Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 36
 40 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ2003 Ætlum í umspil íslenska kvennalandsliðið leikur sinn fyrsta leik í undankeppni EM í dag í dag eigast við klukkan 16.00 lið ís- lands og Ungverjalands í und- ankeppni EM kvennalandsliða á Laug- ardalsvellinum. Viðureignin er fyrsti leikur íslands í undankeppninni og jafnframt fyrsti leikur liðsins undir stjórn Helenu Ólafsdóttur sem tók við í haust af Jörundi Áka Sveinssyni sem þjálfað hafði íslenska liðið síðustu ár. Helena segir leikinn leggjast vel í sig og muni íslenska liðið leggja allt í söl- urnar til að innbyrða sigur í þessum fyrsta leik. „Við eigum góða möguleika á að vinna þenna leik. Við rennum voðalega blint í sjó- inn með þær-við höfum lítið fengið upplýs- ingar um þær og vitum lítið um þeirra getu en auðvitað verður þetta barátta upp á líf og dauða. Við ætlum okkur að vinna þennan leik,“ segir Helena ákveðin. Ungverjar eru nokkrum sætum fyrir neðan íslenska liðið á styrkleikalista FIFA og fyrir- fram má telja lið fslands sigurstranglegra. Eins og áður segir er þetta er fyrsti leikur ís- lenska liðsins í keppninni en Ungverjar hafa þegar leikið tvo. Þær ungversku töpuðu fyrir Frökkum 4-0 en unnu Pólland með tveimur mörkum gegn engu og hafa þvf þrjú stig. Auk þessara liða eru það Rússar sem skipa riðil- inn, en þar er einnig á ferð mjög sterkt . kvennalandslið. Franska liðið er hins vegar „Katrín Jónsdóttir og Margrét Ólafsdóttir gefa ekki kost á sér og þá á Rósa Júlía Steinþórs- dóttir við meiðsli að stríða. Allt hafa þetta verið algjörir lykilmenn ísíðustu verkefnum landsliðsins og Ijóst að þessi áðurnefndu skörð verða ekki auðfyllt" talið það sterkasta á pappírnum en íslenska liðið á að eiga góða möguleika á þriðja sæti riðilsins og jafnvel enn ofar. Undankeppninni fýrir lokakeppni EM hjá konunum er hagað svipað og hjá körlunum. Það lið, sem endar í fyrsta sæti riðilsins, fer sjálfkrafa áfram í lokakeppnina en liðið í öðru sæti fer í umspil þar sem mótherjarnir verða einhver liðanna sem lentu í öðru sæti annarra riðla. Þá fara þau tvö lið, sem bestum árangri hafa náð af þeim sem lentu í þriðja sæti síns riðils, einnig í umspilið. Nokkuð ljóst liggur fyrir að baráttan um umspilið stendur fyrst og fremst á milli fs- lendinga og Rússa, þó svo að alls ekki megi af- skrifa Ungverja, sem eru sýnd veiði en ekki gefin. Helena kveðst ákveðin í að ná sæti í um- spilinu. . „Við ætlum okkur í það umspil og stefnum á það. En svo verður tíminn náttúrlega að leiða það í ljós hvort það tekst," segir Helena en bætir við að nú sé hún fyrst og fremst að einbeita sér að leiknum við Ungverja. „Við viljum ná hagstæðum úrslitum úr þessum leik og svo sjá hvert framhaldið verð- ur. Við erum með mikla endurnýjun í hópn- um og það á eftir að sjá hvernig þetta púslast saman," segir Helena, en eins og margir vita hafa djúp skörð verið höggvin í kvennalands- liðið á árinu. Katrín lónsdóttir og Margrét Ólafsdóttir gefa ekki kost á sér og þá á Rósa Júlía Steinþórsdóttir við meiðsli að stríða. Allt hafa þetta verið algjörir lykilmenn í síðustu H verkefnum landsliðsins og ljóst að þessi áður- nefndu skörð verða ekki auðfyllt. „Ég treysti hins vegar hópnum, sem ég er með í dag, fullkomnlega í verkefnið. Þetta eru ungar stelpur og það eru kannski ákveðin kynslóðaskipti að verða en þær eru tilbúnar - ég efast ekki um að þær vilji sýna sig og sanna. GÓÐAR SAMAN: Það fór vel á með þeim Helenu Ólafsdóttir, landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu, og Ásthildi Helgadóttur, fyrirliða íslenska liðsins, í gær þegar Ijósmyndara DV bar að garði. (dag Ekki miklar breytingar „Við ætlum okkur sigur og ég legg leikinn upp með því til hliðsjónar. En eins og ég sagði áður þá vitum við lítið um þær. Við ætlum okkur að nýta okkar styrkleika til fullnustu - við ætlum að keyra svolítið á þær, nýta hrað- ann á köntunum og sækja á þær.“ - Muntu koma til með að gera einhverjar róttækar breytingar a' leikskipulaginu frá því að Jörundur Áki hætti með liðið? „Það held ég ekki. Við munum spila leik- kerfið 4-5-1 til að byrja með og það er það sama og liðið hefur verið að spila. Það verða ekki miklar áherslubreytingar, enda var það kannski ekkert meiningin." Undirbúningur fyrir leikinn hefur staðið yf- ir frá því á þriðjudaginn og segir Helena hann hafa gengið mjög vel. „Við tókum létta æfingu á þriðjudaginn, daginn eftir umferð og svo aðra góða æfrngu á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn gaf ég frí „Stuðningurinn skiptir gríðar- lega miklu máli og við vonum að þetta skili sér. Það er von- andi að sérstaklega litlar stelpur í yngri flokkunum komi á völlinn. Og auðvitað náttúrlega allir sem vettlingi geta valdið einnig. Það er ekki spurning að áhorfendur eru okkar tólfti maður í þessu. " frá æfingum en við hittumst í mat og höfðum það gott," segir Helena, en lokaæfingin fór r hins vegar alvaran við - leikur gegn Ungverjum , fram í gærdag. Eftir hana var haldið á Hótel Loftleiðir þar sem íslenska liðið dvaldi í nótt. Konurnar engir eftirbátar íslenska karlalandsliðið er búið að vera mik- ið í sviðsljósinu síðustu vikuna vegna leikjanna í undankeppni EM fýrst gegn Færeyingum og síðan Litháum. í báðum leikjunum unnust góðir sigrar og segir Helena að kvennaliðið ætli sér ekki að vera neinn eftirbátur þeirra. „Við ætlum að standa okkur einnig. En auðvitað eru þetta tvö aðskilin lið, það er gaman að sjá hvað strákunum hefur gengið vel og það er vonandi að það verði framhald á hjá okkur. Við verðum líka að vera tilbúnar og með hausinn í lagi,“ segir Helena sem kveðst ekki finna fyrir neinni aukinni pressu í kjölfar sigra karlalandsliðsins í vikunni. „Ég held að það skipti nú litlu máli gagnvart okkur sjálfum. Ég held að stelpumar setji pressuna frekar á sig sjálfar. Þær em eingöngu að hugsa um sjálfar sig og að klára leikinn." - Þetta er fyrsti leikur liðsins undir þinni stjórn. Hvernig er tilfinningin? „Ég er orðin spennt og hlakka mikið til. En þetta er náttúrlega bara eins og hver annar leikur," segir Helena en viðurkennir þó að þetta sé nokkuð frábmgðið því að fara í leik með lið Vals í Esso-deild kvenna, en Helena þjálfar sem kunnugt er kvennalið Vals sam- hliða landsliðsþjálfarastarfmu. „Þetta er að sjálfsögðu öðmvísi tilfinning. En þegar maður setur dæmið fyrir sig þá er þetta bara einn af þessum leikjum sem farið er í. Og maður fer alltaf með sama hugarfari - að gera sitt besta og reyna að vinna. Svo að því leyti er þetta ekkert frábmgðið," segir Hel- ena sem af spjalli okkar að dæma er augljós- lega með sigurviljann í blóðinu. Vona að sem flestir komi á völlinn Leikir íslenska kvennalandsliðsins hafa átt síauknum vinsældum að fagna á meðal al- mennings í landinu undafarin misseri. Aug- Laugardalsvelli sem er liður í undankeppni EM. DV-mynd ÞÖK lýsingaherferðir liðsins hafa vakið mikla at- hygli, en þar hafa þær stúlkur, sem em í hópnum hverju sinni, komið fram á heilsíðu „Við eigum góða möguleika á að vinna þenna leik. Við renn- um voðalega blint í sjóinn með þær - við höfum lítið fengið upplýsingar um þær og vitum lítið um þeirra getu en auðvitað verður þetta barátta upp á líf og dauða. Við ætlum okkur sigur." auglýsingu dagblaða, klæddar á mismunandi vegu. Fyrst þegar uppátækið var í hávegum haft komu þær fram á sundfötunum einum klæða, þá sem nautabanar og loks sem sjólið- ar sem vom á leið í boltastríð við Breta. Aug- lýsingin fyrir leikinn gegn Ungverjum sást fýrst í gær og vakti hún mikla athygli. Þá er látið sem svo að stelpumar sitji til borðs í stjórnarráðinu og myndinni fýlgir fýrirsögn- in: STELPURNAR STJÓRNA. Helena brosir að uppátækinu en segir jafn- framt að stuðningurinn aukist í kjölfarið. „Stuðningurinn skiptir gríðarlega miklu máli og við vonum að þetta skili sér. Það er vonandi að sérstaklega litlar stelpur í yngri flokkunum komi á völlinn. Og auðvitað nátt- úrlega allir sem vettlingi geta valdið einnig. Það er ekki spuming að áhorfendur em okkar tólfti maður í þessu.“ Leikurinn hefst kl 16. eins og áður segir og fer hann fram á Laugardalsvellinum. Aðgang- ur er að sjálfsögðu ókeypis og em landsmenn hér með hvattir til að styðja við bakið á stúlk- unum okkar. vignir@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.