Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Síða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003
DV Bingó
Nú leikum við I-
í röðina og hér til
Æ%M | hliðar birtist 6. tal-
: f an. Ferð fyrir tvo
með Iceland Ex-
press til London eða
Kaupmannahafnar er í boði.
Átta tilkynntu um bingó á B-
röðina. Nafri eins var dregið út,
Þórðar Sturlusonar, Hraunbæ
34, Rvík.
Samhliða einstökum röðum er
allt spjaldið spilað. Verðlaun fyrir
allsherjarbingó er vikuferð til
Portúgafs með Terra Nova Sól.
Spilað er í allt sumar og getur
leynst vinningur á þínu spjaldi.
EFNI BLAÐSINS
Stórfelld brot
stjórnarmanna
- innlendar fréttir bls. 4
Höfuðpaurinn hefur
verið í qæslu í eitt og
hálftár
- innlendar fréttir bls.6-7
Uggur í brjósti
Suðurnesjamanna
- innlendar fréttir bls. 8
Lélegir bísnesmenn
- Helgarblað bls. 18-19
Sér ekki eftir
jakkafötunum
- Helgarblað bls. 16
Matur og vín
-Tilvera bls. 24-55
Bush: Verra en
Watergate
- Helgarblað bls. 28-29
Hvernig maður girnist
börn?
- Helgarblað bls. 30 og 35
Útgáfufélag Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjórl: ðrn Valdimarsson
Aðalrítstjórl: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar,
smáauglýsingar, blaóaafgreiósla, áskrift:
Skaftahliö 24, 105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550
5020 - Aórar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar:
auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstraeti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
í stafrænu formi og i gagnabönkum án
endurgialds.
DV greiöir ekki viðmæiendum fyrir viðtöl viö þá
eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Gefla á Kópaskeri gjaldþrota
GJALDÞROT: Rækjuverk-
smiðjan Gefla á Kópaskeri,
sem heimamenn keyptu af
Fiskiðjusamlagi Húsavíkur árið
1999, hefur verið lýst gjald-
þrota. Engin rækja hefur verið
unnin (verksmiðjunni síðan í
ágústmánuði 2002,aðallega
vegna hráefnisskorts, og þeg-
ar síðasti rannsóknarleiðang-
ur Hafrannsóknastofnunar
leiddi í Ijós að ekki yrði leyft
að veiða neina innfjarðarækju
í Öxarfirði hallaði verulega
undan fæti. Fyrirtækið hefur
veitt um 200 manns vinnu,
beint og óbeint.
„Hluti af þessu fólki var at-
vinnulaus, eða lOtil 12
manns. (dag hefur þetta
gjaldþrot Geflu ekki áhrif á at-
vinnulíf sveitarfélagsins, þetta
var í raun punkturinn yfir i-ið.
Við munum gera tilkall til auk-
ins þyggðakvóta og vitnum
þartil orða Kristins H.Gunn-
arssonar alþingismanns," seg-
ir Rúnar Þórarinsson, oddviti
Öxarfjarðarhrepps.
Þverá vatnslítil
LAXVEIÐI: „Ég hefaldrei
séð Þverá í Borgarfirði svona
vatnslitla á þessum tíma árs,"
sagði Sigurður Helgason,
fyrrum forstjóri Flugleiða, við
Þverá í Borgarfirði. Einn lax
veiddist sjálfan opnunardag-
inn. Það sem af er hefur Norð-
urá í Borgarfirði flesta laxana
en Blanda stærsta laxinn.
A VEGAMÓTUM: Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari við lestur DV á veitingahúsinu Vegamótum í veðurbKðunni á fimmtudaginn
ForsetiASÍ um Verkalýðsfélag Akraness:
Svört skýrsla til skoðunar
Grétar Þorsteinsson, forseti
Alþýðusambands íslands,
segist vonast til að búið verði
að finna tilsjónarmann með
Verkalýðsfélagi Akraness á
mánudag.
Hann segir ASÍ ekki hafa tekið af-
stöðu til svartrar skýrslu Price-
waterhouseCoopers um VLFA, en
skýrslan verði uppi á borðinu þegar
tekið verði á deilumálum félagsins.
Allir helstu forystumenn Alþýðu-
sambands íslands mættu til fundar
með fulltrúum Verkalýðsfélags
Akraness á fimmtudag.
Svört skýrsla Pricewaterhouse-
Coopers hefur vakið athygli. Eins og
greint var frá í DV í gær var það
staðfest af PricewaterhouseCoopers
að lögmaður VLFA kom í höfuð-
stöðvar endurskoðunarfyrirtækis-
ins 28. maí og krafðist þess að
skýrslan yrði dregin til baka.
Tilsjónarmaður í sjónmáli
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
segir að verið sé að vinna í því að
„Það má segja að meg-
indeiluefnið sé að finna
í þessari skýrslu."
finna tilsjónarmann með félaginu.
„Það er einfaldlega í þeim farvegi að
á miðstjórnarfundi á miðvikudag-
inn var tekin sú ákvörðun að skipa
félaginu tilsjónarmann. Það er verið
að vinna í að finna þann tilsjónar-
mann og við erum hæfilega bjart-
sýnir á að það leysist á mánudag-
inn. Við fáum svar frá manni sem
við höfum verið að ræða þetta við
og höfum mikið traust á. Ég vona að
svarið verði já.“
Grétar segir að ein af fastanefnd-
um ASÍ, skipulags- og starfshátta-
nefnd sem er m.a. skipuð fjórum
landssambandaformönnum, verði
milliliður milli tilsjónarmanns og
miðstjórnar. Hann segir að þegar
tilsjónarmaður sé búinn að átta sig
á hvað sé til ráða, hvaða félagslegu
tökum sé rétt að beita og í hvaða
tímaröð það gerist, verði vafalaust
haldinn fiindur í félaginu. Þar verði
félagsmönnum kynnt hvernig tii-
sjónarmaðurinn hyggist halda
áfram við að greiða úr málefnum fé-
lagsins.
„Auðvitað taka svo við einhverjir
félagsfundir í þessu ferli á grund-
velli laga félagsins uppi á Skaga."
Grétar segir enga afstöðu hafa
Grétar Þorsteinsson.
verið tekna til skýrslu Pricewater-
houseCoopers af hálfu Alþýðusam-
bandsins. Það sé ekkert dómsvald
en skýrslan sé auðvitað hluti af því
sem til skoðunar verði í þvf ferli sem
fram undan sé. Þar verði að vera
uppi á borðum það sem menn hafi
verið að deila um.
„Það má segja að megindeiluefn-
ið sé að finna í þessari skýrslu. Það
er að segja í gagnrýni á reiicninga fé-
lagsins. Ég kann ekki að svara því
hvaða tökum það verður tekið þeg-
ar þetta ferli fer af stað.“
- Hvað um aðgerðir lögmanns fé-
lagsins og kröfu hans um að skýrsl-
an yrði dregin til baka?
„Það er bara eitthvað sem ég
þekki ekki, það er bara þannig,"
sagði Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ. hkr@dv.is
HVERJIR ERU ODYRASTIR?
Húfa á 490 kr.
Bolur á 490 kr.
Buxur á 490 kr.
Opnunartími:
Virka daga kl. 10-18
Helgar kl. 11-16
FATALAND
Fákafenl 9 • Reykjavík
Dalshraun 11 • Hafnarfirði