Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR M.JÚNÍ2003 DV HELGARBLAÐ 25
Örvar bræðir smjörið á pönnu
og steikir kirsuberin og
pistasíuhneturnar létt (því.
þannig verður til einföld en
afar bragðgóð sósa sem fer
vel með heimagerða vanillu-
ísnum ofan á pönnsunni.
Eftir að isnum og heitri kirsu-
berja- og pistasíusósunni hef-
ur verið komið fyrir ofan á
pönnukökunni er kökunní
rúllað upp sem kramarhúsi og
brotið upp á mjórri endann.
Síðan er rétturinn borinn fram
og hann borðaður strax.
Bakaðir bananar, sem hafa
verið penslaðir með bræddu
smjöri og púðursykri,eru sett-
ir á pönnuköku og kæld
súkkulaðisósa látin drjúpa yfir.
Síðan er kakan brotin saman
eíns og gert er á myndinni hér
fyrir ofan.
DV-myndirTeitur
Mildur Mommessin
og Þjóðvegur 66
- frá ÓlafiH. Ingasyni, Heildverslun Alberts Guðmundssonar
í þessum dálki er öðrum þræði
lögð áhersla á að kynna vín, óháð
matreiðslunni hér til hliðar. Enda
ekki meiningin að hafa þetta alveg
niðurnjörvað. Þess vegna bregð-
um við aðeins út af vananum í
þetta skipti og kynnum til sögunn-
ar milt og notalegt rauðvín sem
hentar vel með hvers kyns kjöti og
sterkur drykkur sem blanda má á
ýmsa vegu til að gera svalandi og
ljúffenga sumardrykki. Ólafur H.
Ingason hjá Heildverslun Alberts
Guðmundssonar sýslar með rauðvín
dag hvern og þar á meðal er
Mommessin Cotes Du Rhone.
Mommessin Cotes Du Rhone er
mjög vel þekkt meðal íslendinga,
hefur lengi verið til sölu í verslun-
um ÁTVR. Fyrirtækið Mommessin
var stofnað árið 1865 af Jean Marie
Mommessin og hefur það verið í eigu fjöl-
skyldunnar allar götur síðan. Gæðakröfur
hjá Mommessin eru afar strangar og kem-
ur fjöldi gamalreyndra víngerðarmanna
og sérfræðinga að vínframleiðslunni. Það
þarf því ekki að koma á óvart að unnendur
góðra vína séu hrifnir af Mommessin.
Hafa Mommessin-vínin unnið fjölda vín-
keppna og hlotið ótal verðlaun og viður-
kenningar í gegnum tíðina. Mommessin-
vínin fást í yfir 70 löndum í fimm heimsálf-
um.
Mommessin er virt fyrirtæki í Frakk-
landi. Mommessin Cotes Du Rhone er
milt rauðvfn með léttum kryddkeim og dá-
litlu tanníni. Fyrir utan að henta vel með
öllu kjöti þá er Mommessin Cotes Du Rho-
ne einnig tilvalið með ostum eða bara eitt
og sér. Þannig hentar Cotes Du Rhone frá
Mommessin einstaklega vel þegar róman-
tfkin liggur í loftinu á björtu sumarkvöldi.
Mommessin Cotes Du Rhone kosfar 1.220
krónur í vínbúðum ÁTVR.
Og úr mildu rauðvfni yfir í mildan
viskílíkjör, Route 66 Classic, sem fæst í
Heiðrúnu og ÁTVR Kringlunni og kostar
3.100 krónur. Route 66 er kennt við sam-
nefndan þjóðveg í Bandaríkjunum sem
tengdi Chicago í Illinois við Los Angeles í
Kalifomíu. Þessi þjóðbraut má muna fífil
sinn fegri en hefur þó verið gerð ódauðleg
í söngvum og einnig í með tilkomu þessa
milda drykkjar. Route 66 er blanda ýmissa
sterkra víntegunda auk safa úr kryddjurt-
um og ávöxtum sem finna má í grennd
þjóðbrautarinnar frægu. Nægir að nefna
appelsínur, appelsínubörk, sítrónur,
aprikósur, kóríander og lofnarblóm. Þenn-
an drykk má drekka einan sér, með ísmol-
um eða muldum ís. Einnig má gera blönd-
ur með kóki, sódavatni, engiferöli eða
espressokaffi og rjóma. Síðastnefndi
drykkurinn þykir einmitt tilvalinn eftir
góða máltíð.