Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 14JÚNÍ2003 I Vargöld í Mið-Austurlöndum MIÐ-AUSTURLÖND: llla horfir um frið fyrir botni Miðjarðar- hafs eftir vargöldina þar síð- ustu daga.Tugir manna hafa týnt lífi í átökum Palestlnu- manna og (saraela. Hátt í tutt- ugu fórust í sjálfsmorðsárás sem harðlínusamtökin Hamas stóðu fyrir í Jerúsalem á mið- vikudag, í hefndarskyni fyrir morðtilræði við einn leiðtoga sinna. Þá felldu (sraelar svipað- an fjölda Palestínumanna ( hefndarárásum sínum á Gaza. (sraelar hafa boðað allsherjar- stríð gegn Hamas og ráða- menn í Hvíta húsinu kenna samtökunum um stigmagn- andi átök síðustu daga. George W. Bush Bandaríkjaforseti ætlar að senda sérlegan fulltrúa sinn til (sraels um helgina. Deilt um upplýsingar CIA Leynimakk: Upp eru komnar deilur um hvort það sé banda- rísku leyniþjónustunni CIA að kenna að stjórnvöld íWas- hington notuðu falsaðar upp- lýsingar um úrankaup Sadd- ams Husseins íaðdraganda stríðsins í frak. Forstöðumenn CIA þvertaka fyrir að stofnunin eigi þar sök á og segir að upplýsingum hafi ekki verið haldið frá réttum að- ilum. (bandaríska dagblaðinu Washington Post kom fram í vikunni að skjöl um úrankaup (raka af stjómvöldum í Afríku- ríkinu Níger væru fölsuð og að CIA hefði vitað af því en ekki skýrt frá þeirri vitneskju sinni í skýrslu til ráðamanna. Fyrst var minnst á úrankaupin í september 2002. Enn í haldi Burma: Aung San Suu Kyi,frið- arverðlaunahafi Nóbels og leið- togi stjórnarandstöðunnar í Burma, er enn í haldi herfor- ingjastjórnarinnar og ekki vitað hvar hún er niðurkomin. Hálfur mánuður er síðan Suu Kyi var handtekin. Sendimaður SÞ reyndi að fá hana leysta úr haldi í vikunni en hafði ekki er- indi sem erfiði. Loðna bringan er ekki jaf nsexí og af er látið i > FRÉnAUÓS Guðlaugur Bergmundsson blaðamaður Herra Reykjavík úr Stuð- mannalaginu góða á varla nokkurn sjens í kvenfólkið nú um stundir, þótt hann sé með skæsleg læri. Það gerir loðna bringan, sem margur maður- inn hefur reyndar litið öfund- araugum og talið sér trú um að væri eftirsóknarverðari en flest annað. Nú vitum við betur, þökk sé tveimur breskum vísindamönnum sem hafa stundað rannsóknir á hár- leysi mannskepnunnar, svona mið- að við nánustu frændur okkar, apana, og önnur spendýr. Það er ekki sexí að vera loðinn. Ekki nema um hausinn og í klofinu. Prófessorarnir WaJter Bodmer, frá háskóianum í Oxford, og Mark Pagel, frá háskólanum í Reading, hafa rannsakað hvernig á því stend- ur að maðurinn er svona hárlaus, alla jnfna, og niðurstaða þeirra koll- varpar Vrri kenningum um tilgang þessa hárhysis. Óværuna burt Vísindamennirnir segja að „nakti apinn" hafi fellt hárin til þess að losna við alla óværuna sem hann hafði orðið að berjast við frá upp- hafi, flær og annan ámóta ófögnuð sem hreiðrar um sig í líkamshárun- um og sýgur svo blóð loðinleppans. Lífseigasta kenningin til þessa um ástæður hárleysisins, þrátt fyrir alvarlega meinbugi, gekk út á það að mennimir hefðu misst hárið til að geta kælt sig betur í sólarhitan- um. Önnur kenning skýrir hárleysið Öðru máli gegnir um hárið á kollinum og skeggið. Vísindamenn- irnir telja víst að það gegni mikilvægu hlut- verki þegar karlinn reynir að gera sig til við konuna. með því að maðurinn sé afkomandi vatnaapa en ekkert hefur fundist til að renna stoðum undir hana. Bodmer og Pagel tengja hárlosið meðal annars við framfarir í gerð fatnaðar í árdaga. „Hárleysi á mönnum er mögulegt vegna einstæðra hæfileika þeirra til að hafa stjórn á umhverfi sínu með eldi, húsaskjóli og fötum. Föt og I SUMIR LOÐNIR, AÐRIR EKKI:Mannskepnan er einsdæmi meðal spendýra að því leytlnu til að hún er afskaplega lítið loðin,eins og þessar myndir bera með sér. Annars vegar eru það keppendur á vaxtarræktarmóti úti í heimi og hins vegar gorillumamma með ungan sinn. Svo verður hver að dæma fyrir sig hvort honum finnst fallegra. húsaskjól gera möguleg sveigjan- legri viðbrögð við ytra umhverfi en viðvarandi loðfeldur og hægt er að skipta um þau eða hreinsa ef sníkjudýr gera sig þar heimakom- in," segja þeir Bodmer og Pagel í grein sem þeir skrifuðu um rann- sókn sína í vísindaritið Biology Lett- ers sem gefið er út af Konunglega félaginu í Bretlandi. Vísindamennimir telja að með hárleysinu hafi mannskepnunni tekist að vekja athygli á því að hún væri ekki jafnviðkvæm og áður fyrir sníkjudýrum og óværu af öllu tagi. Og þar með væru hinir hárlausu ákjósanlegri makar en þeir sem enn voru kafloðnir, eins og apar. Vörn gegn sólbruna öðru máli gegnir um hárið á koll- inum og skeggið. Vísindamennimir telja víst að það gegni mikilvægu hlutverki þegar karlinn reynir að gera sig til við konuna, með öðrum orðum að hár í andliti og á kolli sé til merkis um kynþokka. Þar að auki gegnir höfuðhár því mikilvæga hlutverki að vemda okkur gegn sói- arljósinu og koma í veg fyrir að við brennum á skallanum. „Svo virðist sem okkur bjóði virkilega við lfkamshári og maður kemst ekki hjá því að spyrja sjálfan „Algengast er að fólki mislíki loðin bringa og loðið bak afmiklu ein- faldari ástæðum, vegna þess hvernig það er við- komu, vegna lyktarinn- ar og úttitsins." sig hvaðan þau viðbrögð séu sprott- in af því að maðurinn er að þessu leyti einstæður meðal spendýra. Konur og karlar eyða milljónum punda á hverju ári í háreyðingar- krem í þessum eina tilgangi, að losa sig við hár. Viðbrögðin koma ein- hvers staðar frá," segir Mark Pagel í viðtali við blaðið Sunday Herald. Hár í kring um kynfærin olli hins vegar nokkrum heilabrotum því bæði geta sníkjudýr tekið sér þar bólfestu, auk þess sem það er alla jafna ekki til sýnis og því varla sexí eins og skeggið. „Það eru aftur á móti einhverjar vísbendingar um að hár við kynfæri styrki boð ferómóna sem gegna hlutverki við makaval," segja Bod- mer og Pagel í áðurnefndri grein. Minna hár í hitabeltinu Vísindamennirnir halda því fram í grein sinni að hægur vandi ætti að vera að færa sönnur á kenningu þeirra. „Maður myndi ætla að minna lfk- amshár sé á mönnum sem í þróun- arsögunni hafa búið á landsvæðum þar sem meira er um snfkjudýr en annars staðar, svo sem í hitabelt- islöndunum," segja bresku prófess- oramir Bodmer og Pagel. Sálfræðingurinn Petra Boynton, sem skrifar um kynlíf og efni því tengdu í tímaritið Men's Health, segir að rannsóknir Bodmers og Pa- gels veiti innsýn í ósjálfráð viðbrögð við miklu líkamshári. „Algengast er að fófki mislfki loð- in bringa og loðið bak af miklu ein- faldari ástæðum; vegna þess hvern- ig það er viðkomu, vegna lyktarinn- ar og útlitsins. Enda þótt rannsókn- ir eins og þessi ættu að hughreysta karla um að þetta sé allt hluti þró- unarinnar, ættu gæjarnir ekki að láta útlit sitt og sjálfsmat ráðast af hárvexti," segir Petra Boynton við Sunday Herald. HARIÐ LENGITIL VANDRÆÐA Lengra er síðan en margur heldur að maðurinn fór fyrst að reyna að losa sig við hár á líkama sínum. Um tuttugu þúsund ár eru frá því karlar byrjuðu að raka sig með beitt- um steinum og skeljum. Forn-Egyptar voru síðan brautryðjendur í þv( að nota býflugnavax og sykur til að eyða hári. Sú tækni er enn við lýði á snyrtistofum. Á tímum Rómverja var ung- lingurinn fyrst tekinn í fullorð- inna manna tölu þegar hann hafði rakað sig og afrakstur- inn var gefinn guðunum. \ I i k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.