Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR M.JÚNÍ2003 DV HELGARBLAÐ 25 Örvar bræðir smjörið á pönnu og steikir kirsuberin og pistasíuhneturnar létt (því. þannig verður til einföld en afar bragðgóð sósa sem fer vel með heimagerða vanillu- ísnum ofan á pönnsunni. Eftir að isnum og heitri kirsu- berja- og pistasíusósunni hef- ur verið komið fyrir ofan á pönnukökunni er kökunní rúllað upp sem kramarhúsi og brotið upp á mjórri endann. Síðan er rétturinn borinn fram og hann borðaður strax. Bakaðir bananar, sem hafa verið penslaðir með bræddu smjöri og púðursykri,eru sett- ir á pönnuköku og kæld súkkulaðisósa látin drjúpa yfir. Síðan er kakan brotin saman eíns og gert er á myndinni hér fyrir ofan. DV-myndirTeitur Mildur Mommessin og Þjóðvegur 66 - frá ÓlafiH. Ingasyni, Heildverslun Alberts Guðmundssonar í þessum dálki er öðrum þræði lögð áhersla á að kynna vín, óháð matreiðslunni hér til hliðar. Enda ekki meiningin að hafa þetta alveg niðurnjörvað. Þess vegna bregð- um við aðeins út af vananum í þetta skipti og kynnum til sögunn- ar milt og notalegt rauðvín sem hentar vel með hvers kyns kjöti og sterkur drykkur sem blanda má á ýmsa vegu til að gera svalandi og ljúffenga sumardrykki. Ólafur H. Ingason hjá Heildverslun Alberts Guðmundssonar sýslar með rauðvín dag hvern og þar á meðal er Mommessin Cotes Du Rhone. Mommessin Cotes Du Rhone er mjög vel þekkt meðal íslendinga, hefur lengi verið til sölu í verslun- um ÁTVR. Fyrirtækið Mommessin var stofnað árið 1865 af Jean Marie Mommessin og hefur það verið í eigu fjöl- skyldunnar allar götur síðan. Gæðakröfur hjá Mommessin eru afar strangar og kem- ur fjöldi gamalreyndra víngerðarmanna og sérfræðinga að vínframleiðslunni. Það þarf því ekki að koma á óvart að unnendur góðra vína séu hrifnir af Mommessin. Hafa Mommessin-vínin unnið fjölda vín- keppna og hlotið ótal verðlaun og viður- kenningar í gegnum tíðina. Mommessin- vínin fást í yfir 70 löndum í fimm heimsálf- um. Mommessin er virt fyrirtæki í Frakk- landi. Mommessin Cotes Du Rhone er milt rauðvfn með léttum kryddkeim og dá- litlu tanníni. Fyrir utan að henta vel með öllu kjöti þá er Mommessin Cotes Du Rho- ne einnig tilvalið með ostum eða bara eitt og sér. Þannig hentar Cotes Du Rhone frá Mommessin einstaklega vel þegar róman- tfkin liggur í loftinu á björtu sumarkvöldi. Mommessin Cotes Du Rhone kosfar 1.220 krónur í vínbúðum ÁTVR. Og úr mildu rauðvfni yfir í mildan viskílíkjör, Route 66 Classic, sem fæst í Heiðrúnu og ÁTVR Kringlunni og kostar 3.100 krónur. Route 66 er kennt við sam- nefndan þjóðveg í Bandaríkjunum sem tengdi Chicago í Illinois við Los Angeles í Kalifomíu. Þessi þjóðbraut má muna fífil sinn fegri en hefur þó verið gerð ódauðleg í söngvum og einnig í með tilkomu þessa milda drykkjar. Route 66 er blanda ýmissa sterkra víntegunda auk safa úr kryddjurt- um og ávöxtum sem finna má í grennd þjóðbrautarinnar frægu. Nægir að nefna appelsínur, appelsínubörk, sítrónur, aprikósur, kóríander og lofnarblóm. Þenn- an drykk má drekka einan sér, með ísmol- um eða muldum ís. Einnig má gera blönd- ur með kóki, sódavatni, engiferöli eða espressokaffi og rjóma. Síðastnefndi drykkurinn þykir einmitt tilvalinn eftir góða máltíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.