Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 24
24 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 Matur og vín Umsjónarmenn: Gunnþóra Gunnarsdóttir,gun@dv.is Haukur Lárus Hauksson, hlh@dv.is Pönnukökur eru þunnar kökur úr hveiti, eggjum, mjólk og dálítilli feiti, bakaðar báðum megin á pönnu eða hellu. Þær hafa lengi notið vinsælda í Evrópu og líkast til hafa Frakkar hvað lengsta reynslu af pönnukökubakstri. Þar tíðkast að borða þær sætar með sultu, rjóma eða kremi sem kaffibrauð eða eftirrétt. Einnig eru þær gjarnan fylltar með ýmiss konar grænmeti og kjöti, brugðið á pönnu aftur eða bakaðar í ofni og kallast crépes. Slík hefð hefur breiðst út og crépes-staðir sprottið upp víða um heim. Bandarískar pönnukökur eru þykkri, gjarnan bornar fram ístöflum ásamt hlynsírópi á morgunverðarborð. Hingað til lands barst pönnukökuhefðin frá Danmörku og er elsta uppskriftin sem fundist hefur frá því um 1800. Pönnukökur með sultu og rjóma hafa verið hefðbundið meðlæti með kaffi, einnig upprúllaðar pönnukökur með sykri. Þá hafa þær líka verið hafðar þykkri, kallaðar lummur og bornar fram með sultu eða sykri. Crépes-kökurnar hafa einnig náð fótfestu hér á landi og eru geysivinsælar þar sem þær eru á boðstólum. Máltíð, eftirréttur eða meðlæti með kaffi Að hætti Örvars Birgissonar í Nýja kökuhúsinu Pönnukökur 250 a hveiti 1 tsk. Ivftiduft 1/2 tsk. matarsódi 1/2 tsk. salt 6-7 dl miólk 35 a smiörliki J.egg Þurrefnin sett í skál, eggjunum og helmingnum af mjólkinni bætt í og hrært saman. Restinni af mjólk- inni bætt í og hrært. Smjörið brætt og hellt út í síðast. Kirsuberja- og pistasíusósa 60 a smiör 60 a kirsuber 60 a pistasiuhnetur Smjörið er hitað á pönnu, kirsuber og pistaníuhnet- ur eru sett út í og steikt létt. fs - Semi fredo 1 vanillustöna 55 q svkur 4 stór eaa Örvar Birgisson, bakari hjá Nýja kökuhúsinu, er manna flinkastur í pönnukökubakstri. Nýja kökuhús- ið hefur haft pönnukökur á boðstólum í áratugi, bæði sem kaffibrauð og einnig hafa crépes verið mjög vin- sælar á matseðlum staðarins, þá íylltar með einhverju mat- arlegu, svo sem kjúklingi eða skinku, hrísgrjónum og alls kyns grænmeti. Nýja kökuhúsið er með veisluþjónustu og nú hefur það opnað nýtt konditoribakarí að Auðbrekku 2 í Kópavogi. Þar hittum við Örv- ar íyrir þar sem hann var að fylla pönnukök- ur með ýmsu gúmmelaði. Hann gaf okkur uppskriftir að þrenns konar íyllingu. Tvær þeirra eru öndvegiseftirréttir, annars vegar ís með kirsuberja- og pistasíusósu og hins vegar bakaðir bananar með súkkulaðisósu. Hin þriðja er létt máltíð, crépes með kjúklingi og Hoi Sin sósu. En fyrst er það grunnuppskriftin að pönnukökunum. DV-myndir Teitur LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 DVHELGARBLAÐ 25 Örvar bræðir smjörið á pönnu og steikir kirsuberin og pistasíuhneturnar létt í því. þannig verður til einföld en afar bragðgóð sósa sem fer vel með heimagerða vanillu- ísnum ofan á pönnsunni. Eftir að ísnum og heitri kirsu- berja- og pistasíusósunni hef- ur verið komið fyrir ofan á pönnukökunni er kökunni rúllað upp sem kramarhúsi og brotið upp á mjórri endann. Síðan er rétturinn borinn fram og hann borðaður strax. Bakaðir bananar, sem hafa verið penslaðir með bræddu smjöri og púðursykri, eru sett- ir á pönnuköku og kæld súkkulaðisósa látin drjúpa yfir. Síðan er kakan brotin saman eins og gert er á myndinni hér fyrir ofan. 5 dl riómi salt á hnífsoddi Eggin eru aðskilin. Fræin eru tekin úr vanillustöng- inni og sykurinn þeyttur með rauðunum. Rjóminn er þeyttur í annarri skál. Hvíturnar eru stífþeyttar í þriðju skálinni með saltinu. Öllu er blandað varlega saman með sleif, sett í form sem filma er sett yfir og stungið í frysti. ísinn er settur á pönnukökuna og kirsuberja- og pistasíusósunni hellt yfir. Kakan brotin saman og bor- in strax fram. Bakaðir bananar 2 bananar 70 q brætt smiör 50 a púðursvkur Bananarnir eru skornir í ca 2 sm bita, penslaðir með bræddu smjör og púðursykri stráð yfir. Bakað í tíu mínútur við 180 gráða hita. Súkkulaðisósa 600 q riómi 100 a hunanaslíki 470 g Valhrona Araguani 72% eða annað dökkt súkkulaði Súkkulaðið er saxað smátt. Rjómi og hunangslíki soðið og hellt yfír súkkulaðið. Hrært saman með sleif og látið kólna í um það bil klukkutíma. Bananarnir og súkkulaðisósan sett á pönnukökuna og hún broún saman. Crépes með kjúklingi og Hoi Sin sósu Kjúklingakjöt rifið niður. Pönnukakan smurð með Hoi Sin sósu. Kjúklingurinn settur ofan á og síðan nið- urskorinn vorlaukur yfir. Pönnukakan brotin saman í fernt, hituð á pönnu og gúrkustrimlar bornir fram með. MildurMommessin og Þjóðvegur 66 - frá Ólafi H. Ingasyni, Heildverslun Alberts Guðmundssonar í þessum dálki er öðrum þræði lögð áhersla á að kynna vín, óháð matreiðslunni hér til hliðar. Enda ekki meiningin að hafa þetta alveg niðurnjörvað. Þess vegna bregð- um við aðeins út af vananum í þetta skipti og kynnum til sögunn- ar milt og notalegt rauðvín sem hentar vel með hvers kyns kjöti og sterkur drykkur sem blanda má á ýmsa vegu til að gera svalandi og ljúffenga sumardrykki. Ólafur H. Ingason hjá Heildverslun Alberts Guðmundssonar sýslar með rauðvín dag hvern og þar á meðal er Mommessin Cotes Du Rhone. Mommessin Cotes Du Rhone er mjög vel þekkt meðal íslendinga, hefur lengi verið til sölu í verslun- um ÁTVR. Fyrirtækið Mommessin var stofnað árið 1865 af Jean Marie Mommessin og hefúr það verið í eigu fjöl- skyldunnar allar götur síðan. Gæðakröfur hjá Mommessin eru afar strangar og kem- ur fjöldi gamafreyndra víngerðarmanna og sérfræðinga að vínframleiðslunni. Það þarf því ekki að koma á óvart að unnendur góðra vína séu hrifnir af Mommessin. Hafa Mommessin-vínin unnið fjölda vín- keppna og hlotið ótal verðlaun og viður- kenningar í gegnum tfðina. Mommessin- vínin fást í yfír 70 löndum í fimm heimsálf- um. Mommessin er virt fyrirtæki í Frakk- landi. Mommessin Cotes Du Rhone er milt rauðvín með léttum kryddkeim og dá- litlu tanníni. Fyrir utan að henta vel með öllu kjöti þá er Mommessin Cotes Du Rho- ne einnig tilvalið með ostum eða bara eitt og sér. Þannig hentar Cotes Du Rhone frá Mommessin einstaklega vel þegar róman- tíkin liggur í loftinu á björtu sumarkvöldi. Mommessin Cotes Du Rhone kostar 1.220 krónur í vínbúðum ÁTVR. Og úr mildu rauðvíni yfír í mildan viskílíkjör, Route 66 Classic, sem fæst í Heiðrúnu og ÁTVR Kringlunni og kostar 3.100 krónur. Route 66 er kennt við sam- nefndan þjóðveg í Bandaríkjunum sem tengdi Chicago í Illinois við Los Angeles í Kaliforníu. Þessi þjóðbraut má muna fífil sinn fegri en hefur þó verið gerð ódauðleg í söngvum og einnig í með tilkomu þessa milda drykkjar. Route 66 er blanda ýmissa sterkra víntegunda auk safa úr kryddjurt- um og ávöxtum sem finna má í grennd þjóðbrautarinnar frægu. Nægir að nefna appelsínur, appelsínubörk, sítrónur, aprikósur, kóríander og lofnarblóm. Þenn- an drykk má drekka einan sér, með ísmol- um eða muldum ís. Einnig má gera blönd- ur með kóki, sódavatni, engiferöli eða espressokaffi og rjóma. Síðastnefndi drykkurinn þykir einmitt tilvalinn eftir góða máltíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.