Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2003, Blaðsíða 20
20 KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNÍ2003 Endurmenntun ráðgjafa MENNTUN: Mikilvægt er að gefa ráðgjöfum tækifæri til endurmenntunar, bæði til að forðast „útbrennslu" og til að bæta meðferðina.Árið 2001 voru tveir ráðgjafar sendir á vikulangt Hazelden-námskeið í Helsingör í Danmörku. Kennar- arnir voru með áratuga reynslu í að fræða um þessi mál. Ráð- gjafarnir voru afar ánægðir með þessa ferð og það besta var að fá staðfestingu á að meðferð í Krýsuvík er á réttri leið. í vetur fengum við gamal- reyndan ráðgjafa frá Dan- mörku, Pálma Benediktsson,til að halda viku námskeið fyrir í meðvirkni og meðferðartækni. Pálmi hefur áður unnið (Krýsu- vík. Mikil ánægja var með nám- skeið Pálma. Námskeið MENNTUN: Eins og fram hef- ur komið, er skólaganga vist- manna í Krýsuvík einn af öfl- ugustu þáttunum í meðferð- inni.Menn hafa komið inn ólæsir, en lokið núll-áfanga á einum vetri þrátt fyrir það.Á sl. vetri var vistmönnum að auki boðið upp á grunnnám í tölvuvinnslu og einnig var í boði sænskukennsla fyrir byrj- endur. Flestir tóku þátt í þessu og var almenn ánægja með námið. Kennsla fór fram á laugardögum í Menntaskólan- um í Kópavogi og það var Soroptimistaklúbbur Hafnar- fjarðar og Garðabæjar sem stóð straum af kostnaðinum. Þær kjarnakonur hafa oft stutt við bakið á Krýsuvík á undan- förnum árum og eiga miklar þakkir skildar.Vonir standa til að hægt verði að hafa einhver námskeið á hverjum vetri, fyrir utan hefðbundið skólastarf. Meðferðin verður að vera í stöðugri breytingu segir Þorgeir Ólason, forstöðumaður Krýsuvíkursamtakanna ÞORGEIR ÓLASON, FORSTÖÐUMAÐUR KRÝSUVÍKURSAMTAKANNA: Við settum okkur það markmið að vera með einstak- lingsmeðferð, leggjum áherslu á að sinna hverjum og einum sem einstaklingi með öll s(n sérkenni og sérþarfir og miða framhald meðferðarinnar við það eftir þv( sem það er hægt. Blaðamaður hitti Þorgeir Óla- son, forstöðumann Krýsuvík- ursamtakanna, fyrir skömmu og innti hann eftir því með- ferðarstarfi sem unnið er á staðnum. „Meðferðin á að vera í stöðugri breytingu," sagði Þorgeir. „Við reynum að staðna ekki í einhverju fari sem við komumst ekki upp úr. Ef við endurskoðum ekki stöðugt það sem við erum að gera þá verð- ur engin framþróun. Við verðum að skoða okkur sjálf. Endurnýjunin er líka lykillinn að því að við höldum kröftum okkar og starfsorku. Und- anfarið hefur verið lögð áhersla á að víkka út sjóndeildarhring hvers ráðgjafa. Það felst einkum í því að brjóta upp hið hefðbundna ráð- gjafastarf. Við settum okkur það markmið að vera með einstaklings- meðferð, leggjum áherslu á að sinna hverjum og einum sem ein- staklingi með öll sín sérkenni og sérþarfir og miða framhald með- ferðarinnar við það eftir því sem það er hægt. Þannig komum við meira inn á félagslega þáttinn í sjúkdómnum. Fyrsta skrefið út Við höfúm reynt ýmislegt til að láta menn stíga fyrsta skrefið út eins og að skylda þá til að fara í bæ- inn með vissu millibili meðan á meðferð stendur til að venja þá við að vera án vímuefna innan um fólk. Þetta er tilraun til þjóðfélagslegrar aðlögunar. Þannig erum við að kenna skjólstæðingum okkar að lifa í samfélaginu með sínar þarfir og áhugamál án þess að rekast stöðugt á aðra. Einstaklingarnir eru ólíkir og við höfum reynt að lesa í það hverjar þarfir hvers og eins eru og láta það ráða einhverju um gang meðferðarinnar. Endurnýjunin er líka lykillinn að því að við höldum kröftum okkar og starfsorku. Þetta hefur auðvitað stundum leitt til þess að vistmenn hafa sakað okkur um mismunun í meðferð- inni. Okkur er bent á að einn fái eitthvað sem annar fær ekki. Því er þá til að svara að þannig á það að vera. Við erum einfaldlega ekki öll eins og meðferðin gengur ekki út á það sama hjá öllum. Við leitumst við að draga fram þá kosti sem ein- staklingurinn býr yfir og kenna honum að líta á þá sem styrk sinn. Þeir eiga að vera þeir sjálfir á eigin forsendum en ekki vegna þess að ég vil að þeir sýni einhverja fram- hlið. Hver vistmaður er einstakur Starfsfólk í Krýsuvík hefur með tímanum farið meira og meira inn á þessa braut. Við erum smám saman að útfæra þessar hugmynd- ir, hver vistmaður er einstakur og á að fá meðferð í samræmi við það. Hér var einu sinni maður sem hafði þá verið á flækingi milli stofnana hér á íslandi í meira en tuttugu ár. Þegar hann var um það bil hálfnað- ur með meðferðina sendum við hann í sumarfrí, sögðum honum að koma aftur í haust. Þetta er auðvit- að afar óvenjulegt. En þessi maður var haldinn meðferðarleiða og í þessu tilviki var þessi aðferð ákveð- in lausn á því. Þetta er að sjálfsögðu ekki hægt að gera við alla þá sem hjá okkur eru. Rekum líka skóla Við rekum líka skóla eins og kemur fram annars staðar í blað- inu. Við viljum að þeir sem hér eru læri að hugsa um eitthvað annað en sjúkdóminn. Sumir festast í því að vera alltaf inni á stofnunum. Við höfum því reynt að renna sterkari stoðum undir skólahaldið. Við leggjum líka ríkari áherslu en áður á vinnuna. Þeir sem hingað koma hafa margir hverjir ekki mikla reynslu af vinnu og við reynum að koma til móts við það vandamál til að gera vistmenn okkar færari um að mæta því sem bíður þeirra þeg- ar út kemur. Við mætum þeim þar sem þeir eru. Við erum ekki stöðugt að reyna að hífa þá upp á þann stað sem við erum á heldur vinnum á þeirra heimasvæði. Auðvitað er misjafnt hvernig starfsfólki gengur að vinna á þennan hátt. En í dag er ég með úrvalsstarfslið og ég sé ekki fram á annað en stöðuga framför. Við sjá- um góðan árangur af því sem við erum að gera og það styrkir starfs- mennina og léttir starfið eins og alltaf þegar vel gengur." Eldhúsið í Krýsuvík „Við höfum verið undanfarin þrjú ár að safna tækjum í eld- húsið," sagði Lovísa Christi- ansen í samtali við blaða- mann nýlega. „Fyrst fengum við ofninn gefins frá Soroptimistaklúbbi Hafnar- fjarðar og Garðabæjar. Árið eftir ákváðu þær að gefa okkur gufu- gleypi. Hann var nú til hér í heilt ár áður en honum var komið upp og Lionsmenn gáfu okkur svo nýja uppþvottavél. Við fengum stálborð á góðum kjörum á útsölu. Smátt og smátt tókst okkur, með gjöfum héðan og þaðan og með okkar eig- in framlagi, að safna saman fleiri stálhúsgögnum, hér var svo rifinn veggur og loftræsting tengd. Þetta gerðist allt á síðasta ári. f dag er eld- húsið orðið mjög frambærilegt, það má orða það svo að þetta sé orðið eins og hjá fólki. Jafnframt þessu var eldhúsið málað og gólfið bón- að, allt tekið í gegn, sama var gert í borðsalnum. Þar voru vistmenn að verki undir stjórn staðarhaldara." - Hvernig var hægt að fjármagna vinnuna við framkvæmdirnar? „Soroptimistaklúbburinn greiddi vinnu við uppsetningu og loftræst- ingu, 300 þúsund. Afganginn greið- um við sjálf, fáum að borga hann niður á löngum tíma." - Framkvæmdirnar hafa þá ekki tekið langan tíma? „Síðan söfnunin hófst eru liðin þrjú ár. Sjálfar framkvæmdirnar tóku miklu styttri tíma. Þeim er að vísu ekki alveg lokið. Við erum á höttunum eftir pönnu sem ég á von á að geta fengið austan frá Selfossi og sitthvað fleira smálegt vantar enn. Það kemur smátt og smátt. Aðalatriðið er að ástandið er orðið fyllilega ásættanlegt." - Hvernig taka vistmenn öllu þessu framkvæmdabrambolti? „Hér starfa allajafna tveir til þrír vistmenn við margvísleg störf til að aðstoða matreiðslumanninn auk þess sem allir vistmenn ganga um eldhúsið dags daglega. En þeir gera það í dag með allt öðrum og betri hætti eftir þessar breytingar, eins og skiljanlegt er þegar allt er miklu aðgengilegra en það var. Þessi breyting hefur ótvíræð áhrif til góðs á bata vistmannanna. Það sama á við um þetta eins og aðrar fram- kvæmdir hér. Til að byrja með fannst mér óþolandi hvað það tók allt langan tíma. En smám saman varð mér ljóst að þessi hæga ferð á framkvæmdunum er afar góð fyrir þá sem hér eru í meðferð. Bati þeirra tekur líka langan tíma og þetta kemur ágætlega saman. Allir góðir hlutir gerast hægt," sagði Lovísa að lokum. LOVÍSA CHRISTIANSEN: I dag er eldhúsið orðið mjög frambærilegt, það má orða það svo að þetta sé orðið eins og hjá fólki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.