Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 12
72 FRÉTTtf, LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 Útlönd Heknmám í hnotskum Umsjón:Guðlaugur Bergmundsson og Kristinn Jón Arnarson Netfang: gube@dv.is / kja@dv.is Sími: 550 5829 Berlusconi í skattrannsókn Ítalía: Silvio Berlusconi,for- sætisráðherra Ítalíu, er undir smásjá vegna meintra skatt- og bókhaldssvika sem tengjast viðskiptum fjölmiðlafyrirtækis hans.Tvö ítölsk dagblöð greindu frá þessu í gær. Forráðamenn fyrirtækisins svöruðu fullum hálsi og sögðu að Berlusconi sætti rannsókn vegna pólitískrar stöðu sinnar. Lögmaður forsætisráðherrans vísaði á bug að hann hefði brotið af sér og sagði það áhyggjuefni að fjölmiðlar fengju að vita af málinu á und- an málsaðilum. Á sama tíma er verið að rétta yfir Berlusconi í aðskildu spill- ingarmáli í Mílanó. Hvalir í netin HAFIÐ: Um þrjú hundruð þúsund hvalir, höfrungarog hnísur drepast á hverju ári við það að flækjast í netum fiski- manna,að sögn náttúruvernd- arsamtakanna WWF. Málið verður tekið fyrir á ársfundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins í Berlín eftir helgi og reynt verður að finna leiðirtil að stöðva þetta. ísraelsher hélt uppteknum hætti í gær eftir blóðug átök síðustu daga: Enn ein flugskeytaárás LlKIÐ BORIÐ TIL GRAFAR: Palestínumenn bera lík Afnan litlu Taha til grafar í Jabalya-flóttamannabúðunum á Gaza í gær. Afnan lét lífið þegar ísraelskt flugskeyti hæfði fjölskyldubílinn á fimmtudag en faðir hennar var leiðtogi í skæruliðasamtökunum Hamas. „Ilmar eins og himnaríki, enda þótt hún hafi brennst." Þannig lýsir Ahmed Ali hinni ársgömlu Afnan Taha sem lét lífið þegar ísraelskt flugskeyti sprengdi bíl föður hennar, eins leiðtoga harðlínusamtak- anna Hamas, í tætlur á Gaza á fimmtudag. Afnan var borin til grafar í gær, að viðstöddum þúsundum syrgjenda, í mosk- unni í Jabalya-flóttamanna- búðunum á Gaza. „Er þetta friður? Hvað gerði hún til að þurfa að deyja svona?" spurði kona ein sem komin var til að syrgja litlu stúlkuna. „Þeir þurrkuðu út aila fjölskylduna," sagði önnur. Faðir Afnan og vanfær móðir hennar týndu einnig lífi í árásinni. fsraelsher hélt uppteknum hætti síðdegis í gær og skutu þyrlur hans tveimur flugskeytum á bfl í Gaza- borg. Einn maður týndi lífi og fimmtán særðust, að sögn starfs- manna sjúkrahúsa. Haldi aftur af sér Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að ráða- mönnum í Washington væri mjög í mun að ísraelar héldu aftur af sér þegar kæmi að því að hefna fyrir „Erþetta friður? Hvað gerði hún til að þurfa að deyja svona?" spurði kona ein sem komin var til að syrgja litlu stúlkuna.„Þeir þurrkuðu út alla fjöl- skylduna," sagði önnur. árásir Palestínumanna. Þá lagði hann áherslu á a.ð árásum á ísrael yrði að linna. Með orðavali sínu í gær gekk Powell lengra en embættismenn vestra voru tilbúnir að gera á fimmtudag, þegar þeir gagnrýndu fsraela ekki fyrir flugskeytaárás þeirra á Gaza sem varð sjö manns að bana, daginn eftir mannskæða sjálfsmorðsárás í strætisvagni í Jer- úsalem. Vegvísir í uppnámi Ofbeldi undanfarinna daga hefur sett svokallaðan Vegvísi að friði í uppnám. Hann varðar leiðina að stofnun sjálfstæðs rflds Palestínu- manna árið 2005. Áður en það gerist verða deilendur hins vegar að reyna Evrópusambandið ætl- ar að íhuga hvernig það getur komið í veg fyrir að Hamas, sem bandarísk stjórnvöld hafa kennt um ofbeld- isölduna síðustu daga, berist fé. að byggja upp gagnkvæmt traust, svo sem að Palestínumenn hætti árásum sínum á ísrael og að ísrael- ar leggi niður ólöglegar byggðir gyð- inga á palestínsku landi. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að senda ætti friðargæsluliða á vegum SÞ til Mið-Austurlanda til að reyna að rjúfa þann vítahring sívaxandi ofbeldis sem þar ræður ríkjum. Liðlega fimmtíu bandarískir eftir- litsmenn eru væntanlegir til átaka- svæðanna í næstu viku og sagði Annan að það væri fyrsta skréfið. Hins vegar dygði ekkert minna en vopnaðir gæsluliðar til að koma í veg fyrir stigmögnun ofbeldisins. ESB skoðar Hamas Evrópusambandið ætlar að íhuga hvernig það getur komið í veg fyrir að Hamas, sem bandarísk stjórn- völd hafa kennt um ofbeldisölduna síðustu daga, berist fé til að fjár- magna starfsemi sína. „Evrópusambandið mun ræða þetta mál með það fýrir augum að finna leiðir til að binda enda á utan- aðkomandi stuðning við Hamas," sagði Javier Solana, utanríkismála- stjóri ESB, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Bandarísk stjórnvöld hafa lengi barist fyrir því að komið verði í veg fyrir að samtök á borð við Hamas, sem eru á lista þeirra yfir hryðju- verkahópa, geti fengið fé frá stuðn- ingsmönnum erlendis. Hernaðar- armur Hamas er á lista ESB yfir hryðjuverkasamtök en ekki góð- gerðardeild samtakanna. 4* EFTIRLIT f ÍRAK: Bandariskur hermaður stöðvar bifreið við eftirlit nærri bænum Balad, um 90 kilómetra norðvestur af írösku höfuðborginni Bagdad. Hermenn hafa verið að leita að stuðningsmönnum Saddams Husseins.fyrrum forseta. Bandarískir hermenn drepa 97 dygga stuðningsmenn Saddams Nærri eitt hundrað írakar lágu í valnum eftir hörð átök við bandaríska hermenn í gær og fyrradag. Átökin voru hin blóðugustu frá því lýst var yf- ir að stríðinu í írak væri form- lega lokið. Hermennirnir skutu tuttugu og sjö vopnaða fraka til bana eftir að þeir höfðu veitt’ bandarískri skrið- drekasveit fyrirsát. Daginn áður voru að minnsta kosti sjötíu menn drepnir í árásum á þjáifúnarbúðir hryðjuverkamanna. Bandaríkski herinn hefur staðið í ströngu á tvennum vígstöðvum vestur og norður af írösku höfuð- borginni Bagdad í vikunni til að uppræta dygga stuðningsmenn Saddams Husseins, fyrrum íraks- forseta, sem sagðir eru hafa staðið fyrir árásum á bandaríska hermenn að undanförnu. Bandarískir embættismenn segja að aðeins einn hermaður úr þeirra röðum hafi særst í aðgerðum síð- ustu daga. Liðsauki í leitina Ákveðið hefur verið að herða mjög leitina að Saddam en ekkert hefur til hans spurst frá því Bagdad féll fyrir tveimur mánuðum. Leitar- mönnum bætist liðsauki á næstu dögum og munu þá um 1.400 manns taka þátt í leitinni. Bresk-bandarísk samtök sem kalla sig Líkaleitina í írak skýrðu frá því í gær að rannsóknir þeirra bentu til að rúmlega 5.500 óbreyttir borg- arar hefðu fallið í stríðinu í frak. Hugsanlegt er að allt að sjö þúsund borgarar hafi látið lífið. Fjöldi látinna var fenginn með því að rannsaka gögn ffá sjúkrahús- um og lfkhúsum f írak. Samtökin hafa veitt bandarískum og breskum ráðamönnum ákúrur fyrir að neita að áætla um mannfall í röðum óbreyttra borgara íraskra, þótt ekki væri nema lágmarks- mannfall í þeirra röðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.