Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 32
36 DV HELCARBLAÐ LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 TANNLÆKNINGAR: Margir kvíða því að fara til tannlæknis. Áður fyrr fóru allar aðgerðir fram án deyfinga þannig að sársaukinn gat orðið allt að því óþærilegur. Hverfann upp svæfingalyfið? Uppgötvun svæfinga og deyfilyfja á miðri 19. öld olli straumhvörfum í læknisfræði. Áður höfðu ýmsar að- ferðir verið notaðar til að draga úr sársauka þeirra sem þurfti að gangast undir aðgerðir. Svæðið sem þurfti að skera var fryst, beitt var dáleiðslu eða áfengi hellt ofan í fólk. Ekkert af þessu eyddi sársaukanum algjörlega þótt stundum tækist að deyfa hann. Árið 1839 hélt frægur skurðlæknir því fram að hugmyndin um sársaukafulla aðgerð væri fráleit. „Hm'fur og sárauki eru orð sem verða ætíð tengd við skurðlækningar," sagði hann. Nokkrum árum seinna kom í ljós að skurð- læknirinn hafði á röngu að standa. f Bandaríkjunum höfðu tveir tannlæknar og tveir læknar gert tilraunir í því skyni að svæfa sjúklinga fyrir aðgerðir til að draga úr sársauka þeirra og enn er deilt um hver þessara manna eigi heiðurinn að því að finna upp svæfmgar- lyf. Hláturgas linar sársauka Crawford Long fæddist árið 1815 og var af efnuðu fólki kominn. Hann var ævintýragjarn læknir, félagslyndur og nýjungagjarn. Nýjasta æði þess tíma var að sniffa af hláturgasi og Long lét ekki sitt eftir liggja í þeim málum. Eitt sinn þegar ekki náðist í hláturgas stakk Long upp á þvi að hann og félagamir reyndu brenni- steinseter í staðinn. í etervímunni tók Long eftir því að nokkrir vinir hans meiddu sig en virtust ekki finna fyrir sársauka. Ári seinna, 1842, mundi Long eftir þessu þegar vinur hans, einn eter-sniffaranna, kom til hans og bað hann að fjarlægja æxli af háls- inum á sér. Long lét vininn sniffa af eter og skar burt æxlið. Næstu fjögur árin gerði Long sjö aðgerðir þar sem sjúklingar hans voru svæfðir með eter. Hann birti niðurstöður sínar í virtu læknatímariti skömmu eftir að annar maður, William Morton, hafði gert heyrin- kunnar sömu niðurstöður. Long hélt áfram læknisstörfum og lést sextíu og tveggja ára. Þeir sem halda því fram að hann hafi fundið upp svæfingalyf segja einfaldlega að hann eigi heiðurinn vegna þess að hann hafi fyrstur manna gert skurðaðgerð með svæfingu, í þessu tilviki brennisteinseter. Gerði tilraun á sjálfum sér Horace Wells var tuttugu og eins árs þegar hann opnaði eigin tannlæknastofu. Hann naut virðingar í starfi og gekk vel en honum leið illa vegna þess hve viðskiptavinir hans fundu mik- ið til, sérstaklega þegar verið var að draga úr þeim tennur. Árið 1844, tveimur ámm eftir að Long notaði svæfingu í fyrsta sinn, fór Wells á sirkussýningu þar sem hláturgas var notað. Wells tók eftir því að maður, sem var undir áhrifum gassins, virt- ist ekki finna fyrir neinum sársauka þegar sparkað var í sköflurtginn á honum. Wells bauð manninum, sem átti gasið, í heimsókn á tann- læknastofuna og bað hann að gefa sér hlátur- gas meðan annar tannlæknir dró úr honum tönn. Wells til mikillar undmnar fann hann ekki fyrir neinum sársauka þegar tönnin var tekin úr honum og eftir það lærði hann að meðhöndla gasið og notaði það nokkrum sinn- um við aðgerðir. Hann sótti ekki um einkaleyfi á gasinu því hann talöi að það ætti að vera öll- um aðgengilegt á sama hátt og loftíð sem menn önduðu að sér. Wells fór í sýnikennslu á sjúkrahúsi í Massachusetts en varð á að byrja að draga tönn úr manni áður en gasið var farið að virka og maðurinn æptí af sársauka. Læknarnir hædd- ust að Wells og töldu tilraunir hans einskis virði og hann varð tíl athlægis í blöðum í Boston. Ári seinna birtí Wells niðurstöður rannsókna sinna á svæfingu en gagnrýni og útskúfun læknastéttarinnar í Boston hafði brotíð hann niður. Hann hélt áfram að gera tilraunir á sjálf- um sér með ýmiss konar gas; hláturgas, eter og klóróform, en heilsu hans hrakaði vegna þess hve mikið hann andaði að sér af þessum efnum og veruleg röskun varð á geðheilsu hans. Dag einn andaði hann að sér klóróformi, gekk ber- serksgang og hellti sým á föt vændiskonu. Hann var handtekinn og framdi sjálfsmorð skömmu seinna með því að skera á æð í fætí undir áhrifum hláturgass. Hann lést þrjátíu og þriggja ára gamall. HORACE WELLS: Hann sótti ekki um einkaleyfi á gasinu því hann taldi að það ætti að vera öllum að- gengilegt á sama hátt og loftið sem menn önduðu að sér. Sérvitur vísindamaður Charles Jackson sinnti bæði læknisfræði og jarðfræði. Hann þótti afar sérvitur og litríkur persónuleiki og afburða vísindamaður. í starfi sínu tók hann snemma eftir því að klór- óform slævði taugar og hann rannsakaði áhrif hláturgass. Árið 1846 kenndi hann nem- anda sínum, Williman Morton, að nota eter til að deyfa sjúklinga þegar verið væri að draga úr þeim tennur. Á næstu áratugum var Jackson miðpunkt- ur deilunnar um hver hefði fundið upp svæf- inguna. Hann vann sem lyfjafræðingur og jarðfræðingur til sextíu og átta ára aldurs en þá varð hann geðveikur, sennilega vegna til- rauna með hinar ýmsu gastegundir. Hann var sendur á geðveikrahæli og lést þar sjö árum seinna. Sótti um einkaleyfi William Morton var afgreiðslu- og sölu- maður sem sneri sér að tannlækningum. Hann var félagi Horace Wells sem sagt var frá hér á undan og var með þegar Wells varð sér að athlægi í Boston. Wells kynnti Morton rannsóknir sínar á hláturgasi og tveimur árum seinná kynntist hann Charles Jackson sem útskýrði fyrir honum eiginleika hinna ýmsu gastegunda. Árið 1845 hannaði Morton gervigóm sem hann hugðist setja á markað en til að hægt væri að koma gómunum upp í fólk þurfti að draga úr því allar tennur sem var mjög sárs- aukafullt. Það hefur sennilega orðið til þess CRAWFORD LONG: Ævintýragjarn læknir og nýj- ungarnar. Nýjasta æði þess tíma var að sniffa af hláturgasi og Long lét ekki sitt eftir liggja í þeim málum. að Morton fór að íhuga aðferðir við að deyfa sjúklinga. Árið 1846 kom maður til Mortons og þurfti að láta draga úr sér tönn. Maðurinn var dauðhræddur við sársauka og samþykkti að leyfa Morton að nota efnasamsetningu sem átti að deyfa sársaukann. Aðgerðin varð sársaukalaus. Seinna sama ár notaði Morton eter við að svæfa sjúkling þegar hann fjar- lægði krabbameinsæxli úr æðum hans. Læknastéttin í Boston lýsti þvf yfir að Morton hefði fundið upp svæfingalyf. Næstu árunum eyddi Morton í að fá einkaleyfi á uppfinningu sinni sem hann neitaði að gefa uppskrift að. Þegar menn komust að því að uppskriftin var einungis eter var honum ekld stætt á að halda einkaleyfinu. Ríkisstjórnin svipti hann einkaleyfinu í kjölfar mikilla deilna um það hver hefði raun- verulega uppgötvað svæfingalyf. Var það Morton eða var það Long sem sagðist hafa notað eter á undan Morton? Eða var það Wells sem hafði umsjón með fyrstu opinberu aðgerðinni í Massachusetts. Eða var það kannski Jackson sem Morton hafði lært hjá? Þeir sem studdu Morton bentu á að það var ekki fyrr en hann hafði fengið viðurkenn- ingu sem uppfinningamaður svæfingalyfs sem hinir þrír stigu fram á svið og sögðust hafa verið á undan. Þingið var fengið til að skera úr um hver ætti uppfinninguna en eng- in niðurstaða fékkst og draumur Mortons um að auðgast á uppfinningu sinni varð að engu. Hann lést 49 ára, af völdum hjartaáfalls, blá- snauður. kip@dv.is ;;í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.