Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 DV Bingó Nú leikum við I- í röðina og hér til Æ%M | hliðar birtist 6. tal- : f an. Ferð fyrir tvo með Iceland Ex- press til London eða Kaupmannahafnar er í boði. Átta tilkynntu um bingó á B- röðina. Nafri eins var dregið út, Þórðar Sturlusonar, Hraunbæ 34, Rvík. Samhliða einstökum röðum er allt spjaldið spilað. Verðlaun fyrir allsherjarbingó er vikuferð til Portúgafs með Terra Nova Sól. Spilað er í allt sumar og getur leynst vinningur á þínu spjaldi. EFNI BLAÐSINS Stórfelld brot stjórnarmanna - innlendar fréttir bls. 4 Höfuðpaurinn hefur verið í qæslu í eitt og hálftár - innlendar fréttir bls.6-7 Uggur í brjósti Suðurnesjamanna - innlendar fréttir bls. 8 Lélegir bísnesmenn - Helgarblað bls. 18-19 Sér ekki eftir jakkafötunum - Helgarblað bls. 16 Matur og vín -Tilvera bls. 24-55 Bush: Verra en Watergate - Helgarblað bls. 28-29 Hvernig maður girnist börn? - Helgarblað bls. 30 og 35 Útgáfufélag Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjórl: ðrn Valdimarsson Aðalrítstjórl: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiósla, áskrift: Skaftahliö 24, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aórar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstraeti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgialds. DV greiöir ekki viðmæiendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Gefla á Kópaskeri gjaldþrota GJALDÞROT: Rækjuverk- smiðjan Gefla á Kópaskeri, sem heimamenn keyptu af Fiskiðjusamlagi Húsavíkur árið 1999, hefur verið lýst gjald- þrota. Engin rækja hefur verið unnin (verksmiðjunni síðan í ágústmánuði 2002,aðallega vegna hráefnisskorts, og þeg- ar síðasti rannsóknarleiðang- ur Hafrannsóknastofnunar leiddi í Ijós að ekki yrði leyft að veiða neina innfjarðarækju í Öxarfirði hallaði verulega undan fæti. Fyrirtækið hefur veitt um 200 manns vinnu, beint og óbeint. „Hluti af þessu fólki var at- vinnulaus, eða lOtil 12 manns. (dag hefur þetta gjaldþrot Geflu ekki áhrif á at- vinnulíf sveitarfélagsins, þetta var í raun punkturinn yfir i-ið. Við munum gera tilkall til auk- ins þyggðakvóta og vitnum þartil orða Kristins H.Gunn- arssonar alþingismanns," seg- ir Rúnar Þórarinsson, oddviti Öxarfjarðarhrepps. Þverá vatnslítil LAXVEIÐI: „Ég hefaldrei séð Þverá í Borgarfirði svona vatnslitla á þessum tíma árs," sagði Sigurður Helgason, fyrrum forstjóri Flugleiða, við Þverá í Borgarfirði. Einn lax veiddist sjálfan opnunardag- inn. Það sem af er hefur Norð- urá í Borgarfirði flesta laxana en Blanda stærsta laxinn. A VEGAMÓTUM: Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari við lestur DV á veitingahúsinu Vegamótum í veðurbKðunni á fimmtudaginn ForsetiASÍ um Verkalýðsfélag Akraness: Svört skýrsla til skoðunar Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands íslands, segist vonast til að búið verði að finna tilsjónarmann með Verkalýðsfélagi Akraness á mánudag. Hann segir ASÍ ekki hafa tekið af- stöðu til svartrar skýrslu Price- waterhouseCoopers um VLFA, en skýrslan verði uppi á borðinu þegar tekið verði á deilumálum félagsins. Allir helstu forystumenn Alþýðu- sambands íslands mættu til fundar með fulltrúum Verkalýðsfélags Akraness á fimmtudag. Svört skýrsla Pricewaterhouse- Coopers hefur vakið athygli. Eins og greint var frá í DV í gær var það staðfest af PricewaterhouseCoopers að lögmaður VLFA kom í höfuð- stöðvar endurskoðunarfyrirtækis- ins 28. maí og krafðist þess að skýrslan yrði dregin til baka. Tilsjónarmaður í sjónmáli Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að verið sé að vinna í því að „Það má segja að meg- indeiluefnið sé að finna í þessari skýrslu." finna tilsjónarmann með félaginu. „Það er einfaldlega í þeim farvegi að á miðstjórnarfundi á miðvikudag- inn var tekin sú ákvörðun að skipa félaginu tilsjónarmann. Það er verið að vinna í að finna þann tilsjónar- mann og við erum hæfilega bjart- sýnir á að það leysist á mánudag- inn. Við fáum svar frá manni sem við höfum verið að ræða þetta við og höfum mikið traust á. Ég vona að svarið verði já.“ Grétar segir að ein af fastanefnd- um ASÍ, skipulags- og starfshátta- nefnd sem er m.a. skipuð fjórum landssambandaformönnum, verði milliliður milli tilsjónarmanns og miðstjórnar. Hann segir að þegar tilsjónarmaður sé búinn að átta sig á hvað sé til ráða, hvaða félagslegu tökum sé rétt að beita og í hvaða tímaröð það gerist, verði vafalaust haldinn fiindur í félaginu. Þar verði félagsmönnum kynnt hvernig tii- sjónarmaðurinn hyggist halda áfram við að greiða úr málefnum fé- lagsins. „Auðvitað taka svo við einhverjir félagsfundir í þessu ferli á grund- velli laga félagsins uppi á Skaga." Grétar segir enga afstöðu hafa Grétar Þorsteinsson. verið tekna til skýrslu Pricewater- houseCoopers af hálfu Alþýðusam- bandsins. Það sé ekkert dómsvald en skýrslan sé auðvitað hluti af því sem til skoðunar verði í þvf ferli sem fram undan sé. Þar verði að vera uppi á borðum það sem menn hafi verið að deila um. „Það má segja að megindeiluefn- ið sé að finna í þessari skýrslu. Það er að segja í gagnrýni á reiicninga fé- lagsins. Ég kann ekki að svara því hvaða tökum það verður tekið þeg- ar þetta ferli fer af stað.“ - Hvað um aðgerðir lögmanns fé- lagsins og kröfu hans um að skýrsl- an yrði dregin til baka? „Það er bara eitthvað sem ég þekki ekki, það er bara þannig," sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. hkr@dv.is HVERJIR ERU ODYRASTIR? Húfa á 490 kr. Bolur á 490 kr. Buxur á 490 kr. Opnunartími: Virka daga kl. 10-18 Helgar kl. 11-16 FATALAND Fákafenl 9 • Reykjavík Dalshraun 11 • Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.