Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 W HELGAH&LAV 27 HALLAR UNDAN: Það er snarbratt nið- ur hlíðina niður í Svínadal í Kjós og betra að fara varlega. HLIÐARHALLI ER VONDUR: I kröppu gili efst í Svfnadal er betra að vera ekki loft- hræddur þegar slóðin hallast fram á klettabrún. Farþegar ákváðu að ganga. HANDBRAGÐ KYNSLOÐANNA: Vegur- inn um Svínaskarð var aflagður sem bíl- vegur um 1930 og þessi vandaða hleðsla ber handbragði vegagerðarmanna fagurt vitni og hefur ekkert bilað. jólanóttina. Árið 1890 fór sænskur vegfræðingur um landið og horfði eftir hentugum vegarstæðum fyrir nýjan tíma sem þá var að renna upp á íslandi. Hann spáði því að í framtíðinni lægi aðalvegurinn um Svínaskarð og taldi sig sjá þar af- bragðs vegarstæði. Má ég ganga? Ekki erum við alveg sammála Svíanum þegar ferðin hefst á ný niður í Svínadalinn. Leiðin liggur niður snarbratta skriðu í kröppum sneiðingum og fararskjóti okkar af gerðinni Land Rover skrunar und- an eigin þunga niður á köflum. Síð- an sveigir slóðin og liggur eftir klettasyllu inn í krappt gil og eftir öðrum eins sneiðingi upp úr því aftur. Slóðin er svo mjó að það leif- ir ekki af því að Roverinn rúmist á syllunni og aukinheldur hallar fram af brúninni og á einum stað þarf að brölta yfir talsverða grjóthrúgu sem hefur verið hlaðin ofan úr úr- rennsli. Hér verður samkomulag um það í vorum leiðangri að hluti farþega vill frekar ganga niður en að sitja þeim megin í bílnum sem þeim finnst eiginlega slúta fram af klettabrúninni. Þetta er ágætt og allt gengur okkar ferðalag vel enda Rover nýskæddur og til í tuskið og þótt hann renni aðeins undan hall- anum er best að fara bara varlega. Þegar komið er niður í dalbotn- inn liggur leiðin fljótlega um grón- ara land. Við sjáum tvo hjólreiða- menn sem lagt hafa leið sína yfir skarðið þennan góðvirðisdag en mætum einnig hópum hesta- manna en Svínaskarð mun vera vinsæl reiðleið og kannski ættum við jeppamenn að leyfa þeim að hafa þessa leið fyrir sig. Slóðin út dalinn er sæmilega greiðfær þótt aurbleyta geri aðeins vart við sig í mýrarslökkum og Land Rover krefst þvottar þegar heim er komið eftir brölt í pyttum sem þó valda engum landspjöllum. Við komum niður á þjóðveginn við skilarétt sem stendur á eyri rétt á móti Vindáshlíð en fyrst niður veg heim að nokkrum sumarbústöðum sem þar standa í holti. Sjáðu skarðið, þarna fór ég í það heila tekið var þetta skemmtilegur ökutúr. Svfnaskarð er augljóslega fært fjallabílum en varla óbreyttum smájeppum. Það er nógu bratt niður að norðanverðu til þess að ekki verður talið ráðlegt að fara þar upp og allra síst ef ein- hver bleyta er í slóðinni. Því er betra að koma að sunnan. Af Svína- skarði er örstutt að skreppa upp á Móskarðshnúkana en sá innsti og hæsti heitir Trana. Við ökum síðan sem leið liggur fram Kjós og inn á Mosfellsheiðar- veg við Stíflisdal. f efstu drögum Mosfellsdals rýnum við út í súldina upp í skarðið og segjum líkt og Tómas Guðmundsson skáld forð- um daga: „Sjáið tindinn! þarna fór ég." polli@dv.is TJALDVAGNINN ÆGIR ER EINFALDUR OG LETTUR Verið velkomin I 90 ára afmæli Seglagerðarinnar sem við höldum hátíðlegt þessa helgi. Af þv( tilefni bjóðum við tjaldvagninn Ægi á einstöku tilboðsverði. Ægir er einstaklega léttur og þægilegur (meðförum. Það er mjög fljótlegt að tjalda honum, auðvelt að ferðast með hann og svo er hann líka svo rúmgóður. ÍÆgi er þægileg 4-6 manna svefnaðstaða. <ðB28kr SEGLAGERÐIN ÆGIfí ÞÆGILEG SVEFNAÐSTAÐA FORTJALD OPIÐ LAUGARDAG KL. 12-16 OG SUNNUDAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.