heimil á hvlta- sunnu. Landinn að dannast „... þrátt fyrir þunga hvlta- sunnuumferð gekk mjög greiðlega að komast í bæinn. Landinn er að verða dannaðri en fyrr í umferðinni." Siv Frióleifsdóttir umhverfísráóherra i netdagbók sinni. Auglýst og auglýst „Baráttuaðferðum [Vinstri- grænnaj I kosningabarátt- unni má í stuttu máli lýsa með orðunum tilgangurinn helgar meðulin. Þannig hent- aði þeim að reyna að gera Framsóknarflokkinn tor- tryggilegan fyrir það eitt að auglýsa þegar þeir voru sjálfir þátttakendur (auglýsinga- flóðinu.Einstöluðu þeir um að verið væri að kaupa fólks til fylgis.en þögðu þó þunnu hljóði þegar virkjunarand- stæðingar auglýstu sem mest í vetur. Sýnir þetta vel þann tvöfalda siðferðisstandard sem þeir hafa, einn fyrir sig og annan fyrir alla hina." Jón Einarsson, stjórnarmaóur i SUF, á Maddömunni.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.