Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 24
24 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 Matur og vín Umsjónarmenn: Gunnþóra Gunnarsdóttir,gun@dv.is Haukur Lárus Hauksson, hlh@dv.is Pönnukökur Pönnukökur eru þunnar kökur úr hveiti, eggjum, mjólk og dálítilli feiti, bakaðar báðum megin á pönnu eða hellu. Þær hafa lengi notið vinsælda íEvrópu og líkast til hafa Frakkar hvað lengsta reynslu af pönnukökubakstri. Þar tíðkast að borða þær sætar með sultu, rjóma eða kremi sem kaffibrauð eða eftirrétt. Einnig eru þær gjarnan fylltar með ýmiss konar grænmeti og kjöti, brugðið á pönnu aftur eða bakaðar í ofni og kallast crépes. Slík hefð hefur breiðst út og crépes-staðir sprottið upp víða um heim. Bandarískar pönnukökur eru þykkri, gjarnan bornar fram ístöflum ásamt hlynsírópi á morgunverðarborð. Hingað til lands barst pönnukökuhefðin frá Danmörku og er elsta uppskriftin sem fundist hefur frá þvíum 1800. Pönnukökur með sultu og rjóma hafa verið hefðbundið meðlæti með kaffi, einnig upprúllaðar pönnukökur með sykri. Þá hafa þær líka verið hafðar þykkri, kallaðar lummur og bornar fram með sultu eða sykri. Crépes-kökurnar hafa einnig náð fótfestu hér á landi og eru geysivinsælar þar sem þær eru á boðstólum. Máltíð, eftirréttur eða meðlæti með kaffi Að hætti Örvars Birgissonar íNýja kökuhúsinu Örvar Birgisson, bakari hjá Nýja kökuhúsinu, er manna flinkastur í pönnukökubakstri. Nýja kökuhús- ið hefur haft pönnukökur á boðstólum í áratugi, bæði sem kaffibrauð og einnig hafa crépes verið mjög vin- sælar á matseðlum staðarins, þá fylltar með einhverju mat- arlegu, svo sem kjúklingi eða skinku, hrísgrjónum og alls kyns grænmeti. Nýja kökuhúsið er með veisluþjónustu og nú hefur það opnað nýtt konditoribakarí að Auðbrekku 2 í Kópavogi. Þar hittum við örv- ar fyrir þar sem hann var að fylla pönnukök- ur með ýmsu gúmmelaði. Hann gaf okkur uppskriftir að þrenns konar fyllingu. Tvær þeirra eru öndvegiseftirréttír, annars vegar ís með kirsuberja- og pistasíusósu og hins vegar bakaðir bananar með súkkulaðisósu. Hin þriðja er létt máltíð, crépes með kjúklingi og Hoi Sin sósu. En fyrst er það grunnuppskriftin að pönnukökunum. Pönnukökur 250 q hveiti 1 tsk. Ivftiduft 1/2 tsk. matarsódi 1/2 tsk. salt 6-7 dl miólk 35 q smiörliki 2eqq Þurrefnin sett í skái, eggjunum og helmingnum af mjólkinni bætt í og hrært saman. Restinni af mjólk- inni bætt í og hrært. Smjörið brætt og hellt út í síðast. Kirsuberja- og pistasíusósa 60 q smiör____________________________________ 60 g kirsuber__________________________________ 60 g pistasíuhnetur Smjörið er hitað á pönnu, kirsuber og pistaníuhnet- ur eru sett út í og steikt létt. ís - Semi fredo 1 vanillustðnq 55 q svkur 5 dl rjómi salt á hnífsoddi Eggin eru aðskilin. Fræin eru tekin úr van inni og sykurinn þeyttur með rauðunum. R þeyttur í annarri skál. Hvíturnar eru stífþeytt skálinni með saltinu. Öllu er blandað varle með sleif, sett í form sem filma er sett yfir oj frysti. ísinn er settur á pönnukökuna og kirst pistasíusósunni hellt yfir. Kakan brotín sam; in strax fram. Bakaðir bananar 2 bananar 70 q brætt smjör 50 q púðursvkur Bananarnir eru skornir í ca 2 sm bita, pens bræddu smjör og púðursykri stráð yfir. B; mínútur við 180 gráða hita. Súkkulaðisósa 600 q riómi______ 100 q hunanqslíki 4 stór eqq 470 g Valhrona Araguani 72% eða annað dökt súkkulaði_____________________________ Súkkulaðið er saxað smátt. Rjómi og hi soðið og hellt yfir súkkulaðið. Hrært saman og látið kólna í um það bil klukkutíma. Bananarnir og súkkulaðisósan sett á pön; og hún brotín saman. Crépes með kjúklingi og Hoi Sin sósi Kjúklingakjöt rifið niður. Pönnukakan sr Hoi Sin sósu. Kjúklingurinn settur ofan á og urskorinn vorlaukur yfir. Pönnukakan broti fernt, hituð á pönnu og gúrkustrimlar bc með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.